Morgunblaðið - 21.06.1938, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.06.1938, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 21. júní 1938. MORGUNBLAÐIÐ Leyniútvarps- Italir i rilia lála bre§k-íl alska stöðin i Rúss- landi fundin §amn w inginn k i oma til \ rvríVkitidl £» íram- G. P. U. menn stjórnuðu stöðínní Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. G. P. U., hin pólitíska leynilögregla Stalins, hefir fundið leynilegu útvarps- stöðina, sem undanfarna mánuði hefir sent út gagn- rýni á stjóm Stalins og sem m. a. tilkynti, að frelsis- hreyf ingin hef ði dæmt Stal- in til dauða þann 1. maí síðastliðinn. Hin leynilega stöð var nálægt borginni Minsk, og voru það háttsettir G. P. U. menn, sem stjómuðu stöðinni. Er lögreglan rjeðist inn í stöðina, sló i bardaga, og var barist með hand- sprengjum. 70 G. P. U.-menn hafa verið handteknir. Góð sildveiði á Grímseyjersundi Siglufirði, mánudag. Aðfaranótt sunnudags kom fjöldi skipa inn með síld, eða um 30 skip. Mestan afla höfðu bessi: Már 7é0 mál, Eldborg 600, Geir 500, Síeipnir 500, Árni Árnason 400, Sigríður 500, Gulltoppur 400, Þór og Kristiana 400, Einar Þver æingur og Anna 400. Hin skipin voru með frá 150 upp að 400. 1 gær lá flotinn inni hjer og úti á Sigluneskrók vegna veð- urs. I morgun fór flotinn út, en gat ekkert aöhafst vegna veð- urs. Þó sást síld víða út af firð- inum og við Skaga. Tvö skip náðu í slatta, Sigríður og Björn austrænl. Sjómenn segja mikla síld, þeg ar veður batnar. — SRN var sett á stað í gærkvöldi. Hjalteyri. Hjalteyrarverksmiðjan hefir nú fengið alls rösklega 14.000 mál síldar síðan hún tók til starfa þann 16. þ. mán. Er síld- jn eingöngu frá línuveiðurum og mótorbátum. — Engin síld barst á land á Hjalteyri í gær, en um og fyrir helgi komú þangað eft- irtöld skip: Fróði 11111/2. Fjölnir 675, Jökull 531, Jarlinn 1334, Sverr- ir 1037, Ól. Bjarnas. 11991/2, Huginn I 1154, Huginn II 1316- 1/2, Huginn III 1523, Sæhrímir 333, Minnie 1282, Gloria 1288, Garðar 1286. hrynur: 60 manns farast Frá jrjettaritara vorum. Khöfn í gær. Eitt af ógurlegustu járnbrautarslysum, sem komið hafa fyrir í sögu Bandaríkja varð í gær (sunnudag) er járnbrautar brú yfir Casterfljótið í Montana hrundi. Hin svonefnda „01ympiska-luxushraðlest“ var á leið yfsr brúna, er slysið vildi til. Var lestin á leið frá Seattle til Chicago. Margir járnbrautarvagnar steyptust í ána og bar straum- urinn hina þungu Pullmansvagna alt að 50 metra áður en þeir sukku. Talið er að minst 60 manns hafi farist í slysinu. London í gær. FÚ. Seytján lík hafa náðst upp úr skurðinum sem að Tacoma- Washington hraðlestin hrapaði ofan í í gærdag í Montana. Tvö 50 feta löng stykki úr brúnni höfðu skolast á brott í vatns- flóðið. Vegna þess að beygja var á veginum, gat ökumaðurinn ekki sjeð skemdirnar á brúnni, nægilega snemma til þess að geta stöðvað lestina. Vissa er fyrir því, að 17 manns voru í svefnvagni, sem algerlega er í kafi í skurðinum og sex menn aðrir er talið að hafi farist, auk þeirra