Morgunblaðið - 07.12.1952, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.12.1952, Blaðsíða 8
8 MORGUISBLAÐIÐ Sunnudagur 7. des. 1952 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavlk. Framkv.stj.: Sigíús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgöarm.) Lesbók: Arni óla, sími 3045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Súni 1600 Askriftargjald kr. 20.00 6 mánuði, innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakiö. [oma Sullioss fil itorilimf IhIhii yrði lýr tengiliðar ntilli liéiiiiti Viku verkfall HIÐ pólitíska verkfall, sem lán- lausustu æsingaseggir kommún- ista og AB-manna hafa dregið verkalýðssamtökin út í hefur nú staðið í rétta viku. Áður en það hófst höfðu forsprakkarnir full- yrt við fólkið, að vinnustöðvun myndi aldrei standa nema ör- fáa daga. Þessir menn vissu að verkamenn voru ekki ginnkeypt- ir við verkfalli rétt fyrir jólin. Þessvegna var allra bragða freist að til þess að ginna þá út í það. Kommúnistar og taglhnýting- ar þeirra beina nú allri sinni heift gegn ríkisstjórninni. Þeir vita sem er, að atvinnuvegirnir geta ekki borið hærri rekstrar- kostnað. Hækkun hans þyðir ekkert annað en stöðvun at- vinnutækjanna, stórfellt atvúinu- leysi eða gengisfellingu. •k En það er athyglisvert, að hvorki kommúnistar né AB- menn, og ekki heldur samn- inganefnd verkalýðsfélaganna hafa borið fram neinar ák veðn ar tillögur við rikisstjórnina um aðgerðir af hennar halfu í laasn deilunnar. Þeir hafa að visu minnst á það i blóð- um að lækkun skatta og tolla myndi vel þegin. En þeir hafa ekki ennþá gert minnstu til- raun til þess að sýna fram á, hvemig ríkissjóður á að mæta stórfelldum tekjumissi. Ekkert væri æskilegra en að löggjafarvaldið sæi sér fært að hækka t. d. persónufrádrátt fjöl- skyldufólks, afnema skatta á lág- tekjum og lækka tolla verulega. En á það hefur verið bent, og því hefur ekki verið andmælt, að af því hljóti að leiða að sama skapi minnkandi framkvæmdir hjá ríkinu og þverrandi fram- lög til menningar-, atvinnu- og félagsmála. í kjölfar slíkra ráð- stafana hlyti því að renna minni atvinna. Ekki myndi það bæta lífskjör- in eða skapa launþegum aukið öryggi um afkomu sína. * Kommúnistar og AB-meún skamma nú ríkisstjórnina aðai- lega fyrir það, að hún hafi ekk- ert aðhafst allan nóvembermánu.ð til þess að afstýra verkfaiiinu, sem hún hafi vitað að ákveðið hafi verið. í þessu fellst stórfelld blekk- ing, sem bezt verður afsönnuð með þvi að vitna í bréf Alþýðu- feambandsstjórnarinnar sjálfrar, sem hún ritaði verkaiýðsfelög- tmum 25. ágúst s. 1. Þar er kom- ist að orði á þessa leið: „Eins og ykkur hefur þegar verið tilkynnt, verður Alþýðu- sambandsþing haldið um miðjan nóvember n. k. og væri ekki ó- eðlilegt, að verulegum tíma þings ins yrði varið til þess að ræða þau málin, sem áður er getið og tæki það þá ákvarðanir um, hvað gera skuli. Á það skal bent, að þótt samningum væri sagt upp á næstunni, þannig að þeir yrðu úr gildi 1. desember n. k. er ekki þarmeð sagt að nauðsynlegt væri að fara í aðgerðir eða í deilu þá þegar, ef sambandsþingi sýnd íst