Morgunblaðið - 06.09.1945, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.09.1945, Blaðsíða 2
2 MORG UNB LAÐIÐ Fimtudagur 6. sept. 1943 Rógurinn um Fiski- máianeínd VEGNA marg-endurtekinna ósanninda Alþýðublaðsins, Tím ans og Vísis rfm framkvæmd færeyska skipaleigusamnings- ins vil jeg upplýsa eftirfarandi: 1. Alþýðublaðið og Tíminn hljóta að halda því fram gegn betri vitund, að leyfi Fiskimála nefndar frá ríkisstjórninni til þess að yfirdraga á reikningi í Landsbankanum allt að 2 miljónir króna vegna Færeyja- skipanna, þýði sama og nefnd- ina vanti IV2—2 milj. króna. Bæði þessi blöð vita, að sam- kvæmt samningum eiga mán- aðarleigur skipanna að greið- ast fyrirfram, einnig trygg- ingar af skipunum og margar aðrar greiðslur verður að greiða vegna útgerðar skipanna áður en tekjur af rekstri þeirra koma inn. Nefndin hefir því frá byrjun þurft á miklu rekstursfje að halda, sem ríkið átti og hlaut að leggja fram, því það er sá aðili, sem gerði samninginn, og ber allan fjárhagslegan halla af honum. Þáttur Fiskimálanefndar er aðeins að framkvæma samn- inginn. 2. Út af ,,yfirlýsingum“, sem Kristján Friðriksson birfir frá þremur Færeyingum, sem ver- ið hafa á skipum hjá Fiskimála nefnd, vil jeg benda á þetta: a) Skipstjórinn m.s. „Regina” sem skrifar undir yfirlýsingu um „að kaupgreiðslur vegna skips hans hafi dregist mánuð- um saman” hefir fengið fulln- aðaruppgjör fyrir 3 sölutúra og fyrir fleiri túra hefir ekki ver- ið hægt að gera upp fram til þessa vegna vantandi upplýs- inga, sem sumpart hefir stað- ið á frá skipstjóranum sjálfum og sumpart frá sölufirmum í Englandi. Skipshöfn þessa skips hefir fengið miklar fyrirfram peningagreiðslur í höfnum á íslandi og Englandi, þrátt fyrir ófullnægjandi upplýsingar til þess endanlega að uppgera hvern túr. b) Erling Christianseo, sem skrifar undir yfirlýsingu um að hann hafi ekki fengið uppgjört í júní-mánuði, þegar hann fór frá Færeyjum. hefir ekki verið á skipi, sem nefndin sjálf hefir gert út, en mun hafa verið á framleiguskipi, sem útgerðar- mannafjelag í Hornafirði rak í vetur. Fiskimálancfnd hefir því ekk ert haft mcð uppgjör fyrir þennan mann að gera, og hanii aldrei kvartað við Fiskimála- nefnd undan uppgjöri fjelagsins er hafði skipið. Fiskimálanefnd hefir nú kynt sjer að samlagið hefir að fullu gert upp við skipshafnir allra sinna skipa. c) Yfirlýsing skipstjórans á „Borglyn", er augsýnilega al- röng frá orði til orðs. Hann segir, að skipseigandi „Borglyn“ hafi sagt sjer í júní-mánuði, að á útgerðar- mannafundi í Færeyjum um þetta leyti hafi komið í ljós að aðeins 2 skipaeigendur hafi þá fengið leigur gréiddar fyrir skip sín að fullu, og hafi það verið framleigð skip til samlaga, en Fiskimálanefnd hafi hins vegar ekkert greitt. Fiskimálanefnd hcfir ein greitt allar skipaleigur, en ekk- ert samlag hefir greitt þær til Færeyja. Nefndin greiddi í mars og aprílmánuði 1.584.086.00 krón- ur í skipaleigur auk margra viðhaldsreikninga, og sjest best á þessu að yfirlýsing sú, sem þessi skipstjóri hefir látið hafa sig í að undirskrifa, er alröng. Halldór Jónsson, framkvstj. Fiskimálanefndar. Spánverjar munu fara frá Tangier London í gærkvöldi. EFTIR AÐ stórveldin fjögur, Bandaríkin, Bretland, Sovjet- ríkin og Frakkland hafa sam- þykt það sín á milli, að Spán- verjar skuli fara burt með her sinn af Tangiersvæðinu í Norð ur-Afríku, er álitið að þeir geri