Morgunblaðið - 18.01.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.01.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIB Þriðjudagur 18. ian. 1955 ÚR HELJARGREIPUM SKÁLDSAGA EFTIR A. J. CRONIN Framhaldssagan 29 allir. Það er mjög,hagkvæmt íyr- ir mig, og hefur hjálpað mér mik- ið við starf mitt.“ Hann tók af sér dökku gleraug un og stóð teinréttur og fránn eins og fálki. Augun voru lítil og stálgrá, nefið bogið og þunnar varir sem gaf honum ránfugls legt útlit, sem var í senn villi- mannslegt og illgirnislegt. ,.Eg var að tala um dulmálið“, sagði hann. „Við vitum, að það er til, hvar er það?“ Harker var skjótur að hugsa. Þetta hlyti að vera skjölin, sem sjónhverfingamaðurinn Gustaf liefði skipað Madeleine að eyði- leggja kvöldið, sem hann var myrtur. Hann sagði: „Jæja, vitið þér um það?“ „Ég hef sagt yður það, sem ég veit, og nú er ég að segja yður, að ég vilji fá það.“ Harker virtist hika, en síðan sagði hann: „En það getur verið, að það hafi verið eyðilagt.“ . „Þvættingur!“ Eitt augnablik var sem Krylov hefði komizt úr jafnvægi. „Þetta dulmál er undir staðan undir allri njósnastarfsem mni. Og með því —'“. Hann þagn- aði, en hélt síðan áfram. „Með því getum við komið upp um alla njósnara í austurhluta Aust- urríkis.“ Harker sagði ekkert. „Við skulum nú vera hrein- skilnir, Harker“, sagði Krylov með endurnýjaðri blíðu. , Eg er hræddur um, að þér séuð hættu- lega staddur. Það mundi verða sorglegt, ef þér kæmust ekki aft- ur til Vín. En þér eruð gáfaður maður, og þér hljótið að hafa tekið eftir því, að ég leyfði jrður að halda leyfinu yðar. Ég gerði það í von um, að þér vilduð taka upp samstarf við mig. Jæja, hvar er dulmálið?“ Harker þóttist vera að hugsa sig um, en því næst sagði hann: „Hvaða þýðingu mundi það hafa fyrir mig?“ „Öryggi fyrir yður.“ „Og ungfrú Durych?" Augu Krylovs urðu allt i einu slægðarleg, en síðan leit hann undan og yppti öxlum kæruleys- islega. „Ef þér óskið þess. Það eru reyndar alvarlegar ákærur á hendur henni, en ef þér óskið þess, mun hún geta komist lieilu og höldnu yfir landamörkin.1 Harker var ljóst að þetta var lygi, en hann lét það ekki í ljós. Þeir eru búnir að ná í okkur, hugsaði hann, það getur verið að enn sé einhver veik von. Hann sagði hægt: „Það, sem þér viljið íá, hefur verið afhent þriðja manninum.“ „Jæja?“ Lögregluforinginn hugsaði sig um. Það var augljóst, að þessar fréttir glöddu hann ekki. „Hver er þessi þriðji mað- ur?“ „Njósnari. Yfirmaður ungfrú Durychs." Hann sá, að Krylov fór jiú að trúa honum. Harker sagði ekkert í stundar- korn, en síðan var eins og hann félli saman og gæfist hreinlega upp. „Við eigum að hitta hann í kvöld, og það var þess vegna, sem við komum til Hofheim. Klukkan tlu við suðurhlið borgarinnar.“ Lögregluforinginn ljómaði af ánægju, en hann reyndi að dylja hana. Hann lagði frá sér skamm- byssuna. „Þér eruð mjög skyn- samur, vinur minn. Innan stund- ar munuð þér fara að suði'.rhlið- inu í fylgd með lögreglunni." Hefur mér raunverulega tekizt að blekkja þennan djöful? liugs- aðkRprk^r, Ef ég gæti aðeins náð ! I i í i i <• : s : o s t * * 1 . i I i t i í í skammbyssuna. „Get ég fengið sígarettu?" spurði hann. Krylov brosti lítillega og stakk hægri höndinni ofan í vasa sinn. í sama augnabliki stökk Harker á fætur og greip skammbyssuna. „Hreyfið yður ekki og segið ekki orð“, sagði hann oð gekk aftur á bak til dyranna. í nokkur augnablik sást Krylov bregða, en síðan horfði hann beint framan í Harker og hrópaði á menn sína. Harker skaut hann í lærið án þess að hika, því næst þaut hann út úr dyrunum og skaut nokkr- um viðvörunarskotum, en þaut síðan út á götuna og hljóp nú á harða spretti. Ekki var eins mannmargt í borginni nú, messunum var lokið og flestir höfðu farið á skemmti- staðina. Harker hafði tekizt að komast undan, en þó svo væri, heyrði hann .lögreglumennina hrópa fyrir aftan hann. Skyndilega heyrðist skot og það hafði flísast út úr húsi við hliðina á honum. Hann flýtti sér inn í hliðargötu, og þá heyrðist I annað skot. Þegar hann sá að ekkert skjól var hægt að fá þar, hélt hann í áttina út í sveitina. Á vinstri hönd hans voru raðir af bakgörðum, en á hægri hönd voru framhliðar lágra húsa. Þar var hvergi skjól að finna. Þegar hann hafði gengið stundarkorn eftir stígnum, tók hann eftir skurði, sem var