Morgunblaðið - 20.02.1935, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.02.1935, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 Miövikudaginn 20. febr- 1935 Fáhevrð ósvífni. Ilcrmunn Jónasson svarar kröfum húsmæðra u ni óg'erilsneydda mjólk mcð þeirri fálieyröu ósvifni að faka mfólkurbúarjetf- iiidin af Korpúlfsstöðum. | Mjólkursölunefnd hefir þegar tekist að halda þannig á fram- kvæmd mjólkurlaganna að allir eru orðnir óánægðir, alveg jafnt bændur sem neytend- iir. Þar hefir hvert hneykslið rekið annað, svo að vart verð- wr til jafnað, og munu fæstir hafa óttast að nokkrum tækist að yfirstíga ávirðingar meiri- bluta mjólkursölunefndar. Svo hefir þó nú til tekist. Hermann Jónasson landbún- aðarráðherra tilkynti Thor Jen- *en í gær, að öli rjettindi til að teljast mjólkurbú væru án alls fyrirvara tekin af Korpúlfs- staðabúinu, og Ijet til mála- mynda fylgja samskonar skila- boð til austanbúanna, en þau höfðu áður af frjálsum vilja hætt að gerilsneyða mjólkina. Hr hjer í frammi höfð sú ó- svinna, að fæstir menn skilja að nokkur ráðherra láti hafa sig til slíks, og skal það mál nú rakið og skýrt í örfáum drátt- um. — Mjölkurlögin gera ráð fyrir að landbúnaðarráðherra ,,við- urkenni“ mjólkurbúin, og njóta slík mjólkurbú vissra rjettinda samkvæmt lögunum, þ. á. m. þeirra að selja vörur sínar með sjermerki. Korpúlfsstaðabúið var eitt þeirra mjólkurbúa, sem sam- kvæmt lögunum á rjett til þess að öðlast „viðurkenningu“ ráð- herra, enda var hún hiklaust í tje látin með brjefi dags. 14. janúar síðastliðinn, sem er und- irritað af Hermanni Jónassyni. Fám dögum síðar fór Her- mann utan, en skömmu eftir brottför hans hefjast tilraunir sjera Sveinbjarnar Högnasonar til þess að fá Thor Jensen til þess að taka að sjer einkarjett til framleiðslu á barnamjólk á öllu verðjöfnunarsvæði Reykja- víkur og Hafnarfjarðar. Fóru þær tilraunir ,eins og lesendur Morgunblaðsins muna, út um þúfur, vegna þess að Thor Jen- sen var með öllu ófáanlegur til þess að hækka verð á mjólk sinni um 5 au. á lítirinn. Sýndi Thor Jensen fram á að „barna- mjólk“ sú, sem gert er ráð fyr- ir í mjólkurreglugerðinni, er sama mjólkin eins og hann að andanförnu hefir selt sem hreinsaða og ógerilsneydda mjólk. Vildi Thor Jensen' því ekki hækka verðið úr því gæðin voru óbreytt, en bar fram þá uppástungu og ósk að verða við kröfum húsmæðra með því að selja Korpúlfsstaðamjólkina á- fram óbreytta og án allrar verð hækkunar. Yfir þessari sjálfsögðu að- stöðu Thor Jensen, að neita að taka hærra verð fyrir sömu vöru, reiddist meirihluti mjólk- ursölunefndar svo hastarlega, að sjera Sveinbjörn ritaði þegar í stað Eysteini Jónssyni brjef og krafðist þess, að öll rjettindi væru tekin af Korpúlfsstaða- búinu, en Eysteinn fór með land búnaðarmálin í fjarveru Her- manns. | Eysteinn mun nú hafa sjeð sem var, að hjer var of langt gengið í taumlausri ósvífni. Honum mun ekki hafa fundist fært að bjóða Thor Jensen ann- an daginn einkarjett til fram- leiðslu barnamjólkur, en svifta hann degi síðar öllum rjetti til að vera mjólkurbú. Eysteinn Jónsson mun hafa lesið mjólk- urlögin og sjeð, að þar fanst engin átylla. Hann mun hafa kynt sjer vottorð Hannesar Jónssonar dýralæknis, og sjeð að dýralæknirinn telur að „um húsakynni kúnna er nú hvergi hjerlendis og tæpast erlendis eins vel til vandað og í búum Thor Jensen .... og að öll hirðing og fóðrun skepnanna er í hinu frábærilegasta lagi og hin fullkomnustu tæki . . . . “ Hann mun hafa lesið vottorð Sigurðar búnaðarmálastjóra, sem segir að „Korpúlfsstaða- búið sje stofnað með þeirri hug sjón að reisa þar nýtísku mjólk urbú o. fl.