Morgunblaðið - 08.11.1946, Page 5

Morgunblaðið - 08.11.1946, Page 5
Föstudagur 8. nóv. 1946 MORGUNBLAÐIÐ 5 ^J^uenLjóÉin og, ^JíeimiíiÉ Táskuhrjeí VETRARTÍSKAN Mew-Yosrk f x x x x R FJÖLBREYTT NEW YORK: — Haustið hefir verið óvenjulega heitt það sem af er, og þeir Néw [York búar, sam hafa haldið sig í sumarbústöðum á Long Island, eða í Connecticut, lengur en venja er. Það er þessvegna erfitt að dæma hvað ofan á kann að verða í haust- og vetrartískunni, þegar litið er á götulífið í New York eingöngu. •— Við þetta bætist svo, að fiestar • stúlkur í New eru enn þá í Sumarfötunum sínum, vegna hitans. Þetta bendir samt ekki til þess, að kvenfólkið hafi mist áhugann á að fá sjer nýjan haustklæðnað, því þegar litið er inn í tísku verslunarhúsin kemur hið gagnstæða í ljós. Otrúles; eftirspurn. Hvort sem um er að ræða tilbúinn fatnað eða dýr föt, saumuð eftir máli. bá er eftir- spurnin alveg ótrúleg. Ókunn- ugir gætu haldið. að fatalaust kvenfólk, nýsioppið úr fanga- búðum, hafi gert innrás í versl- anirnar. En þegar betur er að gáð, sjest, að hjer eru á ferð- inni hinar snyrtilegu og vel- klæddu New York konur við haustinnkaupin sín. Þreyttir eiginmenn hvar sem . er í heiminum, kannast mæta vel við hina gömlu vísu, sem kveðin er á hverju hausti: „Jeg á ekki neitt til að fara í“. — Já, vesalingarnir, þannig verður það fyrir þeim, á meðan til eru tískuteiknarar með snið ugar hugmyndir og fallega vaxn ar konur. Þannig verður þetta, nema að eiginmenn gangi inn á, að allar konur klæðist sama einkenningsbúningnum og líti allar eins út. Við vonum allar, að ekki komi til slíkra vand- ræða í náinni framtíð, því jafn vel austur í Moskva er sagt að stúlkurnar sjeu íarnar að hafa smekk fyrir að klæða sig eftir sínu eigin höfði. En svo við snúum okkur aft- ur'að hausttískunni í New; York þá er ekki hægt að segja ann- að, er litið er á bestu tískusýn- ingarnar, en að tískan sje sjer- staklega góð. Virðuleiki og hefð er blandað franskri framtaks- semi og hugmyndaflugi í æfin- týralegu sniði. Góð efni og snið er allsstaðar einkennandi. Snill ingsbragð og fyrirtaks frágang- ur í hverju smáatriði eykur á ánægju viðskiftavinarsins,- sem hefir ráð á að borga fyrir slíkt, og sem er þá um leið erfitt að eftirlíkja í óddýrari kvenfatn- aði. Úrvalscfni. Það sem mest þer'á í haust- tískunni, er vitanlega þau úr- valsefni, sem nú fyrst eftir stríðið, eru að koma á markað- inn. Þykk gljásilkielni (satin), íburðarmikil blúnduefni, og Urvalsefni og lita- samsetningar \ir Sc OVljbt S)nijvtincj: Það er nauðsynlegf að bursfa fíárið. ÞAÐ fer ekki hjá því, að þjer^ fáið fallegt hár, ef þjer einung- is gætið þess, að þvo og bursta hárið reglulega. Það fer auð- vitað eftir því, hvernig hárið er, hversu oft þarf að þvo það. Það þarf til dæmis oftar að þvo feitt hár heldur en þurt. En á hinn bóginn þarf að bera olíu í hársvörðinn áður en þurt hár er þvegið. Ef hárið á að vera heilbrigt og fallegt, er auðvitað fyrsta skilyrðið að nalda því hreinu og síðan að bursta það vel. Það er t. d. ekki óalgengt í Frakk- landi, á þektum hárgreiðslu- stofum, að efvir að búið er að þvo hárið, er það burstað þang- að til það er þurt og gljáandi. Það má ekki minna vera en að hárið sje burstað kvölds og morgna, og er ágætt að nota til þess tvo bursta, sinn í hvorri hendi. Matur: Fjögur ný pilsasnið, sem mest ber á í hausttískunni flauel er mikið notað til skrauts á nýjan hátt. Furðulegustu lita- samsetningar eins og til dæmis gul-grænt, olívugrænt, allskon ar bleikiir litir, fjólublátt og vinnrautt, blnndað saman. — Grátt er mikið notað og eftir- tektarverðir súrónugulir frakk ar í margskonar sniðum. Skær- blátt og dökkblátt má líta hvar- vetna. Það er gaman og nýtt að sjá ullartau í samkvæmiskjól- um eftir ger+isilkikjóla styrj- aldaráranna. Vitanlega er ull- in mjög ljett ofin í þcssa kjóla. Síðari kjólar. Þá er það nýja síddin, það vill segja, að pilsið nær niður á miðja kálfa, en ekki aðeins rjett niður fyrir