Morgunblaðið - 21.06.1938, Page 3

Morgunblaðið - 21.06.1938, Page 3
Þriðjudágur 21. júní 1938. MÖRGUNBLA T*Í Ð Sig. Sigurðsson bætir met sitt í hástökki Asunmidaprinn fór loks fram íþróttamót það, sem halda átti 17. júní. Eitt met var sett á mótinu, þó veður væri alls ekki hagstætt til kepni. Sigurðrr Sig- urðsson bætti hástökksmet sitt um iy2 sentimeter. Stökk hann nú 1 meter 82y2 sentimetra, en gamla naetið hans Arar 1.81 in. Lúðrasveit Reykjavíkur ljek fyrir framan Mentaskólann kl. 1.15 og síðan var haldið suður á Iþróttavöll. Þar setti forseti í. S. í. mótið með ræðu. Þá sýndi úr- vals fimleikaflokkur kvenna úr Ármanni undir stjórn Jóns Þor- steinssonar. Var Noregsförunum vel tekið. •Fyrst var kept í 100 m. hlaupi. Varð Sveinn Ingvarsson (K. R.) fyrstur á 11.7 sek. Annar varð Baldur Möller (Á) á 11.9 sek. og þriðji Ilaukur Claessen (K. R.) á 12.2 sek. Spjótkastið vann Kristján Vatt- nes (K. R.), kastaði 58.54 metra. Annars varð Anton B. Björnsson (K. R.), 41.95 ní. og þriðji Sig- urður Júlíussön (Á), 40.95 m. Hástökkið vann Sigurður Sig- lurðsson (Ve) og setti nýtt met, 1821^. Annar varð Guðjón Sigur- jónsson (F. H.) 1.65 m. og þriðji Sigurður Gíslason (F. II.) 1.55 m. 80 metra hlaup kvenna vann Helga Helgadóttir (K. R.) á 11.7 sek., önnur varð Ragna Böðvars- dóttir (Á) á 11.8 sek. og þriðja Lára Sumarliðadóttir (Á) á 12 sek. Lángstölík vann Sig. Sigurðs- son (Ve.), stökk 6.31 m. Georg L. Sveinsson (K. R.) stökk 6.26 m. og Jóhann Bernhard 5.98 m. 5000 metra hlaup. Þar varð sig- urvegari Sigurgeir Ársælsson (Á) á 17. míp. 07.6 sek., annar Stein- grímur Atlason (F. II.) á 17.33.7 og þriðji Óskar A. Sigurðsson (K. R.) á 17.51.6. 1000 metra boðhlaup (100—200 —300 og- 400 metra) Arann K. R,- sveitin á 2 min. 12.3 sek. Næst varð Fimleikafjelag Hafnarfjarð- ai' á 2.13.2, þá í. R. á 2.15.8 og ioks Ármanns-sveitin á 2.16.2. IJm kvöldið hjelt mótið áfram og var þá kept í kringlukasti. Þar var aðeins einn keppandi, Ól- afur Guðmundsson (f. R.). Kast- aði liann 35.33 m. Þá var 800 m. hlaup og varð fyrstur Sigurgeir Ársælsson (Á) á 2 mín. 11.4 sek., annar varð Gunnar Sigurðsson (í. R.j á 2 mín. 15.6 sek. og þriðji Guðjón Sigurjónsson (F. II.) á 2 mín. 17.4 sek. Þá fór fram poka- hlaup pilta og Arann Árni Guð- mundsson. Boðhlaup kvenna, 5X 80 m. vann sveit frá K. R. á 59.2 sek., næst varð f. R.-sveitin á 61.4 og þá Ármann 62. Að lokum fór fram reiptog milli Keflvíkinga og' Reykvíkinga. Unnu Reykvíkingar. Marga af keppendum vantaði til leiks og Arar mót þetta ýfir- leitt dauft. Sund- kappinn t-' f'l .*£Í Sundmcisíaramúfið: Jónas Halldórsson setur þrjú ný sundmet Jónas Halldórsson. Alls fimm ný met sett á mótinu ftí Milli 40 og 50 farþegar koma ingað með Esju frá Glasgow í ag, mest erlendir ferðamenn. Kvenrjettindadagurinn. Konur ræða áhugamál sín Kvenrjettindafjelag íslands gekst fyrir hátíðahöldum kvenrjettindadaginn, 19. júní. Þann dag voru flutt tvö erindi, að tilhlutan f jelagsins, um rjett- arstöðu íslensku konunnar í þjóðf jelaginu. Voru erindi þessi flutt með tilliti til þess, að um þessar mundir eru kvenfjelagasam- bönd um