Morgunblaðið - 06.09.1945, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.09.1945, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAf>MB Fimtudagur 6. sept. 1945 MmttrniÞfftfrifr Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsia, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. I lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Vinarkveðjan NÝLEGA var haldinn fundur í Norræna fjelaginu í Osló. Þar var mættur Christmas Möller utanríkisráðherra Dana og flutti hann ræðu á fundinum og mintist m. a. á sambandsslit íslands og Danmerkur. Komst ráðherrann m. a. þannig að orði: „Jeg hefi aldrei getað skilið hversvegna ýmsir Danir hafa lastað íslendinga fyrir það, að þeir sögðu upp sam- bandslagasamningnum áður en Danmörk varð frjáls. — Skyldum við Danir ekki hafa gert hið sama, ef við hefð- um verið í sporum íslendinga. Jeg er sarinfærður um, að flokksbræður mínir í íhaldsflokknum hefðu orðið fyrstir til þess” «. Þessi vinsamlegu ummæli í garð íslendinga er ekki fyrsta vinarkveðjan, sem okkur berst úr fjarlægðinni frá hr. Christmas Möller. Þær hafa margar borist okkur áð- ur og allar á sömu lund. Og það sem er einkennandi við allar kveðjurnar frá þess'um manni, hvort sem þær eru fram bornar í ræðu eða riti, er einkum tvent: Frábær skilningur á málstað íslendinga og sannur drengskapur sem m. a. lýsir sjer í því, að láta landa sína heyra sann- leikann ómengaðan, hvort sem þeim líkar betur eða ver. ★ Eitt Kaupmannahafnarblaðið, „Berlingske Tidende", hefir fundið hvöt hjá sjer til að ávíta Christmas Möller fyrir ummælin á Norræna fundinum í Osló. Telur blaðið, að Christmas Möller muni vera „eini maðurinn utan ís- lands, sem ekki skilur tilfinningar Dana”. Því næst telur blaðið upp þá, sem það segir að stutt hafi frestun sam- bandsslita fram yfir stríðslok. í þeirri upptalningu eru Svíar, íslendingar, búsettir í Danmörku og öll danska þjóðin. Að lokum segir þetta danska blað, að það sje leiðinlegt, að Christmas Möller skuli ekki skilja, að það hafi verið sárt fyrir Dani, „undir auðmýkjandi kringum- stæðum, sem Danir áttu þá í, að íslenska þjóðin skyldi einhuga segja upp aldagömlu ríkjasambandi”. Vítir svo blaðið Christmas Möller fyrir það, að vera að „draga fram deilumál, sem best væri fyrir Danmörku og Island, að væri úr sögunni”. Morgunblaðið getur fallist á, að best væri fyrir báða aðila, að deilur um spmbandsslitin hverfi með öllu. En þó er vinningur þagnarinnar vafasamur, ef bak við hana ríkir slíkt hugarfar af hálfu annars aðilans, sem fram kemur í þessari grein „Berlingske Tidende”. Þá er áreið- anlega betra að segja það hreint út, sem inni fyrir býr. En, sem betor fer, eru einnig aðrar raddir í dönskum blöðum og á ait annan veg en greinin í „Berl. Tidende”. Má þar nefna ritstjórnargrein, sem nýlega birtist í „Na- tionaltidende”, sem var einkar hlýleg í garð íslendinga og rituð af skilningi og velvild. Óskandi væri, að þeir góðu menn sem skrifa „Ber- lingske Tidende”, vildu setja sig í spor íslendinga, og þá jafnframt minnast þess, hvernig ástatt var, þegar sam- bandsslitin fóru fram. Myndu þeir ekki þá komast að nákvæmlega sömu niðurstöðu og Christmas Möller á fundi Norræna fjelagsins í Osló? Áreiðanlega. ★ Það var ekki af kala til Dana, að íslendingar stigu hið örlagaríka spor. Áreiðanlega var ekki til einn einasti ís- lendingur, sem ekki hefði helst kosið að sambandsslitin hefðu farið fram nákvæmlega eftir fyrirmælum sam- bandslaganna. En ráðamenn íslands höfðu skyldur við þjóð sína. Þeir urðu að gæta þess, að láta ekkert það ógert, sem gæti orðið til að torvelda, að þjóðin næði því marki, er hún hafði kept að í aldaraðir. En sjerhver sá, sem setur sig í spor íslendinga, mun komast að raun um, að það gat verið hætta búin fyrir sjálfstæði þjóðarinnar,. að fresta sambandsslitum til stríðsloka, eins og ástatt var. Það er þetta, sem Christmas Möler skilur. Og mann segir löndum sínum sannleikann afdráttarlaust, þann sannleika, að þeir hefðu gert nákvæmlega það sama í sporum íslendinga. En þenna sannleika virðist sumir Danir ekki þola að heyra. 