Morgunblaðið - 18.01.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.01.1955, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 18. jan. 1955 MORGVNBLA&iÐ * s s AKI) REYRA eftir Vigni Guðmundsson s s i s s s s i OG enn eru það áfengismálin, sem mjög eru til umræðu í þessum blessaða bæ. Það er eins og þetta umræðuefni þurfi ávallt að hanga fast við Akureyri og okkur Akureyringa, allt frá þeim óheilladegi, er íslenzka bindindis- hreyfingin kom í þennan heim einmitt hér á Akureyri fyrir rúmri hálfri öld síðan. Ekki eru menn fyrr búnir að hrista af sér áramótatimburmennina, en hing- að er kominn til bæjarins setu- dómari til þess að dæma í einu þessara mála. Svo einstök eru þessi mál hér talin, að okkar prýðisgóðu dómarar eru ekki fær ir taldir um að kveða upp dóma í þeim, en þar til eru ef til vill aðrar orsakir. En úr því farið er að minnast á dóma, dettur mér í hug atvik, í rauninni einkar skemmtilegt atvik, sem skeði hér í sumar. Við- staddir þetta atvik voru þrír menn. Sjálfur var ég aðalpersón- an og í rauninni höfimdur atviks- ins, annar var einn af dómurum okkar hér í héraði, og hinn þriðji fulltrúi áfengisvarnarnefndarinn ar á Akureyri. Atvikið var réttar- rannsókn yfir mér út af grein er ég hafði skrifað í bréf sa'mskonar og þetta hér. Þessi réttarrann- sókn fór hið bezta fram. Það var um það bil tveggja tíma yfir- heyrsla, spurt og svarað. Ég hygg að oft hafi verið leiðinlegri mál til meðferðar í dómsal bæjar- fógetaembættisins á Akureyri. Málið var síðan sent dómsmála- ráðuneytinu, sem svar við kröfu þess um réttarrannsókn yfir mér, sem það krafðist vegna sam- þykktar áfengisvarnarnefndarfor manna Eyjafjarðarsýslu að til- hlutan áfengismálaráðunauts rík- isstjórnarinnar, herra Brynleyfi Tobíassyni. Nú mun dómsmála- ráðuneytið hafa afgreitt málið og ekki talið ástæðu til frekari að- gerða. Mönnum finnst ef til vill, að það komi ekki þessu máli við, að það var vígður nýr flugvöllur hér við Akureyri á dögunum. Þótti þá við eiga að bjóða ráðherrum og öllum hinum upp á smurt brauð og brennivín. Stóð háttvirt bæjarstjórn Akureyrar að boði þessu, sem var hið ánægjulegasta í alla staði. Svo vill til, að þrátt fyrir hið margumtalaða sölubann á áfengi hér á Akureyri, mun heimilt að veita vín í slíkum „ekki-almennings-hófum“ sem þessum, en til þess þarf þó leyfi, er sækja skal um til bæjarfógeta. Mér er tjáð að gleymjt hafi að biðja um leyfið og bæjarstjórnin því úthellt sínum svartadauða í hreinni óþökk við lög og rétt. Leyfist mér nú að spyrja: Hví heimtar áfengisvarnarnefnd Ak- ureyrarkaupstaðar ekki réttar- rannsókn út af þessu máli? Og hví rýkur nú ekki hinn árvaki áfengismálaráðunautur, herra Brynleifur Tobíasson, upp til handa og fóta og hreytir skætingi í blöðum landsins í þá menn, sem þarna eiga hlut að máli? Getur þetta stafað af því að formaður áfengisvarnarnefndarinnar er sjálfur forseti bæjarstjórnarinn- ar, herra skólastjóri Þorsteínn M. Jónsson? Og getur það verið að herra Brynleifur Tobíasson þegi vegna þess að forsetinn og hann eru stúku-, reglu-, og þjáninga- bræður? Eða getur það verið að brennivínslögin nái ekki yfir for- setann og bæjarstjórnina hans. Það væri fróðlegt að fá öllum þessum spurningum svarað. En eftir á að hyggja, mér þótti bæjarstjórnar-forseta brennivín- ið ágætt og ég þakka honum hér með fyrir „snapsinn", hafi ég ekki gert það fyrr. SAMEINING GLERÁRÞORPS OG AKUREYRAB Það liggur við að segja megi að Afengismál og