annað vænlegra". Af þessu er tvennt auðsætt. í fyrsta lagi það, að sambands- stjórnin er beinlinis að ginna verkalýðsfélögin til að segja upp samningum sínum. Hán lætur lireinlega að því liggja, að til verkfalls þurfi alls ekki að koma þótt félögin hafi samn inga sína lausa. Þau geti bara verið róleg. Óþari'i sé að ótt- ast verkfall í jólamánuðinum þegar verkamenn mega sizt við langri vinnustöðvun. Annað er hitt, að þegar Al- þýðusambandsstjórnin sjálf hef- ur lagt málið þannig fyrir verka- lýðsfélögin, þá er varla von, að rikisstjórnin og aðrir landsmenn hafi öðlast fullvissu um það löngu fyrirfram að verkfall væri fullráðið. ¥ Alþýðusambandsþing kom sam an síðari hluta nóvembermánað- ar og gerði hinar endemislegu ályktanir sínar, þar sem skorað var á allan landslýð að greiða engum frambjóðanda núverandi stjórnarflokka atkvæði við :iæstu kosningar. Eftir það gat engum dnlist, hvað raunverulega var að gerast. Kommúnistar og kratar höfðu ákveðið að etja launþegasamtök- unum út í pólitískt verkfall. Til þess að stjórna því var siðan fenginn landsfrægur æsingasegg- ur, sem helzt hefur unnið sér það til frægðar að svíkja þjóð sína á örlagastundu sjálfstæðisbaráttu hennar. Þennan mann hafa kommún istar nú gert að formanni istar nú gert að formanni samninganefndar verkalýðs- félaganna og etja honum sem ákaflegast á foraðið. Þegar þannig er á málunum haldið verður flestum augljóst að hagsmunir verkalýðsíns í landinu eru í óvitahöndum. Annarsvegar eru kommún- istar, sem eiga það takmark eitt, að eyðileggja efnahags- grundvöll þjóðfélagsins og skapa eymd og volæði meðal almennings. Hinsvegar dóm- greinarlausustu og vitgrennstu foringjar AB-flokksins, sem eygja það úrræði eitt flokki sínum til lífsbjargar, að hefja villt kapphlaup í ábyrgðar- levsi við fimmtuherdeild Stal- ins á íslandi. Kommúnistar hafa í hétunum KOÍÆTvIÚNISTAR eru orðnir hræddir við afleiðingar verka sinna í verkfallsmálunum. Þess vegna láta þeir „Þjóðviljann" hafa í hótunum um ofbeldi og hermdarverk. í gær krefst blaðið þess að gengið verði til tafarlausra samn- inga um þær kröfur, serp settar hafa verið fram. „Verði það ekki gert", seg- ir kommúnistahlaðið, „mun rikisstjórnin fá að finna fyrir ábyrgðinni á áþreifanlegan hátf.“. Það er ekkert um að vill- ast. Kommúnistar eru hér að hafa í hótunum um beitingu ofbeldis. Þarf það að sjálf- sögðu engum að koma á ó- vart. Það er aldrei háttur þeirra að berjast fyrst og fremst með rökum. Ofbeldið er jafnan þeirra nærtækasta vopn. íslenzka þjóðin fyrirlítur of-1 beldisstefnu kommúnista. Það er 1 aðeins „þjóðin frá Þórsgötu 1“,1 sem fylgir henni. í SÍÐUSTU ferð Gullfoss kom hann við í Kristiansand í Noregi og tók þar jólatré, er Land- græðslusjóður hefur til sölu fyr- ír þessi jol. Er þetta í íyrsta skipti sem þetta stærsta og veg- legasta skip íslands kemur í norska höín. Forsætisráðherra Noregs Oscar Torp var á ferð í Kristiansand daginn sem Gullfoss kom. Hafði ráðherrann og frú hans komið til bæjarins kl. 4 um nóttina. Sendiherra Norðmanna hér í Reykjavík Torgeir Andersen Rysst tók sér far með Gullfossi