Morgunblaðið - 30.06.1949, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.06.1949, Blaðsíða 1
16 síður 36. árgangur. 145. tfol. Fimmtudagur 30- júní 1949. Prentsmiðja Morgunblaðsins ■ r ífS 'íáf w mkeppni nauSsynleg geti weri frjáls Álil bresku blaðdnefndðfinnar Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. LONDON, 29. júní: — Nefnd sú, er skipuð var fyrir tveimur árum til þess að rannsaka bresk blöð og tímarit, hefir nú skilað áliti sínu. Segir í því, að engin einokun sje meðal . breskra blaðaútgefenda og bresk blöð standi blöðum allra annarra landa fyllilega á sporði. Nefndin mælir ekki. með því, að neinar stórbreytingar verði gerðar á blaðaútgáf- unni, nje heldur mælir hún með því, að blöðin skuli vera ríkiseign: ,,Því að frjáls samkeppni er nauðsynleg til þess að blöðin geti verið frjáls“, eins og segir í álitinu. Engin hætta Þá segir og í áliti nefndarinn ar, að engin hætta sje á ferð- um, þótt hinir smærri blaða- hringir auki starfsemi sína, en hinsvegar telur nefndin ekki æskilegt, að hinir stærri blaða eigendur færi út kvíarnar. 25 manna ráð Meirihluti nefndarinnar mæl ir með því, að skipað verði 25 manna ráð, er hafi yfirumsjón með allri útgáfu blaða og tíma rita í Bietlandi. í ráði þessu skuli eiga sæti blaðaeigendur,. ritstjórar og blaðamenn. Tak- mark ráðsins skuli vera að gera blöðin frjálsari og áreiðanlegri. Kirkjuofsóknir i Kumeniu Verðfall daföfeg smiörsins 13 aurar K.HÖFN 28. júní — Samnmgur Dana og Breta um smjörkaup næstu sex ár var birtur í gær- kveldi. Samkvæmt því lækkar smjörið frá 1. okt. n. k. úr kr. 6.12 kg í kr. 5,19 kg. og er það hlutfallslega sama lækkun og orðið hefir á fóðurbæti. Bretar kaupa 75.000 smálest- ir af smjörframleiðslu Dana ár- lega, en þó ekki yfir 117,000 smálestir. Verðið má ekki hækka, eða lækka meira en um 7% árlega. Með þessum samningum kom ast Danir hjá miklu verðfalli á smjöri, en eftir síðasta stríð lækkaði smjör í verði um 50%. Búist er við að smjör á heima markaðnum danska falli um að minnsta kosti 70 aura kílóið vegna verðfallsins á útflutta smjörinu. — Páll. RÓMABORG, 28. júní — Til- kynning var í dag gefin út frá páfastólnum um áframhald- andi ofsóknir rúmensku stjórn- arinnar á hendur kaþólsku kirkjunni í Rúmeníu. í október 1948 voru allir biskupar grísk- kaþólsku kirkjunnar handtekn- ir og nýlega voru hafnar of- sóknir á hendur rómversk kaþólsku kirkjunni og tveir biskupar hennar í landinu hand teknir og fangelsaðir. Einnig voru gerðar árásir á klaustur í landinu og munkum og nunnum safnað saman og þau flutt í fangelsi. Þó kveðst páfastóllinn vita til þess, að nokkrir munk- ar hafi komist undan á flótta og lifi sem ofsóttir skógarmenn í óbyggðum landsins. Eina bót- in er þó sú, að almenningur hjálpar þeim að komast undan útsendurum lögreglunnar. Bæjarráð ræðir umferð vörubíla Á FUNDI bæjarráðs er haldinn var s. 1. þriðjudag, var .nokkuð rætt um umferð vörubíla um Laugaveg, Bankastræti og Aust urstræti. Var á þessum fundi sampyklct að beina því til bæjarverkfræð- ings og lögreglustjóra, að at- hugað verði, hvort tiltækilegt sje að banna eða takmarka um- íerð vörubíla um fyrrnefndar þrjár götur. VilS reisa olíugeyma í Örfirisey i HIÐ íslenska steinolíuhluta- fjelag, hefur skrifað hafnar- stjórn Reykjavíkur brjef varð- andi umsókn um lóðarrjettindi í Örfirisey. Fjelagið hvggst reisa þar olíugeyma. Fjelag íslenskra botnvörpuskipaeigenda hefur mælt með þessu erindi stein- olíufjelagsins við hafnarstjórn. Brjef fjelagsins var lagt fram á fundi hafnarstjórnar s. 1. þriðjudag, en engin ákvörðun var tekin í málinu. Afghanar biðja um sfuðning Brefa 11 .ONDON 29- júní — Sardar Khan sendiherra Afghamstan í j Bretlandi gekk í dag á fund Bevins utanríkisráðherra. Áttu J þeir viðræður í einn klukku- tíma. Talið er að sendiherrann J hafi mælst til að Bre’tar styddu Afghanistan í landamæraþræt- junni við Pakistan óður árangur af ráðstefnu arshalllundunnu í Fúrís Nýr sendiherra DAVID BRUCE, hihn nýi sendiherra Bandaríkj- anna í Fraltklandi. Stór loftárés á Shanghai SHANGHAI, 29. júní: — Flug vjelar þjóðernissinna gerðu tveggja klukkustunda loftárás á gamla borgarhlutann í Shang hai í dag, en þar eru flestar verksmiðjurnar. — Geysimikið tjón