Morgunblaðið - 20.04.1952, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.04.1952, Blaðsíða 2
s MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 20. apríl 1952 Ofheldið er eina leiðin » Framh. af bls. 1 ijnistum og kristnum mönnum til forna, og þykist alis ekki hafa gert neitt glappaskot þar. Því má bara ekki gleyma, að trúin af- .sakar ekki gerðir manna. tírú margra kommúnista hefur Igert þá að lögbrjótum og föður- landssvikurum, og sannfæring Jjeirra um réttmæti gerða :;inna tireinsar þá ekki í augum Iag- ac>ia. Ég sagði ekki, að kcmmúnistar fcerðust gegn fátækt, vonleysi, vesaldómi, stéttahatri, harðstjórn, ójafnræði og öðru slíku, þótt Þjóð viljinn fái það út úr orðum mín- um, heldur benti ég á, að þetta væri iarðvegurinn, sem kommún- isminn þrifist bezt i. Og það gef- vr e. i. v. ofurlitla hugmynd um eð£i hans, að óánægjan skuli vera ípróðrarstöð hans. BYLTING ÞEIKRA SVIFTI ÞÁ GENGI Annars er það mér furðuefni, tivíiíku rúmi Þjóðviljinn eyðir í slrrif um Grikkland. Stafar slíkur áhugi annað hvort af hreinni fá- fræði um sögu undanfarinna ára eða ofurkappi að breiða yfir þær staðreyndir, sem saga grískra stjórnmála hefur að geyma frá órum byltinganna. Það er al- kunna, sem kommúnistar hafa ástæðu til að harma, að bylting- in í desember 1944 svipti þá gengi «ínu í Grikklandi. Fram að þeim tíma voru. þeir voldugir og vinsælir í Grikklandi, ekki sizt fyrir baráttu sína við l»jóðverja. En með beim atburðu, sem síð- ar gerðusí, hrundi fylgið af þeim, jafnvel svo að einn aðalleiðtogi EAW, Svolos, sagði skilið við þá fyrir fulít og allt og kom aldrei merri þeim eftir það. BIETÍK ÞJÓÐVILJINN STÍBINGSVERK FLOKKS- BRÆÐRA SINNA? I þessu sambandi vil ég benda Þjéðviíjanum á að fara varlega í þo.ð áð birta myndir af hryðju- verkunum í Grikklandi í borgara styrjöldinni, því það er meira en víðbúíð, að þar séu þeir að birta mynðir af eigin bræðrum í gervi baSlanna. Sannleikurinn er nefnilega sá, að mannkynssagan mun ekki eiga margar hliðstæður þeirra óheyrðu níðingsverka, sem bylt- ittgarmcnn höfðu í frammi í Aþenn í desember 1944. Út hefur verið gefin bók með mynöum af nokkrum þeim lík- um, sem komu úr höndum grískra kcmmúnista, og óska ég engum ÍBlenzkum skoðanabræðrur.i þeirra þess hlutskiptis að horfa upp á þær aðfarir. Eg hef fyrir mér umsögn margra sjÓTYhrvotta um þessi hryðjuverk ■— manna, sem gengið höíðu í llð með bylt- ingarsinnum, en gugnuðu, l>egar þeir sáu vinnubrögð þeirra. — Ástæða byltingarinnar 1947 var engin önnur en sú, að kommún- istsr sáu fram á, að fylgi beirra «tsðal þjóðarinnar var glatað og «in.A leiðin iil valda var ofbeídi. Þessum þáttum grískrar sögu má ekki gleyma, þegar rætt er um stjórnmálaástandið í Grikk- landi í dag. ÞÖGNTX KÆMI ÞJÓÐVILJANEM BEZT Kommúnistar höfðu unnið sér aSdáun og fylgi þjóðarinnar á her námsárunum, en þeir glötuðu því á skömmum tíma brjálæðis- kenr.dra hermdarverka. Þögn um þessa hluti mundi því hæfa Þjóðviljanum bezt. I.Tér er það þvert um geð að lenda í stjórnmálastælum við jmenn, sem hafa aðrar skoðanir á Muíur.um en ég. En ég get ekki látið undir höfuð leggjast að <iraga fram þessar dapurlegu stað reyndir, eftir að hafa lesið það, sem Þjóðviljinn lætur sér sæma aö skrifa um