að þassu sinni, og fylgdi sendi- herra íslands í iSíoregi, Bjarni Ásgeirsson, starfsbróður sínum til skipsins. Skipstjórinn á Gullfossi, Jón Sigurðsson, greip tækiíænð í þessari fyrstu heimsókn skipsins til Noregs, að halda þann atburð hátíðlegan með áraegisveiziu í skipi sznu, og fékk njarna As- gensson senaiherra iyiir sína hönd til þess að bjóða hinum norsku forsætisráðheirahjónum til þessa glaðnings. Preiri íyrirmenn sátu þetta boð en forsætisráðherrahjonin og sendiherrarnir, meðal þeirra biskupinn yfir Agda biskups- dæmi, Smidt, Fryaenberg íyikiS- maður, lögreglustjóri staðarins Rynning Tönnesen, forseti bæj- arstjórnar Gröningsæther og Otto Christiansen íslenzkur konsúll í Kristiansand, fulltrúar blaðanna o. fl. NÝ ÞJÓBATENGSL Christiansen konsúll tók til máls í hádegisverðinum og bar fram þá ósk, að reynt verði á ný að koma á föstum skipaferðum milli Noregs og ís’ands og gerði það að tillögu sinni að Gullfoss yrði framvegis látinn koma þar við, á leið sinni milli Kaup- mannahafnar og Reykjavikur. Oscar Torp forsætisráðherra kvaðst meðal annars dáðst að hinu veglega farþegaskipi Eim- skipafélagsins, er hann nú sá í fyrsta sinni. Ef það tækist að láta Gullfoss koma til norskra hafna í föstum ferðum sínum, yrði með því komið á nýju kynn- ingarsambandi og nýjum tengsl- um milli Norðmanna og íslend- inga. Eftir að Gullfoss kom hingað heim hefur Morgunblaðið haft tal af norska sendiherranum. Iiann er mjög ánægður yfir Noregsferð sinni og m. a. því hve vel tókst til með heimsókn hins norska forsætisráðherra um borð í Gullfoss og þau kynni sem hann og áhrifamenn í Kristiansand fengu af hinu ísl. farþegaskipi. MARGIR HAFA HUG Á ÍSLANDSFERÐ Harrn komst að orði á þessa leið að hann vonaðist eftir því að sú tillaga er rædd var í há- degisverðarboði skipstjórans á Gullfossi í Kristiansand, yrði tek- in til rækilegar athugunar af réttum aðiljum og sagði: — Ég hef alltaf vitað að marg- ir af löndum mínum bera þá ein- lægu von í brjósti, og hafa bor- ið frá barnæsku, að fá tækifæri til að koma til íslands. Margar stoðir renna undir þá ósk þeirra sem óþarft er að telja upp hér, enda eru þær augljósar. En aldrei hef ég orðið þess var í eins ríkum mæli og i þessari síðustu Noregsför minni hve ósk þessi er almenn. Ég þykist því hafa fulla ástæðu til að álíta að auðvellt verði að fá marga far- þega í íslandsferð með Gullfossi, ef skipið kæmi við i norskri höfn með reglulegu millibíli. SKÓGRÆKTAR SAMVINNA Sendiherrann hafði ennfrem- ur orð á því, hve margir landar Framh. á bls. 12 Oscar Torp forsætisráölierra Noregs, frú hans og Torgeir Andersen Rysst sendiherra um borð í Gullfossi í Kristiansand við afhend- ingu jólatrjánna. Velvakandi skrifar: ÚR DAGLEGA LlFINU Umræður um æskulýðshöll. UNDANFARiÐ hafa staðið yfir töluverðar umræður um æskulýðshöllina hér í Reykjavík. Koma þar fyrst og fremst fram tvö megin sjónarmið. Annarsveg- ar þeirra, sem vilja fyrst og fremst eina mikla höll yfir félags- líf og tómstundaiðju unga fólks- ins í höfuðborginni. Hinsvegar þeirra, sem vilja tómstundaheim- ili í hinum ýmsu bæjarhlutum. Hér