Morgunblaðið - 03.02.1944, Side 6

Morgunblaðið - 03.02.1944, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 3. febrúar 1944 imtttitMftfrife Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, br. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Rógurinn um Alþingi ÞAÐ ER EKKI nýtt fyrirbrigði hjá okkur íslending- um, að Alþingi fái misjafna dóma, bæði í ræðu og riti. Sumir dómarnir eru rökstuddir, en flestir ekki. Þeir eru staðhæfingar út í bláinn — órökstuddir sleggjudómar. Það er beinlínis sýki á sumum mönnum að staðhæfa, að afloknu hverju þingi, að aldrei hafi aumara þing verið háð á íslandi. Að sjálfsögðu er ekkert við það að athuga, að menn gagnrýni gerðir Alþingis. Það er mönnum rjett og skylt að gera í lýðfrjálsu landi. En þá ófrávíkjanlegu kröfu verður þjóðin að gera til þeirra raanna, sem gagnrýna þingið og störf þess, að það sje gert af góðum hug til stofnunarinnar og einlægum vilja til umbóta. Því að hitt er háskalegt, að menn sjeu að rægja þingið, með það eitt fyrir augum að rýra álit þess í augum þjóðar- innar. Með því er verið að vinna skemdarverk, sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir þjóðina. Við þekkjum dæmi þess frá öðrum löndum, að pólitískir æfintýramenn hafa einmitt beitt þessari aðferð, þegar þeir hafa verið að knjesetja þjóðþingin, til þess svo sjálfir að setjast í hásæti einræðisherrans. ★ Menn hafa án efa veitt því eftirtekt, að það eru póli- tískir utangáttamenn, sem hafa kveðið upp þyngsta dóma yfir Alþingi hjer hjá okkur nú upp á síðkastið, og þeir hafa dyggilega fylgt aðferð hinna erlendu æfin- týramanna. Þeir hafa gefið út blöð, til þess eins að skamma og svívirða þingið og alt, sem þar er unnið. Það er ekki umbótaþörfin, sem hefir knúið þessa menn til þess að kveðja sjer hljóðs. Fyrir þeim er hitt aðal- atriðið, að rýra álit Alþingis í augum þjóðarinnar. Hvað þeir ætla að uppskera með þessari iðju sinni, er enn á huldu. ★ Því er ekki að leyna, að Alþingi hefir nú sett talsvert niður í áliti hjá þjóðinni fyrir það, að því hefir ekki tekist að mynda þingræðisstjórn. Þessu unir þjóðin illa, og er það að vonum, því að myndun ríkisstjórnar, sem Alþingi eða meiri hluti þess ber ábyrgð á, er svo veiga- mikill þáttur í sjálfu skipulaginu, að vanræksla eða getuleysi í því efni hlýtur að leiða út í ógöngur. Þetta viðurkenna allir og einnig þingmenn sjálfir, þótt ekki hafi þeim enn tekist að koma hjer annari skipan á. En þótt allir viðurkenni þetta, er hitt fjarstæða, að nota þetta til árása á sjálfa stofnunina, Alþingi. Og enn meiri furðu gegnir, að til skuli vera íslendingar, sem nota þessi mistök alþingismanna til ^ess að kveða upp úr um það, að Alþingi sje þess alls óhæft, að taka ákvarð- anir í sjálfstæðismáli þjóðarinnar. En þessa óhæfu hafa undanhaldsmenn leyft sjer að bera á borð. Undanhaldsmenn kyrja nú látlaust þann són, að Al- þingi beri að hætta öllum afskiftum af lýðveldismálinu, vegna þess að því sje ekki treystandi til að fara með málið. Vitanlega vakir það eitt fyrir þessum mönnum, að reyna með þessu að hindra að lýðveldi verði stofnað á íslandi. ★ Nú er það vitað, að Alþingi hefir til þessa borið gæfu til að standa einhuga og samtaka um alt sem gert hefir verið í þessu máli. Það stóð einhuga 1940 og 1941, þegar stefnan var mörkuð. Milliþinganefndin í stjórnarskrár- málinu skilaði einróma áliti og tillögum. Þar unnu full- trúar þingflokkanna, jöfn tala frá hverjum flokki. Þar ríkti fullkomin eining um öll aðalatriði málsins. Það er því ekki þingsins sök, ef einhverjir þingmenn skerast úr leik nú og hverfa frá því, sem þeir hafa áður lagt til málanna. Vonandi verður það ekki. En ömurlegt væri. ástand íslensku þjóðarinnar, ef hún ljeti róg um Alþingi verða til þess að hindra fram- gang þess lýðveldis, sem hún hafði beðið eftir og þráð í alda raðir. Brjef: Hugleiðing Herra ritstjóri! KIRKJUBLAÐIÐ hóf göngu sína síðastliðið vor. Við megum þakka þetta ópólitíska, heiðríka blað, sem kemur eins