vinstra megin við götuna. Hann var opinn og þurr, en á einum stað höfðu verið lagð- ar yfir hann fjalir svo að hægt værí að komast inn í húsagarð, en þar voru stórar steinraðir, sem áttu að veita vatninu undir gangstiginn. Hann stökk niður í skurðinn og fór inn í steinrörið. Það var styttra en hann hafði vonazt eft- ir, en þarna var þurrt, og með því að hnipra sig saman, gat hann hulið sig allan. Mjög brátt heyrði hann fótatak, sem kom nær og nær. Það virtist koma í áttina til hans, og hann þóttist viss um, að njósnararnir hefðu séð hann skríða inn í rörið. Hann heyrði, að nú var fótatakið rétt fyrir ofan hann, og hann setti hönd- ina fyrir munninn til þess að þeir gætu síður heyrt andardráttinn. En fótatakið fjarlægðist og brátt var ekki hægt að greina það lengur. Hann hélt áfram að hlusta og var nú taugaóstyrkur mjög, en brátt heyrði hann reiðilegar raddir og þær urðu æ greinilegri og Harker fannst hann \ geta heyrt, að þetta mundi vera rúss- neska. Njósnararnir tveir höfðu nú misst af honum og voru nú að reyna að ákveða, hvert halda skyldi og hvar hann hefði gengið þeim úr greipum. Hann var nú í enn meiri hættu en áður, því að þeir höfðu tíma til að rannsaka umhverfið nákvæmlga og leita að líklegustu -felustöðunum. En brátt lækkuðu raddirnar og hurfu síðan alveg. Harker varpaði öndinni léttar, og þótt hann væri orðinn stirður og kaldur, beið hann kyrr í rör- inu. Það gæti verið, að njósnar- arnir tveir væru í leyni þar ná- lægt og biðu eftir, að hann kæmi í ljós. Er tuttugu mínútur höfðu liðið, áleit hann öruggt að koma út. — Hann hlustaði vandlega og flýtti sér síðan eftir stígnum í áttina til borgarinnar. Er hann hafði farið eftir krókaleiðum og fáfarn- j ar götur, var hann allt í einu kominn að klettóttri fjallshlíð. I Þar var hellirinn, sem var eins ! og víðáttumikið lágt skarð í klettana, en hafði verið útbúið eins og kapella og altarið var j í innri hlutanum. Nú var staður- i inn nær því mannlaus nema nokkrar konur og gamli prestur- inn, sem hafði verið fyrir skrúð- göngunni frá vesturhlutanum. Er Harker horfði örvæntingar- fullur í kringum sig, vöktu stytt- Jóhann handfasti ENSK SAGA 86 Rétt fyrir dögun laumaðist Ayeska til mín og færði mig í víðar buxur og silkikyrtil, éins og konur Serkja klæðast í. iEinnig vafði hún blæju um höfuð mér og niðurandlit og fékk mér silfurarmbönd og silfurhringi til þess að prýða’, úlnliði og ökla. Svo sverti hún mig kring um augun með koli og þótti mér ekki gott, en varð þó að hafa það. Alltaf var hún síflissandi á meðan hún var að búa mig, eins og þetta væri bezta skemmtun í heimi. Að því búnu fékk ég henni rýtinginn minn, við óskuðum hvort öðru „Másalaam" og skildum svo. Því næst gekk ég út í ytri garð hallarinnar. Hafði þar verið kássað saman fjölda þræla af ýmsum þjóðum og kyn- þáttum. Þarna voru þeldökkir Núbíumenn, hörundsbjartir, fríðir Sírkasíumenn, Tartarar, Sýrlendingar, Egyptar — karlar, konur, unglingar, ungmeyjar, ungbörn — allt beið þetta fólk þarna í undirgefni og vonleysi, eins og sauðir, eftir að farið væri með það til nýrra húsbænda. Eg stóð í skugga á bak við súlu í þeirri von að þá mundi enginn veita því athygli, hvað ég var stórfættur. Umsjónarmaðurinn kom inn. Hann smellti svipuólinni, kallaði á okkur með nafni. Síðan skipaði hann ambáttunum að stíga á bak úlföld- unum. Eg var mjög hræddur, þegar ég gekk yfir garðinn, því að ég vissi að hið stórstíga fótatak mitt hlaut að vera gjörólíkt hinu fagra fótaaki dansmeyjanna. Samt komst ég á bak úlfaldanum heilu og höldnu, hnipraði mig saman í burðarstólnum og dró blæjuna fyrir andlitið. Ulfaldarnir stóðu á fætur og við lögðum af stað um hina hljóðu Dam- askusborg. , : . iiiiiiÉMiaílilíiiiiiÍlífÍMííl ' * Síðir flónelssloppar ómissandi í kuldanum, hvort heldur er að nóttu eða degi. Mikill cfsláttur NINON Bankastræti 7, uppi. Bezta leiðin ti! að kaupa > Þér borgið aðeins ffyrir blöðin. Málmhylkin kosta ekkert. Nýtt blað tilbúið til notkunar án fyrirhafnar. £láu blöðin með heimsins beittustu egg eru al- gjörlega varin gegn skemmdum og ryði. Sérstakt hólf fyrir notuð blöð. Þér fáið fleiri rakstra og betri með því að nota .... Bláu Gillettc Blöðin Meðal annars Ullarkrep í mörgum litum Leopardskinn eftirlíking. MARKAÐURINN Bankastræti 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.