Morgunblaðið - 20.02.1935, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.02.1935, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 20. febr- 1935 MORGUNBLAÐIÐ in slys orðið af keyrslunni, sem liægt væri að kenna gáleysi •ökumanna eða vanbúnaði vagn- anna. Tveir eftirlitsmenn ann- ast að staðaldri eftirlit með -öllum viðgerðum, akstrinum út .á við gagnvart farþegum og út- liti vagnanna og ástandi. Auk forstjóra vinna hjá fjelaginu ^skrifstofustjóri og einn skrif- .•stofumaður, en aðrir starfs- menn eru vagnstjórarnir og eru laun þeirra kr. 300, á mánuði, .auk einkennisfatnaðar, 10 daga ;sumarleyfis og 30 veikindadaga á ári, og hefir fjelagið þannig -orðið fyrst til af sambærilegum -atvinnufyrirtækjum, að skapa starfsmönnum sínum lífvænleg kjör. Eins og jeg sagði áðan, þá skyldu vagnarnir upphaflega vera 5 en þó voru þegar bygð- ir 6, og átti einn þeirra að vera til vara. En eftirspurnin reynd- ist svo mikil, að þetta var með ■ öllu ókleift. Eftir þriggja ára starfsemi eru þeir nú orðnir 16 og nægir illa. Fyrsta árið voru rstarfsmenn fjelagsins 16, síð- astliðið ár að jafnaði 41. Þetta sýnir best, hver þörf var á slíkri starfsemi. Þjer spyrjið um framtíðar- horfurnar! Þessu er ilt að svara, því mennirnir spá, en guð ræður. Fjelag okkar er ekki stofn- að sem gróðafjelag, enda hefði þá að líkindum gengið betur að safna því stofnfjár. Hver eyrir, ,sem unnist hefir eða handbær hefir verið, hefir farið til end- orbóta og viðbóta, nema kr. 3000.00, sem greiddar hafa ver :ið hluthöfum í arð þessi þrjú ár, sem við höfum starfað. Báð ,:ar „innanbæjarrúturnar" svo- kölluðu hafa frá upphafi verið reknar með tapi. En við höfum hins vegar litið á þann óbeina hagnað, sem við teljum okkur hafa af því að fullnægja þörf- ■um fólksins, eftir því sem við verður komið, og að fullkomna og samræma samgöngukerfi bæjarins sem best. Rauðhóla- rútan ber sig ekki heldur þegar hún er rekin eins og við ger- ■;um, með daglegum, reglubundn um ferðum. En með þessu móti hefir fjelagið gefið þúsundum bæjarbúa kost á því að kom- •ast út úr bænum að sumarlagi gegn vægri greiðslu — fólki :sem annars hefði ekki haft efni eða möguleika á því. Jafnframt hafa hinar föstu ferðir fjelags- ins gert mönnum kleift að reisa ;sjer sumarbústaði á leiðinni milli Reykjavíkur og Rauðhóla, milli Hafnarfjarðar og Reykja- víkur og suður á Seltjarnarnesi. Jeg býst við að svo verði enn sem hingað til, að fjelagið kapp kosti að auka og bæta samgöng urnar, öryggi og þægindi far- þeganna, þannig, að þörf við- skiftamanna og eðlileg þróun ■bæjarlífsins verði látin sitja í fyrirrúmi fyrir ágóðavon hlut- hafanna. Fjelagið hefir unnið sjer vinsældir allra bæjarbúa •og þær vinsældir gera kröfur til fjelagsins. Jeg vil geta þess, segir Ólaf- ur Þorgrímsson, að lokum, að fjelaginu hafa borist áskoranir um að taka upp áætlunarferð- :.ir til Vífilsstaða, en ekki sjeð Þjóðminjasafnið brennur. Aleiga þessarar stofnunar verður eldinum að bráð. Alt, sem áður bar áþreifan- lega vitni um athafnir feðra vorra, listræna menningu þeirra og hagleik, alt fer þetta for- görðum, ef ekki er aðgert í tíma. Komið og skoðið geymslu- staðinn, sem ætlaður er þessu dýrmæta safni. Háaloft Safna- hússins, þar sem alt er þiljað skraufþurrum, olíumáluðum þiljum í hólf og gólf. Þessar þiljur eru viðbúnar að taka við hverjum neista er til kann að falla úr rafmagns- þráðunum er þar liggja um súð- irnar þvert og endilangt, eða frá timburhúsunum hinummeg- in við götuna, ef vindur stend- ur þaðan á þakið eða þakglugg ana. Svona varðveitir þjóðin sóma sinn! Hvar er hann vátrygður? Hver vill vera borgunarmað- ur fyrir þessu safni, ef það brennur eða spillist af eldi og vatni? Enga opinbera eign veit jeg jafnómetanlega og enga jafn- ótryggilega varðveitta (þótt jeg efist ekki um að