Morgunblaðið - 06.09.1945, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.09.1945, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLawIÐ Fimtudagur 6. sept. 1945 Kolbeinn Arnason, áttræður - Alþj. velfv. v Frh. af bls. 6. .1 DAG á áttræðisafmæli vin- jí sæll maður, Kolbeinn Árnason, • * alkunnur um‘ suðvesturland og Norðurland. Hann er maður * kyngöfugur í alla ættliðu, son- £ arsonur Jóns stúdents Árnason " ar að Leirá, en hann var dótt- ursonur sr. Kolbeins Þorsteins- sonar í Miðdal, þess er þýddi F Passíusálma sr. Hallgríms Pjet- | urssonar á latínu og ljet prenta. f Þaðan er Kolbeins nafn með I þessum ættmennum, og það t nafn ber afmælisbarnið. Lang- | afi Kolbeins Árnasonar var Ól- t afur Pjetursson, dbrm. á Kala- f stöðum, iögrjettumaður, skipa- smiður og atgerfismaður hinn 1 mesti, hinn orðfimasti maður, r svo að orðlagt var á þeim tím- ’i um. Er þaðan beinn karlleggur f til Hannesar hirðstjóra Egg- j ertssonar. í einn ættlið er Kol- beinn af Lundakyni í Stafholts { tungum, og er það raunar sami karlleggur sem Ólafs dbrm. Kolbeian fæddist að Hlíðar- fætí í Svmadal, Bjó þar faðir hans og var Kolbeinn barn að aldri, er hann misti hann. Ólst • hann síðan upp með skyldmenn um sínum og vandamönnum. Stundaði hann þau störf, sem í sveitum tíðkast, og var eigi til náms hugsað. Og er hann þótti til fær aldurs vegna, var hann látinn saskja sjó. Reyndist hann þegar hinn röskvasti maður, að hverju sem hann gekk. Bráð- ]ega snerist hugur hans til versl unar, og gekk hann í verslun- arþjónustu hjá öðrum, bæði á Skípaskaga og í Borgarnesí. — Fluttist hann síðar norður í Eyjafjörð og hafði verslun um tíma á Svalbarðseyri-, síðar all- lengi á Akureyri, en settist síð- an að hjer í Reykjavík og hef- ir dvalist hjer síðan uog lengi átt heima í húsi sínu, Baldurs- götu 11. Ókunnugum mun koma það kynlega fyrir, er þeir sjá Kol- bein, að hann sje áttræður, svo er hann unglegur, hvikur á fæti og fjörugur. Hann er allra manna glaðlyndastur, hrókur alls fagnaðar, hvar er hann kemur á mannamót, enda hinn glæsilegasti og höfðinglegasti maður ásýndum. Hann er og hinn merkasti maður í raun, brjóstgóður og hjálpsamur. — . Farnast hefir honum mjög vel ; um ævina, hamingjinnaður í öll um greinum, enda kvæntur merkiskonu, Sigríði Jónsdóttur, eyfirskrar ættar. Kunnugur. Ný bók: „Hargrjet Smiðs- dóttir" NÝKOMIN er á bókamark- aðinn sænsk saga, er gerist upp til sveita í Norður-Svíþjóð, eft- ir sænsku skáldkonuna Ástríði Lind, í þýðingu Konráðs Vil- hjálmssonar, og nefnist Mar- grjet Smiðsdóttir. Svo virðist, sem aðsópsmikl- ar sænskar skáldkonur sjeu fyrst og fremst sögufróðar. Og að í hug þeirra og hneigð eigi fornar minningar sterk ítök og djúpar rætur. íslenskum les- endum og bókavinum eru kunn- ar ýmsar af sögum Selmu Lag- erlöf, þar sem skáldkonan hefir sótt efni sitt í margar hinria bestu og vinsælustu til feðra og forfeðra, fjær og na^r. Og nýskeð hafa birst á íslensku tvær miklar sveitalífssögur sænskar, eftir skáldkonur, og báðar frá liðnum öldum. Sú fyrri, Glitra daggir, grær fold, eftir Margit Söderholm, og síð- ast saga sú, sem hjer að ofan er nefnd. — Örlagaþráður sög- unnar Margrjet