allan heim að rann- saka rjettarstöðu konunnar í þjóðfjelaginu og safna skýrsl- um um þau efni, sem síðar verða sendar Þjóðabandalaginu. Annað erinaið flutti Þórður Eyjólfsson, hæstarjettardómari, og talaði hannýim rjettarstöðu konunnar alment. Þessa erindis í er getið nánar á öðrum stað í blaðinu. Hitt erindið flutti frú Auður Auðuns, cand. jur., um afstöðu foreldra til óskilgetinna barna. Umræður voru eftir erindin, og tóku ýmsar konur til máls. Bentu konur m. a. á ýmsa ann- marka í framkvæmd laga, er snerta rjettindi kvenna á ýms- um sviðum. ★ Um miðjan daginn sátu lcon- ur sameiginlega kaffidrykkju og um kvöldið var samsæti í Oddfellowhöllinni. Hátíða- höldum þaðan var útvarpað. Á samsætið var boðið þeim fullti'úum, sem sækja landsfund kvenna, um 60 fulltrúum og varafulltrúum frá 45 fjelögum víðsvegar að af landinu. ★ Landsfundurinn hófst í gær með guðsþjónustu í Dómkirkj- unni. Sr. Jón Auðuns predikaði. Síðan komu konur saman á fund FRAMH. Á SJÖUNDU Sfi)U. Prestskosningar- Prestskosningar eru nýlega um garð gengnar í Árnes- prestakalli í Strandaprófasts- dæmi og í Kirkjubæjarklaust- ursprestakalli í V.-Skaftafells- prófastsdæmi. í báðum prestaköllum var aðeins einn í kjöri: Síra Þor- steinn BjÖrnsson, áður settur prestur í Árnesi, og síra Gísli Brynjólfsson, áður settur prest- ur í Kirkjubæjarklausturspresta kalli. í báðum prestaköllum varð kosning að því leyti óiög- mæt, að ekki hafði helmingur kjósenda getað sótt kjörfund, í Árnesi vegna mikilla vega- lengda, en í Kirkjubæjarklaust- ursprestakalli vegna skipskomp að söndunum, sem ekki varð komist hjá a,ð afgreiða. Af 219 á kjörskrá í Árnesi sóttu 87 kjörfundinn og hlaut sr. Þorsteinn Björnsson 71 af þeim atkvæðum (14 seðlar voru auðir, en 2 ógildir). Af 305 á kjörskrá í Kirkju- bæjarklaustursprestakalli, sóttu 143 kjörfund og hlaut sr. Gísli Brynjólfsson 140 atkv. (2 seðlar voru auðir, 1 ógildur) Frá 45 kjósendum barst yfir- kjörstjórn yfirlýsing- þess efnis, að þeir mundu allir hafa kos- ð sr. Gísla, ef ekki hefði skipa- koman hamlað fundarsókn þennan dag. Björgvin sýslumaður hyltur. Þegar Lúðvig' Guðmundsson skóla stjóri liafði lokið ræðu sinni í Val- höll á Þingvöllum, um skólamál, hyltn stúdentar Björgvin Vigfiis- son sem frömuð skylduvinnuskól- anna, en sýslumaður A'ar þar þá viðstaddur sem 50 ára stúdent. „Fifeshire“ heitir nýr enskur togari, sem kom hingað í gser. Er skip þetta útbúið öllum iiýj- justu tækjum og er þetta fyrsta veiðiför skipsins. Eigendur skips- ins eru Markham Coolc í Grims- by. Á skipinu er íslenskur fiski- skipstjóri* Sigurður Þorsteinsson. Jónas Halldórsson, hinn glæsilegi sund- kappi hefir nú þegar sett þrjú íslensk met í sundi á Sundmeistaramóti Is- lands og er þó síðasti dagur mótsins eftir. Öll þessi met átti Jónas sjálfur. Þá hefir Ingi Sveinsson einnig sett nýtt met í 200 metra bringusundi og A- lið Ægis setti jmet í 4x50 metra boðsundi. Hafa þannig alls 5 íslensk sundmet verið sett á mótinu. Metin, sem Jónas setti eru í 100 (metra sundi, frjáls aðferð. Synti hann það á 1 mín. 3.8 sek., gamla metið þar var 1 mín. 04.0 sek, sett í fyrra. 