Morgunblaðið - 13.09.1932, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.09.1932, Blaðsíða 6
6 H ORGT-NBLAÐIÐ Hví kóm hann ekki heim? l’að er sannleikur, að Jóhann sár- langaði til íslands. 011 hugsun hans og líf snerist. um íslensk efni, fyrst og síðast. Hann lifði ekki iá íslandi, en 'hann lifði Island. Hann átti land og þjóð rist í hjarta sínu. Hvert orð hans átti íslenska merkingu. — Svo uábundinn var hann hólmanum, sem ól hann. En hvað hafði hólminn að gefa honum? Jörðin? Lækningu, ef til vill. En þjóðfjelagið ? Dauða og ekk- ert annað. Í>að átti og bauð hæli fyrir sjúklinginn, nafnlausan þegninn. En fyrir skáldsálina, fyrir Jóhann Jóns- son, átti „móðirin" engan hjartastað. Hún gat boðið sjúklingnum að koma lieim og deyja, en hún gat ekki boðið skáldinu að koma heim og lifa. Og Jóhann langaði til að lifa — og lang- aði heim. En heimför til íslands gat hann ekki rjettlætt fyrir sjálfum sjer nema með ]*ví einu, að hann ætti þar kost á að lifa, þ. e. að yrkja. Þann kost gat Island ekki veitt honum. Þess vegna kom hann ekki heim. Hví liggur ekki meira eftir hann ? Jóhann var isífelt að þroskast. Eftir því sem sjóndeildarhringur hans víkk- aði, hækkuðu eðlilega kröfurnar til listarinnar. Iíann óx frá æskuljóðum sínum. Hann orti mörg falleg kvæði á undan „Söknuður' ‘, sem birtist í „Vöku“ árið 1928, (og birtist hjer), en með því hafði hann fyrst íundið sjálfan sig, var hann orð- inn frjáls og' laus undan áhrifum ann- ara, hafði hann brotið af sjer venj- urnar og eignast sjálfstæða, eigin hrynjandi og mál fyrir ljóð sín. Þetta kvæði ber fullkominn svip Jóhanns, ekkert annað skáld hefði getað ort þaö. og jafnframt því að kvæðið er samræmisiull hrynjandi skáldsálar Jó hanns, eignast íslensk ljóðagerð nýja sál með því. I anda þess skyldu önnur kvæði Jóhanns upp frá því. Og gerð ist þar með fyrsta verulega nýsköp- unin í íslenskum ljóðastíl frá því Jónas Hallgrímsson leið, en skáldsál hans og Jóhanns hefir að mörgu leyti verið mjög lík. Báðir áttu 'þörf fyrir kraft og íkveikju utan að. Báðir voru seinir að yrkja, því að skáldgáfa þeirra var þess eðlis, að kvæðin eða sögurnar urðu fyrst að verða til sem ómur, hrynjandi og mynd í sál þeirra, áður en þau fengi búning málsins. Og því urðu verkin sál af gál þeirra. En Jóhahn átti engan Tómas Sæmundsson rneðal vina sinna. Rjett um það bil, að hann varð fullþroska, fjellu veik- indin yfir hann og eyddu starfskröft- um hans. Hann varð ekki nema 35 ára. Og Jóhann var svo vandaður, að hann Ijet ekkert verk frá sjer fara f.yr en það var orðið eins og honum líkaði best. Og kröfur hans voru háar. Sökum alls þessa liggur ekki meira eftir hann. Nei, við getum ekki komið sökinni h£ okkur. Ekki þjóðfjelagið, sem eng- an gróðrarreit íá fyrir dýrmætustu sál- imar, en ljettir hvert spor sálleysingj- um og lífníðingum. Ekki heldur ein- staklingarnir, sem þykjast kunna að nieta andleg verðmæti og sálir eins og Jóhanns, ekki við mannleysurnar, scm •skiljum hann svo dæmalaust vel, þeg- ar hann er dáinn — en gerðum ekk- ert tyrir hann, meðan hann lifði. — Hvað er jeg að vanþakka. Góðir menn styrktu hann til náms. En þurfti ekki Jóhann síðar enn fremur á styrk að lialda, ]>egar verkefnin uxu og starfs- tíminn hófst. Jú, vissulega. En svo langt nær skilningur okkar ekki, euda erum við hver innibyrgður í sjálfum sjer, hver í sinni eigin skel. Aillir 5öknuður. Eftir Jóhann Jónsson ein allra dýrmætasta perlan í hókmentum okkar, eitt vængjatak skiáldsálar, áður hana þraut flugið. Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað ? Og ljóðin, er þutu‘ um þitt blóð frá draumi til draums, hvar urðu þau veðrinu að bráð, ó barn, er þig hugðir, borið með undursamleikans eigin þrotlausan brunn þjer í brjósti! Við svofeld annarleg orð, sem einhver rödd lætur falla á vorn veg —; eða| að því er virðist, vindurinn blæs gegnum strætin, dettur oss, svefngöngum vanans, oft drukklanga stund' dofinn úr stirðnuðum limum. Og spunahljóð tómleikans lætur í eyrum vor lægra. Og leiðindin virðast í úrvinda hug vorum sefast. Og eitthvað, er svefnrofum líkist, á augnlok vor andar, vjer áttum oss snöggvast til hálfs, og skilningi lostin, hrópar í allsgáðri vitund vbr sál; Hvar! Ó, hvar? Er glatað ei glatað? Gildir ei einu um hið liðna, hvort grófu það ár eða eilífð? Unn þú mjer heldur um stund, að megi jeg muna, minning, hrópandi rödd: ó, dvel! 7 * En æ, hver má þjer með höndum halda, heilaga blekking! Sem vængjablik svífandi engla í augum vaknandi barna ert þú hverful oss, hversdagsins þrælum .... Og óðar en sje oss það ljóst, er undur þitt di’ukknað í æði múgsins og glaumsins. Svo höldum vjer leið vorri áfram, hver sína villigötu, hver í sínu eigin lífi vegviltur, framandi maður; og augu vor eru haldin og hjörtu vor trufluð af hefð og löggrónum vana, að ljúga sjálfan sig dauðán. En þei, þei, þei, — svo djúpt sem vor samviska sefur, oss sönglar þó allan þann dag við eirðarlaus eyrun eitthvað, því líkt sem syngi vor sálaða móðir ' úr sjávarhljóðinu' í fjarska .... Og eyðileik þrungið hvíslar vort hjarta hljótt út í bláinn: Hvar? .... Ó hvar? vinir Jóhanps voru sannfærðir um gáfur hans, smjöttuðu á þeirri sann- færingu sín á milli — en gerðu svo ekkert fyrir hann. Einn af slíkum „vinum“ hans — einn af þeim síðustu — varð jeg. Jeg kyntist nokkru af iiinni ótakmörkuðu auðlegð sálar hans, ljóðum hans, sögunum, verkefnunum óllum, sem hann átti ólokið. Jeg fann þar svo mikið og auðugt líf, að jeg gat ekki hugsað mjer dauðann i hámunda við það. Jeg var alveg sannfærður um, að Jóhann mundi ekki deyja fyr en hann hefði lokið verkum sínum. En mjer hefndist fyrir þá einfeldnislegu, heimskulegu trú á rjettlæti í lífinu utan við eða þvert ofan í gerðir sjálfra okkar. Jeg dró á langinn, sveikst um að gera nokkuð fyrir Jóhann. Því særir samviskan nig’ ti-1 að lirópa upp: Jeg vissi, að Jóhann Jónsson var frábært skáld, vissi, að hann var í ’hættu, vissi, að við mátturn ekki missa hann — en jeg vann honum þó ekkert gagn. Of seint er það sjeð. Jóhann er dáinn. Hann dó fná sál sinni ófullkveðinni, æfi sinni hálfn- aðri og verkum sínum mikils til ó- skrifuðum. Það tjón getum við ekki vegið eða metið. En það má taka lík- ingu. Islendingar þykjast hafa mikla ást iá Jónasi Hallgrímssyni, og okkur kemur sap^an um, að hann hafi haft ómetanlegt gildi fyrir þjóðina. Þegar við höfum talað fegursta íslen-sku, hof- um við talað mál lians, þegar við höf- um ort best, höfum við kveðið í hans anda, þegar við höfum verið einlæg- astir, hreinskilnastir og bestir, höf- um við mest líkst Jónasi eða verið undir áhrifum hans. Ef við hefðum glatað, þótt ekki væri nema þiæm árum aftan af æfi hans, þá værum við óendanlega fátækari. Jónas dó frá miklu af verkum sínum í brotum. — Hver og einn Islendingur viðurkennir, að það er aár skaði, óbætanlegur um al'la cilífð. Og hafi nú Jóhann Jóns- son dáið frá enn meiri verðmætum? Jeg þori ekki að svara þeirri spurn- ingu. — En Jóhann Jónsson kemur hldrei aftur. Verkin, sem ’hann dó frá, eru okkur glötuð.um alla cilífð. I'jóðfjelagið og kunningjar hans bera sökina. Undan þeirri ásökun getum' við hvergi flúið, og jeg vil, að það sje skýrt tekið fram við minningu Jóhanns Jónssonar, að við vissum, að hann var ein besta skáldsálin, sem við höfum eignast, að við vissum, að líf hans var 1 hættu — og horfðum á hann tærast og deyja, sljóir, kaldir, tilfinningarlausir, án þess að hafast nokkuð að til að bjarga honum.