Morgunblaðið - 24.02.1945, Síða 10

Morgunblaðið - 24.02.1945, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 24. febrúar 1945 „Vertu ekki altaf að taka fram í fyrir mjer. — Mjer þyk- ir vaent um þig, Clio, en ef þú ætlar að fara að reyna að stjórna mjer með harðri hendi, getur þú siglt þinn sjó, mín vegna. Jeg kæri mig ekki um, að þú leggir mjer í munn orð, sem jeg hefi aldrei sagt. Jeg kæri mig ekki um, að láta flækja mjer í einhverja vit- leysu — án minnar vitundar. •— konur geta prettað mig — gælt við mig — en engin kona skal nokkru sinni stjórna mjer — svo hjálpi mjer guð! Taktu vel eftir því!“ En hann hefir átt von á gráti og kveinstöfum frá Clio, hlýtur hann að hafa orðið fyrir mikl- um vonbrigðum. Eins og allar ráðríkar konur, þráði hún það mest af öllu, að einhver enn ráðríkari mannvera drottnaði yfir sjer. Þegar hún ansaði hon um engu, gaut hann til hennar augunum, til þess að sjá, hvern ig henni hefði orðið við þessa ádrepu. Hún horfði á hann,. og í augum hennar Ijómaði slík að dáun. og hrifning, að hann gleymdi alveg hversdagslegum fyrirbærum, éins og hestum vegi og vagni, og rankaði ekki við sjer, fyrr en Cupide öskr- aði: „Varið ykkur! Hver fj. . . .!“ Clint sveigði hestana til hægri og kom með því í veg fyr ir árekstur á vagn, sem kom brunandi á móti þeim. Hættan virtist koma honum aftur í gott skap. „Þar munaði mjóu að slys yrði“, sagði hann, og glotti. — „Þarna sjerðu, hver áhrif þú hefir á mig! Horfðu ekki svona á mig aftur, meðan jeg þarf að hafa stjórn á hestunum. — Það kann að hafa ægilegar afleiðing ar!“ „Jeg er aldrei hrædd, þegar jeg er með þjer. — En segðu mjer eitt, hefirðu í raun rjettri einhverja ráðagerð á prjónun- um — eins og þú sagðir Van Steed?“ „Nei. — Það er a. m. k. ekk- ert, sem hann vill hlusta á. — Jeg kom hingað. til Saratoga til þess að eiga náðuga daga, græða dálítið af peningum — heiðar- lega auðvitað — en svo ert þú búin að koma okkur í vandræði undir eins!-----Jeg hefði nú haldið, að ósviknar greifa|rúr hegðuðu sjer eitthvað öðruvísi, en þú hefir gert hjer. Heldurðu að það sje skynsamlegt af þjer, að leggja allt kapp á að vekja svona mikla athygli?“ „Einu mannverurnar, sem hafa ráð á því að lifa rólegu lífi og láta ekki bera á sjer, eru miljónamæringar, — og glæpa- menn. Ef jeg reyndi ekki sjálf áð vekja á mjer athygli, myndi enginn taka eftir því, að jeg væri hjer í Saratoga". „Þú hefir vonandi ekki hugs að þjer að krækja í eiginmann hjer, með einhverjum prettum? Þú skalt a. m. k. láta Van Steed í friði. Það er siðprúður piltur, enda hefir hanð fengin mjög strangt uppeldi.“ Rödd hennar varð alt í einu hörkuleg. „Hann er alinn upp af konu, sem var ákveðnari og sterkari en hann — móður sinni. — En jeg ætla að verða henni yfirsterkari. Bíddu bara og sjáðu!“ Hann svaraði engu og eftir stundarþögn sagði hún: „Þú hefir enn ekki sagt mjer, hvernig þú komst yfir. þennan glæsilega vagn?“ „Jeg var heppinn í poker í gærkvöldi“, ansaði hann stutt- aralega. ,,Annars hefi jeg haft áhyggjur af vini þínum Van Steed undanfarið“. „Nú? Hversvegna?“ „Jeg kann gamlan málshátt — og hann hefir verið sjerlega óheppinn í spilum, síðan þú komst hingað“. í þessu keyrðu þau framhjá hesthúsunum og Clint benti með svipunni: „Þarna er Alamo. Við skul- um fara og skoða hunn í fyrra- máli“. hjerna“, sagði Clio. ,,Það er svo ótal margt, sem er skemtilegra en horfa á kappreiðar. Ætl- arðu að láta „Alamo“ keppa bráðlega?“ „Jeg veit það ekki. í raun rjettri er hann of ungur til þess að keppa og jeg hefi engann knapa, sem jeg er ánægður með“. „Cupide er prýðilegur knapi“. „Heyr og endemi — Cupide!