Morgunblaðið - 20.04.1952, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.04.1952, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 20. apríl 1952 Smósaga dagsins: Eftir Gerdu Berntsen Við vorum þrjú í járnbrautar- klefanum. Eg veitti hjónunum gagnvart mér athygli og vgr að hugsa um eitthvað í sambandi við þau. Þau voru vel klædd og, að því er virtist, á silfurbrúð- kafUpsaldrinum. Þetta voru fínar manneskjur — blátt áfram en þó .smekklega klædd. Allt benti til að þau lifðu við mjög sæmileg kjör. i En drottinn minn hvað það gat verið þungt yfir þeim, hugs- aði ég. Það er engu líkara en að þau sitji þarna saman af.því einu að þau eru neydd til þess, enda þótt þau séu orðin dauðleið á ná- vist hvors annars. ' Þau tala ekki saman. Jú, nú spyr hann önugt hvort hún sé með blaðið í töskunni sinni. Ég sé. á henni að hún vildi gjarna líta sjálf í blaðið, en sættir sig þó við að maðurinn fái það fyrst. Hún er sár móðguð á svipinn. Hvernig stendur á því að hjón verða svona? hugsaði ég. Er það ekki hræðileg hugsun, að þessi tvö þarna hafa talað um ást sína og haldizt i hendur meðan þau horfðu á tunglið og létu sig dreyma fagra framtíðardrauma fyrir 25—30 árum? Þá var um- hverfið eins og rammi fyrir hina ungu, eilífu ást þeirra. , Og nú? Nú hafa þau ekki hina minnstu hugmynd um, hvað þau eigi að segja hvort við annað. Þau forðast að líta hvort á annað. — Þau eru þvermóðskuleg og súr á svip og finnst hvoru fyrir sig að hitt hafi eyðilagt lífið fyrir þeim Hvers vegna geta þau ekki varð- veitt þá mynd, sem þau höfðu í fyrstu myndað sér af hinu? Þá er ég var kominn að þess- um punkti í hugrenningum mín- um,-nam lestin staðar við stöð eina. Gömul kona kom inn í klef- ann. Það var þrekin og vingjarn leg kona í slitnum fötum. Hún hélt á skoplegri gamalli tösku í hendinni. Hún var svo.góðleg og H jón giaðleg á svipinn, að mér fannst eins og mér létti stórlega, af því að ég þurfti ekki að’ vera einn með þessum leiðinlegu hjónum lengur. Maður hennar stóð nokkur augnablik úti í ganginum og veif aði til sonar þeirra, sem hafði fylgt þeim á stöðina. Svo komst lestin á hreyfingu og hann kom inn í klefann. Hann leit strax á konu sína, og þegar hann sá að hún var að reyna að koma tösk- unni upp í netið, hljóp hann til og hjálpaði henni. „Láttu mig um þetta, Soffía!“ sagði hann ákafur á hinni ljómandi skemmtilegu józku mállýzku sinni, sem minnti mig strax á einhvern náttúru- kraft. Hjónin, er með mér voru, litu brosandi upp — ekki hvort á ann að — heldur frá þeim er inn komu og síðan á mig. Ég brosti á móti. Það var eitthvað ósegjan lega skoplegt við gamla mann- inn með sína grófgerðu líkams- byggingu, sem eins og af mistök- um hafði verið færður í allt of þröng „fín“ föt frá þeim árum, þegar lillablátt var nýjasta tízk- an fyrir karlmenn. En um leið var ekki hægt annað en að fá ríka samúð með þessum gamla kraftakarli, vegna þess, hve um- .hyggjusamur hann var gagnvart konu sinni, þegar lágvöxnu og langt frá laglegu konu. Loks settist hann niður við hlið ina á henni. „Það var nú fallega gert af Jörgen að aka okkur alla leið á stöðina", sagði Soffia og leit glað lega á mann sinn. „Já, hann er góður drengur", sapði maðurinn. Hvernig ætti að hafa komizt hjá því að verða það? hugsaði ég? Og eiga aðra eins foreldra. „Sjáðu, þarna er húsið hans Rasrpusar Madsens!“ hrópaði gamli maðurinn glaðlega. „Hann er búinn að setja nýtt þak á það. Og hvað akurinn hans lítur vel út!“ Húsepin Lynyberg viðýHafnarfjörð er til sölu. Húsið er laust til íbúðar 14. maí n. k. Um 5000 fermetra eignarlóð fylgir. Hag- kvæmir greiðsluskilmálar koma til greina. Semja ber við Eirík Pálsson, lögfr., Suðurg. 