-------- Lesari, þú sem ekki hefir heyrt Jó- hanns Jónssonar getið fyr en nú, að hann er dáinn, viltu ekki rifja upp fyrir þjer rjett í svip, hvílíkur fjöldi ^ af nöfnum isamtímamanna hans, álls ómerkra, hefir hlífðarlaust verið lát- inn klingja, margklingja í eyru þjer, meðan nafn Jóhanns var þagað í hel. Kristinn E. Andrjesson. Sparnaður og skattamdl. Góðar vonir vekur það, að blöðin sum eru nú farin alvarlega að hreifa sparnaðarmálum. Aldrei hefir með þjóð vorri verið brýnni þörf fyrir sparnað en nú, þeg- ar öll þjóðin er orðin nnept í skulda- fjötra. Aldrei meiri þörf en nú, að leysa þá þræláhlekki af fótum mik- ils f jölda bænda og borgara, og losa um klafann á hálsi þjóðarinnar. Aldrei verður þetta gert, ef mikill meiri hluti þjóðarinnar vill ekki vera samtaka um það, að spara og afla. Aldrei hefir mikill fjöldi manna í landinu átt jafn auðvelt með að spara fje og draga saman, sem á tveimur síðustu áratugum, því þá hafa pen- ir.gar oltið upp í bendur þeirra. — Sumir sparsamir verkamenn og ó- magafáir, hafa líka safnað miklu fje, og myndarlegum ellistyrktarsjóði fyr- ir sig og sína. Aldrei fyr hefir þjóðin getað safn- að, hagnýtt og eytt neitt líkt því öðru eins og á ]>esSum áratugum. En því miður fór ráðdeildin út um þúfur, því aldrei fyr hefir þjóðin safnað neitt líkt því öðrum eins skuld- um á einstaklinga, fjelög og þjóð- arheild, sem á þessum árum. Og ein- mitt núna á allra síðustu árum, þeg- ar mikill meiri hluti þjóðarinnar hefir neyðst til þess að 'fara að spara ým- islegt við sig, ]rá hafa forráðamenn iandsins og bæjanna, hlaupið og látið lilaupa með sig í gönur, út í hóflausa evðslu og gengdarlausar lántökur. Meðal óteljandi gönuhlaupa, má nefna hjer aðeins tvö, sein sjaldnast eru nefnd í blöðum, en oftast bera fyrir augu manna hjer í bænum: sundhöllina og leikhúsið. Bæði eru húsin bygð á síkvikum sandi breyti- leika og efnaskorts. Betra var að byrja á undirstöðunni. Byggja fyrst nytsama framleiðslu og stáðfasta at- vinnu. Byggja mætti þar á eftir hús- in, þessu lík á bjarginu því, þegar það var staðfast orðið. Eyrir allar miljónirnar, sem nú sitja fastar í þessu og öðru þvílíku hrófatildri óforsjálla og montinna manna, rnátti vel halda framleiðslu þessa lands og atvinnu almennings í góðu gengi. Þjóðin mætti nú orðið læra að þekkja ógæfumenn sína, og varast að láta þá miklu ráða. Blöðin yfirleitt hafa átt mjög mik- inn þátt í því, að kenna æskulýðnum að rækja íþróttir, og sækja leiki og skemtanir. Eigi er slíkt að lasta, ef í hóf er stilt. En bæði lærir hver af öðrum þess könar nám, og öllu má ofgera með hóflausri fjársóun, sí- feldri brýnslu, skjalli og láeggjan. Og hóflaus er orðin skemtanafíknin og óþarfa eyðslan núna í örbirgðar kreppunni, bæði í stóru og smáu. Nú um sinn væri þjóðinni þarfara, að blöðin — og aðstandendúr allir — kendu það unga fólkinu, að lífið geti aldrei til lengdar orðið leikur ein- ungis. Kendu því, að lífið krefur oss um margar þarfir, en þeim verður ekki fullnægt nema. margir vinni að því, að afla verðmætra hluta. Kendu því, að það sje auka atriði, hversu mikið hver einn aflar, eða hversu há laun hver tekur. Alt veltur á því, einu um isfkomuna alment, að hver einn kom- ist af með að eyða miruxa en hann aflar. Kendu því það, að það er skylda sjerhverrar meyjar og manns, að sjá sjer farborða sjálfur, eftir ítrasta megni. Og að safna, ef kostur er, einhverju til veikindadaga og elli- ára, svo ekki verði hami eða hún annara gustukamaður, að