rétfarrannsóknir — Sameining Glerár- tiorps og Akureyrar — Samtal við tvæ ungar akureyrskar listakonur, Ragnhildi Steingrimsdóttur leikkonu og Guðrúnu Kristinsdóttur, pianóleikara, það hafi gengið álíka hávaðalaust að sameina Glerárþorp Akureyri, eins og þegar lepprÍKÍ eru inn - limuð austan járntjalds. Það voru engar blóðsúthellingar og heldur engin hátiðahöid. Að sönnu hefi ég heyrt að hreppsnefnd Glæsi- bæjarhrepps hafi fengið kaffi og þá sennilega með þvi, en ég veit ekki til að hún hafi fengið neitt út í það þ.e.a.s. ekkert sterkara en sykur og rjóma. Hér var þó hreint ekki um svo lítinn atburð að ræða, að ekki væri hann vel þess virði að boðað væri til mann villa, þó varla eins slæm og hjá lögreglunni hér í bæ, sem lét hafa eftir sér í útvarpinu, að ekki þyrfti að auka hér lögregluna, þótt fjöldi bæjarbúa væri aukinn ■ um rúmlega 600 manns, því vit- I anlega eru Glerárþorpsbúar enn þar sem þeir voru og engin I ástæða til þess að taka það sér- | staklega fram að þeir muni ekki ; gerast ólöghlíðnari menn við það að verða Akureyringar, þótt lög- reglunni þyki vissara að geta þess til þess að fyrirbyggja allan mis- skilning. til stofu. Göngulagið er hvatlegt og fjaðurmagnað. — Ég vona að okkur fyrirgefist þó að við grand skoðum hana svo með augunum, en þess ber að gæta að fyrir okkur höfum við leikkonu, sem með útliti, rödd og hreyfingum auk sálrænnar innlifunar ætlar að túlka okkur ýmsar persónur úr heimi leiklistarinnar í fram- tíðinni. — Og nú skulum við heyra hvernig hún túlkar sína eigin námssögu af leiksviði raun- veruleikans. — Hvernig stóð á því, að þér — Árið 1946 fór ég í leikskó'a Lárusar Pálssonar í Reykjavík og var hjá honum í 2 ár, en síðan. fór ég til Kaupmannahafnar haustið 1948 og komst að sern nemandi við Konunglega leik- skólann og var þar tæpa tvo vet- ur. Það er mjög erfitt að komast að sem nemandi við þennan skóla, en mér tókst það og mest fvrir orð góðra manna, annars fá útlendingar yfirleitt ekki aðgang að skólanum. Venjan er sú að þeir, er þangað sækja, taka fyrst tima hjá einhverjum þekktum leikara og „æfa inn senur“, en ganga síðan undir inntökupróf í skólann, en það standast miklu færri en reyna. — Oð síðan komstu heim að loknu nómi í Kaupmannahöfn? — Já, ég kom hingað til Akur- eyrar fyrst og byrjaði að starfa með leikfélaginu hér, en varð að hætta vegna þess að óeðlilega LOFTMYND AF AKUREYRI. Stóru þverlínurnar við enda myndarinnar sýna takmörk bæjarins að norðan og sunnan. Strandlínan. er svo takmörkin að austan, en vesturtakmörk sjást ekki, þar sem mestan hluta Glerárdals vantar á myndina og efri hluta fjalls- hlíðanna vestan bæjarins. Punktalínan um miðju myndarinnar sýnir gömlu takmörk bæjarins að norðan, en þau voru við Glerá. Myndin var tekin við loft-ljósmynda-mælingar, er nýlega voru gerðar á bæjarlandinu. fagnaðar, ekki sízt þar sem þetta gekk svo friðsamlega fyrir sig sem raun ber vitni. Formleg sam- eining mun hafa gengið í gildi hinn 1. janúar s.l. Fjölgaði þar með Akureyringum um rúmlega 600 manns og land bæjarins stækkaði um 50% miðað við það land er hann átti fyrir, sem sagt, aukningin er % þess lands er bær inn á nú. HIN NYJU LANDAMERKI AKUREYRAR Allt til síðustu áramóta tak- mörkuðust landamerki Akureyr- ar að norðan af Glerá. Hin nýju takmörk að norðan eru norður- landamerki jarðanna Ytra- Krossaness, Grænhóls, Mýrar- lóns og Hrappsstaða. Það er í rauninni mikið meira en sjálft Glerórþorp, sem sameinað hefir