ástandið hér. Það er helber uppspuni, að verkalýðshreyfingin hér sé bönn- uð, ojfí hefur hún oft látið til sín laka.' Híns vegar ‘ei- hán-tiKöiir-* lega minni en víðast annars stað- ar, þar eð 60% þjóðarinnar eru bændur. ERU BYLTINGA- FORSPRAKKAR TEKNIR í SÁTT AUSTAN TÁRNTJALDS? í öllum skrifum sínum láta Þjóðviljamenn sér algerlega yfir- sjást þá meginstaðreynd, að hér hafa verið gerðar tvær vopnaðar byltingar. Er þess að vænta, að forsprakkar þeirra leiki lausum hala og dansi á rósum í þjóðfélagi sem þeir hafa reynt að kollvarpa? Hræddur er ég um, að jafnvel vinir þeirra í austri mundu ekki sýr.a slíka gestrisni, þótt mikið sé af frelsinu þar látið! Þó hafa Grikkir horfzt í augu við þetta vándamál með þeim afleiðingum, að í síðustu viku samþykkti þingið enn að láta laus an fjölda þeirra manna, sem íj fangelsum sitja. Áður hafði stór j hluti þeirra verið látinn laus, og i var m. a. einn hinna dauðadæmdu mjósnara lauslátinn byltingar- maður. SÁRIN LÆKNAST FÁI ÞEIR FEIÐ 1 Það er fjarri mér að halda því fram, að í Grikklandi ríki nú fyrirmyndarástand. Hvernig ætti slíkt að vera eftir áralangt her- nám og tvær borgarastyrjáldir? | Auk þess hefur Grikkland alla tíði verið land. erfiðleika og óróa. J En ég er þess fullviss, að tíminn mun lækna marear af meinsemd- um Grikkja, íái þeir frið til að | vinna að endurbótunum og hiálp til sð ganga fvrstu sporin, unz' þeir verða 'jálfbjarga. Við tækifæri mun ég víkja nánar að greinum Þjóðviljans um stjórnmálaástandið og kosning- arnar síðustu, en í þessum grein- um Þjóðviljans er sannleíkanum stunaum hagrætt helzti greini- lega. Sigurður A. Magnússon. Lisfsýning Vigdísar Kristjánsdóftur í Þjóðminjasaininu ÞETTA ER eins konar yfirlits- sýning yfir starf Vigdísar Kristjánsdóttur. Hún stundaði nám við danska listháskólann um nokkra ára skeið og lagði þá fyrir sig málaralistina. Á sýningunni eru margar myndir, sem eru mál- aðar á þeim árum, þar á meðal æði margar af nöktu fólki, mál- aðar í akademískum stíl. í þessum myndum hennar gæt- ir fremur elju og áræðis en eig- inlegra listrænna sköpunar. Öðru máli gegnir um hinn sérkenni- lega skreytistíl, þar er bæði lita- gleði og ómengað hugmynda- flug og í bezta lagi frumlegt. Einkum verða myndir þessar að skoðast sem frummyndir fyrir Gobilínvefnað og eru góð sýnis- horn þess á þessari sýningu. — Ullarbandið, sem ofið er með, mildar litina, sem er.u í sumum fyrirmyndunum nokkuð sterkir eða um of ferskir. Vigdís Kristjánsdóttir kynnti sér í Frakklandi Gobilínvefnað og ákvað þá að helga að nokkru starf sitt þeirri æfafornu list- grein, en árangur þess starfs- sést nú á þessari sýnir.gu, hinir mjög svo fallegu mynddúkar hennar bera henni gott vitni. Myndirnar eru frumlegar og hugmyndaríkar, í sérkennilegum litum. Hún hefir ofið áður fyrr og kann því vel öll handbrögð þar að lútandi. Það er gott, að íslenzk list verður fjölbreyttari með hverju ári, sem liður og að listamenn- irnir leggja margt á gjörfa hönd. Það er ástæða til að gleðjast yfir hinum góða árangri, er Vigdís sýnir á þessari sýningu með hin- uni fagra og sérkennilega mynd- vefnaði og vonandi gefst henni tóm til þess að iðka vefnaðinn áfram, en Gobelín er seinunnið og vandasamt. Orri. V erða svissneskir