Morgunblaðið - 08.11.1946, Page 2

Morgunblaðið - 08.11.1946, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 8. nóv. 1946 Endanleg reiknisskil bæjarins vegna Hitaveitunnar I SAMBANDI við endanleg reiknisskil bæjarins við Hoj- gaard & Schultz vegna Hita- veitunnar, sem kom til umræðu á bæjarstjórnarfundi í gær lagði borgarritari fram eftir- farandi greinargerð, sem borg- arstjóri hafði samið um málið: ,,Vegna bókunar bæjarfull- trúa Alþýðuflokksins á bæjar stjórnarfundi 5. sept. þ. á. og t>ókunar Sigfúsar Sigurhjartar- sonar á bæjarráðsfundi 5. þ. m., varðandi viðskipti bæjarins við h.f. Höjgaard & Schultz vegna hitaveituframkvæmdanna, vil jeg taka fram: Verkfræðilega yfirumsjón með framkvæmdum firmans hafði Valgeir Björnsson, nú hafnarstjóri, jafnan með hönd- um á byggingartímabilinu. Var jafnan leitað álits hans og sam þykkis varðandi framkvæmdirn ar, sem máli skipti. Daglegt verkfræðieftirlit var urr. langa hríð, einkum er unn- ið var eftir síðari samningnum, rækt af Helga Sigurðssyni, nú hitaveitustjóra, Helga H. Eiríks syni skólastjóra og Jóni Sig- urðssyni, nú slökkviliðsstjóra, en verkefni hans varð er á leið, einkum í því fólgið, að hafa eftirlit með heimæðum og innanhússlögnum. 'A síðara virkjunartímabilinu var af bæjarins hálfu haft all- nákvæmt eftirlit með öllum gi'eiðslum fyrir vinnulaun og akstur. Umboðsm. bæjarins við það eftirlit, Alfred Guðmunds- son, fvlgdist jafnan með því, hversu margir menn unnu hverju sinni og hvað bifreiða- akstri leið, en flutningar voru að verulegu leyti unnir í ákvæð isvinnu. Frá júlíbyrjun 1943 var, skv. samkomulagi við firmað, settur sjerstakur trúnaðarmaður bæj- arins við afgreiðslu á vörulag- er firmans, Auðunn Hermanns- son. Samkv. þessum staðreyndum fullyrði jeg, að meira eftirlit var af bæjarins hálfu haft með hitaveituframkvæmdum firm- ahs, en tíðkast hefir yfirleitt um opinberar framkvæmdir hjer á landi, en þrátt fyrir það má játa, að enn meira eftirlit hefði verið æskilegt. í því sam- bandi má þó fcenda á, að verk- fræðinga var ekki unnt að fá til slíks eftirlits, fleiri en að því störfuðu, en um framan- greinda verkfræðinga er það að segja. að þeir höfðu jöfnum höndum öðrum óhjákvæmileg- um störfum að sinna. I samningnum við Höjgaard & Schultz um síðari hluta hita- veituframkvæmdanna, dags. 7. nóv. 1942, er tekið fram, að firmað skuli hafa með höndum aflt reikningshald vegna fram- kvæmdanna, að því leyti sem firmað vann að þeim, og .er þóknun til firmans m. a. mið- uð við það v°rkefni. I bókhaldi ibæiarins voru a|lar greiðslur til firmans jafn- afe færðpr á stofnkokfnaðar- raíkning hifaVeitúhnaf, en hitt er rjett, að ekki þötti tiltöku- lqgt, sð færa firmanu til tekha í vi3skiptarei!