Morgunblaðið - 03.02.1944, Page 7

Morgunblaðið - 03.02.1944, Page 7
Fimtudagur 3. íebrúar 1944 MORGUNBLAÐIÐ 7 Horfumst í augu við staðreyndirnar ÞE S SIR . Júgósla vnesku leiðtogar hjeldu til London um það bil þremur mánuð- um eftir innrás Þjóðverja í land þeirra. — Komu þeir þangað samtímis mjer. — Morgun nokkum las jeg það ■ í dagblaði í London, að rík- isstjórn Bandaríkjanna hefði opinberlega viður- kent júgóslavnesku útlaga- ríkisstjórnina undir forsæti Pjeturs kontmgs. — Þessar skjótu aðgerðir virtust jafn vel koma bresku ríkisstjórn inni á óvart, því að hún hafði þá ekki enn tekið á- kveðna afstöðu til hinna út- lægu Júgóslava. Jeg fór á stúfana til þess að leita uppi júgóslavnesku stjórnina í þeirri von að geta fengið skýringu á þessum snöggu aðgerðum ríkisstjórnar minnar, en uppgötaði þá, að ríkisstjórn þessi var ekki til. Júgóslavnesku útlagarn ir höfðu ekki enn skipulagt samtök sín, og hálfur mán- uður leið, þar til stjórn þeirra var fyllilega komin á laggirnar. •— Hvers vegna flýttu Bandaríkin sjer svo mjög að viðurkenna útlaga- ríkisstjórnina júgóslavnesku ef það hefir ekki verið sam- ræmi við loforð, sem gefin hafa verið í sambandi við stjórnarbyltinguna í Júgó- slavíu? Eins og síðari atburðir hafa leitt í ljós, er vafasamt hvort þessi útlæga ríkis- stjórn hefir nokkru sinni farið með umboð meiri- hluta júgóslavnesku þjóðar- innar. Ríkisstjóm vor hefir flanað inn á braut, er Bret- ar hikuðu við að ganga inn á, og þannig skuldbundið Bandaríkjaþjóðina til þess að styðja ríkisstjtórn Pjet- urs konungs, nokkrum mán uðum árum en vjer hófum þátttöku í styrjöldínni. Og þessi loforð voru gefin skil- málalaust. Útlagastjórnirnar fara ekki allar með umboð þjóða sinna. Á ÞVÍ Ijek einníg nokkur vafi, hvort ýmsar aðrar út- lægar ríkisstjómir í Lond* on færu í rauninni með um- boð sinna þjóða. — Meðal þeirra voru rikisstjórnir Pólverja og Grikkja. Engu að síður viðurkendi ríkis- stjórn Bandaríkjanna þessi samtök sem útvalda um- boðsmenn hlutaðeigandi ríkja, og gaf þeim loforð, er vjer þegar vorum bundnir við, er vjer gerðumst hlut- takendur Evrópustyrjald- arinnar. Það kom síðar í Ijós, að ýmsar þessara ríkisstjórna fóru aðeins með umboð á- kveðinna flokka eða flokks- brota í löndum sínum, svo að vjer höfðum ósjálfrátt flækt oss inn í innbyrðis deilumál Evrópuríkjanna, er einnig brautst að lokum út ^sem opinber borgara- styrjöld í ýmsum löndum, einkum Júgóslavíu og Grikklandi. þar sem Rússar Eftir studdu aðra flokka en þá, sem Bandaríkin höfðu heit- ið stuðningi. Til þess að geta skilið nú- verandi aðstöðu vora, er nauðsvnlegt að gera sjer ljóst, að þegar vjer gerð- umst stríðsaðilar í Evrópu- styrjöldinni, fjell í vorn hlut að berjast fyrir ýmsum stríðsstefnumáium, sem bandamenn vorir höfðu op- inberlega yfirlýst, en sem vorir eigin áróðursmenn vilj andi drógu hulu yfir. Til dæmis eru nokkur ríki, þeirra á meðal Stóra-Bret- land, Frakkland, Belgía og Holland, sem leitast ákveð- ið við að vernda og efla yf- irráða svæði sín í öðrum heimsálfum. Ná yfirráða- svæði þessi yfir mikinn hluta Afríku, Mið-Austur- lönd og hin fjarlægari Aust- urlönd. Allir þeir bandamenn vorir í Evrópu, sem nýlend- ur áttu í öðrum heimsálf- um, tóku það skýrt fram, áður en vjer hófum þátt- töku í styrjöldinni, að þeir vonuðust til þess að koma út úr þessum heildarleik með nýlenduveldi sitt ó- skert, eða jafnvel öflugra en áður. Þeear vjer viður- kendum sem Vjandamenn vora þjóðir, sem höfðu þetta takmark fyrir augum, fór ríkisstjórn vor aldrei þess á leit, og að því er virtist gerði aldrei ráð fyrir því, að þjóðir þessar