og friðar- boði með sunnanandvara. Mjer segir svo hugur um, að þar megi leita hafnar göftigum mál efnum framtíðarinnar. Skilning og samband heimila og kirkju þarf að örfa og verður blaðií* sterkur þáttur á því sviði. Gæfuríkara yrði, ef heimilin og æskan tækju betur á móti útsendingum kirkjunnar, sem boðar hið heilbrigða náttúru- lögmál, er veitir hina sönnu næringu, því trúin er frumeðli mannsins. En því miður virðist oft svo vera, að aðeins harmur og byrði sorgarinnar leiði að ljósi trúarinnar. I meðlætinu höldum við okkur of örugg, en í meðlætinu væri gott til þess að vita, að ljósið væri tendrað, er við höldum út í blámóðu þess ókomna. Tómlætið í þessum efnum er lýðum ljóst, nú á þessum döpru hörmunganna tímum. Mannslífið á að vera dýrmætt og það þykir fagurt, að bjarga drukkna.idi manni, en ef fjöld- inn vildi lifa eftir kenningum frelsarans, hversu margir myndu þá bjargast? • Lífið getur veitt mikinn un- að, ef maður bara vildi fara eftir lögmáli þess. Flestir verða þess varir, ef þeir leita í faðm móður náttúru, ,,að and ar Guðs blær“. Úti í fegurð, kyrrð og angan náttúrunnar, springpr út hin sanna ástarþrá og kærleikur til als. Þar er vor og uppfylling andans, en við erum þar ekki altaf eins og okkur ber. ★ VALIÐ Á SKEMTUNUM er orðið þjóðarmein. Réykingar og drykkjuskapur eru orðin að á- föstum sníkjudýrum á þeim ein staklingum, er í þessu lenda, og verða svo að burðast með á kostnað heilbrigði líkama og sálar, en eftir verða þrotnir kraftar, andlegt tómlæti . og lífslelði. Þeir fljóta sem sagt sofandi að feigðarósi. Slíkt framferði vérður ekki orku- gjafi fyrir efri árin. Hin unga kynslóð er fögur og djörf, guð hjálpi henni tli þess að verða sinn eigin gæfu- smiður. * HRIFNIR YRÐU margir, ef raddir æskunnar hljómuðu í kirkjunni með s^lmasöng, því ættu ekki allir að syngja með í kirkjunni, er syngja rjett og vel? Ef einhver einstaklingur leggur sinn skerf til guðsþjón- ustunnar, verður samstilling- in áhrifameiri. Islenskum heimilum er skylt að taka með lotningu á móti boðskap og útsendurum kirkj- unnar. Það má enginn við því að útiloka þau andlegu verð- mæti og reynslan kennir manni að meta og finna, að „römm er sú taug, er rekka dregur föður- túna til“. R. E. Hættumerki um loft- árás. REYKVÍKINGAR eru orðnir svo vanir að heyra í loftvarna- flautum bæjarins á miðvikudög- irai klukkan 1, að enginn kippir sjer lengur upp við það. En bæj- arbúar búast við, að þegar loft- varnaflauturnar eru reyndar á þessum ákveðna og auglýsta tíma, þá heyrist í þeim stans- laus sónn, eins og þegar merki er gefið um, að loftárásarhætta sje liðin hjá, en ekki slitróttur sónn, sem er hættumerki. En þetta kom fyrir í gærdag. Kukkan 1 byrjuðu loftvarna- flauturnar í Vesturbænum og að mjer er sagt í Austurbænum að væla hættumerki. Margir urðu skelkaðir. Mæður fóru óttaslegn ar að huga að börnum sínum, sem komin voru út og víða skap aðist óþarfa ótti hjá fólki. Sennilega hefir verið um mis- tök að ræða, frekar en bilun á loftvarnaflautukerfinu, en atvik eins og þessi mega ekki koma fyrir, því hætta er á, að ef til al- vörunnar kæmi, yrði ekki tekið mark á hættumerkjunum. • Er þörf á loftvarna- ráðstöfunum lengur? VEGNA ÞESS, hve lengi hef- ir verið hljótt um loftvarnamál bæjarins og almenningi að minsta kosti er ekki kunnugt um að vart hafi verið við ferðir þýskra fugvjela hingaiiji. norður eftir, hafa heyrst raddir um, að skynsamlegast væri að hætta öllum loftvarnaráðstöfunum í bænum. Leggja niður loftvarna*- nefnd og rífa hin leiðu poka- loftvarnabyrgi. Þeir, sem þessu halda fram hugsa sem svo, að engin hætta sje lengur á, að Þjóðverjar hugsi til loftárása hjer á landi. Þeir hafi um nóg annað að hugsa, ein& og er. Eins og jeg hefi áður sagt hjer í dálkunum, er jeg ekki á sama máli og þessir menn. Það er og verður ávalt hætta á, að ein og ein þýsk flugvjel komi hingað og varpi niður sprengjum á með an ^ptulið er í landinu og Þjóð- verjar eru ósigraðir og hafa bækistöðvar