1 gær setti Jónas tvö met í 400 metra kepninni. Synti hann 200 metrana á 2 mín. 26.7 sek., en gamia metið hans var 2.29.4 og í 400 metra sund- inu setti hann ímet á 5 mín. 10,7 sek., en gamla metið á þessari vegalengd, sem hann átti einnig sjálfur, var 5 mín. 12, 7 sek. í raun og veru hefir þó Jónas sett fjórða metið á þessu móti, því að í boðsundinu á sunnudaginn synti hann 50 metrana á 27.7 sek. Þetta met fæst þó ekki staðfest, þar sem ekki var gætt þess að hafa nægilega marga tímaverði. — Ingi Sveinsson setti met á 200 metra bringusundi á 3 mín. 4.8 sek. Gamla metið átti hann sjálfur á 3 mín. 05.0 sek. Þá setti A lið Ægis met í 4x 50 metra boðsundi á 1 mín. 58.2 sek., en gamla metið var 1 mín. 58.6 sek. Boðsundið var synt tvisvar í 2. riðli (Ármann og A-lið Ægis> vegna þess að dómarinn dsémdi fyrra sundið ógilt, en þá setti Ægissveitin enn glæsilegra met eða 1 mín. 56.6 sek. — Bætti þannig tíma sinn enn um 2 sek. KEPNIÁ SUNNUDAG Að öðru leyti fór kepnin þannig á sunnudaginn: 100 m. frjáls aðferð karla. Bestur árangur náðist á þessari vegalengd hjá öllum keppend- um. Á síðasta sundmóti var aðeins einn keppandi undir 1 mín. 9 sek. En nú voru allir keppendur undir þeim tíma. — Jónas Halldórsson á 1 mín. 3.8 Sek. Logi Einarsson á 1 mín. 5.8 sek. Halldór Baldvinsson á 1 mín. 6.0 sek. Allir úr sundfjel. Ægi. Hinir voru Hörður Sigur- jónsson (Æ) á 1 mín. 7,4 sek., Guðjón Ingimundarson (Æ) á 1 mín. 7.8 sek. og Guðbrandur Þorkelsson (KR) á 1 mín. 8.8 sek. 200 m. bringusund karlar. — Þar setti Ingi Sveinss. (Æ) met á 3 mín. 4.8 sek. Annar Jóh. Björgvinsson (Á) á 3 mín. 13.0 sek. og þriðji Esra Pjet- ursson á 3 mín. 20.7 sek. 25 metra frjáls aðferð, telpur innan 12 ára. Þar varð fyrst Margrjet Vikar (Æ) á 24. sek. önnur Kristín Mar (Á) á 24.4 sek. og þriðja Halldóra Einars- dóttir (Æ) á 24.5 sek. 100 m. frjáls aðferð, konur. Fyrst varð Ragnh. Sóley Stein- grímsdóttir á 1. mín 31.3 selc., önnur Þórunn Kjartansdóttir 1,40,7 og þriðja Alda Hansen 1 míif. 50,2 sek Allar úr Sund- fjel. Ægi. 50 metra bringusund, drengir innan 14 ára.Tveir piltar keptu tvisvar um fyrsta sætið og urð,u jafnir í bæði skiftin. Einar Stein arsson (Æ) fekk fyrstu verð- laun og Árni Kristjánsson 2. verðl. í fyrra sundinu var tími þeirra 45.4 sek. og í seinna FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Guðjón Guðlaugsson iauk einn Engeyjar- sundinu ----- Eigeyjar-sundið, sem fara átti fram 17. júní, en var frest- að þá, fór fram á sunnudags- kvöld s. 1., og tóku aðeins þátt í því tveir menn, þeir Guðjón Guð laugsson baðvörður Skerjafirði og Pjetur Eiríksson. Þriðji mað- urinn, sem ætlaði að taka þátt í því, Haukur Einarsson, msett.i ekki. Pjetur Eiríksson varð svo ó- heppinn, að hann fjekk sina- drátt skamt undan hafnargörð- unum, og varð að hætta við sund ið. —- ,. Guðjón Guðlaugsson synti alla leið upp að steinbryggju, og hafði þá verið 1 klst. 15,6 sek. Nokkrir menn hafa áður synt úr Engey, og mun Ben. G. Waage forseti í. S. í. hafa verið fyrstur til að synda úr Engey. Var það árið 1912.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.