raf- magnsvagiiar fengnir ti! reynzlu fyrir SVR? Siíkir vagna? m laláir fisppilegir NEFND SÚ er á sínum tíma var skipuð til að athuga hvort heppRegt og tiltækilegt sé að r.ota rafknúna almenningsvagna til fólksflutninga á leiðum strætisvagnanna hér í Reykjavík, hefur skiiað áliti. Það er samhljóða álit hennar, að slíkir vágnar muni koma að fullum notum og verða miklu ódýrari í rekstri. Nefndin bendir á sérstaka gerð almenningsvagna, svonefnda elektro gýró- vagna, en þeir eru að ryðja sér til rúms í Sviss. Jón Gauti verkfræðingur, hefur^" verið tæknilegur ráðunautur! nefndarinnar og unnið að, athug- j uhum á rríálí þessu og tekið sam- j an áiit það, er nefndin hefur sent bæjarraði. í gærdag átti hann tal við bíaðamenn -um nefndar- álitið, sem er mjög ítarlegt. SAMANBURÐUR A ÞREM GERÐUM VAGNA Sumarið 1950 tók Jón Gauti að vinna að þessum athugunum og var fyrsta verkið að gera samanburð á rekstri og afkomu rafknúinna strætisvagna, diesel- rafknúinna vagna og svo venju- legra dieselvagna, eins cg eru hér í umferð. — Niðurstaða hans varð sú að rafmagnsvagnarnir myndu reynast heppilegastir þess ara vagna, í næsta flokki diesel- rafmagnsvagnar og þá diesel- vagnar. Er Jón Gauti hafði kunngjört bæjarráði- nið.ur$löður þessara rannsókna sintta, var fyrmrfnd nefnd sett á laggirpar, en í henni eigja sæti Steingrímúr Jónsson, raímagnsstjóri, * -Þór • -Sandholhi skipuiagsstjóri, Eiríkur Ásgeirs- son, forstjóri SVR og Jón Gauti. A FJÓRUM I.EIÐUM Á vegum þessarar nefndar fór Jón Gauti til Bandaríkjanna til að_ kynna sér þessi’ mál. I greinargerðinni miðar hann við að rafmagnsvagnar væru á leiðunum Lækjartorg — Klepp- ur, — Vogahverfi og inn að Sundlaugum, svo og inn í Raf- stöð við Elliðaár. Á þessum leið- um aka strætisvagnar alls rúm- lega 800.000 km. á ári. Hann miðar útreikninga sína við að rafmagnsvagnarnir séu 11, en dieselvagnarnir 12. GJALDEYRJSÞÖEF VAGNANNA Hann telur gjaldeyrisþörf raf- magnsvagnanna vera um 500 þús. kr. á ári, cn díeselvagnanna rúmlega 990 þús. kr. — Hann miðar afskriftir dieselvagnanna við fimm ár en fafmagnsvagn- anha vi#, 1É) þr.’ t4 Jiefmi túna — -------- - Framh: -á bls. 12; - ■ líminn ræðst á Bjama Benedikts- son fyrir áhugaleysi Jónssoiíar í fangelsismálunum KLUNNALEG ÁRÁS ÞÓRARINS KEMUR FORYSTUMÖNNUM FRAMSÓKNAR í KÖLL í TÍMANUM í fyrradag var grein um fangelsismálin hér og er þar ráðizí á dómsmálaráðherra fyrir, að ekki skuli byggð ný fangclsi. STRANDAÐI Á ANDSTÖÐU FJÁRMÁLARÁÐHERRA Af þessu tilefni aflaði Morgunblaðið sér upplýsinga um málið. Kom þá í ljós, að varðandi fjárveitingu og fram- kvæmdir á þessu ári er sannleikurinn sá, að með bréfi dómsmálaráðuneytisins til fjármálaráðuneytisins, dags. 27. júlí 1951, var óska'ð eítir kr. 500.000 fjárveitingu til bygg- ingar fangahúsa á árinu 1952. Fjármálaráðherra féllst þó aðeins á kr. 150.000 fjárveit- ingu, og getur þess í athugasemdum sínum við fjárlaga- frumvarp sitt, að þessi fjárveiting sé aðeins hluti þess, sem dómsmálaráðneytið telur nauðsynlegt. KVÖRTUN DÓMSMÁLARÁÐHEKUA EKKI SINNT Dómsmálaráðherra var óánægður meö þessa afgreiðslu fjármálaráðherra og skrifaði því fjárveitinganefnd Al- þingis bréf, dags. 23. október 1951, þar sem tekið er fram, að upphæð