í Noregi. Við eigum því ,ekki að slá slöku við okkar loftvarnir nú frekar en áður. Hitt væri svo alt annað ,mál, að ef bandamenn gerðu innrás í Noreg og þeim hepnaðist að hrekja Þjóðverja þar úr landi, þá fer málið að líta öðruvísi við frá okkar sjónar- miði. Þá er fyrst tímabært að fara að tala um að leggja niður loftvarnarráðstafanir, en ekki fyr. Sumir hafa tekið það sem merki um, að við ætluðum að fara að hætta öllum loftvarnar- ráðstöfunum, að varðstöðin í Landakotskirkjuturni var lögð niður. En sú ráðstöfun á ekkert skylt við það. Jeg hefi altaf ver- ið þeirrar skoðunar, að sú varð- stöð hafi verið þýðingarlaus. • Símaskráin. TALSVERÐ ÓÁNÆGJA virð ist ríkja meðal símnotenda yfir þeirri ákvörðun símastjórnar- innar, að gefa ekki út símaskrá á þessu ári. Á núverandi síma- skrá stend.ur: „Símaskrá 1942—- 43“ og er því ekki nema eðlilegt, að símanotendur hafi búist við nýrri útgáfu fyrir árið 1944. Ástæðan fyrir því, að ekki er gefin út símaskrá á þessu ári, er sögð vera sú, að litlar sem engar breytingar hafi orðið á númerum. En það er þó vitað, að fjölda margir hafa breytt um heimilisföng sícfan skráin var prentuð síðast og talgyert hefir orðið um breytingar. Það er t. d. alls ekki óalgengt, að menn hafi fengið afnot af síma með öðrum, en nafn viðkomenda er þó ekki að finna í skránni, af eðlilegum ástæðum. Þó að það kunni rjett að vera, að breytingar hafi ekki orðið það miklar, að það rjett- læti útgáfu nýrrar símaskrár á þessum dýrtíðartímum, ‘ þá ætti símanum þó ekki að vera um megn að gefa úí viðbæti, eins og oft hefir verið gert áður. • Barnaleikrit. ÞAÐ RÍKIR almenn ánægja og eftirvænting meðal yngstu borgaranna í bænum um þessar mundir, eftir að auglýst var, að byrjað væri að sýna barnaleik- ritið Óla smaladreng á ný. Það eru ekki svo margbreyttar skemtanir fyrir börnin í þessum bæ, að minna þarf nú til en sjer- stakt barnaleikrit, til að börnin gleðjist og hlakki til að fara í Leikhúsið. Þær systur Emilía Borg og Þóra Borg Einarsson hafa á hendi leikstjörn á Óla smala- dreng eins og í fyrravetur. Hafa þær lagt mikið á sig við að koma leikritinu á leiksvið, bæði nú og í fyrravetur. Það þarf ekki að efa, að aðsókn verður mikil að barnaleikritinu, enda er foreldr- um óhætt að leyfa börnum sín- um að sjá Óla smaladreng. Óli smaladrengur er ágætis barna- leikrit og það mun vafalaust ,,ganga“ fram á sumar. Skemti- legt væri, ef Leikfjelagið sæi sjer fært að halda þeim góða sið á hverjum vetri að sýna leikrit fyrir yngstu borgarana. © Rottuherferðir. NÝLEGA ER lokið hjer í bæ einni r.ottuherferðinni. Var þetta einn þáttur í þeim sóknaraðgerð um, sem við Reykvíkingar stofn- um til árlega og stundum nokkr um sinnum á ári. Þetta eru okk- ar einustu hernaðaraðgerðir, en ekki er hægt að segja, að víð látum mikið yfir sigrum okkar. Því aldrei kemur það fyrir, að við birtum lista yfir tjón óvin- arins, að hætti annara ófriðar- aðilja. Það liggja engar skýrslur fyr- ir um það, hve margir fjellu af óvinunum og það er víst, að mörgum finst óvinurinn furðu hress í lok hverrar sóknar. Mjer datt þetta í hug í sam- bandi við blaðagrein, sem jeg las i gær í nýkomnu Lundúnablaði. Þar er verið að segja frá rottu- herferð, sem Lundúnabúar hófu nýlega gegn rottuplágunni. Þeir Lundúnabúar virðast hafæ aðr- ar hernaðaraðferðir heldur en við í baráttu sinni við rotturn- ar. í umræddri grein stendur m. a.: „Annar þáttur rottuherferðar- innar hefst á morgun. Honura verður líkt hagað og fyrra þætti, þegar 500.000 rottum var eytt. í fjóra daga verður matur settur á hernaðarlega mikilvæga staði rottunnar. Á fimta degi verður beitan eitruð“. Mjer og fleirum hefir skilist, að hjer sje eitrað strax í fyrstu umferð. Ótrúlegt, að Lundúna- búar sjeu að fóðra rotturnar að óþörfu í fjóra daga. Vafalaust geta sjerfræðingar- í rottuhernaði gefið upplýsingar um, hvor aðferðin, sú breska eða sú íslenska er heppilegri til sig- urs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.