Morgunblaðið - 03.09.1939, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.09.1939, Blaðsíða 4
4 Sunnudagur 3. sept. 1939. MORGUNBLAf/lÐ Nokkrir lædin^ar teknir á saumastofu mína nú þegar. Henny Otfósson, Kirkjuhvoli. (Sími 5250). Vöruafgreiðsla Raftækjaeinkasftlunnar verður lokuð mánudag og þriðjudag vegna vöruupptaln- ingar. RAFTÆKJAEINKASALA RÍKISINS. Álaborgar Hálfsigtimjöl fyrirliggjandi. H. Senediktsson & Co. Sími 1228. Minning Árna J. Árnasonar A Hið íslenska Fornritafjelag. Nýtt bindi er komið út: Vatnsdælasaga Hallfreðar saga, Kormáks saga, Hrómundar þáttr halta, Hrafns þáttr Guðrúnarsonar. EINAR ÓL. SVEINSSON gaf út. Verð kr. 9,00 heft og kr. 16,00 í skinnbandi. Fæst hjá bóksölum. Aðalútsala: Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar morgun verður borinn til moldar Árni Jón Árnason, bankaritari frá ísafirði, sem, eins og kunnugt er, - ljest með þeim sviplega hætti, að bann fjell af hestbaki í Gunnlaugsstaðakvísl í Borgarfirði h. 13. jólí s.l., að konu sinni viðstaddri einni manna. Þó hún sjálf, börn þeirra, öldruð móðir og systkini gjaldi hjer auð- vitað mest afhr^ð í missi slíks heimilisföður og ástvinar, sem Árni var, þá fer hjer sem oftar, þegar vænn maður er á burtu kvaddur á besta aldri, að fleirum þykir nærri sjer höggvið en nán- ustu skyldmennum. Árna varð vei til vina, enda hafði hann til að bera flest það er til þurfti. Hann var hinn besti 'drengur, hreinlyndur, fastur fyrir og ráðhollur, og betri fjelaga verður vart á kosið. Jeg dæmi hjer •um af nokkurri þekkingu, vegna þess, að á unglingsárum okkar skildum við varla nokkurn dag, og þá koma menn venjulega til dyranna eins og þeir eru klæddir. Vinátta hans var óbrigðul eins og fylgi hans við hvern þann mál- stað, sem hann vildi styðja. Hann stóð fremstur í flokki og gekk síðastur af hólmi ef í harðbakka sló, og sömu aðferð beitti hann við vinnu sína, því að um alt var hann skyldurækinn og dró hvergi af sjer. í vinahóp var Árni glað- vær og skemtinn, átti mikla kýmnigáfu og kunni á furðu mörgum hlutum góð skil. Hann var mjög bókhneigður, greindur í besta lagi, og hafði frábært minni. Aldrei gekk hann á skóla eftir fermingu, en þráft fyrir það mun hann hafa verið mjög vel að sjer í hverskonar versJunarfræðum og svo mikill afkastamaður til vinnu, að orð var á gert. Þó var hann alla ævi hljedrægur hvað það snerti, að leita sjer virðingar og frama, og barst iítið á í öllu. Árni var í'æddor á ísafirði hinn 17. maí 1894, og var hið þriðja af sex börnum hjónanna Sigríðar Sigurðardóttur og- Árna Sigurðs- sonar seglsaumara og fiskimats- manns. Bjuggu foreldrar lians um 50 ára skeið á ísafirði og nutu ávalt virðingar samborgara sinna. Árni ljest árið 1933 og af börnum þeirra lifa nú þrjú liin yngstu, Gróa, ráðskona við Elliheimilið á ísafirði í mörg ár; Ásgeir, 1. vjel- stjóri á varðbátnum „Óðni“, og Sigríður, gift Sörensen úrsmið á Isafirði, en hjá henni dvelur nú móðir þeirra. Um fermingu byrj- aði Árni verslunarstörf á ísafirði og stundaði þau ávalt síðan þar til fyrir 10 árum, er hann rjeðist starfsmaður IJtvögsbankans á ísa- firði, en