ín,i ngi ,þger,fjgrr Greinargerð borgarstjóra hæðir, sem það kvaðst hafa lagt út skv. mánaðarlegum yfirlit- um, fyr en bau yfirlit höfðu verið yfirfarin af endurskoðend um. Endurskoðendurnir hafa nú gert sjerstskt yfirlit um öll viðskiptin, eftir að endurskoð- un lauk, og er reikningsskila- samningurinn m. a. gerður skv. þeim tölum, sem endurskoðend urnir hafa komist að raun um. Með sama hætti voru greiðsl ur vegna vörukaupa í Ameríku færðar beint á stofnkostnaðar- reikning, en ekki haldinn sjer- stakur viðskiptareikningur við hvert viðskiptafirma, sem e. t. v. má segja að hafi verið rjett- ara. Það hefði þó verið nokkr- um vandkvæðum bundið, m. a. vegna þess að við endurskoðun- ina kom í Ijós, að nokkur plögg frá viðskiptafirmum í Ameríku höfðu glatast á leiðinni hing- að, eigi síður en sumt af vör- unum, sem kaup voru fest á. Endurskoðendurn-ir gengu fyllilega úr skugga um, að kostnaður af vörukaupum í Ameríku er rjett tilgreindur í stofnkostnaðarreikningnum þar með talinn vátryggingarkostn aður og flutningsgjöld. Samkvæmt greinargerð end- urskoðendanna 22. maí 1946 hefir firmað Hcjgaard & Schultz innt af höndum greiðsl ur í stofnkostnaðarreikning hitaveitunnar á síðara virkjun- artímabilinu, alls kr. 14.905.- 408.56. Nánar sundurliðast greiðsl- urnar þannig: 1. Vinnulaun kr. 10.481.708.- 17. 2. Akstur kr. 2.052.001.58. 3. Lagning götuæða, skv. sjer stöku tilboði h.f. Götulögn kr. 975.835.06. Samtals kr. 13.509.544.81. 4. Timbur kr. 267.566.85. 5. Ýmsir reikningar kr. 1.128.296.90. Alls kr. 14.905.408.56. Fyrir greiðslum skv. 1—3 eru kvittanir þeirra, sem unnu við framkvæmdirnar, auk þess sem sjerstakt eftirlit var haft með þeim greiðslum, sem áður segir. Athugasemdir endurskoðend anna hafa því nær einungis beinst að greiðslum skv. 4.—5. lið, og enda þótt það sje játað, að um fullar sannanir fyrir þeim greiðslum öllum sje ekki búið á óyggjandi hátt, þá er ekki af fyrirliggjandi gögnum unnt að vjefengja þær — og vitað að þær hafa verið inntar af höndum, firmað hefir látið í tje til hitaveituframkvæmd- anna vörur, sem þaT' eru taldar. Að lokum skal jea taka fram, að þrátt fyrir það, að stofn- kostnaður hitaypitunnar-.. var mikill, og , laHgtum hæríi • en nokkru sinnij vgy áæstlað, þá var það ekkert sjerstakt fyrir- brigði um hit'aveituna. ■ Hið sama hefir orðið raunln á um ajlar. yerklpgar fram- kvæmdir hjer á landi, sem unn ið hefir verið að á tímabilinu síðan 1942, að síðara virkjunar- tímabilið hófst. En vafalaust er hitaveitan þó mörgum milj. króna ódýrari en ella hefði orðið, vegna fyrri samningsins við Höjgaard & Schultz 15. júní 1939, og þeirra verka sem firmað hafði leyst af höndum skv. þeim samningi. Rvík, 6. nóv. 1946. Bjarni Benediktsson. * OvBst |im kosn- ingaúrslitin í Færeyjum í dag Afar hörð kcsningabarátta Thorshavn, Færeyjum í gær. Einkaskeyti til Mbl. MIKILL áhugi ríkir hjer fyr- ir Lögþingskosningunum, sem fram eiga að fara á morgun (föstudeg). Stóra spurningin er hvort Þjóðflokkurinn ásamt Jakup í Jakupsstova, sem býð- ur sig fram í Vagey, fái al- gerðan meirihluta