höfnuðu þess- ari stefnu. Þeira Banda- ríkjamenn, er halda dauða- haldi í þá kenningu, að vjer sjeum að berjast gegn heimsveldisstefnunni al- ment, og miðum þó sjer- staklega að því a6 grafa undan heimsyfirráðum Ev- rópuveldanna, þá ganga þeir fram hjá augljósum staðreyndum; er benda í gagnstæða átt. Hvaða þýðingu hefir þetta fyrir skipan málanna í heiminum eftir stríð? Það merkir það, að heimsyfirráð Evrópustórveldanna munu ekki aðeins halda áfram 'að vera við lýði eftir stríð, heldur eflast. — Breska, franska, hollenska og belg- íska nýlenduveldið hófu baráttuna gegn Þýskalandi löngu á undan oss* og ein ástæðan fyrir því, að þau hafa barist svo vasklega, er sú, að þau eiga nýlendu- veldi, sem þau vilja varð- veita. Breska sjóveldið. ÖRYGGI allra þessara ný lenduvglda hefir öldum saman hvílt á sjóveldi Breta þannig, að hin minni nýlenduveldi hafa fylgt leiðsögn þeirra. Frakkar eru nú komnir í hóp þess- ara veikari • nýlenduvelda, því að þeir tnunu koma út Demaree - 2. grein Demaree Bess úr þessari styrjöld veikari en þeir hafa verið um lang- an aldur. Öryggi þeirra mun því í framtíðinni vera háð nánum tengslum við Breta. Bandaríkin hafa á hinn bóginn ætíð staðið fjarri heimsveldiskerfi Evrópu- þjóðanna, og enda þótt láns og leigulögin væru að nokkru viðurkenning á þessu kerfi, þá hefir allur þorri Bandaríkjamanna ekki enn fallist á þessa aug- ljósu staðreynd. — Hin smærri nýlenduríki Evrópu treysta því fremur á skiln- Ihg og aðstoð Breta í þessu efni en skilning Bandaríkj- anna. Portúgalska nýlendu- veldið, sem stjórnað er af mjög gáfuðum einvalda, léyfði t. d. fyrir skömmu Bretum en ekki Bandaríkja mönnum afnot bækistöðva á Azorevjum. Þetta hefir vakið nokkurn óróa meðal ýmissa Bandaríkjamanna, svo sem La Guardia, borg- arstjóra í New York,~ sem sagði í útvarpsræðu: „Þetta hefir vakið hjá mjer nokk- urn ugg, og jeg hygg, að það hafi vakið kvíða hjá mörgum öðrum Bandaríkja mönnum: Var ekki slæmt, að þetta samkomulag skvldi ekki vera gert við Banda- ríkin? Jeg furða mig á því, ef ríkisstjórn vor hefir sofn að á verðinumýen jeg býst ekki við, að vesalings karl- inn hann Cordell Hull geti verið allsstaðar og gert alt“. Þessi ummæli sýna það, að Lá Guardia hefir verið of önnum kafinn undanfarið til þess að geta rifjað upp sögu Evrópu eða fylgt ná- kvæmlega rás viðburðanna. Hann gekk fram hjá tveim- ur staðreyndum: í fyrsta lagi hafa breska og portú- galska nýlenduveldið verið bundin nánum tengslum elsta bandalags Evrópu, er staðið hefir allt frá árinu 1373. í öðru lagi tók Roose- velt forseti, í ræðu, sem hann flutti í Maí 1941, á- kveðna afstöðu gegn portú- galska einræðisherranum. Vegna hvers Portúgals- menn sneru sjer til Breía. EINS OG JEG benti á um þetta leyti i grein, er jeg Bess reit í blaðið The Saturday Evening Post, voru Portú- galar vorið 1941 í meiri vanda en nokkru sinni áð- ur, eftir að styrjöldin braust út. Ágengni Þjóðverja var svo mikil, að athugir menn í Lissabon bjuggust við inn rás þá og þegar. Roosevelt forseti valdi svo einmitt þenna tíma til þess að minn ast í ræðu á Azoreyjar. — Hann lýsti því yfir, að eyj- ar þessar, sem Portúgal hafði átt öldum saman, væru svo mikilvægar fyrir Bandaríkin, að þau gætu ekki látið þær falla í greip- ar óvinanria. Jeg var í Lissa bon um þetta leyti og sá, hvílíkar æsingar þessi um- mæli vöktu þar. Azoreyjar voru að sjálf- sögðu Bretum alveg eins mikilvægar, en þeir birtu enga opinbera vfirlýsingu. Alveg gagnstætt því, full- vissuðu breskir embættis- menn portúgalska einvald- ann um það, að þeir skildu fyllilega aðstöðu hans, og Bretar