'Uílurerji ihrijar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Dýrasta lianastjel í heimi. ÞÁ ER svo komið, að menn þurfa ekki að hafa hressingu með sjer á Borgina í bakvasan- um og minnast við flöskustúta í salernum, eða skúmaskotum, nje heldur stelast til að hella út í glasið sitt. Vínveitingaleyfi er komið á Borgina dagsdaglega og öllum frjáls, nema unglingum, sem hafa peninga til að kaupa sjer staup. Þetta fyrirkomulag virðist ekki hafa valdið neinni byltingu A)t gengur sinn vana gang. — Vtenn eru teknir úr umferð og settir til geymslu í kjallaranum eins og vant er. En ekki er dropinn gefin. Eitt hanastjels-glas, eða vínblanda kostar átta krónur og fimmtíu og með þjónustugjaldi getur það ■/arla orðið minna en 10 krónur fyrir glasið. Hvergi í heiminum mun þvílíkt verð þekkjast. Ferða menn, sem hingað koma og kynn ast þessu verðlagi hafa þó altaf bá sögu að segja, er heim kemur, að í Reykjavík höfuðs'tað íslands sjeu dýrustu hanastjelsdrykkir heimsins seldir. Það er kannske betra að verða frægur að endemum, en að verða alls ekki frægur? • Einkennilegur versíunarmáti. HVERGI í heiminum eru áfeng ismálin jafn vitlaus og hjer á ís- landi. Ríkið hefir einkarjett á áfengissölu og okrar svó óskap- lega að þess munu fá dæmi, að annað eins sje lagt á nokkra vöru tegund. Þriggjapela flaska af spíritus- blöndu kostar 45 krónur, ef hún er keypi í búð og kemst upp í 100—200 krónur á svarta mark- aðnum að því að sagt er. En þeir, sem kaupa áfengi í eina veitingahúsinu, sem leyfi hefi» til áíengisveitinga verða að greiða 50% eða meira, hærra verð fyrir sömu vöru. Það er sagt að veitingahúsið verði að greiða 10% hærra fyrir áfengi heldur en maðurinn á götunni. Ein ný- ungin enn, sem ekki þekkist ann arsstaðar í heiminum. Það er venja, að veitingahús fá slíka vöru með heildsöluverði, þ. e. töluvert lægra verð, en selt er til einstaklinga. En það hefir ávalt verið regla í áfengismálum okk- ar, að því vitlausara sem það væri, þess betra. Það er hættulegt að gera áfeng ið að sjaldgæfri luxusvöru, sem erfitt er að ná í. Það hefir sýnt sig, að þar sem sú regla hefir ver ið höfð, hefir drykkjuskapur ver ið mestur og verstur. — Menn sækjast altaf eftir því, sem þeim er meinað. En hvað um það. ðanastjels- verðið á Borginni á/vafalaust eft ir að verða heimsfrægt. • Fnrðuleg flugpóstleið. FYRIR skömmu fjekk jeg brjef frá Noregi. Það var flugpósts- brjef, en samt hafði það verið heilan mánuð á leiðinni. — Það er einkennileg leið, sem sá póst- ur fer þegar stöðugt eru flugferð ir milli íslands og Svíþjóðar. Hvað veldur þessu fyrirkomu- lagi? Er ekki hægt að fá leiðrjett ingu á þessu? Hvað ætli bíóin verði mörg? HVAÐ ÆTLI bíóin verði mörg hjer í höfuðstaðnum um það er líkur? f gær rakst jeg á fyrirsögn í blöðunum af hinu glæsilega út- varpshúsi, sem á að fara að reisa. Þar er skýrt frá því, að í einum samkomusal hins mikla stór- hýsis eigi að vera kvikmyndasal- ur, sem tekur 600 manns í sæti, eða álíka stórt og Gamla Bíó. Talið er víst, að kvikmyndasal ur verði í Þjóðleikhúsinu. Tri- polileikhúsið hefir verið orðað sem bíó. Slysavarnafjelagið vill koma sjer upp kvikmyndahúsi og fleiri fjelög hafa verið nefnd í þessu sambandi. Einstaklingur fjekk í vor leyfi til að koma upp kvikmyndahúsi hjer í bænum. Þrjú kvikmyndahús eru fyrir í bænum. Hvað ætli þetta endi? Að minnsta kosti ætti ekki að verða erfitt, að ná sjer í miða í bíó hjer í bænum, er stundir h'ða. Enn um Hvítanesför- ina. UMSJÓNARMAÐURINN í Hvítanesi hefir beðið mig fyrir nokkur orð ennþá í sambandi við Hvítanesför nokkurra Reykvík- inga um fyrri helgi. Það er ekki hægt að meina honum það, því maðurinn var borin þeim sökum, að hann hefði sagt ósatt i grein sem birtist hjer í dálkunum frá honum. Athugasemdir umsjónar- mannsins eru þessar: ,,Henry Hálfdánarson farar stjóri að sjómannadagsleiðangr- inum í Hvítanes þann 26. f. m., skrifar í Morgunblaðið þann 1. þ. m. út