Smiðsdóttir er ágæta vel spunninn, svo að at- hygli lesenda er haldið fast í sterkri eftix-væntingu um úr- lausn mála. Bókin er 350 blaðsíður í myndarlegu broti og allur frá- gangur hinn vandaðasti, Norðri gefur hana út is. Hvað þeir ræddu um, hefir enn ekki komið fram. Alt virtist í himnalagi. — En seinni hluta næsta dags leysti forsetinn frá skjóðunni. — Eftir blaðamannafund forsetans urðu 12 franskir blaðamenn eftir hjá honum, og voru kynntir fyrir honum. Forsetinn heilsaði þeim. Er hann var spurður, hvort hann hefði nokkuð að segja þeim, sagði hann, að svo væri. Hann sagði, að sjer fyndist mál til komið, að frönsku blöðin færu að koma sæmilega fram í garð Baridaríkj- anna. ★ EF ÞESSI setning hefir haft slæm áhrif á De Gaulle, þá sást það ekki á honum. Næsta morg- un kom röðin að honum. Hann tók á móti amerískum blaðamönn um í bústað franska sendiherr- ans, Henry Bonnet. Hann virtist leika á als oddi, og brosti, þegar það sem forsetinn hafði sagt við frönsku blaðamennina, bar á góma. — Ó-jú, hann sagðist vel skilja að forsetanum líkaði ekki margt, sem birst hefði í frönsk- um blöðum, hann hefði oft og tíð- um sjálfur orðið hissa á ýmsu, sem um hann var sagt í Banda- ríkjablöðunum. Það sem eftir var af þessum 85 mínútna blaða- mannafundi, var hershöfðinginn mjög hjartanlegur. Hann gerði ekki allt úr Frökkum, en hrós- aði bandamönnum þeirra, eink- um Bandaríkjamönnum. Eftir þetta voru veislur haldn- ar og gjafir gefnar, orður hengd- ar á De Gaulle. Og opinberlega var sagt, að samvinna hinna tveggja þjóða hefði stórum styrktst við fund leiðtoganna. . Ósvarað er þessum spurning- um: Hvað um hernám Þýska- lands, sem Frakkar vilja fá stærri gvæði af? Hvað um bækistöðvar fyrir Bandaríkin á frönskum eyjum á Kyrrahafi? Hvað um endurför Frakka til Indo-Kína? Líklega verður ekki hægt að svara þessum spurningum fyrri en á utanríkisráðherrafundunum. Og höfðu þeir svo orðið vinir, hershöfðinginn og forsetinn? Op- inberir menn í Washington ljetu uppi þá skoðun, að De Gaulle hefði að minnsta kosti reynt að vingast við forsetann. (Time). LONDON: — Bandamenn hafa skipað prestinn Niemöll- er hinn þýska yfir alla hina evangelisku kirkju Þýskalands. Niemöller var, svo sem kunn- ugt er, kafbátsforingi í fyrri styrjqld, en í þessari var hann í fangabúðum nasista. Ingimundur Hall- grímsson sjötugur SJÖTUGUR er í dag Ingi- mundur Hallgrímsson bóndi í Litla-Hvammi. Hanri er sonur Hallgríms Guðmundssonar frá Brekku í Biskupstungum og konu hans Þóreyjar Ingimundar dóttur frá Efri-Reykjum í sömu sveit. Þegar hgnn var barn að aldri fluttust foreldrar hans alfarin til Ameríku. Ingimundi var þá komið í fóstur að Bræðratungu til þeirra ágætis hjóna Þorleifs Þórðarsonar og Þuríðar Páls- dóttur. Naut hann þess góða heimilis til fullorðins ára. 1902 giftist hann Margrjeti Bjarna- dóttir og fluttist þá til Reykja- víkur. En samvera þeirra var stutt. Eftir tveggja ára sambúð misti hann konu sína frá tveim ur ungum börnum. Átta árum síðar gekk hann að eiga nú- lifandi konu sína, Þorbjörgu Bjarnadóttur, hina ágætustu konu. Hafa þau eignast 4 mann vænleg börn. Árið 1919 byggði hann bæ sinn Litla-Hvamm við Engjaveg