“, og bætir síðar við: „Mjer er kunnugt að alt þetta hefir lánast svo að nú stendur Korpúlfsstaðabúið sem fyrir- myndarbú, eigi aðeins sem ein- stætt í sinni röð hjer á landi, heldur og fullkomnara en öll tilsvarandi bú er mjer er kunji- ugt um í nágrannalöndunum“. Og ennfremur: „Skal það hjer með sjerstaklega tekið fram, að það mjólkurbú hefir allar þær vjelar er fullkomin mjólkurbú þurfa að hafa, og fullnægir því öllum kröfum er gera ber til mjólkurbús“. Eysteini Jónssyni hefir ekki þótt árennilegt að virða vettugi þessar umsagnir Hannesar dýra læknis og Sigurðar búnaðar- málastjóra. Þá mun og Eysteinn Jónsson hafa sjeð brjef fyrv. landbún- aðarmálaráðh., Þorsteins Briem, sem í einu og öllu „viðurkendi" Korpúlfsstaðabúið, og loks mún Eysteinn Jónsson hafa sjeð það sem dugði, hvað sem öðru leið, þ. e. a. s. brjef Hermanns Jónassonar dags. 14. janúar síðastl. sem enn á ný „viður- kemíir“ Korpúlfsstaðabúið. Málið lá því þannig fyrir Ey- steini Jónssyni: 1. Sigurður búnaðarmálastjóri og Hannes dýralæknir telja 2. BHr Korpúlfsstaðabúið fullkomn asta bú hjer á landi og í nágrannalöndunum., sem hafi „allar þær vjelar og á- höld sem fullkomin mjólk- urbú þurfa“. 20. des. 1933 viðurkennir Þorst. Briem landbúnaðar- ráðh. Korpúlfsstaðabúið. Tilkynnine 3. 14. janúar 1935 „viðurkenn ir“ Hermann Jónasson Kórp úlfsstaðabúið. 4. 22. janúar býður Mjólkur- sölunefndin Korpúlfsstaða- búinu einkarjett á fram- leiðslu „barnamjólkur“ á öllu verðjöfnunarsvæði Reykjavíkur og Hafnarfjarð ar, gegn því að mjólkin hækki um 5 aura lítirinn. 5. Og loks 3—4 dögum síðar krefst sami meirihluti mjólk ursölunefndar að Óll mjólk- urbúsrjettindi sjeu tekin af Korpúlfsstöðum af því eig- andinn var ekki nógu auð- sveipur og neitaði að hækka mjólkurverðið. í þes'su gat jafnvel Eysteinn Jónsson ekki tekið neinn þátt. Svona aulaleg ósvífni gekk svo gersamlega fram af honum, að hann neitaði með öllu að vera við kröfum Sveinbjarnar, Egils í Sigtúnum og ráðvanda manns ins í Alþýðubrauðgerðinni, og urðu þessir herrar að bíta í það súra epli að innibyrgja heift sína og sættá sig við að „fullkomnasta mjólkurbúið hjerlendis og þótt víðar væri leitað“ fekk(!) að selja mjólk sína' sem sjerstaka vöru. Samtímis gerðust nú margir viðburðir í hneyklissögu mjólk- ursölunnar. Sveinbjörn og Egill urðu uppvísir að því að hafa fórnað hagsmunum bænda fyr- ir eigendur Alþýðubrauðgerð- arinnar með tilstyrk forstjóra hennar, sem sat í mjólkursölu- nefndinni. frá Gjaldeyris- og intiflutningseiefnd. Þeir íslendingar, sem stunda nám í öðrum löndum, eða aðstandendur þeirra, eru beðnir að veita nefndinni uppiýs- ingar um eftirfarandi atriði: 1. Nöfn námsmanna og hverjar námsgreinar þeirra eru. 2. Hve mikið fje þeir þurfa að fá „yfirfært“ á yfirstandandi ári til greiðslu á náms- og dvalarkostjipaði. Upplýsingar þessar sendist nefndinni fyrir 15. mars næstk. Gjaldeyris- og innflutningsnefnd. Atvinnu- og samgöngumála- ráðuneytið Reykjavík, 