sem fundnir eru. Bretar ófúsir fyr en sfálfbotfalifiamir verða fluttir frá Spáni Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Italska stjórnin hefir farið þess á leit við bresku stjórnina, að hinn svonefndi Rómsamningur milli ítalíu og Eng- lands verði látinn ganga í gildi strax, en breska stjórnin setti |>að sem skilyrði, er samningurinn var gerður, að ítalskar hersveitir á Spáni, yrðu kallaðar heim áður en samningurinn kæmi til framkvæmda. Mussoiini ber því við, að ómögulegt sje að flytja heim hið ítalska herlið á Spáni meðan Frakkar veita rauðliðum jafnmikla hjálp og raun ber vitni um. Búist er við að Chamberlain neiti að verða við þessum tilmælum Itala. Bresk blöð líta svo á, að þessi málaleitun Mussolini sje nýtt tilefni til þess að spilla vináttu Breta og Frakka. Bændaförin Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að það var Lúðrasveitin „Svanur“, sem ljek fyrir hátíða- skrúðgöngu stúdenta þ. 18. júní. Karl 0. Runólfsson stjórnaði. Akureyri 19. júní. Pað var fagurt um að lit- ast á Hólum í gærmorg- un, 18. júní, þegar menn risu á fætur. Veðrið var indælt og hlýtt. Nóttin hafði verið notalega hlý, svo að öllum leið vel, og allir höfðu feng- ið góða hvíld, hvort sem þeir höfðu sofið í rúmum inni í húsi, í svefnpokum í tjöldunum, eða teygt úr sjer þversum í bílunum. Menn þvoðu sjer í bæjarlækn- um, sem er bryddaður útsprungn- um hófsóleyjum þessa dagana, og gengu síðan um Hólastað. Alment óskuðu menn sjer, að þeir hefðu mátt vera þar heilan dag í við- bót. Túnið er þegar sæmilega sprott- ið, svo mörgum fanst, að þeir liefðu ekki sjeð slíkt tún sunnan- lands áður en þeir fóru þaðan, enda grær grasið fljótt norðan- lands um þetta leyti árs, því nú er hjer bjart allan sólarhringinn. Þegar hitinn er orðinn nógur, get- ur grasið þessvegna vaxið bæði nótt og dag. Fönnin á hinum him- ingnæfandi fjöllum Hjaltadals, minkar nú óðum, og veldur leys- ingin vexti í Hjaltadalsá og öll- um fjallalækjum. Þegar menn höfðu kvnt sjer það sem: hægt var, viðvíkjandi búskapnum á skólasetrinu, hjelt Gunnlaugur Björnsson kennari á- gætan fyrirlestur um sögu stað- arins og lýsti honum fyrir sunn- anmönnum. Klukkah níu hófst guðsþjón- usta í Hóládómkirkju, síra Guð- brandur Björnsson prófastur mess aði. Þótti bændum mjög vænt um að vera við þá athöfn í hinni forn- helgu kirkju, sem hefir enn að geyma margar minjar frá gamalli tið, KristSlíkneskið stóra á kross- inum, skírnarfontinn úr tálgu- steini, og veglegustu altarisbrík- ina, sem til er á landinu, frá dög- um Jóns biskups Arasonar. Sagt er, að Danir hafi ætlað að fara með hana burtu af landinu, eftir dauða Jóns biskups, en hún reynst of þung til flutnings og sligað hestana, er áttu að flytja hana tíí skips. Ilinar hljómfögru kirkju klukkur hringdu meðan kirkju- gestirnir gengu út, og niður á tún, en þar var hópurinn Ijós- myndaður til minningar um þessa heimsókn til Hóla. Síðan var gengið og matast í leikfimishúsinu. Bn Htla máríu- erlan, sem á hreiður uppi yfir kirkjuklukkunum, flaug