“ „Já. Hestaeigendur í París voru vanir að láta hann æfa hestana fyrir sig. Hann hvarf stundum dögum saman, svo að mamma varð að hóta hon- um því, að senda hann til Banda ríkjanna aftur, ef hann ekki bætti ráð sitt. — Hann hefir yndi af hestum og er þaulvanur reiðmaður. Svo getur hann fengið eitthvað hjá Kaka til þess að gefa hinum hestunum. — Engann þyrfti að gruna neitt“. „Eigum við þá ekki að snæða morgunverð í hesthúsunum?“ „Konur eru ekki vanar að gera það hjer. En karlmennirn- ir fara þangað í býti á morgn- ana, og snæða oft morgúnverð þar“. „Jeg geri það líka. Mjer kem ur ekki við, hvað aðrar konur gera. Jeg er hvort eð er ekkert lík öðru kvenfólki“. „Nei. Það er einmitt þess- vegna — —“. Hann þagnaði snöggt. „Hvað ætlaðir þú að segja?“ spurði hún ernislega, en hann ansaði engu. Þau voru nú kom- in að skeiðvellinum, og vagn- inn nam staðar. Cupide stökk niður úr sæti sínu, og hljóp til hestanna. Clint kastaði til hans taumunum. — Nokkrir unglingsstrákar, sem stóðu þar rjett hjá, ráku upp skellihlátur, þegar þeir sáu hann. „Golíat, — blessaður, haltu vel í hestana!“ hrópaði einn, og annar kallaði: „Varaðu þig, svo að hestarnir jeti þig ekki í misgripum fyrir flugu!“ Cupide leit á þá með innilegri fyrirlitningu, miðaði vel og spýtti. Háðfuglarnir þurrkuðu sjer í framan og snautuðu burt. „Við getum horft á kappreið- arnar hjeðan“, sagði Clint. „En þig langar ef til vill til þess að ganga um og skoða fólkið. Jeg er bara hræddur um, að Cupide sje ekki trúandi til þess að gæta hestanna“. „Hann er sterkur eins og or- angutan-api“, sagði Clio. „Og hann er þaulvanur hestamaður“ Clint stökk niður úr vagnin- um og gekk til Cupide. „Þú hef- ir líklega ekki krafta til þess að halda í hestana, ef þeir ókyrr- ast eitthvað?“ « Cupide leit á hann og glotti. „Ef jeg kærði mig um, gæti jeg lyft þjer upp og borið í kring- um vagninn“. „Blessaður, láttu það vera! Hypjaðu þig þá upp í ekilsætið og ef einhver ætlar að hrekkja hestana, skaltu berja hann méð svipunni, hjerna. — Við verð- um aðeins andartak í burtu“. — Þau hjeldu af stað til skeið vallarins. „Við skulum ekki vera lengi ' Clint leit óttasleginn í kring- um sig. „Ef einhver heyrði il þín, kvenmaður! Okkur myndi verða vísað úr borginni á auga- bragði!“ „Iss — þessir miljónamæring ar ræna fólk og myrða jafnvel, eins og ekkert sje — það héfir þú sjá-lfur sagt!“ „Já — en það er annað mál. Ef manni tekst að stela fimrh miljónum dollara eða heilli járnbraut, er maður talinn ó- venju duglegur og snjall. En ef maður prettar í kappreiðum, er það talið yerra en morð“. „Það var undarlegt! Mjer datt aðeins í hug, að þú vildir gjarn- an vinna. Hversvegna ljest þú flytja Alamo hingað — ef þú 'ætlar ekki að láta hann keppa?“ | „Það eru ótal ástæður fyrir ;því, sem jeg get ekki farið að 'þylja upp hjer. — Það er jeg ! viss um, að konur eru óráð- 'vöndustu, verur jarðarinnar. Þær virðast alls ekki geta greint rjett frá röngu“. — Þau voru nú komin inn á áhorfendasvæðið. Clio .sá frú Porcelain og frú Coventry Bellop, sem sat á milli tveggja spjátrunga, er virtust skemta sjer vel í návist hennar af hlátrasköllum þeirra að dæma. Þau gengu meðfram skeið- brautinni áður en þau fengu sjer sæti, Clint til þess að at- huga hestana, Clio til þess að sýna kvenfólkinu Parísar-kjól sinn. Hún virtist hvorki líti til hægri nje vinstri — en þó fór ekkert framhjá henni. „Hver er þetta?“ spurði hún aftur og aft ur, og kleip Clint í handlegg- inn, til þess að draga athygli hans frá hestunum. „Hver er þetta? Hversvegna standa allir þessir menn í kringum litla kubbslega karlinn þarna?“ „Vegna þess að það er Villi Vanderbilt“. ,,Guð sje oss næstur — er þessi sveitalubbi miljónamær- ingur!