nauðsynja- lausu. Tillögur. Sparnaðartillögum hefir verið hreift í blöðum á ýmsum sviðum. Þar á meðal að Alþingi hafi nú í vetur ]>riðjungi tíl helmingi styttri setu en að undanförnu, og að það geri alt sem mögulegt er að gera til sparnaðar á ríkisfje, fækkí embættum og bitlingum, lækki öll hæstu lami, er undir váld þess heyra, og afnemi um sinn alla dýrtíðaruppbót, eða lækki hana mikið. Þjóðin öll verður að krefjast þess, að alvarlega og al- ment sje nú tekið í taumana til sparn- aðar á ríkisfjeuu, á þessum grund- veili. Og að þeir fái nú engum af- glöpum að ráða, sem mest hafa svikið þjóðina. — Engum stendur þó nær að krefjast þessa sparnaðar og viðreisnar • alþýðufólki og verkamönnum, vegua þess að með því einu móti er mögulegt fyrir ríkið, að taka aftur til að styðja nytsamar framkvæmdir og veita mönnum atvinnu. Sömu aðferð hljóta kaupstaðirnir að hafa, og verða borgararnir að krefjast þess af bæjarstjórnum, eigi síst í Reykjavík. Það er hróplegt ranglæti og óþolandi lengur, hve há eru laun sumra embættismann bæj- arins; * og eins hitt, að halda hjer uppi hæstu dýrtíðar uppbót (hærri en ríkið) á lífvænleg laun, og að greiða þeim sem sópa brjefarusli og snjó af götunum og öðrum föstum starfsmönnum kr. 1.36 um hverja klst. meðan meiri fjöldi bæjarbúa er at- vinnulaus. Og á meðan margir — sem annars nenna því, — vinna erfið störf við nytsama framleiðslu á land- inu fyrir lítið kaup, en framleiðendur sjálfir eru minna en matvinnungar. Ráðlegra væri líka fyrir ríkið og bæinn, að gefa eftir skatta, tolla, út- svör og hafnargjöld, og fyrir sjómenn a£ lækka eitthvað kaup sitt, til þess ao eitthvert vit gæti verið í því, að skipaflotinn færi á fiskveiðar. En eins og tilkostnaði og aflasölu, kaupgjaldi, lánskjörum og möguleik- utn til að geta fengið lán, er nú hátt- að, verður ekki sjeð, að fiskiflotinn geti verið á veiðum sjálfa vertíðina, r.ema hann liggi kyr fram yfir nýár. Væri hinsvegar gert kleift að halda fiskiskipunum á veiðum í haust og vetur, fengist eitthvað af útlendum gjaldeyri, upp í erfiðustu skulda- kiftin, og býrnustu vörukaupin. Af þeirri atvinnu drypi líka síðar drýgra fje í bæjar og ríkissjóð, en af götu- rifrildinu hjer, þó ekki væri jafn- mörgum hundruðum þúsunda króna þar til kostað. Eða ætla sjómenn og verkamenn að lifa á götunum hjer, þegar búið er að selja fiskiskipin, og flytja þau burt úr bænum? Aura sparnaðuiinn, Síra Halldór á Reynivöllum berst af kappi fyrir almennum sparnaði, með 10 ára áætlun sinni. Vonandi er að þar verði honum og öðrum vel ágengt. Þar við bætti jeg viðaukatillögu (Morgunbl. 19. ág.) um sjerstakar barnabækur, fæðingarbækur og af- mælisbækur. Til eru að vísu nokkrar slíkar bækur, en þeim ætti að fjölga svo mikið, að þær yrðu almennings eign, og auragjafir til bókanna yrðu móðins, í staðinn fyrir barnagullin og glingrið. Og í stað samkeppni um stærstar glingurshrúgur, kæmi sam- keppni um bestu bækurnar. Sjálfsagt er það undantekning, ef sá siður er ennþá til, að árlega sjeu lagðir aurar í slíkar bækur, eftir hvert afmæli. Ekki mun heidiir þekkjast hjer á landi, sá góði sparnaðar siður, sem alment tíðkast í Frakklandi, að meyj- ar sjeu naumast táldar gjafvaxta eða giftingarhæfar, fyr en þær eða for- eldrar þeirra hafa safnað til búsins svo og svo stórum sparisjóði, er þá ;je á reiðu höndum. Slíkai' sparnaðar ráðstafanir sem þessar eru þjóðar dygð- Þær þyrftu nú að komast jnn í ineðyitund þjóðar vorrar á þessum erfiðu tíniuin. Skilji þjóðin ekkí þörfina á þreng- ingarárum, þá gerir hún það því síð- ur á veltiárum. (Framh.) v. a.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.