fjárlagafrumvarpsins væri ófullnægjandi, og var þess þvi bciðst, að fjárveitinganefnd hækkaði liðinn í samræmi við óskir dómsmálaráðuneytisins frá 27. júlí 1951. Þrátt fyrir þetta tókst ekki að fá fjárveitinguna til nýrra fangelsa hækkaða, og er ekkert launungarmál, að það strandaði á andstöðu fjármálaráðherra. Dómsmálaráðherra tókst að vísu að knýja fram nauðsynlegar hækkanir til rokkurra annarra framkvæmda í dómsmálum en gegn því, að iátið væri sitja við þá upphæð til fangelsa, sem fjármála- ráðherra hafði áður fallizt á. DÓLGSLEG ÁRÁS TÍMANS LENDDIR Á FORYSTUMÖNNUM FRAMSÓKNAR Á SJÁLFUM FORYSTUMÖNNUM FRAMSÓKNAR- Auðvitað má ætíð deila um, hver af mörgum fram- kvæmdum sé nauðsynlegust, en eins og staðreyndum í þessu máli er háttað, kemur cneitanlega úr hörðustu átt, að Tíminn skuli ráðast á dómsmálaráðherra og kenna hon- um um það, að ekki skuli nú vera aðhafst meira í fangelsis- byggingum en fjárlögin heimila. Það er fjármálaráðherra, sem aðgerðir hafa strandað á, en ekki dómsmálaráðherra. Hinsvegar er ekki að efa það, að dómsmálaráðherra muni minnast hvatningaskrifa Tímans nú og gefa fjármálaráð- herra kost á að fylgja stefnu blaðs síns við samning næsta fjárlagafrumvarps. Iíér hefur farið svo sem oft áður, að lörgun Tímans til að koma illu af stað hefur orðið til þess að það högg, sem hann ætlaði andstæðing sínum, LENDIR Á SJÁLFUM FORYZTUMÖNNUM FRAMSÓKNAR- FLOKKSINS. Ef ef svo fer, að höggið vekur þá til um- hugsunar og aðgerða í þeim nytjamálum, er þeir áður sváfu í, kynni svo að fara, að klunnaskapur Tímans yrði til góðs þrátt fyrir þann miður lofsamlega hug, seni atlögunni réði. i 1 . I Yerndun íslenzkra fiskimiða rædd í brezka (singinu í ÞINGTÍÐINDUM brezka þings sins fyrir 30. marz 1952, d. 1179— 80, er skýrt frá eftirfarandi um- ræðum um reglugerðina um verndun fiskimiða umhverfis ís- land: Irene Ward þingm. spurði utan ríkisráðherra hvort hann vildi skýra frá því hvaða ráðstafanir hann hefði gert gagnvart ríkis- stjórn íslands vegna ákvörðunar innar um að banna brezkum tog- urum fiskveiðar við íslandsstrend ur á svæðum, þar sem þeim áður hafði verið heimilt að stunda fisk veiðar. Selwyn Lloyd ráðherra Ég leyfi mér að vísa háttvirtum þingm. til svars þess. sem háttv. þm. Grimsby (hr. Younger) íékk við fyrirspurn sinni hinn 27. marz. Mál þetta er í athugun og ég get ekki skýrt nánar frá því að svo , stöddu. •- ■ Warth þm.: • Getur * hEestvirhrr ráðherra upplýst hvenær hann telur sér fært að gefa skýrslu um málið? Hafa ströng mótmæii ver- ið send íslenzku ríkisstjórninni? Lloyd ráðherra: Mér er það alveg ljóst að hér er um miög þýðingarmikið mál að ræða. Áð- ur en hin nýja reglugerð var sett,’T kom ég skoðunum mínum á fram færi. Viðræður standa nú yfir milli okkar og íslenzku ríkis- |\ stjórnarinnar urn mál þetta, Ég get fullvissað háttv. þm. um, að við teljum þetta mjögjsýðingar- mikið mál. j Ward þm. Telur ekki hæstv. ráðherra að íslenzka ríkisstjórnin hafi skapað okkur. mikla örðug- ieika í sambandi við þetta mál og þar sem það hefir auðsýnilega áhrif á fiskveiðihagsmuni okkar þá sé tími til kominn að íslenzka ríkisstjórnin sýni okkur sam- virinti. | ■ - ■ 'Frh-: ár bla -lfi: ’

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.