það. En jafnframt er_ talið, að Spánverjar muni verja hernám sitt á svæði þessu, en þang'að sendu þeir her eftir fall Frakk- lands 1940. — Þá er og talið, að spánska stjórnin muni harð lega mótmæla þátttöku Sovjet- stjórnarinnar í umræðum og ályktunum um þetta mál. — Reuter. Hefndarálif um finska „sfríðs- glæpamenn" Stokkhólmi í gærkvöldi. FYRIR NOKKRU var skipuð néfnd í Finnlandi, til þess að athuga, hvað gera skyldi við menn þá þar í landi, „sem bæru ábyrgð á styrjöldinni“, eins og það var orðað. Talið var, að all- ir fyrverandi ráðherrar myndu verða dregnir fyrir dóm, sem stríðsglæpamenn. — Nefndin hefir nú skilað áliti sínu, og komist að þeirri niðurstöðu, að ýmsir fleiri en ráðherrar eigi skilið að verða athugaðir í þessu sambandi. Ennfremur leggur nefndin til, að niður- staða rjettarhaldanna yfir þess um mönnum verði gerð heyrum kunn. Refsingar telur nefndin hæfi legar fangavist alt að átta ár- um, nema að sakir sjeu svo þungar, „að lífstíðarfangelsi komi til mála“. — Álit nefndar þessarar mun á næstunni rætt á þingi Finna og málum þar ráðið til lýkta. — Reuter. Úrslifaleikur Rafha- keppninnar ÚRSLITALEIKUR Rafha- keppninnar fer fram í kvöld kl. 7 á knattspyrnuvellinum í Hafn arfirði. Kepþa þá F. H. og Haukar. Er þetta annar leikur fjelag- anna í þessari keppni, en eins og kunnugt er, gerðu þau jafn- tefli síðast, þegar þau áttust við í þeirri keppni og verða því að keppa aftur. Nýbyggingarráð áffi engan þátf í að „Haukur" var keypfur Frá forstjóra fjelagsins, sem átti flutningaskipið „Hauk“, sem sökk á dög- unum á hafinu milli Fær- eyja og Skotlands, hefir Morgunblaðinu borist eft- irfarandi: Herra ritstj.: BLAÐSNEPILL Framsóknar manna, Tíminn, ræðst í gær á Nýbyggingarráð út af kaupun- um á m.s. „Haukur" og fer þar sem fyr og oftsinnis með rangt mál og óþverralegar getsakir í garð saklausra manna. Nýbyggingarráð átti nefni- lega engan þátt í því að þetta skip var keypt, annan en þann, að mæla með yfirfærslu á and- virðinu. Ef Tíminn vill taka einhverja menn eða pólttíska flokka fyrir-út af þessum skipa kaupum, þá vil jeg benda blað- inu á að snúa sjer að rjettum aðila, en ekki að fálma út í loftið til að reyna að finna einhvern pólitískan andstæð- ing, nefndir eða ráð. Rjetti að- ilinn í þessu máli er jeg per- sónulega og enginn annar. Sögu þessa máls segi jeg ekki alla núna, en mun gera það síðar þegar betur stendur á, en- læt hjer nokkur mótmæli fylgja í sem fæstum orðum. Tíminn segir að stjórnarblöð in hafi sýnt fagnaðarlæti í vet- ur, þegar þetta skip kom. Er altaf vetur í sál Tímaritstjórans. Skipið kom nefnilega um há- sumarið, 17. júní. Blaðið segir að dýrðlegri veislu hafi verið slegið upp og formaður Ný- byggingarráðs hafi haldið ræðu og tómt kampavín drukkið. Alt þetta eru tóm ósannindi. For- maður Nýbyggingarráðs kom rjett sem snöggvast í það boð, sem jeg hjelt blaðamönnum, ef boð skyldi kalla, en Jóhann Þ. Jósepsson ljet ekki svo lífið, að segja þar eitt einasta orð. — Kampavín kom aldrei um borð í „Hauk“, s.vo á þessu getur hver maður sjeð hvaða mark menn geta tekið á þessu blaði. Hvað sjálfu skipinu viðvíkur og aðdraganda að kaupum þess, mun jg skýra frá seinna, þegar upplýst er betur en nú er, hvern ig það óhapp vildi til, sem fyrir skipið kom í bessari ferð. En eitt vil jeg benda hinum unga manni (Tímaritstjóranum) á, að hlaupa ekki svona herfilega með sín ósannindi. því