Morgunblaðið - 03.09.1939, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.09.1939, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 3. sept. 1939. SÍÐASTA TILRAUNIN Mussolini vill koma á ráðstefnu Póllands, __ _____ • Þýskalands, Englands, Frakklands og Italíu Chamberlain skýrir fré þvi é hðdegi f dag hvort verður strlð eða friður Mr. Chamberlain tilkynti í breska þinginu í gærkvöldi, að hann myndi geta skýrt þingheimi frá því á hádegi í dag, hvort verða myndi stríð 1 eða friður. Svar Hitlers við „síðustu aðvörun“ Breta og Frakka, sem afhent var í Berlín í íyrrakvöld, var ekki komið til London í gærkvöldi. í ræðum, sem Halifax lávarður og Mr. Chamberlain fluttu í báðum málstofum breska þingsins í gær, kom fram, að þessi dráttur getur stafað af því, að Mussolini setti í gær fram tillögu um, að orust- um í Póllandi verði þegar í stað hætt og íimmveldaráðstefna kölluð saman til þess að reyna að finna samkomulagsgrundvöll. Samkvæmt tillögu Mussolinis eiga að sitja þessa ráðstefnu: Pólverjar, Þjóðverjar, Bretar, Frakkar og ítalir. EF ORÚSTUNUM VERÐUR HÆTT................ Halifax lávarður markaði í ræðu sinni í Efri máls; «í'unni afstöðu Breta til ti’lögu Musso- linis. Hann sagði að Bretar myndu ekki geta fallist á að ganga til samninga á meðan Þjóð- verjar láta sprengjur rigna yfir pólskar borgir og algerlega ólögmætt ástand er ríkjandi 1 Danzig. *- • En hann sagði, að ef orustunum yrði hætt í Póllandi og þýski herinn dreginn til baka inn íyrir þýsku landamærin, þá væru Bretar reiðubúnir til þess að líta svo á, sem Þjóðverjar hefðu aldrei gert innrás í Pólland og stuðla að því, að samkomulag næðist milli Pólverja og Þjóðverja á jafnræðisgrundvelli og án þess að lífshagsmundir Pólverja yrðu skertir — sam- komulag, sem ábyrgst yrði af stórveldum álfunnar. Ef Pólverjar óskuðu þess, að Bretar tækju þátt í samningum um þetta, þá væru Bretar auðvitað fúsir til þess að verða við þeirri ósk. INNLIMUN DANZIG ÓLÖGMÆT. Halifax lávarður vjek sjerstaklega að málefnum Danzig og sagði að Forster leiðtogi naz- ista hefði 23. ágúst síðastliðinn gert sig að æðsta yfirvaldi í fríríkinu, þvert ofan í samning, sem gerður hafi verið milli Danzigbúa og Pólverja. Hjer væri um að ræða einhliða uppsögn á sáttmála, sem ekki væri hægt að breyta nema með gagnkvæmum samningum. Sama máli væri að gegna um yfirlýsingu Forsters um sameiningu Danzig og Þýskalands og Halifax lá- varður sagði, að breska stjórnin myndi ekki geta viðurkent þessa ráðstöfun, sem væri alger- lega ólögmæt nje heldur lögin sem ríkisþingið í Berlín samþykti 1. september um innlimun Danzig í þýska ríkið. Kort af Póllandi. ÖrVarnar sýna hvar þýski herinn heifr farið yfir landamærin. Þjóðverjar u m það bil að einangra pólsku göngin Loftárásir á Varsjá Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Hitler verður settur ákveðinn frestur Ágreiningur Breta og Frakka? Samkvæmt hernaðartilkynningu Pólverja í kvöld hefir verið barist meðfram öllum póísk-þýsku landamærunum í dag. I tilkynningunni segir, að aðalorusturnar hafi verið í Tesehen og. við Austur-Prússland. Pólverjar segjast hafa hrundið árásum Þjóðverja á báðum þessum stöðum. Mr. Chamberlain flutti yfir- lýsingu samhljóða ræðu Halifax lávarðar í neðri málstofu breska þingsins. ÖRÐUGLEIKARNIR I síðari ræðu, sem hann flutti, til þess að svara ummælum stjórnarandstæðinga, er ljetu í ljós óþolinmæði út af drætti þeim, sem orðið hefði á. því, að Bretar stæðu við loforð sín við Pólverja, sagði hann, að þessi töf væri óhjá- kvæmileg fyrst og fremst