aftur á eggin sín inn um litla, kringlótta opið efst uppi undir þakinu. Það tekur altaf nokkjurn tíma að raða 140 manns í bílana, en kl. 11.40 var haklið frá Hólum. Nú þurfti að flýta sjer, því veg- urinn er slæmur og seinfarinn nið ur eftir Hjaltadalnum að Hjer- aðsvötnum. Þar er pestargirðing til varnar hinni skæðu mæðiveiki. Við staðnæmumst við hliðið. Vörð urinn er gamall búfræðmgur frá FRAMH. Á SJÖTTU SH)U. London í gær. FÚ! Sendiherra Breta í Róm, Perth lávarður (Pert lávarður er ný- lega hafinn til aðalstignar, og er sami maðurinn og Sir Eric Drum mond, sem árum saman var að- alritari þjóðabandalagsins) hitti Ciano greifa í morgun og ræddu þeir um þessi mál, en annars hafa þeir ekki talast við síðan 4. þ. mán. RANNSÓKN Á LOFTÁRÁSUM Aðstoðarmaður breska utan- ríkismálaráðherrans, Mr. Butt- ler, tilkynti í dag í neðri mál- stofu oreska þingsms, að und- irbúningi væri lokið að sendingu hlutlausrar rannsóknarneí'ndar, sem færi til þeirra staða á Spáni, sem yrðu fyrir loftárásum, til þess að rannsaka hvort að þar væru nokkur hernaðarvirki, sem rjettlættu árásina. Hann skýrði frá því, að í nefndinni yrðu Norð menn, Bretar og Svíar. Aðalstöð nefndarinnar myndi verða í Toulouse, og mundi nefndin fara til Spánar eftir beiðni hvors aðila um sig, ef þeir teldu sig hafa ástæðu til að kvarta undan loftárásum. Á Barcelona var loftárás gerð í morgun, og 40 sprengjum kast- að, án þess að þær gerðu veru- legt tjón. I loftárásum þeim, sem gerðar voru á Barcelona í gærdag, særð ust 17 manns, og í dag telja upp reistarmenn sig hafa skotið nið- ur 9 flugvjelar fyrir stjórninni. NÝ ALLSHERJAR- SÓKN FRANCOS • Sagt er, að uppreistarmenn haldi nú uppi ákafri sókn við Teruel-Sagunto-veginn og suður af Castellon. Uppreistarmenn játa, að stjórnin hafi látið hefja þarna gagnsókn með óvenjulegum á- kafa og telur stjórnin að sókn uppreistarmanna suður af Cas- tellon hafi verið stöðvuð. Menn sem fylgjast vel með styrjöldinni telja, að síðUstu ráðstafanir uppreistarmanna beri vott um, að þeir sjeu að undirbúa allsherjarsókn, sem miði að því að sneiða land af þeim hluta Spánar, sem stjórn- in hefir á valdi sínu. ★ Innanríkismálaráðherra Fran- cos sagði í dag í ræðu, sem hann hjelt í Burgos, að flugvjelar upp reistarmanna hefðu aldrei kast- að sprengjum á nokkurn fer- þumlung af landi, þar sem ekki væru hervirki fyrir. Hann sagði ennfremur, að áfram mundi verða unnið að því hispurslaust, að eyða ræningjaskipum við Spánarstrendur. Sttostlegar fyrirætlanir Hit- lers I Hamborg Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. HITLERS-stjórnin hefir nú á prjónunum stórkostlegar ráðagerðir um nýbyggingar í Hamborg. Byggja á risabrýr, margra hæða skýjakljúfa fyrir skrifstofur, nýtísku fiskimiðstöð. o. fl. Þá er í ráði að byggja nýtísku höfn fyrir fiskiskip, verksmiðj- ur og íbuðarhús fyrir 30 þúsund manns. Þessar fyrirætlanir standa í sambandi við ákvarðanir þýsku stjórnarinnar um aukningu fisk- veiðanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.