18. febrúar 1935. Með skírskotum til brjefs ráðuneytisins, dags. 14. f. m., um löggildingu á mjólkurbúinu á Korpúlfsstöðum til fram- leiðslu á gerilsneyddri nyjólk og rjóma o. fl„ skal yður, herra stórkaupmaður, hjermeð tjáð, að tjeð löggilding afturkallast hjermeð og ber yður að láta gerilsneyða alla mjólk og rjóma, sem ætluð er til sölu í Reykjavík og Hafnarfirði, í imjólkurstöð Mjólkurfjelags Reykjavíkur hjer í bænum. Hermann Jónasson. Vigfús Einarsson. Til hr. stórkaupmanns Thor Jensen. NOTIÐ O. J. & K.-KAFFI, ÞÁ MUN MORGUNSOPINN EKKIBREGÐAST YÐUR. Öll framkvæmdin var með þeim endemum að jafnvel Al- þýðublaðið þorði ekki annað en ráðast á samsöluna með þeim ummælum að þar væri alt í „skammarleg^sta ólestri“ Bændur voru sárgramir út af því peningatjóni sem Svein- björn og fjelagar hans bökuðu þeim. Neytendur h'öfðu sína sögu að segja, verri vara, erf- iðari viðskifti, stirðleiki og ó- svífni. Og kröfurnar risu úr öllum áttum, kröfurnar um brottrekstur Sveinbjarnar, Eg- ils og þeirrar eiginhagsmuna- klíku, sem notaði vöru bænda og þarfir almennings til þess að auðga sjálfa sig. Ofstoparnir í mjólkursölu- nefnd sátu við sitt. Þeir undu að vísu illa hag sínum, en þótti þó bót í máli, að þeir voru bún- ir að spilla Korpúlfsstaða- mjólkinni að mun, með því að krefjast þess að hún yrði ger- ilsneydd, og auk þess var von á Hermanni heim, og ef til vill mátti nota hann til þeirra fólskuverka, sem Eysteinn vildi ekki lána sig í. Hermann kom heim. Og nú, mánuði eftir að hann löggilti og „viðurkendiý Korpúlfsstaðá- búið, ritar hann eiganda þess á þessa leið: “ Hvað er það, sem hjer hefir gerst ? Éigandi Korpúlfsstaðabúsins hefir með óvenjulegum dugnaði hins bjartsýna hugsjónamanns komið hjer upp fullkomnasta búi „hjerlendis og nærlendis“. í því skyni að þurfa ekki að láta gerilsneyða mjólkina, en geta þó fullnægt kröfum„ nú- tímans um hollustu-öryggi, hef- ir hann lagt fram stórfje um- fram það, sem þurft hefði ef gerilsneyða átti mjólkina. Dýra læknir ríkisins og búnaðarmála stjóri kunna ekki nægilega sterk orð til að vegsama til- ganginn og árangurinn. Húsmæður í Reykjavík krefj- ast að fá þessa mjólk ógeril- sneydda, af því einu að þær telja hana besta. Með mjólkurlögunum er rjett urinn til þess að selja hana ó- gerilsneydda gerður erfiðari. Með því að brjóta allap anda mjólkurlagann hefir syo loks ósvífinn ráðherra bætt þyí ofan á að banna að selja þessa;,mjólk sem sjermerki. Frá þessum degi skal enginn fá Korpúlfsstaðamjólk, sem sjerstaka vöru, hvorki ógeril- sneydda nje gerilsneydda. Þetta er dómur Hermanns Jónassonar. Bitrasta vopnið í baráttunni við sára skeggbrodda er: iOROROl 0,10rn/m 0,10m/m * / Heildsölubirgðir: Magnús Stefánsson. Sími 2946. Heilbrigðisreglur siðmenn- inga þjóða, lög og rjettur, heil- brigð skynsemi, óskir og kröfur neytenda og framleiðenda, alt skal víkja fyrir blindri póli- tískri heift fáeinna ofstopa. Þetta eru skilaboðin til eig- enda Korpúlfsstaða. Þessi eru svör Herraanns Jónassonar til húsmæðranna. Á þetta að þolast? Því svara húsmæðurnar í Reykjavík á mánudaginn kem- ur. Reykvíkingar láta ekki Her- mann Jónasson og Tímaklík- una bjóða sjer hvað sem er. Það er kominn tími til að gera þeim piltum þetta skilj- anlegt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.