Morgunblaðið - 03.09.1939, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.09.1939, Blaðsíða 9
í Istam-háskólanum mikla % Ferðasaga Magnúsar Jónssonar prófessors 9 Pað lang- fallegasta var eftir. Það var útsýnið af brún kastalans bak við Mú- hamed Aly moskuna. Öll Kaíró lá breidd út undir fótum okkar. Sumstaðar lágu stórir haugar, langar leiðir inn í bæinn. — Á öðrum stöðum voru dökkir trjá- lundir. Og húsabreiðan, með minarettunum gnæfandi.Bak við sá í Níl. En þar fyrir vestan var eyðimörkin, brúnin mikla. — Pýramídaröðin blasti við alt frá þeim syðsta til þeirra nyrstu. Mest bar á pýramídunum við Gizeh. En fegurst af öllu var sólin, sem nú var að setjast og gaf öllu hinu fegurð sína. Yfir eyðÞ mörkinni var eldrauður bjarmi, og í þessum eldsbjarma sveim- aði sólin niður að brúninni. Það var dýrleg sjón. Beint niður gekk hún, blessuð, og kvaddi okkur tvo íslendingana hjer suður í Kaíró um leið og hún hvarf niður í Libiueyðimörkina með alveg sama kossinum, eins og þegar hún hverfur í Reykja- vík undir Jökulinn eða,,í hafið. Það var leiðinlegt að fá ekki að vera í friði þessa yndislegu, himinsendu stund. En það var ómögulegt. Einn náungi nudd- aði sífelt að selja okkur ein- hverja kústa, sem hann var með. Annar lá í sandinum, gerði þar einhver merki og bað olckur í sífellu að velja eitthvert stryk. Hann hefir víst ætlað að spá fyrir okkur. Hvílík plága! Og svo hófst nú viðureigin við fylgdarmanninn. Nú fullyrti hann, að hann hefði samið um 2 pjastra fyrir hvorn okkar. Jeg var búinn með mína smápen- inga í svip, svo að Ásmundur borgaði honum. Við sögðum honum, að við borguðum honum alls ekki meira en um var sam-i ið, en við skyldum gefa honum 2 pjastra sem basjisj. En ein- hvernveginn flæktist Va pjastri í viðbót, og þá varð hann alveg hamslaus. Hann fullyrti, að þetta hefði átt að vera 1 pjastri. Ásmundur sagði honum að hann skyldi bara henda honum, ef hann vildi hann ekki og svo löbbuðum við af stað. En hann kom á eftir okkur, hjelt skild- ingunum í lófanum, teygði þá á víxl framan í okkur. Það var ljóti skrípaleikurinn eftir þetta yndislega sólarlag. Loks, þegar við vorum komnir fram hjá Hassan moskunni og hann sá að við tókum á rás niður eftir götunni, varð hann svo æstur að hann þreif í handlegginn á Ásmundi til þess að stöðva hann. Jeg var hinum megin við hann og reif nú í hann og ýtti honum aftur fyrir okkur. Þá heyrðum við skellihlátur og hávært tal, og á eftir okk- ur kom hópur ungra manna með rauðar kollhúfur. Þeir hlógu dátt að viðureign okkar við fylgdarmanninn. Þeir töluðu ensku og sögðust vera stúdent- ar og ýmiskonar námsmenn í kastalanum. Slógust þeir í för með okkur en fylgdarmaðurinn hvarf. Eftir það gengum við eins og leið liggur eftir Múhamed Aly götunni. Þá götu, lengstu beinu götuna, sem gerð hafði verið í Kairó, ljet Múhamed Alý gera, og rífa niður fjölda gamalla kofa til þess. Við vorum dauð- þreyttir þegar við komum heim, sérstaklega eftir fylgdarmann- inn okkar góða og þennan 1/2 pjastra. En hann gaf okkur góða kenslustund í egiptskum fylgd- armannafræðum. Um kvöldið sátum við lengi við að skrifa, því að margt hef- ir nú skeð. Við þurftum líka að gera áætlun fyrir næsta dag, og velja úr það, sem við helst vild- um sjá af því, sem enn var eft- ir. Nóg var til, alskonar mosk- ur, söfn og múrar, og gamlir staðir, basarar, háskólinn o. fl. Við hugsuðum okkur helst að fai-a fyrri partinn að sjá bas- arana og el Azhar mörkina, þar sem háskólinn mikli er. Og svo ef til vill að fara seinni partinn til „gömlu Kairó“, sem er hjer rjett fyrir sunnan bæinn. ★ Fimtudag 22. júní ’39. ið göngum út kl. 9 og stefn- um til Esbekiagarðsins. Hahn er hjer nálægt, og gott að hafa hann til þess að átta sig. Austur frá honum ganga götur, sem liggja inn í basarhverfin fræ’gu í Kairó. Þar er bærinn fornlegur, og verslun