viðhald safn- ins og dagleg hirðing sje ann- ars í besta lagi). Reyndar mætti minnast hjer á aðrar þjóðminjar, sveitabæ- ina gömlu, sem nú eru að glat- ast. Þeir grotna niður hver af öðrum, án þess að nokkur mað- ur hirði um að eignast af þeim uppdrætti eða lýsingar, er tal- ist geti viðunanleg heimild um gerð þeirra og fyr en varir eru þeir algerlega úr sögunni. Og sama er að segja um fleiri fá- gæt hús hjer á landi. Indriði Einarsson skrifaði ný lega í „Vísi“ um þjóðleikhúsið. Þar getur hann þess, að þjóð- minjavörður hafi beðið um húsakynni í leikhúsinu handa þjóðminjasafninu, en sú hug- mynd muni hafa gufað upp. Þar stendur ennfremur þessi ó- trúlega frásögn: „Nú hefir komið upp ný hug mynd. Það er beiðni frá einni af skipulagsnefndunum um það, að nyrst í Leikhúsinu, fyrir norðan ganginn, bak við leiksviðið, yrðu settar í lag skrifstofur handa þessum nefndum og nokkur klæðaher- befgi um leið, ef jeg skil rjett. Húsameistari ríkisins hefir reiknað út kostnaðinn og álítur að hann sje 240.000 krónur. Leigurnar af skrifstofunum reiknar hann 43.000 kr. árlega, og að þær gengju til að borga sjer fært að verða við henni enn sem komið er sökum vagna- skorts, enda þótt ekki vanti viljann þar sem s-júklingar, starfsfólk og gestir að Vífils- stöðum verða að greiða helm- ingi hærra fargjald á milli en frá Reykjavík til Hafnarfjarð- ar, en fargjöldin á þeirri leið lækkuðu, svo sem kunnugt er, um helming, þegar Strætisvagn arnir hófu áætlunarferðir sínar þangað. L. S. þessar 240.000 krónur með vöxtum“.------- Þarna stendur 240.000 — tvö hundruð og fjörutíu þús- und — (endurtekið), og leiga 43,000 kr. árlega, svo að þetta : er tæplega prentvilla. Og ekki efast jeg um að hr. I. E. hafi þetta rjett eftir. En ótrúlegt er það. Fyrir þessa upphæð mætti byggja nýjan „Arnarhvál“, eða jafnvel hús undir þjóð- minjasafnið og ef til vill mál- verkasafnið — eða það, sem nýtilegt er af því — líka. Hafi leikhúsið aflögu svona stórkostleg húsakynni, ætti að mega notast við þau fyrst um sinn undir þjóðminjasafnið. — Þar væri það þó að minsta kosti í minni hættu, en þar sem það er nú og sennilega rýmra um það. Þetta er hugmynd, sem hægt er að tala um í alvöru og ekki á að lognast út af að óreyndu. Enn er mörgum í fersku minni bruni Landsbankahúss- ins. Þaðan var safnið flutt fám árum fyrir brunann og skall þar hurð nærri hælum. Og enn vofir hættan yfir. Er þingi og stjóm ekki kunn ugt um þetta? Hefir þjóðminjavörðurinn ekki gert viðvart um hættuna? Ef hugmyndin um nýtt hús- næði hefir „gufað upp“, þá væri reynandi að kæla skýin og kalla hana til jarðarinnar aftur og það sem fyrst, því að langar eru þingmannaleiðir og torsóttar — ef ekki er ein- hverju sjerstöku „láni“ að fagna. Minnist þess að það tjón verður aldrei bætt ef þjóð- minjasafnið brennur. Sig. Guðmundsson. Kirkjumál Reykjavikur. Kirkjviráð hefir gengist fyrir kosningu nefndar til þess að vinna að fjölgun presta og kirkna og sóknaskiftingu í Reykjavík. Var þetta gjört að undirlagi Presta- fjelags íslands og í samráði við sóknarnef nd D ómkirk j usaf nað ar- ins, og ætlast til, að tillögur um nýtt fyrirkomulag þessara mála tæki fult tillit til hins öra vaxtar höfuðstaðarins og framtíðarstarfs kirkjunnar þar. í nefnd þessa voru kosnir: Báðír prestar Dómkirkjusafnað- arins, bóksali Pjetur Halldórsson alþm., eand. tlieol. Sigfús Sigur- hjartarson og prófessor Sigurður P. Sívertsen, er kjörinn hefir verið formaður nefndarinnar. Nefndin hefir eftir athugun máls ins, samið frumvarp til laga um afhending Dómkirkjunnar til safn- aðarins í Reykjavík og fjölgun sókna og presta í Reykjavík og öðrum kaupstöðum, og ætlar að leggja það fyrir Alþingi. Þykir vinum kristindóms og kirkju mik- ils um vert, að þessum kirkjumál- um höfuðstaðarins verði tekið með vinsemd og skilningi á löggjafar- þingi voru. (Kirkjuritið). Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að elskulegur eigin- maður minn og faðir okkar, Daníel Bergmann, kaupmaður frá Sandi, andaðist að heimili sínu, Laugaveg 126 hjer í bæ, að morgni þess 18. febrúar, síðastliðinn. Jarðarförin verður ákveðin síðar. Sigríður Bergmann og börn. ' Móðir okkar, Jakobína Þóra Pálsdóttir, andaðist mánudags- kvöldið, 18. þ. m. Sigurlaug Vilhjálmsdóttir, Lúðvík Vilhjálmsson, Ólafur Vilhjálmsson, Pálmi Vilhjálmsson. Móðir okkar Margrjet Árnadóttir húsfreyja á Barkarstöðum í Fljótshlíð, verður jarðsungin að Hlíðarenda, laugardaginn 23. þ. m. — Húskveðja hefst að heimili hennar kl. 12 á hádegi. Börnin. Faðir minn, Ólafur Árnason frá Eyrarbakka, Þórðarkoti, sem andaðist á Elliheimilinu, 15. þ. m. verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni föstudaginn 22. þ. m. og hefst með kveðjuathöfn frá heimili mínu Þingholtsstræti 23. Fyrir hönd mína og annara aðstandenda. Gísli Ólafsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda hluttekning við fráfall og útför föður okkar og manns mins, Þorsteins Sigurgeirssonar, gjaldkera. Garðar Þorsteinsson, Sigríður Árnadóttir, Stefán Þorsteinsson, Guðlaug Þorsteinsdóttir, Guðrún Þorsteinsdóttir, Sigrún Þorsteinsdóttir, Aðalbjörg Albertsdóttir. Tilkynning. Frá ritara Fjelags íslendinga í Þýskalandi, Bimi Sveinssyni, hefir blaðinu borist eftirfar- andi: Þýsku ríkisbrautirnar hafa fyrir skömmu síðan gefið út til- kynningu um, að allir útlend- inga, sem ferðist um Þýskaland hjeðan af og til 31. október 1935, fái 60% afslátt á far- gjöldum. Skilyrði eru þó þau, að menn dvelji ekki minna en eina viku og ekki meira en tvo mánuði samfleytt í Þýskalandi. Með þessari tilkynningu falla úr gildi allar eldri reglugerðir um þenna afslátt (en áður hafði verði ákveðið, að afsláttur þessi skyldi ekki gilda nema sumar- mánuðina, að undanskildum stuttum tíma í ,vor.) Virðingarfylst. Fjelag Islendinga í Þýskalandi. Björn Sveinsson ritari. —...--------- Eignir nokkra rlthöfunda. Þegar hinn nafnkunni sjónleika höfundur, sir Arthur Pinero, and aðist ljet hann eftir sig 1. milj 300.000 króna. í Englandi þótti þessi fúlga ekkert smáræði og enskt blað eitt fór að grenslast eftir fjárhag fleiri merkra rithöfunda. Það komst að þessari niðurstöðu: Lytton Strachey ljet eftir sig 160.000 krónur, Robert Bridge 120.000 kr. og D. H. Lawrence 50.000 kr. Þegar Dickens dó, átti hann fjárupphæð sem nam um 2 milj. 600.000 króna. En rithöfunð- urinn Arnold Bennet, Conan Doyle og W. J. Locke ljetur eftir sig 800.000 kr., 600.000 og 50.ooo hvor. Kænflr þfófar. 1 Slcotlandi liefir horið mjög á því, að þjófar hafa ásótt lestir þær sem hlaðnar voru whisky. Til skams tíma gat lögreglan ekki ráðið þá gátu, hverjir væru þar að verki, eða með hverjum hætti jþjófnaðurinn væri framinn. | En nú vita menn, hvernig þjóf- arnir fóru að því að stela, en aftur á móti hefir ekki náðst í sjálfa þjófana. Það kom iðulega fyrir í haust að lestirnar stöðvuðust á leið upp brekkurnar. Lestarstjórarnir sem töldu þetta koma af því, að téin- arnir væru votir, ljetu sjer nægja j að strá steinanasandi, og síðan var jhaldið af stað aftur. En nú hefir jkomið í ljós að það eru þjófarnir S sem lijer hafa verið að verki. Þéir hafa smurt teinana fitu! Þegar lestin stöðvaðist og starfsmenn hennar voru að strá sandinnm á teinana, fóru þjófarnir á kreik, brutust inn í flutningsvagnana og stálu eins miklu af whisky ög þeir komust með á brott, og það var allmikið, því að whisky-flösk- urnar hurfu í kassatali. En það var ein fitukrukka sem kom upp um aðferð þjófanna. — Hana höfðu þjófarnir óvart skilið eftir hjá teinunum. — Er gert ráð fyrir, að þeir hafi stolið whisky fyrir alt að 90 þús. krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.