þó fáir lesi Tímann, þá eru það þó ein- hverjir og allir sannleikselsk- andi menn fá skömm á ósann- indamönnum Jeg geymi mjer til síðari tíma lýsingu þessa máls, en ef rit- stjóri Tímans vill ófrægja ein- hvern út af þessum skipakaup- um, þá er leiðin bein að mjer. Reykjavík 5. sept. 1945. Pjetur Bóasson. LONDON: — Bretakonungur hefir skv. meðmælum nýsj'á- lensku stjórnarinnar staðfest skipan Freyberg hershöfðingja sem landstjóra á Nýja-Sjá- landi. Freyberg stjórnaði, sem kunnugt er, hersveitum Nýsjá- lendinga í styrjöldinní Droftning á Suðurhafsey. FREMRI konan hjer á myndinni, er drottnmg á eyju einni í Marshalleyjaklasanum í Kyrrahafi. Myndin var tekin af henni, þegar hún var að taka á móti amerískum liðsforingjum, sem komu í kurteisisheimsókn. Þeir gáfu henni flugmannatákn það, sem hún er með. Hin konan er ein af hirðmeyjum drottningar. Kosningarnar í Búlgaríu JAMES V. IVÝRXES, hinn nýi utanríkisráðherra Banda- ríkjanna hefir þegar fengið orð fyrir að segja skoðun sína ákveðnum orðum. Hjer á dög- unum sagði hann búlgörsku stjórninni nokkur orð í fullri meiningu. Búlgarska stjórnin er samsteypustjórn, en komm- únistar ráða þar öllu og fara með þýðingarmestu ráðherra- embættin. Byrnes utanríkisráðherra. sagði hreinlega, að Bandaríkja stjórii teldi ekki að búlgarska stjórnin væri skijnxð fulltrú- um frá öllum lýðræðisflokk- um landsins, nje heldur, að kosningarnar, senx fara ættu fraœ, væru „frjálsar kosning- ar“, þar sern kjósendur þyrftu ekkert að óttast, eða ekki væri haft áhrif á hvernig þeir myndu kjósa. Brynes var raunar ekki að gera annað, en að framfylgja samþyktum, sem g’erðar voru á fundum hinna þriggja stóru í Ýalta og síðar í Potsdam, þar sem samþykt var a,ð íram skyldu fara frjálsar og óþving aðar kosningar í öllurn lönd- um Evrópu og ríkisstjórnum, sem kosnar væru á þann skyldi veitt viðurkenning. Ef Bulgarar vildu ekki fara eftir þessxxm reglum myndi stjórn þeirra ekki fá viður- kenningu Bandaríkjastjórnar. 1 raun og veni, þar sem búlg- ’arska stjórnin er leppstjórn Rússa, var Byrnes að gefa ein- um hinna þriggja stóru bend- ingu um, að" halda sjer við( Ýalta-Potsdam samþykktirnar. ílúlgarar frestuðu kosning- unum eins og kunnugt er. Krisf Guðnason far- inn vestur KRSTTNN GUÐNASON, verksmiðjueigandi, sem dvali ið hefir hjer um hríð til að! hitta ættingja og vini er ni'i farinn vestur urn háf heim til sín aftur. Ilann ferðaðist töluýert umj landið og hitti rnarga kunrw ingja og vini. Tlefir hann l>eði ið blaðið, að færa öllum, seml hann hitti, bestu þakkir ífyrir, ánægjuíegar stundir, h.jetl heima. Minningardagur um failna Norðmenn 16. sepf. OSLO í gær: — Ákveðiffi hefir verið að halda minxiing* ardag urn þá Norðmenn, semj fjellu í ófriðnum, suunudaginnl 1G. ]>. m; Um allan Noreg verðaj f’ánar dregnir í hálfa stöng frá morgni til klukkan U.02, en tveggja mínútna þögn verðí ur unx alt land frá kl. 1 P>.00j til 13,02. Minningargxxðsþjónustxxxxr verða haldnar xxnx land alt og£ sjerstök minningarguðs])jón-» usta verðxxr í hátíðasal Oslóai’i háskóla þenna dag. Sendiherra til Argen- tínu. LONDON: — Bandaríkja- menn eru sagðir munu senda bráðlega sendiherra til Argcn- tínu, að því er James Byrnes, utanríkisráðherra sagði í gser. Mikið hefir verið bollalagt um það, hvort Bandaríkin myndu yfirleitt senda sendiherra til Argentínu. . J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.