hlaust af og margir ljetu lífið, en ennþá hafa engar opin- berar tölur verið birtar Viðurkenna ekki hafnbann Bandaríska stjórnin lýsti yf- ir í dag að hún viðurkenndi ekki, sem löglegt, bann það, er þjóðernissinnar hafa sett á þær kínversku hafnar, sem kommún istar hafa náð á sitt.vald. — Er búist við, að Bretar muni senda kínversku stjórninni í Kanton svipaða orðsendingu á morgun. — Reuter. Rætt um greiðsBuföfnuð milli IVIarshalllandanna Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. PARÍS, 29. júní — Nítján fulltrúar Marshall-landanna í Ev- rópu komu saman til fundar hjer í dag, til þess að ræða greiðslu- jöfnuð og aukin viðskifti Marshall-landanna. Fundurinn í dag sfóð í þrjár stundir og voru allir fundarmenn sammála um það . að árangur hans hefði verið mjög góður. — Ráðstefnu þessari verður haldið áfram á morgun, og verður þá til umræðu til- laga frá Paul Henri Spaak, fyrverandi utanríkisráðherra Belgíu, LAKE SUCCFISS, 28. júni — Grikkir neituðu í dag þeim áburði Búlgara, að grískar flug- vjelar hafi flogið yfir búigarskt land. Gríski fulltrúinn á þingi S. Þ. Alemis Kyrou, vísaði þessum ásökunum Búlgara á bug í brjefi til Trygve Lie og taldi þær á veikum rökum reistar, en háfð- ar uppi í áróðursskyni. Búlgarir höfðu fullyrðt., að hinn 16. apríl og 16. maí hefðu grískar flugvjelar flogið í búlgarskri lofthelgi. í öðru brjefi til Lie mótmælti Kyrou þeim ásökunum Albana, að grískar flugvjelar hefðu flogið inn yfir albanskt land og grískir kafbátar hefðu haft sig í frammi innan landhelgi Al- baníu. — Reuter. Nýr landssfjóri á Malfa LONDON 29. júní — Nýr land stjóri hefur verið skipaður á Malta. Hfcitir hann Sir Gerald Creasy. Undanfarið hefur hann verið landstjóri Breta á Gull- ströndinni. Síðasti landstjóri á Malta var Sir Francis Douglas. — Reuter. Rússar reka 375 járnbraut arverkamenn í Berlín Höfðu áður !ofaðr að enginn skyldi rekinn Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. BERLÍN, 29. júní — Rússar hafa nú gengið á bak orða sinna cg rekið 375 járnbrautarverkamenn fyrir „virka þátttöku í járnbrautarverkfallinu.11 Rússneski hershöfðinginn hafði áður lofað því, að ekki skyldi gripið til neinna hefndarráðstafana gegn verkamönnum, fyrir þátttöku þeirra í verkfallinu. ’ Tillaga Spaak. Tillaga þessi miðar að því, að samræma hin mismunandi sjónarmið Breta og Belgíu- manna, varðandi viðskifti í Vestur-Evrópu. — Spaak ljet svo um mælt, að loknum íund- inum í dag, að hann vonaðist til þess að samkomulag um greiðsiujöfnuðinn hefði náðst annað kvöld. Sir Stafford Cripps, f jármálaráðherra Breta, samþykkti skömmu áður en fundinum lauk „að athuga vand lega“ tillögu Spaak. Franks til London. í London var tilkynnt i dagT að Sir Oliver Franks, senc - herra Breta í Washington, hc' ði lagt af stað til London, fli. g- J leiðis, í dag. Hann ætlaði upp- haflega ekki að leggja af s að I fyrr en á morgun, með sl; ;i. , en breska utanríkisráöunc ; tið fór þess á leit við hann, að liann kæmi strax. Franks mun rr.. a. ræða við bresku stjórnina um dollara-vandamál Breta. — Þá er Snyder, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, einnig vænlan- legur til London á föstudag, og mun hann ræða við stjórmna um sama efni. Ummæli Acheson. Acheson, utanríkisráðnerra Bandaríkjanna, ljet svo um mælt í Washington í dag, að Evrópu-för Snyders hefði verið ákveðin fyrir alllöngu síðan, en æskilegt hefði verið talið, að hann færi fyrst til Bretlands og ræddi þar við bresku stjcrn- ina um hina sívaxandi doil.r..a- örðugleika Breta. Engar samgöngur. Ekke’rt bólar enn á því, að eðlilegar járnbrautarsamgöng- ur hefjist á ný milli Berlínar og Vestur-Þýskalands, enda þótt' viðgerðum Rússa sje nú 'lokið. Samgöngur innan Berlín- ar munu hinsvegar hefiast á ný ó morgun. Hjell meira upp á kjöllurakkana LONDON — Maður að nafnl Francis William, sem býr í út- jaðri Lundúna fjekk skiln;' á þeim forsendum, að kona h: is hefði verið farin að festa rr : i ást á kjölturakkana á heimii n en eiginnmann sinn. Á heir; ili þeirra voru fjórir hundar og sex kettir og konan mátti aldrei vera að því að tala við man.r- inn, vegna þessa að hún var alltaf að kjassa dýrin. — Reuter

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.