myndu því ekki að- hafst neitt það, er hvatt gæti Þjóðverja til skjótra aðgerða. Flestir Banda- ríkjamenn — að því er virð ist einnig La Guardia — gleymdu fljótt þessum at- burði, en portúgalski ein- valdinn gleymdi honum ekki. Eftir að Þjóðverjar höfðu dregið úr ágengni sinni, veitti hann Bretum en ekki oss bækistöðvar á Azoreyjum. Framtíð portúgalska ný- lenduveldisins mun engu síður en fortíð þess, fyrst og fremst hvíla á vinsamlegum tengslum við breska heims- veldið, og portúgalski ein- ræðisherrann, sem eitt sinn var prófessor í sögu, er sjer fvllilega meðvitandi um þessa staðreynd. Síðustu atburðir gefa einnig til kynna, að ýmsir ítalskir leiðtogar reikni með því, að það muni verða Bret ar fremur en Bandaríkja- ríkin, sem úrslitaáhrif hafi á ‘framtíð ítalska heims- veldisins. Skyssum Musso- linis er það að þakka, að sennilega munu Italir tapa ýmsum nýlendum sínum, en Badoglio, marskálkur, og fylgismenn hans, gera sjer án efa vonir um það, að sem samherjum banda- manna muni þeim heppnast að fá aftur eitthvað af ný- lendum þeirra, er ítalir áttu áður en Mussolini kom til sögunnar. Vjer erum því ekki að berjast til þess að uppræta nýlendustefnu Evrópuríkj- anna, eins og ýmsir áróðurs manna vorra hafa reynt að telja oss á að trúa. — Allar bandamannaþjóðirnar í Ev- rópu ætla sjer að ná aftur í hverja þá nýlendu, er þeir áttu 1939, hvort sem ítalir, Þjóðverjar eða Japanar hafa lagt þær undir sig. — Amerískir herir og hergögn hafa þegar stutt að endur- heimtu sumra þessara ný- lendna, og þess er að vænta, að Bandaríkin munu leggja fram enn ríkulegri skerf til þess að aðstoða við endur- heimtu ýmissa annara ný- lendna, einkum á Kvrra- hafi. Allt til þessa hefir ríkis- stjórn vor, með þögn sinni um þetta atriði fallist á að viðurkenna fyrirstríðs éign- arrjett ríkjanna á þessum nýlendum sínum. Ef ein- hverjar tilraunir yrðu síðar gerðar til þess að skilja ný- lendurnar frá fyrri eigend- urfl, myndum vjer lenda í alvarlegu þjarki við marga bandamenn vora í Evrópu. Veldi Rússa. STRÍÐSTAKMÖRK vor fela því ekki aðeins í sjer viðhald nýlendustefnu Ev- rópuþjóðannáa, heldur einn. ig voldugt Rússland — því að sigur vor er voldugt Rússland. Ríkisstjórn voru skuldbatt oss — að því er virtist með almennu sam- þykki — til þess að styðja Rússland í baráttu þess gegn Þýskalandi, allmörg- um mánuðum fyrir árásina á Pearl Harbor. Vjer ljet- um láns og leigulagaaðgtoð- ina einnig ná til Rússlands, vjer sendum vopn og birgð- ir með skipalestum til Rúss lands, og ríkisstjórn vor sendi jafnvel í skyndi verk- fræðinga og vjelfræðinga til Iran, til þess að tryggja skjótari afhendingu birgð- anna. , Þótt ríkisstjórn Banda- ríkjanna þannig styddi að sigri Rússa, lagði hún ekki fram nein opinber mótmæli gegn þeim stríðsstefnumál- um Rússa, sem andstæð voru yfirlýsingu Bandaríkj- anna, einkum landakröfiun Rússa. Skömmu eftir inn- rás Þjóðverja í Rússland, endurtók rússneska stjórn- in ákvörðun sína um það að ná aftur undir veldi sitt öll- um þeim landsvæðum, sem Rússar höfðu með ofbeldi undir sig lagt á árunum 1933—1940, og breska stjórn in tók opinberlega undir þessar kröfur. íþróttaskemtun fyrir börnin I KYÖLD er skemtanalið- urinn fyi-ir l)örnin í afmælis- hátíðahöldum Ármanns. Ilefst hann í Iþfóttahúsi Jóns Þor- steinssonar kl. 9 e. h. Yerður þar fvrst fimleika sýning, Sýna þar úrvalsflokk ar fjelagsins; hæði karlar og konur, list sína. — ÞíYmunu 12 glímumenn vir fjelaginu sýna glínvu, þar á meðal skjaldhafinn. Loks munu stúlkur sýna „akrobatik“ og ef til vill meira.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.