Morgunblaðið - 13.09.1932, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.09.1932, Blaðsíða 5
5 Þrijðjudag 13. sept. Rstanðið í Þý5kalanði. Helstu menn ríkisstjórnarinnar: v. Papen, kanslari, v. Gayl. innanríkisráðherra og v. Schleicher hervarnaráðherra. Hið nýkosna þýska ríkisþing var. sett 31. f. m. Um leið hófst fyrir alvöru baráttan milli þings og stjórnar í Þýskalandi. Og jafn- liliða þessu virðist valdabaráttan rrulli Hitlers og Papen-stjómarinn- ar að nálgast hámarkið. Stefnuræða Papens. Jafnt fylgismenn sem andstæð- ingar Papens viðurkenna, að hann er áræðinn, hugrakkur og fram- takssamur. Hann undirbýr rnikils- varðandi umþætur í Þýskalandi og býr sig undir að sitja lengi við völd, þrátt fyrir mikla mótspyrnu af hálfu svo að segja allra stjórn- málaflokka. sem hægt er að selja á markaðn- um. Eíkissjóður innleysir svo skírteinin á árunum 1934—38. — Enn fremur fá atvinnurekendur 400 marka verðlaun fyrir hvern atvinnuleysingja, sem þeir veita atvinnu. Atvinnurekendum, sem veita atvinnuleysingjum atvinnu, er heimilað að greiða lægra kaup en ákveðið er í núgildandi samn- ingum við verkalýðsfjelögin. Framannefnd áform hafa vakið mikla eftirtekt og um leið mót- spyrnu af hálfu verkamanna, ekki síst vegna kaupgjaldsins. En end- ist stjórn Papens til þess að fram- kvæma þessi láform? Klara Zetkin. ismans. Því næst var Nazistinn Göhring kosinn þingforseti með atkv. Nazista og miðflokksins. — V'araforsetarnir eru úr miðflokkn- um, ,þýsk-nationala‘-flokknum og bayernska þjóðflokknum. Margir höfðu búist við að Nazistar mundu stofna til óeirða, þegar Klara Zetkin setti þingið. En það fór á aðra leið. Þingsetningin fór mjög friðsamlega fram. Miðflokkurinn og Nazistar höfðu komið sjer saman um að forðast óeirðir. Enn fremur ihöfðu þeir fyrir fram 1 útvarpsræðu 28. þ. m. skýrði Papen frá stefnu stjórnarinnar, aðallega á efnahagssviðinu. Fyrst tók hann það fram, að stjórn hans ætli sjer að „leggja grundvöllinn að nýrri ríkisskipun í Þýskalandi1 „Ríkisþingið má ekki vera leik- soppur í hendi stjórnmálaflokk- anna“, sagði Papen. „Og morð mega ekki vera leyfileg í stjórn- málabaráttunni. — Ofstopi Naz- ista á illa við kröfur þeirra um það, að fá stjórnarvöldin í sínar hendur. Jeg get ekki viðurkent, að sá minni hluti þjóðarinnar, sem fylkir sjer undir fána Nazista, hafi rjett til þess að meðhöndla alla aðra Þjóðverja sem óarga- dýr.‘ ‘ Papen skýrði því næst frá á- .formum stjórnarinnar viðvíkjandi efnahag þjóðarinnar. Stjórnin ætl- ar að efla landbúnaðinn. Hún get- ur ekki komist hjá því, að auka innflutningshöftin í Þýskalandi. Aðalhlutverk stjórnarinnar er að draga úr atvinnuleysinu. A árun- / um 1934—38 ætlar ríkið að end- j urgreiða V4-—V2 af þeim sköttum, sem atvinnurekendur greiða á yf- irstandandi ári. Stjórnin ætlar að sjá urn, að atvinnurekendur geti á þessu ári fengið bankalán, sam- svarandi áformaðri skattaendur- greiðslu, til þess að þeir geti auk- ið atvinnurekstur sinn og veitt fleiri atvinnulausum atvinnu. Við greiðslu skatta á þessu ári fá at- vinnurekendur skattaskírteini — (Steueranrechnungsscheine), — Stjórnin og þingið. Nazistar sem vemdarar þing- ræðisins. Mikill meiri hluti hins nýkosna þings er. á móti Papen. En hann hefir látið það ótvírætt í ljós, að hann ætlar sjer ekki að víkja fyrir vilja þingsins. Hann ætlar að rjúfa þingið, þegar það snýst á móti honum, einnig þótt mið- flokkurin;n og Nazistar komi sjer saman um að mynda þingbundna stjórn. Enginn af ráðherrunum var, við- staddur þingsetninguna 31. þ. m. Aldursforsetinn, kommúnistinn Klara Zetkin, setti þing og hjelt langa ræðu um blessun kommún- Ehöm kapteinn ,,yfirhershöfðingi Hitlers". ákveðið, hverjir skyldu kosnir þingforsetar. Og loks höfðu þeir komið sjer saman um að forsetar þingsins skyldi fara á fund Hind- enburgs, vara hann við þingrofs- áformum Papens og segja honum, að ef til vill geti Nazistar og mið- flokkurinn myndað þingbundna stjórn. Strax eftir kosningu þingforseta tók hinn nýkosni forseti, Göhring til rnáls og sagði meðal annars: „Þingfundurinn í dag, fyrst og fremst kosning forseta, hefir sýnt, að þingið er starfshæft. Það er Fimm Nazistaþingmenn á götu í Berlín. þannig engin ástæða til þess að rjúfa þingið. Hindenburg hefir unnið eið að stjórnarskránni. Jeg treysti því, að liann brjóti ekki í bág við hana.