“ „Hann á nú ekki nema eitt- hvað um 150 miljónir, strák- greyið“. „Það lætur nærri að jeg kvíði fyrir því, að giftast miljónamær ing. Þeir eru allir svo herfilega i ljótir“. Æfintýr æsku minnar L Jf. C. jLL 10. , erien Ef maður stundaði námiðVel, þá gæti maður fengið góða atvinnu. Hún lagði mesta áherslu á að læra vel að reikna, enda hafði móðir hennar sagt henni, að þá gæti hún sjálfsagt orðið rjómabússtýra á einhverju herra- setrinu. „,Þú skalt verða rjómabússtýra hjá mjer, þegar jeg er orðinn mikill maður”, sagði jeg, en hún hló að mjer og sagði að jeg væri bara fátækur strákur. Einn daginn hafði jeg teiknað eitthvað, sem jeg sagði að væri mynd af höllinni minni, og reyndi þá að fullvissa hana um það, að jeg væri í rauninni mjög ættgöfugt barn og fólk mitt auðugt. Líka sagði jeg henni að englar kæmu stundum og töluðu við mig, — jeg vildi gera hana hissa eins og kerlingarnar í sjúkrahúsinu, en hún tók þessu alt öðruvísi en þær, hún leit einkennilega á mig og sagði svo við annan dreng, sem stóð rjett hjá: „Hann er geggj- aður, eins og hann afi hans”. — Við þessi orð hennar fór hrollur um mig; jeg hafði sagt þetta til þess að sýnast vera eitthvað, og nú varð það til þess að krakkarnir hjeldu að jeg væri sinnisveikur eins og afi. Jeg mintist heldur aldrei framar á neitt þessháttar við hana, en við vorum aldrei eins samrýmd eftir þetta. Jeg var minstur af öllum drengjunum í skólanum, og þess vegna leiddi kennarinn, herra Carstens mig altaf, þegar hinir strák- arnir voru að leika sjer, til þess að þeir hlypu mig ekki um koll. Honum þótti vænt um mig, hann gaf mjer kökur og blóm, klappaði á kinnarnar á mjer, og þegar einn af stærri drengjunum kunni ekki stakt orð og var settur upp á borðið með bókina í hendinni í refsingarskyni, þá þótti mjer þetta svo sorglegt, að hann var náðaður mín vegna. Þessi góði gamli kennari, varð síðar símstjóri í Thorseng, hann var lifandi fyrir nokkrum árum, og svo hefir verið sagt, að hann hafi sagt við gesti sem að garði bar og brosað ánægjulega: „Ja, þjer trúið því sjálfsagt varla, að jeg, þessi fátæki gamli maður hafi verið fyrsti kennari eins af okkar kunnustu skáldum. H. C. Andersen gekk í skóla hjá mjer”. Nokkra daga á haustin fór jeg með móður minni út á I Leonia var maður' nokkur sektaður fyrir að brjóta heil- brigðisreglur bæjarins með því að hafa hest í híbýlum sínum. geymt peningana í sama vasa og hann hefir fiskiönglana. ★ ★ Tveir innbrotsþjófar höfðu brotist inn hjá klæðskara. — Sjáðu verðið á þessum föt um hjerna, sagði annar þeirra. — Já, sagði hinn ,hreinasta rán, kunningi, hreinasta rán. — Hjer kaupi jeg mjer aldrei föt. ★ Lungnabólgusjúklingur einn hafði hvað eftir annað beðið um mat og loks kom hjúkrunarkon an með sem svaraði matskeið af soðnum hrísgrjónum. Nokkrum mínútum seinna hringdi sjúklingurinn á ný og sagði: — Nú langar mig til þess að lesa örlítið. Getið þjer ekki lán að mjer eitt frímerki til þess að skemmta mjer við að lesa. ★ I Veitingahúsi einu var sett upp eftirfarandi auglýsing: — Hollur er góður dans á hverju kvöldi nema á sunnudög um. 'k — Hún virðist ekki vera neitt hættulega meidd. Það er að sjá sem maðurinn hennar hafi I Veitingahsúi. Gesturinn: — Hvernig pr það með þessa krana? Jeg get alls ekki fundið, hvor gefur heitt vatn og hvor kalt. Þjónustustúlkan: — Það er mjög einfalt mál. Kraninn, sem stendur á „Heitt“ gefur kalt vatn, og sá, sem stendur á „Kalt“, hann gefur líka kalt vatn. ★ — Standið rjett og upp með höfuðið, 86. — Já, herra liðsforingi. — Nei, hærra með höfuðið — og látið það ekki síga niður strax aftur. — Á jeg alltaf að ganga með höfuðið svona? — Já, alltaf. — Þá ætla jeg að kveðja yð- ur, herra liðsforingi, því að þá sje jeg yður ekki lengur. (LISTERIIME — Tannkrem — UUUIIIiaUIIIUUfl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.