og iðnað- ur er þar rekið á Araba vísu. Á báða bóga í þröngum götun- um eru búðir og verkstæði, en við mundum kalla það skúta eina. Þar sitja menn og búa til allskonar hluti, smíðaða úr kop- ar, silfri og gulli, vefa eins og gert var fyrir þúsundum ára og fljetta, brýna á stórum hverfi- steinum, sauma, bæði föt og tjöld og alla hluti. Hvað eftir annað sáum við menn sitja með grófa segldúka á hnjánum og sauma og datt í hug, að svona hefði Páll frá Tarsus setið við tjalddúkinn og saumað meðan hann var að leggja veröldina undir Krist. Á seinni árum hefir ytra útlit þessara gatna breytst allmikið í áttina til Evrópuvenja, og t. d. í Genúa sáum við sumstaðar í súlnagöngum gatnanna ekki svipaðar starfsaðferðir. En verslun öll er að hætti Araba. Hún er nokkurskonar refskák milli kaupanda og seljanda, og sje um nokkuð stóran hlut að ræða getur sú skák staðið dög- um saman. Báðir gera tilboð og báðir snúa sjer undan í fyrir- litning. Þetta nær engri átt. Of hátt verð! Og lágt verð! Enginn veit hvor vinnur, þó að saman gangi, en báðir þykjast hafa unnið. Sá sem kaupir strax er bjáni. Við verslum ekkert. Kunnum ekki einu sinni mannganginn í þessu tafli, og langar ekki held- ur í neitt af því, sem þarna er. Við 'horfum á það. Við erum hálfpartinn vonsviknir. Við höfðum búist við einhverjum fjarskalegum gauragangi, en hjer er alt í ró og kyrð. Hjer í nándirni er ein af frægustu moskum Kairóborgar, moskan el-Azhar, þar sem aðal- háskóli Múhameðstrúarmanna er haldinn. Við tökum stefnuna eftir korti, og bráðlega gnæfa minarettar moskunnar framund- an okkur. Þeir gnæfa hátt yfir kofana í hring. FYLGDARMANNA ÞVAGAN. Jeg þarf varla að geta þess, að á eftir okkur rápuðu sísuð- andi fylgdarmenn, þessi dæma- lausa iandplága Egiptalands, sem nú er komin hjer í staðinn fyrir allar 10 plágurnar gömlu. Þeir blaðra hver í kapp við annan á blendingi af ensku, þýsku, frönsku, ítölsku og jeg veit ekki hvað og hvað. Þeir baða út öllum öngum, benda á borðana um nandlegg- ina til sönnunar því, að þeir sjeu löggiltir fylgdarmenn, draga upp smábækur, sem sýna þetta sama og það, hvað þeir hafi leyfi til að taka í kaup. Þeir bjóða sig fyrir lægra og lægra kaup. Maður verður að marfe- falda alla sína manngæsku með 10 til þess að sparka ekki í þá eða berja þá niður. En besta ráðið reyndist okkur að tala í sífellu saman og sinna þeim ekki meira en flugunum, sem al- staðar sveima kringum mann. Þá smá heltast þeir úr lestinni. En nýir koma og hefja sama sönfinn, benda á borðana, taka upp skírteinin, pata og taia og versla og slá af. En nú höfðum við lært svo mikið, að við vor- um alveg heyrnarlausir og sjón- lausir á allar þeirra hunda- kúnstir. Náunginn í gær, sem var nærri búinn að fljúga á okk- ur út af 1/2 piastra, var ágætis kennari. Við erum komnir að aðalinn- gangi moskunnar. Einn eða tveir fylgdarmenn heimta að kaupa aðgöngumiða, og pata og benda til vinstri. Við ætluðum ekkert að sinna því, heldur ganga rak- leitt inn, þar til við sæjum hvar miðarnir væru seldir. Hjer var alt fult af mönnum, elöri og yngri, og mátti sjá á öllu, að há- skólinn náði hjer alveg út í hlið- ið. Gamall gráskeggur benti mjer rólega í sömu átt og fylgd- armennirnir og þóttis jeg þá vita, að þetta væri ekki rjetti inngangurinn. Við hjeldum því frá, og gengum lengra áleiðis fram með moskumúrunum. Við gengum fram með allri hliðinni, og fyrir næsta horn. Fylgdarmennirnir eltu, en við vildum ekki líta við þeim. Eitt orð hefði þýtr allan daginn. Við gengum með allri þess- ari hlið. Nei, engar dyr. Hjer tók við stórt svæði, fult af mold og ryki, og ákaflega heitt. Hjer var verið að rífa einhver gömul hús, ef til vill til þess að stækka enn þessa fornu og miklu byggingu. Nú snerum við aftur, og var auðsjeð á fylgdarhröfnunum, að það áttum við að gera, því að þeir greikkuðu sporið og juku