hnje, eins og áður. - Sumir tískufrömuðir sýndu þetta síðastliðið ár, án verulegs árangurs, en nú kemur það aftur fram í ríkara mæli hjá öllum tískuverslunum. Margar konur viðurkenna að þessi nýja sídd veiti fallegri heildarsvip og betri hlutföll í vöxtinn. Hvað um það, í öllu falli er það nýtt. Og er það ekki einmitt aðalatriðið þegar nýr kjóll er keyptur? Eitt er það. sem allir tísku- teiknarar eru sammála um, en það er greinilegri mittislínur og furðulegustu snillingsbrögð koma fram í sumum. Lek og fellingar eru notaðar til að fram kalla fallegan brjóstsvip og enn fremur er áhersla lögð á mjaðmasvipinn. Ermar eru af öllum gerðum og stærðum. Axlasvipurinn eðlilegur. í fyrsta flokks fötum eru mikið stoppuðu axlirnar horfnar. Frá París berast stöðugt frjettir um írojóupilsin, en það þýðir pilsin eru þrengd annað hvort um hnjen eða öklana. Það er ílítið undravert að á þessum tímum frjálsræðis skuli tískuteiknarar hafa vekið upp þetta atriði, sem heftir eðlileg- an gang og .gerir konuna van- máttuga. Gæti það verið, að friðarráðstefnnn j París hafi haft áhrif á þessa tísku, þar sem allt virðist hafa verið vanmátt- ugt fálm? En hvað sem því líð- ur þá hlýtur næturlífið í París að vera rjett við á ný. Eftirfarandi er t d. haft eft- ir kunnum tískufrömuði: „Jeg veit ekki hvað konur geta gert í vetur, annað en að liggja í rúminu allan daginn, þar sem tískan hefir ekki upp á annað að bjóða en kvöldkjóla og sam- kvæmiskjóla“. Að lokum neld jeg að mjer sje óhætt að segja, að tískan hefir ekki verið jafn skemmti- leg og fjölbreytt síðan 1939. Og ef þjer eruð ekki af gamla skól- anum, sem lætur sjer nægja að vera í snyrtilegum, en einföld- xrm kjólum og drögtum ár eftir ár, að þjer verðið hræðilega „púkó“, eins cg sagt er stund- um í Reykjavík, í gömlu föt- unum, samanhorið við við tísk- una í haust og vetur. Hcsbnsít epSakaka, 1 bolli hveiti. 14 teskeið salt. 2 teskeiðar lyft’duft. 1 matskeið smjör. 1 egg, vel þeytt. Vz bolli mjólk. 1 epli. 2 matskeiðar sykur. Vz teskeið kanel. Blandið saman Iiveiti, sálti og lyftidufti. Skerið smjörið út í þessa blöndu. Bætið síðan við mjólkinu og egginu.— Hrærið deiginu vel saman og rennið í mót. Eplið afhýtt og skorið nið- ur í lengjur, sem lagaðar eru yfir toppinn. Stingið köntunum á eplaskífunum aðeins niður í deigið. Sykri og kanel er bland að saman og stráð yfir. Bakist við hæfilegan hita i 35 mínút- ur. — Kakan er borður með sítrónu sósu. Sífrssu sósa. Vz bolli sykur. , Vs teskeið salt. 1 matskeið hveiti. 1 bolli vatn. 1 teskeið ^mjör. 2 matskeiðar sítrónu vökvi. Blandið ve: saman sykri, salti og hveiti. Bætið siðan vatninu smátt og smátt út í. Sjóðið í 7 mínútur. Þá er smjör inu og sítrónu vökvanum bætt saman við. Borin fram heit, með eplakökunni. — En hvers vegna viljið þjer endilega giftast mjer, þegar til eru svo margar fallegar og gáf- aðar ungar stúlkur? — Já, en jeg vil ekki eiga fallega, gáfaða stúlku. Jeg vil aðeins giftast yður. 'ir Mwiou sokkar. < ÞAÐ flaug eins og eld- ur í sinu um bæinn, hjer á dögunum, að komnir væru nylon sokkar í eina af versiunum bæjarins. Sokkar þessir kostuðu 38 krónur parið, en þrátt fyr ir þetta mikla verð, seld- ust þeir upp á svipstundu. Ástæðan til þess, að kon- ur taka nylon sokka fram yfir aðra sokka, er fyrst og fremst sú, að þeir fara betur á fæti, og reynast betur en aðrir sokkar, ef rjettilega er með þá farið. Þvo'fur iifm sokka. & onja NYLON sokkar hafa það sameiginlegt með öðrum gerfi- silkisokkum, að þræðirnir Verða stökkir við að blotna, en það þýðir, að það verður að fara mjög varlega með sokk- ana, þegar þeir eru þvegnir. Um fram allt rná ekki nudda sokkana. Ef að gúmmíhansk- ar eru til á heimilinu, þá er rjett að nota þá við þvottinn, til þess að eiga eklci á hættu, að rífa sokkana með nöglunum. Að lokum skal leggjn sokk- ana á hreint. þurt handklæði, þar sem að sokkarnir mega alls ekki hanga á meðan þeir eru blautir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.