ásamt Sumarliða Grímssyni frænda sínum. Þótti það ekki í þá daga álitlegt að fara úr bæn um inn í Langaholt þar sem ekki var annað en mýrar og melar. En kjarkur Ingimundar var óbilandi. Og hjer vildi hann vera og reisa sjer bú. -— Getum við því nefnt hann einn af land námsmönnum þess byggðarlags pg er hann því einn af þeim sem við eigum það að þakka að þar sem áður var gróðurlaus auðn, eru nú gróin tún og blóm legir garðar. En érfitt hefir það verið fyrstu árin hjá þeim frændum. Urðu þeir að vinna þar sem best gekk sjer og sín- um fyrir* daglegu brauði, en yrkja jörð sína í hvíldartíman- um. -— Hefir þá vinnudagurinn oft orðið langur en hvíldin stutt. Eins var það með allan aðdrátt. Hesta ekki hægt að nata sakir vegleysis og því síð ur bíla, enda ekki efni til þess. Að dagsverki loknu var mat- föng og annað borið á bakinu, stundum í myrkri og misjöfn- um veðrum. Hafa það oft verið erfið ferðalög eftir langan vinnudag. En þá yar líka gott að koma heim. Heim í Ijós og yl til konu og barna, sem biðu hans með óþreyju þar til hann kom með björg í bú. Það er bjart yfir Ingimundi sjötugum. Hann er trúmaður og hefir altaf litið með augum trú- mannsins á lífið og tilveruna. Hann gleðst yfir batnandi hag þjóðar sinnar og yfir að hafa lifað það að sjá Lýðveldi endur reist á íslandi. Skyidurækni og drenglyndi hafa auðkennt öll hans störf og má hann því líta ánægður yfir farinn veg á sínu ævikvöldi. Að lokum vil jeg óska afmæl isbarninu allra blessunar og heilla á komandi árum og að hann megi sem lengst lifa á meðal okkar. Vinur. Hungur í Jugo- slavíu , London í gærkveldi: HUNGUR mikið er nú víða í Jugoslavíu, og er stjórnin í vandræðum með það, hvernig úr þessu eigi að bæta, þar sem matarbirgðir eru mjög af skorn um skammti í landinu. — Hung ursneyðin er mest í Bosniu og Herzegovinu, og hefir það ver ið tekið til bragðs af ríkisstjórn inni, að taka hveiti það sem um fram er þarfir í öðrum lands- hlutum og flytja það til þess- ara hjeraða, til þess að reyna að ráða bót á mesta skortinum. — Reuter. i v v v Effir Robert Storm I ■ ■ ■ ■■■■■*■■■*■■■■■■>■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■»■■■*■■■■■II■■■■•«■8 ■ OKA'/, MR, PREXTON,5UH! l’VE öcrr THE /MAEK'ý, MER£. LET'ð- TAVE VOUK TOPCOAT, BUT KEEP VOUR HAT ON! ÉlF VJE’RE ALL HEPE! L'M W ðOINð TO TURN ON THE 1 LI6HT5 ANP PRE6ENT Ék OUR 5PEC/AL 6UE5T ! $HE'D BE-TTER BE 600Ð, W/LPA! HA-HA! m ÖREAT 5C0TTÍ * WHERE'D 5HE6ETALL THOSE /MA5K5? AND I OIDNT BRINQ A MA5K, WILDA...V0U E-AlD YOU------ VOU T0$ð THE /M06T UNUBUAL PARTIE6, WILDA! 1) Bókaútgefandinn: — ;cp \ m ekki með grímu, Wilda ... Þú sagðir, að þú , Wilda: — Gerir ekk- ert til, herra Prexton. Jeg hef grímur hjerna. Láttu mig fá frakkann þinn, en verui með hattinn áfram. 2) Wilda: — Þá eru allir komnir. Nú ætla jeg að kveikja og kynna fyrir ykkur heiðursgestinn. Einn gestanna: — Hún ætti nú ekki að vera sjer- lega ferleg, eftir því sem þú hefir sagt, Wilda. Anrar: — Það er altaf eitthvað óvenjulegt við samkvæmin hjá þjer, Wilda. 3) Einn gestanna: — Hamingjan sanna. Hvar hefir hún náð í allar þessar grímur, og tilhvers?.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.