“ Því næst bað Göhring um og fekk heimild frá þinginu til þess að biðja Hinden burg þegar í stað’ um áheyrn. A meðan þetta gerðist í þinginu átti Papen tal við Hindenburg á sumarbústað hans, Neudeck, í Austur-Prússlandi. Og Hindenburg gaf Papen frjálsar hendur til þess að rjúfa hið nýkosna þing, þegar það snýst á móti stjórn Papens. Hermann Göhring kapteinn. En það er talið víst, að Papen geti ekki komist hjá því að stofna til nýrra kosninga í síðasta lagi tveim mánuðum eftir þingrofið. Hindenburg hefir svarað beiðni Göhrings þingforseta um áheyrn á bá leið, að óþarft sje að Göhring fari til Neudeck. En Hindenburg komi til Berlin í næstu viku og sje þá fús á að tala við forseta þingsins. Khöfn 2. sept. 1932. P. Þingrof í Þýskalandi. Berlín, 12. sept. United Press. FB. von Papen hefir rofið ríkisþingið, til þess að koma í veg fyrir að það amþykki þingsályktunartillögu kom- múnistans Torgler um að nema úr gildi neyðarráðstafanalög Hinden- burgs frá 4. sept., en samkvæmt þeim lögum var ákveðið að framkvæma viðskiftaáætlun von Papens á næstu tólf inánuðum. Þegar þingrofsboðskap urinn hafði verið lesinn upp sam- þvkti ríkisþingið vantraust á ríkis- stjórnina. Síðar: Vantraustið var samþykt með 531:32 atkvæðum. Göhring forseti lýsti yfir því, að þingrofsboðskapurinn væri ólöglegur, því að ríkisþingið hefði lýst yfir vantrausti sínu á stjórninni. Var Göhring hyltur ákaft af þing- heimi. Mælt er, að ríkisstjórnin á- formi að efna til nýrra kosninga ]). 13. nóvembcr. Afvcpnimarráðstefnan. Þjóðverjar koma ekki þangað. Berlin, 11. sept. United1 Press. FB. Uniíed Press hefir frá áreiðanlegum heimildum, að þýsku fulltrúarnir taki ekki þátt í fundi fjármálanefndar af- vopnunarráðstefnunnar, sem halda á í Genf á morgun (mánudag), og verði á þenna hátt gefið til kynna að Þýskaland hætti þátttöku í afvopnun- arráðstefnunni. 5kálöið lóhann lónsson Of seint koma eftirmælin hinum látua. Þau geta ekkert orðið annað en sárbitur ásökun til okkar, sem eftir lifum, nístandi óp yfir því að hafa brugðist iskjldum okkar, reynst mann- leysur. Hver var Jóhann Jónsson? Hið ytra: Fátækur íslenskur sjó- mannssonur, er fór mentaveginn, varð stúdent, sigldi — og kom ekki heim aftur, orti nokkur kvæði í skóla, birti örfá Ijóð og smágreinar í tímaritum, >ýddi eina skáldsögu Gunnars Gunn- arssonar á þýsku, dó á besta aldri frá hálfsaminni ljóðabók, hálfsömdum sög- um, próf laus, embættislaus, berkla- veikur, umkomulaus suður í Leipzig á Þýskalandi. r Hið innra: Þyrst sál, er þráði vöxt og fullkomnun, íslenskt orð, er þráði að lifa í minni þjóðar sinnar, lifandi Ijóð, er þráði vandaðasta og fegursta málbúning, leiftrandi skáldsál, er þráði eilífð sína í verki, blossandi tignarandi, sem töfraði alla, er hon- um kyntust, auðugt líf, sem blakti á skari dauðans — og slokknaði hálf- brunnið í gjósti kaldrar æfi. Órlög, guðs vilji! Ábyrgðarlaus orð, sem við reynum að gimða með samviskusár okkar, er svíða við minning horfins vinar, er við höfum brugðist. Undirhyggjuleg tilraun að varpa af okkur sjálfum sökinni. Og heyrum við ekki auk þess lágaj*, sakleysiislegar, sneypulegar raddir, er hvísla: Því lagði hann ekk- Jóhann Jónsson. ert fyrir sig, því kom hann ekki heim, því liggur ekki meira eftir hann? — Osvífni og ekkert annað! Heiðruðu, blygðunarlausu mannræflar, alt snýst retta upp í sárþunga ákæru á hendur okkur sjálfum. Hví „lagði hann ekkert fyrir sig 1‘ ‘ Þessi spurning er í eðli sínu þjóð- fjelagsleg heimska og í rauninni ekki svara verð. Auðvitað lagði Jóhann fyrir sig það eina, sem sál hans krafðist: að yrkja. En á slíku brest- ur þjóðfjelagið allan skilning. — Það hafði lagt honum til nóga inentun, til >ess hann gæti orðið kennari, prestur, prófessor, eða hvað það nú heitir alt saman. Einhvern slíkan stimpil hefði hann getað fengið, ef hann hefði vilj- að selja sál sína og selja líf sitt. En íslandi hafði orðið þetta á með Jó- hann Jónsson eins og stundum með önnur börn sín, að gefa honum sál, sem ekki rúmaðist í neinu „einbætti“, neinni „stöðu“. Fyrir Jóhann Jóns- son var ]>að að yrkja og það að lifa eitt og liið sama. Líf hans var hon- um of dýrmætt til að selja það. Þess vegna „lagði hann ekkert fyr- ir sig/ ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.