fluttist tii Reykjavíkur fyrir 5 árum og vann í Útvegs- bankanum hjer til dauðadags. Árið 1923 giftist Árni eftirlif-' andi konu sinni, Guðríði Tómas- dóttur Gunnarssonar fiskimats- manns á ísafirði, og eignuðust þau 3 börn, tvo drengi og eina stúlku, sem öll lifa og eru hin mánnvæn- legustu eins og þau eiga kyn til. Árni var mikill vexti og bjart- ur yfirlitum, svipurinn hreinn og gáfulegur og lýsti vel því, sem í manninum bjó. Hann tamdi sjer nokkuð íþróttir á yngri árum, en Arni J. Arnason. naut lítillar tilsagnar þar sem annarsstaðar. Þó þótti hans rúm hvarvetna vel skipað, og naut. hann þar góðra gáfna til sálar og líkama. Að Árna er hinn mesti mann- skaði fyrir allra hluta sakir, og veit jeg að fleirum vina hans muni finnast sem mjer, að við fráfall hans sje orðið ekki lítið skarð fyrir skildi. Priðrik V. Ólafsson. Lanolin-púöur á brúna og sólbrenda húð. Lanolin-skinfood. Dagkrem í eðlilegum húðlit. Goli verð. íslenskur kristniboði í Hong Kong Síra Jóhann Hannesson, er dvelur í Hong-Kong með konu sinni við kínversku nám, skrifar 17. júlí s.l. m. a.: „Mikil ánægja var mjer að símskeytinu, sem Kristniboðs- þingið í Reykjavík sendi mjer. Það er hundrað sinnum verð- mætara fyrir mann áð hugsað sje til hans, þegar hann er kom- inn hingað, heldur en þegar hann er á Norðurlöndum. Hjer þyknar í lofti með hverjum degi hvað sambúð þjóðanna snertir. Nú fara fram viðræður milli Englendinga og Japana í Tokio; ómögulegt að vita hvaða árangur þær kunna að hafa. Á föstudaginn var tókum við þriðja prófið í kínversku. Hin f yrri hafa gengið ágætlega; þetta var nokkru erfiðara. Höf- um nú á þessum tíma lokið 9 mánaða námi á h. u. b. þriðjung þess tíma, sem gert er ráð fyrir að menn noti. En nú höfum við fcekið okkur viku frí, enda er hlýtt í veðri. Okkur líður vel, og við erum ánægð vegna þess að við vitum okkur varðveitt af guði. En erf- iðara virðist verða að komast inn á starfsvæði okkar eftir því sem tíminn líður. Þó er það enn þá kleift.“---- Áritun til sr. Jóhanns er: The Bishops Home, Hong Kong. S. Á. Gíslason. Súputarínur Áleggsföt Desertdiskar Ávaxtadiskar Ávaxtaskálar Ávaxtastell 6 m, Smurðsbrauðsdiskar Vínglös ísglös Sítrónupressur Veggskildir Kartöfluföt með loki Matskeiðar Matgafflar 5.00 0.50 0.35 0.35 2.00 4.50 0.50 0.50 1.00 0.75 1.00 2.75 0.25 0.25 K. Einarsson Sc Bjðmsson Bankastræti 11. EOLASALAN S.f. Ingólfshvoli, 2. hæð. Símar 4514 og 1845. EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI----ÞÁ HVERT ÖOOOOOOOOOOOOOOOOO Cítrónur Lækkað verð. vmn Laugaveg 1, Sími 3555. Útbú Fjölnisveg 2. Sími 2555. öoooooooooooooooo< Farsóttir og manndáuði í Rvík vikuna 13.—19. ágúst. (í svigum töiur næstu viku á undan): Háls- bólga 40 (18). Xvefsótt 50 (6). Blóðsótt 0 (2). Iðrakvef 24 (9). Kveflungnabólga I (0). Munnang- ur 0 (1). Hlaupabóla 1 (0). Kossa- geit 1 (0). Ristill 1 (0). Mannslát 10 (1). -— Landlæknisskrifstofan. (FB.). Nýar gúmmivðrur: Baðhettur, margar teg. Gúmmíbuxur, margar teg. Gúmmíhanskar, margar teg. Gúmmítúttur og Gúmmísnuð. Laugaveg: 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.