áf frásögn minni í sama blaði af leiðangrinum. Og vil jeg góðfúslega biðja Morgunblaðið fyrir nokkrar athugasemdir. H. H. segir að leiðangursmenn hafi „komið fram með sjerstakri nærgætni og kurteisi“. Er þetta yfirklór, eða gerir hann ekki meiri kröfur um góða siði. Hann um það. Var það nærgætni og kurteisi af honum að koma með 600 manns í Hvítanes, og tala ekki orð við umsjónarmanninn eða gefa sig fram sem fararstjóra, eins og umsjnóarmanninum kæmi það ekkert við, hverjir kæmu þar og hvernig fólk hag- aði sjer. „Einn lás skemdur“. Og borgað ur. Alt í lagi. Það er ekkert mein laust gaman að brjóta upp læsing ar, og það veit H. H. sjálfsagt, og það vill líka svo heppilega til fyr ir hann, að það eru fleiri en jeg til vitnisburðar um að það voru brotnar upp margar læsingar. • Ekki margar rúður en „ÞAÐ ER rjett að ekki voru brotnar margar rúður úr þeim húsum, sem jeg átti að gæta, en jeg hafði fullan rjett til að geta þess, hvað skemmt var fyrir öðr- um. En mjer voru t. d. ekki óvið komandi olíudunkarnir sem stungnir voru út með götum, svo að olían úr þetm rann út um gólf. Hvað sannanir snertir fyrif því, sem jeg áður hefi sagt um þessa Hvítanesför, þá eru þær nægar, ef H. H. skyldi óska þeirra. Þá segir H. H. að umsjónar- manninum hafi verið nær að bera umkvartanir sínar fram við þá sem stjórnuðu þessari för, en að hlaupa með dónalegt orðbragð sitt og staðlaust fleypur í blöðin. Maður, líttu þjer nær. Það var sjálfsögð kurteisisskylda farar- stjórans að bera fram afsakanir við umsjónarmanninn á fram- komu leiðangursmanna í Hvíta- nesi, ef hann vill gera sömu kröfur til sjálfs síns um kurteisa framkomu og hann gerir til ann- ara. Jeg hefi andstyggð á öllu fram ferði því líku, sem sumir höfðu í Hvítanesi þennan dag, og haga orðum mínum eftir ]>ví, þó að ein hverjum kunni að falla þau illa. Það er daglegur viðburður að blöðin geri að umtalsefni það sem miður fer í daglega lífinu, í því skyni að það geti orðið til þess, að slíkt endurtaki sig ekki. — Og einungis í þeim tilgangi gerði jeg þetta að blaðamáli“. Ætli það sje svo ekki nóg kom ið um þetta mál. Á ALÞJÓÐA VETTVANGI ÞegarDe Gaulle var vesira. ÞEGAR hinn grannvaxni hers- höfðingi Frakka, De Gaulle kom lil Washington x s. 1.. viku, var nákvæmlega eitt ár síðan hann hafði stikað inn í fx’jálsa Parísar borg á hælum voldugs Banda- ríkjahers. Það var lítið meira en 13 mánuðir síðan hann síðsat hafði verið í Bandaríkjunum og svarað kuldalegri hljedrægni Franklins D. Roosevelts með stífu dramblæti. í þetta skipti brosti Charles De Gaulle hjartanlega og virtist stífnin vera horfin úr fari hans. Erindi hans var augljóst, •— að ná aftur velvild Bandaríkjanna Frakklandi til handa. Hann steig ljettfættur út úr stóru silfurlitu York-flugvjelinni, arkaði löng- um skrefum gegnum hóp þann af frönskum liðsforingjum, sem stóðu stífir eins og staurar, til þess að heilsa utanríkisráðherr- anum James Byrnes. Síðan gekk hann að útvarpshljóðnema. — Hann talaði enskuna hægt, en auðheyrt var að hann hafði ryfj- að hana upp fyrir ferðina. „Það fyrsta, sem jeg vildi segja ..... er: Þakka ykkur öll- um. Vjer höfum tekist á hendur ákaflega ábyrgð, og Bandaríkin verða að leysa mest af verkinu af höndum. Við lifum á tímum, þar sem gagnkvæmt traust og vinátta mun tengja Frakkland og Bandaríkin saman“. Hann talaði af allmiklum ákafa, en ræðan var stutt, og endaði óvænt með því að segja: „Lengi lifi Banda- ríki Norður-Ameríku. Umhverf- is heyrðist klappað á víð og dreif. ★ LANGUR, svartur bill flutti hershöfðingjann til Hvíta Húss- ins, hann kom út úr bifreiðinni með framrjetta hönd, tók fáein löng skref þangað, sem Harry S. Truman forseti stóð og beið hans. Forsetinn sagði: „Það gleður mig mjög að sjá yður“. Um kvöldið var rauða gólfábreiðan, sem er 1 borðsalnum við ríkisveislur, ! sett á gólf borðsalarins, en er 1 kvöldverði var lokið, ræddu for- setinn og gestur hans saman í bókaherberginu alt til miðnætt- Framh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.