verið Akureyri, þótt þorpið sé að sönnu fjölmennasti landshlutinn, eru jarðirnar og afréttarlönd þeirra margfalt stærri að flatar- máli. Jarðir þær, er sameinaðar voru bænum, eru Bandagerði, en úr landi þess er þorpið að mestu byggt, Rangárvellir, Kollugerði, Hlíðarendi, Glerá, Lögmanns- hlið, Hesjuvellir, Kífsá, Hrapps- staðir, Mýrarlón, Grænhöll, Ytra- og Syðra-Krossahes. Að endingu tek ég mér bessa- leyfi til að bjóða hina nýju borg- ara Akureyrar velkomna inn fyr- ir bæjartakmörkin. Ef til vill má segja að í því íelist álíka rök- RABBAÐ VIÐ TVÆR LISTAKONUR Það var fleira en jólaeplin, sem við Akureyringar fengum heim með Gullfossi, þegar hann kom hingað rétt fyrir jólin. Hann flutti okkur tvær ungar lista- konur, sem hafa verið við nám erlendis. Það telst varla lengur til tíðinda, nú á tímum jafnréttis karla og kvenna, þótt konur komi frá námsborðinu einhvers- staðar utan úr heimi. En í ekki stærri bæ en Akureyri er það ekki daglegur viðburður að tvær ungar stúlkur ljúki námi hvor í sinni listgreininni og báðar við góðan orðstír. Eftir að þær hafa notið jóla- gleðinnar heima hjá pabba og mömmu og sagt þeim og syst- kinunum frá bæði gleði- og sorg- aratvikum úr dvölinni á erlend- um slóðum, skulum við sækja þær heim nú fyrstu daga hins nýbyrjaða árs. FRAMTIÐIN ENN AÐEINS SKRÁÐ í STJÖRNUNUM Við skulum fyrst bregða okkur upp á brekku, upp í Þingvalla- stræti og kveðja dyra hjá Stein- grími Þorsteinssyni afgreiðslu- manni. Það vill einmitt svo vel til að hringingunni svarar bros- hýr, lagleg, snyrtileg, í meðallagi há stúlka. Fyrir framan okkur stendur Ragnhildur Steihgríms- dóttir leikkona. Hún heilsar djúpum, mildum rómi og bíður datt í hug að fara að nema leik- list? — Ja, ég hef eiginlega aldrei getað hugsað mér neitt annað Ragnhildur Steingrímsdóttir lífsstarf. Ég var mjög ung þegar ég fékk fyrst að fara í leikhús. Systur mínar tóku allmikinn þátt í leiklistarlífinu hér í bænum, og einmitt vegna þess held ég að áhuginn hafi vaknað hjá mér. Fyrsta leikritið, sem ég fékk að vera með í, mun hafa verið „Tengdapabbi", sem var leikinn 1940—41, en þá var ég 13 ára gömul. — Og hvenær fórstu svo í leik- skóla? lengi drógst að koma Ieik þeim á svið, er ég var við, en mér bauðst hlutverk við Þjóðleikhús- ið og gat ekki hafnað því. Um vorið kom ég aftur hingað heim og fór að æfa með Kantötukór Akureyrar, en sigldi síðan með honum í söngför til Norðurlanda sumarið 1951. — Hvenær settirðu svo leik á svið í fyrsta sinn? — Það var í byrjun leikársins 1951 að ég setti hér upp „Grænu lyftuna“ fyrir Leikfélag Akur- eyrar, en því miður komst hún ekki á svið fyrr en í byrjun desember. Síðar um veturinn fór ég suður aftur en þá var á ný tekið að leika ,,Snædrottninguna“ en þar hafði ég leikið áður. Síðar um veturinn lék ég svo fyrir sunnan í tveimur leikritum. en fór svo að vinna hjá útvarpinu um vorið, en þar hafði ég unnið áður, er ég var fyrir sunnan. Næsta vetur vinn ég svo með Leikfélagi Reykjavíkur. — En nú ertu að. koma heim frá Svíþjóð. Hvenær fórstu þangað? 1 ' — Það var haustið 1953. Þar hef ég svo verið samfleytt þar til nú í desember síðastliðnum. Ég stundaði nám í Stokkhólmi hjá þekktum leiklistarkennara, frú Manju Kenkov. Mér féll vel dvölin í Svíþjóð. Ég fékk ávallt ókeypis miða í leikhúsin þar, þeg- ar ekki var uppselt Auk ýmissa greina leiklistar og leikstjórnar, er ég lærði hjá frú Benkov, stund Framh. a bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.