fer á eftir kafli úr bréfi frá íslenzkri menntakonu, sem búsett er erlendis. Hefur hún rætt og ritað mikið um uppeldis- og menningarmál og fylgst vel með því, sem gerist hér heima á þessu sviði. Kemst hún að orði á þessa leið: Heimili en ekki höll. GREININ í Morgunblaðinu um æskulýðshöll og tómstunda- heimili eftir frú Bjarnveigu Bjarnadóttur var afbragð, og er ég á alveg sama máli og hún. Árið 1947 sá ég í Stokkhólmi nokkur tómstundaheimili, Svíar kalla þau „hemgárdar". Mér er sérstaklega minnisstætt eitt þeirra, það var í kjallara (sennii. leiguhúsnæði). Ég dáðist að hve Öllu var þar framúrskarandi vel og sniðuglega fyrirkomið fyrir unga fólkið, bæði hvað snertir skemmtanir þess og önnur hugð- arefni. Slík heimili vantar okkur heima en ekki höll. Hversvegna þurfum við alltaf að hugsa í höli- um? Er það af því að við erum svo smáir?" Skuggasveinn á leiðinni. SKUGGASVEINN verður eins og kunugt er jólaleikrit Þjóð- j leikhússins. Munu margir fagna : þessu vinsæla og þjóðlega leik- riti, sem ekki hefur verið sýnt hér í heild síðan Leikfélag Reykja víkur sýndi það i Iðnó gömlu árið 1935. | Þá fór Ragnar heitinn Kvaran með hlutverk Skuggasveins. Nú ^verður Jón Aðils í því hlutverki en Guðbjörg Þorbjarnardóttir leikur Ástu. Er óhætt að gera sér góðar vonir um leik þeirra. Frumsýnt fyrir rúmum S0 árum. ETTA leikrit var sýnt í fyrsta skipti hér í Reykjavík vet- urinn 1862. Höfundur þess, skóla- pilturinn Matthías Jochumsson, var þá á öðru ári i Latínuskólan- um. Hann var þá 27 ára gamall. Leikritið samdi hann árið áður og hét það Útilegumennirnir er það ; var frumsýnt. Það voru menntaskólanemend- ur, sem önnuðust þessa fyrstu sýningu leikritsins. Var henni ágætiega tekið. Fór hún fram í svokölluðum Gildaskála, sem var einhverskonar samkomuhús, er stóð á svipuðum stað og Herkast- alinn nú. Sigurður Guðmundsson málari gerði leiktjöldin og þótti fólki mikið til þeirra koma. E. Ó. P. LEIKFÉLAG Reykjavíkur sýndi leikritið fyrst árið 1908 í Iðnó. Fór Jens Waage þá með hlutverk Skuggasveins. Næst er Skuggasveinn sýndur árið 1910—1911. Þá kemur Er- lendur Ó. Pétursson þar fyrst fram í gerfi Skuggasveins. En hann hefur leikið það hlutverk oftast allra manna, eða samtals 78 sinnum. Þessi sýning fór fram í pakk- húsi vestur við Bræðraborgarstíg. Um allt land hefur Skugga- sveinn verið sýndur við miklar vinsældir. Eindæma þvættingur. rriJARNARBÍÓ hefur nýlega í frumsýnt nokkrar íslenzkar kvikmyndir, nokkurskonar myndasafn. Eru þær svo ein- stæður þvættingur og hrákasmíð að fyllsta ástæða er til þess að furða sig á, að slíkt rusl skuli tekið til sýningar. Hvaða menningarauki er t. d. að því að hefja hér töku glæpa- kvikmynda? Höfum við ekki fengið nóg af slíkum kvikmynd- um frá öðrum löndum? Sannarlega. Út yfir tekur að kvikmynda- hús, sem rekið er á vegum menn- ingarstofnunar eins og Háskóla íslands, skuli taka þennan ósóma til sýningar. Skárri er það nú menningarstarfsemin!! Nei, íslenzk kvikmyndagerð vinnur sér áreiðanlega hvorki álit né vinsældir með slíkum vinnubrögðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.