Morgunblaðið - 21.06.1938, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.06.1938, Blaðsíða 6
MORGUN BLA0IÐ Þriðjudagur 21. júní 1938. 5 Bændaförin FRAMTT. AF ANNAHl SÍÐU. Hólum. Þar verða fagnaðarfundir með honum og þeim hræðrunum Gissuri í Drangshlíð op; Ólafi á Sólheimum. Þeir voru saman á Hólaskóla fjnir tæpum fimtíu ár- ium og, hafa ekki sjest síðan. Þeir fá nokkrar mínútur til „að heils- ast og kveðjast“, eins og segir í gömlu vísunni. Þegar þeir bræður fóru í Hóla- skóla fyrir hálfri öld síðan, fóru þeir fótgangandi mestan hluta leiðarinnar heiman frá Skógum nndir Austur-Byjafjöllum og til Hóla. En nú þjóta þeir á farar- tækjum nútímans að heiman og héim aftur, um landið þvert og endilangt á fáum dögum. Yon er að þeim finnist breytingin mikil. „Þarna eru fjárhúsin, sem við hjálpuðum til að draga grjótið í veturinn sem við vorum hjer“. sagði Gissur við mig á Hólum, „og þau geta víst staðið iengi enn“. Því húsin úr innlenda efn- inu, torfinu og grjótinu, endast hálfu lengur norðanlands en sunn- an. • Margt er skrafað í bílunum og fólkið er löngu búið að „llristast útman“. Allir éru í sólskinsskapi, því annað er ekki hægt, í ferð éins og þessari. Jeg var að vona áð geta sent nokkrar stökur eftir aðalhagyrðing fararinnar, og sunn l'enskra bænda, Pál á Hjálmsstöð lim. En andinn er ókominn yfir hann. En altaf er von á honum. Viðstöðulaust að heita má var haklið til Akureyrar. Hrifningin var mikil yfir fegurð Skagafjarð- arhjeraðsins. En hvar voru hinir frægu skagfirsku gæðingar? Við sáum varla annað en hjólhesta. Herðafólkinú þótti vegurinn all- ægilegur í Gíljareitum á Oxna- dalsheiði, og kalla Skaftfellingar þó ekki alt ömmu sína, hvað veg- ina snertir. Hraðinn óx þegar vötn tóku að falla til Eyjafjarðar. Veðurguðinn hafði dregið skýin frá Hraundröngum. En slík nátt- úrusmíði eru víst vandfundin. í hverjum bíl er leiðarlýsing og kort af Norðurlandi, sem menn kynna sjer, jafnóðum og farið er um. Jeg get vel trúað því, að okk- ur lítist best á Eyjafjörðinn, sagði einn bóndinn í gærkvöldi á leiðinni niður eftir Hörgárdal, en þetta hafa menn eiginlega sagt á hverjum degi og um hverja bygð. Því það nýja og óþekta heill ar hugann. Sunníensku bændurn- ir eru allir lirifnir af Norðurlandi og Norðlendingum, þó að sunnan- karlar þyki seinteknir; annað er ekki hægt. Kl. hálfníu var komið til höf- uðstaðar Norðurlands, sem dreg- ur nafn af akri og eyri. I því nafni er táknræn merking, því staðurinn ber svip bæði af syeit og kaupstað og stendur að því leyti öllum stórbæjum landsins framar. Mætti sá svipur lengij haldast, Eyfirðingar tóku á móti j bændunum með Ólafi Jónssyni \ framkvæmdastjóra í broddi fylk-! ingar. Fjöldinn af ferðafólkinn i býr á gistihúsunum, en þeim sem í af gengu var skift niður á ýmsa J góða staði aðra. Eftir nokkra1 hvíld var gengið til samsætis á; vegum Ræktunarf jelagsins í Ráð- j húsi bæjarins, og Ólafur Jónsson bauð gesti velkomna fyrir hönd bæjarstjórnar. Margar aðrar ræð- ur voru, lialdnar, en Jjófinu slitið rúmri stundu eftir uuðnætti. — Ferðafólkið þarf líka að sofa til þess að geta notið næsta dags, því þá á að kynna sjer hina merki- legu starfsemi Ræktunarfjelags Norðurlands, fara fram í Eyja- fjörð og víst margt, fleira, eftir því sem tíminn leyfir. Minningarorð umifrú Guðrúnu Eymundsdóttur Idag verður til moldar borin frú Guðrún Eymundsdótt- ir. Hún fæddist 20. júní 1878 að Vatnsdalsgerði í Vopnafirði. Foreldrar hennar voru þau hjónin Eymundur Eymundsson og Guðný Pálsdóttir, er bjuggu lengst af á Skjaldþingsstöðum. Hún ólst aðallega upp hjá for- eldrum sínum, en að nokkru leyti hjá föðurbróður sínum Sigfúsi Eymundssyni og Sól- veigu konu hans. 6. október 1903 giftist hún eftirlifandi manni sínum Hall- dóri Sigurðssyni úrsmið. Þau eignuðust átta börn, sem öll eru á lífi, nema