vegna örðugleika sem á því væru, fyrir stjórnmálamenn álfunnar, að ná tií hvors annars. Öll samtöl á milli þeirra yrðu að fara fram um talsíma. , Næstu orð Mr. Chamberlains mátti skilja á þá leið, að ekki væri fult samkomulag milli Breta og Frakka. Hann sagði að vegna þessara örðugleika hefðu stjórnir Bretlands og Frakklands ekki getað að svo stöddu komið sjer saman um hvaða frest setja ætti Hitler til þess að svara aðvörun þeirri, sem Sir Neville Henderson og M. Coulondre afhentu von Ribbentrop í fyrrakvöld. — En Mr. Chamberlain sagði, að svars Hitlers mætti þó vænta e. t. v. eftir aðeins fáar klukkustundir. „MIG HRYLLIR VIÐ ÞVl —“ Mr. Chamberlain sagði, að sig hrylti við þeirri hugsun, að þing- heimur hjeldi ef til vill að hann væri ekki jafn ákveðinn í þýí að Standa við loforð sín gagnvart Pólverjum og áður. Hann bað þingheim að skilja það, að það sem hann gerði, gerði hann í góðri trú. Hann sagðist síðastur manna mundu láta ganga sjer úr greipum tækifæri til þess að skapa frið. En hann sagði að málum væri svo komið nú, að hann yrði að sannfærast um að fyrir hendi væri einlægur vilji til þess að skapa rjettlátan frið á jafnrjett- isgrundvelli áður en hann gæti fallist á að taka þátt í ráð- stefnu sem fjalla ætti um mál Pólverja og Þjóðverja. Hann kvaðst að lokum vera hræddur um, að svarið, sem hann gæfi í breska þinginu í dag, myndi ekki geta orðið nema á einn veg. í 24 KLST. í ræðu sem einn af fulltrúum íhaldsflokksins flutti, áður en þingfundi var. slitið, kom fram, eins og hjá Chamberlain, sú skoðun að Bretar og Frakkar væru ekki alveg á eitt sáttir. Hann sagði að liðnar væru 38 klukku- stundir síðan Þjóðverjar hófu innrás í Pólland. 24 klukkust. væru liðnar frá því, að Sir Nev- ille Henderson og M. Coulandre afhentu yfirlýsingar sínar í Ber- lín. Hann kvaðst óska að Bretar og Frakkar hefðu nána sam- vinnu sín á milli í öllum grein- um, en því mætti ekki gleyma, að það, sem Breta varðaði mestu væri loforð þeirra sjálfra um stuðning við Pólverja og þetta loforð yrðu þeir að efna. ■— Hann sagði, að Þjóðverjar hjeldu áfram að láta sprengjum •rigna yfir pólskar borgir, svo að ekki væri að sjá, að tillögur FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Ætla ekkl að kollvarpa pélska rfkinu Frá frjettaritara vorum. ■ Khöfn í gær. tjórnmálamenn í Berlín halda því fram, að markmið Þjóð- verja sje ekki að kollvarpa pólska ríkinu, heldur aðeins að „leið- rjetta“ austurlandamæri Þýska- lands. Þeir segja, að ekki sje um stríð að ræða milli Þjóðverja og Pól- verja, enda liafi Þjóðverjar ekki sagt Pólverjum stríð á hendur. Hjer sje aðeins um skærur að ræða. Súðin fór frá Reykjavík kl. 9 í gærkvöldi austur um land til Sighifjarðar. í hernaðartilkynningu Þjóð- verja segir aftur á móti, að þýski herinn hafi alstaðar sótt fram. I dag hafi herinn gert áhlaup á hernaðarlega mikilvægt skarð fyr- ir sunnan Krakau og tekið það. Herinn sem sækir fram í Schlesíu (sem er mikilvægasta iðnaðarhjerað Pólverja) í áttina til Kattowitz sje nú kominn 15 km. inn í landið. Onnur herdeild hafi tekið borg- ina Vilum, 50 mílur suðvestur af Lodz. A þessum slóðum er herinn kominn 30 km. inn í landið. Þriðja og fjórða herdeild þýska harsins sækir fram í pólsku göng unum. I pólsku göngunum. Samkvæmt tilkynningu Þjóð- verja fór þriðja herdeildin, sem sækir fram að vestan, yfir Brahe- ána í dag og er nú komin að Weichsel. Þaðan stefnir hún til borgarinnar Graudenz. Fjórða her deildin sækir að uorðan frá Aust- FRAMH. X SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.