áróðurinn um allan helming. Þeir rifu í borðana og reyndu að teygja þá framan í okkur, svo að við yrðum að sjá, hve gríðarlega löggiltir þeir væru. „Abdobablababladullahallabal- ladulla“, brunaði í ógurlegum straumi og með miklum sann- færingarkrafti út af munni þeirra, en handleggjs sveiflurn- ar voru þó enn ákafari og meira sannfærandi. Við og við varð maður að þurka þá til hliðar, eins og flugur framan úr sjer. Og nú komum við loks aftur að sama hliðinu. Þetta var auðsjá- anlega rjetta hliðið. Við áttum víst bara að ganga til vinstri inn, til þess að fá aðgöngumið- ana, og til þess að fá bastskó á fæturna, til þess að saurga ekki gólfin á þessum heilaga stað. Gamall karl kom nú og dró tjekkabók út úr einhverjum ruslahaug. Það voru einmitt að- göngumiðarnir, 4 piastra hvor. Svo fengum við bastskó. Þeir voru bundnir á okkur. Og því- líkir skór! Jeg varð að draga fæturna til þess að þeir tyldu. En jeg gerði ekki heldur ann- að þarfara en draga fæturna. Fylgdarhrafnarnir stóðu nú fyr- ir utan dyrnar og rifust upp á kraft við þá, sem inni fyrir voru. En við vorum nú komnir á helgan stað og hafnir yfir alt slíkt. Það er að segja: Útihrafn- arnir komust nú ekki lengra. En nú vorum við búnir að læra, að það eru aðrir hrafnar inni, og meðal annars var nú hjer einn, sem fylgdi okkur fast eftir, en þó með kyrð, því að hjer má ekki láta illa! 13 ÞÚSUND STÚDENTAR. Og nú gengum við inn í mosk- una. Er fyrst gengið um lítinn garð, sem er anddyrið. Þar er fallegt hlið inn í garð moskunn- ar. Og strax hjer er mikið af stúdentum. Þeir horfa á okkur eins og furðuverk, og hjelt jeg þó að þeir væru svo vanir að sjá ferðamenn, að þeir væru hættir að líta við þeim. En við erum hjer á óvenjulegum tíma,. líkt og ef lóan eða spóinn eða krían kæmi til Reykjavíkur í febrúar. Og nú er best að segja ofur- lítið frá þessum háskóla. Hann er langmesti háskóli Múhameðs- trúarmanna og ævaforn. Mosk- an el-Azhar er reist árin 971— ’73 af Fatimidum, sem um þær mundir unnu Egiptaland. Var þá ekki til þess ætlast að h*jer væri skóli, heldur er moskan upphaflega guðsþjónustuhús, eins og aðrar moskur. Kalífinn, sem reisti hana var af Shia- stefnu og þótti því rangtrúaður, að því er nú er talið. Aðal bygg- ingameistarinn var Evrópumað- ur, sem Serkir höfðu rænt og gert að þræl, enda voru Serkir sjálfir engir listamenn. Skömmu síðar, eða árið 988, var settur hjer á stofn háskóli sá, sem hjer er enn. Og árið 1171 var Shia-stefnunni út- rýmt. Síðan hefir háskóli þessi verið eitt af höfuðstöðum Isl- ams-rjetttrúnaðarins, Sunnah- stefnunnar. Á liðnum öldum hefir verið bætt við þessa miklu byggingu og henni breytt, en þó eru leif- ar eftir af upprunalega húsinu. En hvað sem um það er, þá er moskan í sinni núverandi mynd afarmikið bákn, bæði forgarð- urinn og sjálft bænahúsið. Tala nemenda hefir verið mjög misjöfn, frá nokkrum hundruðum og alt upp í 17000. Nú munu vera um 6000 nem- endur hjer, en minsta kosti jafnmargir nemendur eru í öðr- um húsum, undir stjórn el-Azha háskólans. Mun því mega telja, að í þessum mikla Islam-háskóla sjeu nú 12—13 þúsund nem- endur. Langflestir eru nemendurn- ir frá Egiptalandi. En þó eru hjer einnig nemendur frá öllum löndum, sem Múhameðstrú að- hyllast, jafnvel austan frá Ind- landi og Kína. Þó er talið, að þessir aðkomumenn sjeu innan við 1000. AÐ ÞYLJA Á STRÁ MOTTU 1 17 ÁR. Námsgreinar eru Kóraninn og skýiúng hans, lögfræði, heim- speki, stjörnufræði, stærðfræði, trúfræði, Islam-saga, mælsku- fræði o. fl., en landafræði, nátt- úrufræði og annað þessháttar er ekki með föstum námsgreinum. öll kenslan er með fornlegum blæ. Alt verður að læra utan- bókar. Inntökuskilyrði er, að kunna Kóraninn allan utanbók- ar, en hann er álíka langur og alt Nýja-testamentið. Eftir það FRAMH. Á ELLEFTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.