á þingi. En þessir aðilar eru með skilnaði við Dani. Skiftar skoðanir eru um hver úrslitin munu verða og líklegt er að úrslit í einstök- Baráitan við sauðfjársjúkdómana LAGT HEFIR verið fram í neðri deild stjórnarfrumvarp um varnir gegn útbreiðslu næmra sauðíjársjúkdóma og útrýmingu þeirra, flutt að til- hlutun landbúnaðarráðherra. Pjetur Magnússon landbún- aðarráðherra flutti ítar- lega ræðu um þetta mál, og skýrði frá efni frumvarpsins. Rakti ráðherra sögu sauðfjár- sjúkdómanna hjer á landi frá því þeir byrjuðu að herja hjer 1933, og mintist á þær varnir, sem gerðar hafi verið gegn þeim. Drap ráðherra því næst á þá höfuðstefnu, sem fram kemur í frumvarpi þessu en hún er, eins og segir í 2. gr.: „Mark- mið framkvæmda þeirra, sem lög þessi fjalla um, er að hindra útbreiðslu sjúkdóma þeirra sem taldir eru í 1. gr.. og vinna að útrýmingu þeirra með fjár- skiptum innanlands, svo og með kynbótum og tæknifrjógv- un frá erlendum sauðfjárkynj- um, er kunna að verða flutt inn í þeim tilgangi.“ Hjer er tekin upp sú stefna að styðja bændur til að útrýma sýkta stofninum og fá heilbrigð an stofn í staðinn, og að koma á kynblöndun í því skyni að koma upp ónæmum stofnum. í 2. kafla frv. er lýst fram- kvæmdarstjórn þessara mála, og skal landbúnaðarráðherra hafa yfirátjórnina, en skipar 5 manna sauðfjársjúkdómanefnd að til- hlutun Alþingis, sem hefir á hendi stjórn þessara mála. 3. kaflinn fjallar um varnir gegn útbreiðslu sjúkdómanna, og horfið frá því að hafa varn- arlínurnar fastákveðnar með lögum, heldur skuli stefnt að því að allar varnir verði í sem fyllstu samræmi við það, sem sauðfjársjúkdómanefnd telur heppilegast á hverjum tíma. A.f'p. og 6. kaflarnir fjajla um ifjársjkijjitin sjálf, Í.í 32,. gt% pr þeim fjáreigend- ujri, sem hafa heilb.pigt fje,,.gert slfylt að selja öll þau gimbrá- latnb, er þeir hafa til fjölgun- ar,’ ,og, hrútlömb ,eftxr þprfum, til þeirra fjáreigenda, sem hafa fjárskipti samkvæmt lög- um þessum. Verðlagsnefnd land búnaðarafurða «kal ákveða verð líflamba eftir lifandi þunga, miðað við afurðavferð hvers árs. I 6. kafla eru ákvæði um f jár- framlög ríkisins til fjárskipt- anna. Er sagt í 38. gr. að framlag ríkisins skuli greiðast á þann hátt, að fyrir hverja fullorðna kind og gemling fái fjáreigend- ur frá ríkinu haustlamb heim- flutt. 7. og 8. kafli fjalla um inn- flutning kynbótahrúta og tækni frjóvgun og innfl. sauðfjárs og eldi. Skal hið erlenda fje ræktað og alið til reynslu á tveim stöð- um á landinu, og í Hrísey á Eyjafirði skal efnt til hrein- ræktunar 1—3 erlendra fjár- kynja, svo og blöndunar við íslenskt fje, að fengnu sam- komulagi við hlutaðeigandi sauðfjár- og landeigendur. Loks fjallar svo 9 kaflirin um, að komið skuli upp í eyju í ná- grenni Reykjavíkur öruggri sóttvarnarstöð, þar sem hafa megi í haldi undir fullu eftir- liti dýr hverju nafni sem nefn- ist, sem til landsins koma. Frumvarp