51, Hafnarfirði, sími 9036, sem gefur allar frekari upplýsingar. ÚTBOÐ Tilboð óskast í að smíða innréttingar, skápa og borð, í byggingu fiski- og fiskiðnaðardeildar. Vitja skal lýsing- ar og teikninga í skrifstofu Fiskifélags íslands mánu- daginn 21. þ. m. Tilboðum sé skilað fyrir 27. s. m. Soffía kinkaði kolli til manns síns. En hún er jafn hrifin af hon- um eins og hún var, þegar þau voru ný trúlofuð, hugsaði ég og var dálítið undrandi. Ég stalzt til að líta á hin hjónin. Þau sátu eins og hvorugt þeirra kæmi öðru við og reyndu að líta út eins og borgarafólk, sem telur sig hærra sett en almúgann, en þrátt fyrir það duldist mér ekki að þau höfðu sama áhuga fyrír Soffíu og manni hennar og ég. Þetta varð að ýmsu leyti merki legt ferðalag. Við fimm sátum í þrjár stundir í klefanum. Fljótt á litið gerðist ekki mikið. Ein eða tvær setningar komu öðru hverju frá jótanum gamla. Soffía anzaði, var ánægð og hátöluð, hjartan- lega sammála manninum. Og eftir dálitla stund voru hin hjónin og ég orðin svo hrifin af þessu andr úmslofti gleði og ánægju með tilveruna, að annað gleymdist um stund. Ég tók allt í einu eftir því að hin dálítið drambsama borgar frú í sportklæðunum var í raun og veru yndislega stúlkuleg, þrátt fyrir aldurinn, og maður hennar tók auðsýnilega eftir því líka. Hann brosti til hennar — dálítið hikandi — drengjalega. Auðséð var, að hann var því óvanur að líta beint á konu sína. Hún brosti til hans — glöð og undrandi í 1 senn. Áður en leið á löngu heyrði ég að hann hvíslaði að henni: „Af hverju höfum yið það ekki svona? Við höfum þó ekki verið nærri eins lengi gift og gömlu hjónin þarna gagnvart okkur“. Kona hans brosti. Það var ynd islega hamingjusamt bros. Hún greip hönd hans feimnislega og hikandi. Hann greip hönd henn- ar, einnig hikandi, og þrýsti hana. Svo lagði ég aftur augun og lét sem ég hefði fengið mér blund. Skömmu síðar fóru hjónin úr borginni út úr lestinni. „Láttu mig um þetta“, sagði hann og tók allar töskurnar. Þau hafa lært lexíurnar sínar í dag, hugsaði ég með mér. — Hver er ástæðan til þess, að sum- ar manneskjur þurfa allt af að köma fram hver við aðra eins og þær væru hlekkjaðar saman með voldugum járnum, þó að þær hafi verið í hjónabandi í nokkur ár? Gamli maðurinn í skrítnu, lilla bláu fötunum hafði farið út í ganginn til að líta út um glugg- ann. Kona hans brosti til mín og ég endurgalt bros hennar. „Hvað þau voru ánægð, hjón- in, sem fóru út áðan“, sagði hún. „Það gleður mig ætíð þegar ég sé að hjónum þykir jafnt vænt hvoru um annað, þó að langt sé um liðið síðan þau giftust". „Það er yður að þakka, að þau fóru að taka hvort eftir öðru hérna inni“, sagði ég. „Þér og maður yðar eru svo samstillt, að það hlýtur að gera aðra hamingju sama líka“. Gamla konan brosti feimnis- lega eins og ung stúlka, Hún leit snöggvast á mann sinn og sagði lágt og með innileik í röddinni: „Við erúm nú líka á brúðkaups ferð!“ j HÚSMÆÐUR biðjið kaupmann yðar um i BORGARFJAROAROSI ) • MJÓLKUKOSTUR 30 OG 40% — MYSUOSTUR — RJÓMAOSTUR ^ Allir sem reynt hafa viðurkéhna gæði BORGARFJARÐAROSTSINS s | Heildsölubirgðir: cL^ed J^nrijánóson & Co. L.f. HAFNFIRÐINGAR—REYKVIKINGAR Söngleikurinn „Ævintýri á giinguför ' Leikstjóri: Gunnar Eyjólfsson. verður sýndur í Bæjarbíó, Hafnarfirði, sunnud. 20. apríl kl. 3 e. h. Aðgöngumiðasala í Bæjarbíó sunnudag kl. 1—3 e. h. Sími 9184. UNGMENNAFÉLAGIÐ SKALLAGRÍMUR Borgarnesi. VETRARGARÐURINN VETRARGARÐURINN DAAíSLEIKUB í KVÖLD KLUKKAN 9. Miðapantanir í síma 6710 frá kl. 8. Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar. L. S. Gömlu dansarnir í Breiðfirðingabúð í kvöld kl. 9.30. Jónas Fr. Guðmundsson og frú stjórna. Aðgöngumiðar seldir við innganginn. ! Aðalfufidur Heimdallar F.H.S. ■ ■ l verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu föstudaginn 25. apríl : 1952 kl. 8.30 e. h. Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN : FÉLAG ÍSL. BIFREIÐAEIGENDA AÐALFUI\IDUR félagsins verður haldinn í Skátaheimilinu við Snorra- braut þriðjudaginn 29. apríl n. k. kl. 8.30 e. h. FUNDAREFNI: Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN Bezt ú auglýsa í Morguaiblalinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.