eitt, Guðný, er dó á öðru ári. Ennfremur ólu þau h.jónin upp fósturson, Eymund Einarsson fiðluleikara. Utan heimilis mun ekki hafa borið mikið á frú Guðrúnu, og útífrá verður jafnan hljótt um heimilisstörfin þótt þ»« sjeu unnin með ekki minni kostgæfni og dugnaði, en mörg þau störf, er meira er látið yfir. Og það mun óhætt að full- yrða, að frú Guðrún hafi af al- úð sipt, störfum sínum innan hinna fjögurra veggja heimilis- ins, enda mun það kosta meiri umhyggju og fórnfýsi að koma átta bornum á 15gg, ’én thargt annað starf í þjóðf jelaginu. ,Hún átti við langvíirandi van- heilsu að stríða, en þrátt fyrft það vann hún öll sín störf, og eflaust oft meira af vilja en mætti, og munu hinir nánust« minnast hennar með þakklæti fvrir þessa miklu ósjjerhlífni Frú Guðrún hefir nú fengið hvíld frá hinum erfiðu þ.jáning um sjúkdóms síns, frið og sum- ar fegurri heima, og vissan um það mun ljetta undir sorgir hínna nánustu. Mágranni. 1 Mínníngarorð tim Gísla Bjarnason lögfræðíng Steinnesi. Gísli er fæddur 7. ap'ríl 1900 í sSteinnesi í A.-Húnavatnssýslu. For- eldrar hans voru Bjarni Pálsson prófastur og kona hans Ingibjörg Gjuðmundsdóttir. Gísli stundaði , nám við Gagn- fræðaskóla Akureyrar og tók próf þar vorið 1919, og var það hið hæsta próf er þetta ár var tekið. Hann settist í 4. bekk Mentaskól- ans haustið 1919 og lauk stúdents- prófi þaðan 1922. Það haust innrit- aðist bánn í lögfræðideild Háskól- ans og lauk'þar ágætu prófi vetur- inn 1926, eftir aðeins Jt/2 árs nám. Þetta ár varð hann fulltrúi í fjár- málaráðuneytinu og gengdi því starfi mn 10 ára skeið. Gísli Bjarnason var höfðingleg- ur maður, hár vexti og fríður sýn- um. Hann var prýðilegum gáfum gæddur, manna efuilegástur í æsku og virtist lífið blasa við honum glæsilegar en flestum öðrum ung- um mönnum. Persóna hans, manndómur og kjarkur var tákn eins hins besta sem kyngöfgi íslendinga hefir al- ið. Við bekkjabræður hans geym- um ætíð í huga okkar myndina af hinúrtt glæsilega höfðinglega manni sem við fyrstu sýn vann hugi okk ar og samúð. Hann hafði aðeins verið stutta stund með okkur í skólanum, er við völdum hann sem okkar forustumann. Málsnild hans og kraftur g.jörði hann sjálfkjör- inn í þann virðingarsess. Við höfð um óskað að meiga kjósa hann oftar til slíkra mannvirðinga. Nú í dag, er við fylgjum honrnm til grafar, vakna í huga okkar fjökla margar endurminningar um fagrar samverustundir; við mun- um ætíð minnast Gísla sem eins hins besta fjelaga og ágætasta drengs, sem við höfum kynst; og allar þær glæstustu vonir, sem við höfium tengt við hanxr fylgja nú minningu hans. Við þökk-um yndis lega, viðkynningu óg munum aldrei gleyma minningunni um hinn snjalla og höfðinglega æskuvin og fjelaga. Thor Thors. Sumarskóli guðspekinema hefst í dag á Þingvöllum, og verður lagt af stað austur kl. 5 síðd. frá Bifreiðastöð Steindórs. Ennþá geta nokkrif kornist að. Útanfje- lagsmenn eru velkonmir. Upplýs- ingar eru gefnar í síma 3793 og 4944. í. S. í. S. R. R. Sund meisfaramótinu lýkur í kvöld í Sundhöllinni kl. 8y2. — Aðgöngumiðar seld- ir þar í dag. Sundráð Reykjavíkur. Rfgreiði Sykur á móti Cuba-leyfum. 5ig. Þ. Skjalðberg. (Heildsalan). Hraðferðir til Akureyrar alla daga nema mánudaga. Afgreiðsla í Reykjavík hjá Bifreiðastöð íslands. Sími 1540. BlfreiOastöO Akureyrar. « • Næsfa hraðferð til Akurevrar um Borgar- nes er á fimtudag. Bifreiðasfðð Sfeindórs. Kaktuspottar, 30 tegundir. Barnaleikföng, mörg hundruð tegundir. Nælur. Armbönd. Hálsbönd Töskur, cg ýmiskonar smávörur í miklu órvali. K. Einarsson & Bj örnsson ■essian margar teg., Bindigarn, Saumgarn, Merkiblek, Saltpokar, Ullarballar, Kjötpokar, Fiskkörfur, Fiskmottur o. fl. fyrirliggjandi. L. ANDERSEN Hafnarhúsinu. Sími 3642. MJOLKUROSTuf MYSU05TUR RJÓMA05TUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.