betta er samið af nefnd sem landbúnaðarráð- herra skipaði með brjefi dags. 3. sept. 1946. Voru þessir menn skipaðir: Árni G. Eylands full- trúi, Jónas Jónsson, alþm. og Jón Pálmason alþm. Jón Pálmason hefir sjerstöðu um nokkur atriði varðandi inn- flutning erlends sauðfjárs, eldi og kyttblöndun. Vili hann ekki ganga svo langt í kynblöndun og dreifingu erlends sauðfjár hjer á landi, eins og frumvarp- ið fer fram á. •Til máls 'tóku einnig Bjarni ÁsgeirsFon, Sigurður Hlíðar. : .Tón Páímason, Jónas'Jónsson, Jón Sigurðsson og, Skúli Guð- mundsspn.; Frv. var vísað til 2. umr. og landbúnoðarnefndar, , , , ... , um kjördæmum verði mjög ó- lík. Fyrri kosningar. í Suduroy hefir Sambands- flokkurinn og Alþýðuflokkur- inn mikið fylgi. Þessir flokkar höfðu algjöran meiri hluta þar við síðustu kosningar. Þá fjekk. Sambandsflokkurinn þar 1 fulltrúa kjörinn, Alþýðuflokk- Urinn 2 og Þjóðflokkurinn i. Háborg ÞjóSflokksins er Spd urstreymoy, þar sem Thorshavn er. Þar fjekk Þjóðflokkurinn síðast 3 fulltrúa Sambands- flokkurinn 1. Á Norduroyar hlaut Þjóðflokkurinn báða full- trúana kjörna.. Á Nordurstreymoy, Eystur- oy, Vagoy og Sandoy eru flokk- arnir nokkurnveginn jafnir. Kosnir "atölur flokkanna á öllum eyjunum við síðustu kosn ingar voru þessar' Þjóðflokk- urinn 5708 atkvæði, Sambands- flokkurinn 3199 atkv., Alþýðu- flokkurinn 3007 og Sjálfstýri flokkurinn 1235 atkv. Sjálfstýriflokkurinn hlaut engan kjördæmakosinn ful.l- trúa við síðuátu kosningar ög þessvegna engan uppbótarþing- mann, en þar sem Sjálfstýri- flokkurinn er í kosningabanda- lagi við Alþýðuflokkinn að þessu sinni fara atkvæði hans ekki til ónýtis nú. En vegna kosningabandalags Sjálfstýriflokksins og Albýðu- flokkinn, sem hallast að sam- bandi við Dani, munu margir kjósendur hans kjósa með Þjóð flokknum að þessu sinni. Enn- fremur munu þeir Albýðu- flokksmenn, sem eru með sjálf- stæði Færeyja, að þessu sinni kjósa með Þjóðflokknum, eða í Vogaoy munu beir margir kjósa Jakup, sem áður var Al- þýðuflokksmaður en var rekinn úr flokknum. Það veltur á því fyrir Þjóð- flokkinn hvað hann fær mikið af þessum kjósendum, sem eru óánægðir með stefnu sinna flokka. En vegna fjármála- og fjelagsmálastefnu Þjóð- flokksins styrjaldarárin, er ekki gott að segja hve marga af þess- um óánægðu kjósendum Þjóð- flokkurinn fær. ÓHklegt er talií að Sam- bandsflokkurinn bæti við sig at- kvæðum HörS kosningahríð. Gagnstætt áróðnnum fvrir þjóðaratkvæðagreiðsluna, sem var málefnalegur og blátt á- fram hefir áróðurinn fyrir Lög þingskosningarnar verið óvæg- inn, og hatursfullar og illgjam ar árásir á einstaka menn hafð- ar í frammi. Einkum hefir bor- ið á þessu í bíaðinu Dimalætt- ing og Tingakrossur. Frumsýning Leikfjelags Reykjavíkur á leikritinu .Tóns- rriessudraumur á fátækraheim- ilinu verður á sunnudaginn 'kl. 8 ’SÍðd. ■ ■ ■ • ■ 1 1 *i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.