Morgunblaðið - 28.01.1955, Síða 8

Morgunblaðið - 28.01.1955, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 28. jan. 1955 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. m - m - m Mendés — MaJraux — Mauriac -- Emmin þrjú sem hefja nýja forisstu Fr akklcnds -—- Hagsmunir Framsóknar? EINS og dlþjóð er kunnugt tók ríkisstjórnin s. 1. haust þá ákvörð- un að heimila innflutning til landsins á um 1100 fólks- og sendiferðabifreiðum. Hefur leyf- unum nú verið úthlutað og bif- reiðarnar óðum að flytjast inn. Það er víst að með þessu er ráðin nokkur bót á vandræða- ástandi. í mörg ár hefur bifreiða- innflutningur verið sáralítill. Þær bifreiðar sem fyrir voru í landinu, margar orðnar alltof gamlar og úr sér gengnar. Það hefur verið allri þjóðinni til hneisu að af þessu ástandi hef- ur leitt mjög hvimleitt bílabrask og svartamarkaðssvindl, þar sem þessi nýju flutningatæki hafa verið seld á uppsprengdu verði. Opinberu ráði ríkisins hefur verið falið að annast úthlutun á bifreiðaleyfum. Er það á allra vitorði að úthlutunin hefur vald- ið megnri óánægju, ekki þó vegna þess að gegnir og góðir menn hafi ekki setið í ráðinu, sem vildu miðla réttilega, heldur einfaldlega vegna þess að úti- lokað er fyrir þessa fáu menn að rannsaka niður í kjölinn hver hin raunverulega þörf hvers og eins er fyrir að njóta þeirra fríðinda að fá bifreiðaleyfi. Er því skemmst af að segja að það fyrirkomulag innflutnings- hafta og úthlutunarvalds sem hér hefur ríkt hefur verið allri þjóð- inni til hins mesta vanza, hvim- leitt og spillt. Þess eru mörg dæmi, að þeir sem tekizt hefur að afla sér innflutningsleyfis hafa notað fyrsta tækifæri til að selja það háu verði. Þannig hef- ur leyfisveiting verkað í verstu tilfellum eins og ávísun á pen- ingaupphæð og er slíkt ástand að sjálfsögðu óviðunandi. Það er eitt helzta stefnumið Sjálfstæðisflokksins að afnema haftafarganið og þar með þá spill ingu sem af þeim leiðir. Þess vegna báru nokkrir Sjálfstæðis- þingmenn fram tillögu á þingi í vetur um að innflutningur bif- reiða yrði gefinn frjáis. Með því yrði fjarlægður leiðasti þáttur haftafargansins. Tillaga þessi var borin fram að vandlega athuguðu máli. Allt virðist nefnilega benda til þess að með hinum mikla inn- flutningi bifreiða sem nú hef- ur verið heimilaður mettist markaðurinn, svo að þessi þýðingarmikla umbót sé fram- kvæmanleg. Það hefur því vakið furðu að Framsóknarmenn hafa snúist harkalega gegn þessari góðu framfaratillögu. Kom það greini- lega fram I umræðum á þingi að þeir vilja ckki missa höftin og enn betur kom þetta viðhorf þeirra fram í langri nafnlausri grein, sem birtist í blaði þeirra í fyrradag. Hún er svo full af fjarstæðum og blekkingum að undur mega heita. Hægt væri að rekja hana lið fýrir lið til að telja upp allar fjarstæðurnar, en hér gefst ekki rúm til þess. Skal þó bent á fáeinar. Þar segir að frjáls innflutning- ur þýði að 100% og 35% gjald- ið greiðist „eftir á“ í stað þess að. nú eru gjöldin greidd áður en gjaldeyrir er látinn í té. Þetta er undarleg kenning. Það er alveg eins frjáls innflutningur þó sá háttur sé á hafður að gjöld þessi séu greidd áður en yfirfærsla á gjaldeyri fer fram. Þá segir blaðið að gera verði ráð fyrir að bílar hækki í verði ef innflutningur verði gefinn frjáls. Þetta eru einnig undar- leg vísindi. Þar sem verzlun með bíla er frjáls er það staðreynd að þeir hafa lækkað í verði vegna mikillar samkeppni. Er það þá rétt sem Tíminn segir að bíla- salar muni hækka verð þeirra, þegar efxirspurn eftir þeim minnkar? Er Tíminn að væna SÍS um slíkar fyrirætlanir? Það yrði þá eina fyrirtækið, sem þannig færi að í vaxandi sam- keppni. Enn segir í greininni að inn- flutningur á bifreiðum frá jafn- virðiskaupalöndum myndi falla niður ef innflutningur yrði frjáls. Þetta eru enn áframhaldandi blekkingar. Væri ekki hægt að lækka gjöid til ríkissjóðs af þeim bílum, eins og þegar hefur verið gert á rússnesku bílunum svo að fólk keypti þá eins? f þessu sam- bandi má og geta þess að þegar höftin væru afnumin eru sterkar líkur til þess að fólk keypti held- ur ódýrari og minni bíla en áður, og gjaldeyriseyðsla minnkaði við það. Þá er því haldið fram að með tillögum Sjálfstæðisflokksins sé ekki stefnt að verzlunarfrelsi, heldur að því að veita bönkunum úthlutunarvald í stað opinbera ráðsins. Er nú ekki nokkur eðlis- munur á þessu: innflutnings- skrifstofan sendir mönnum neit- anir. Skv. tillögum Sjálfstæðis- manna geta bankarnir ekki neit- að. Eins og tíðkast nú með frí- listavörur, gætu þeir aðeins sett stuttan frest til útvegunar gjald- eyris. Viðtaka banka á togara- gjaldi yrði skuldbinding um yfir- færslu. Enn er sagt að nær væri að veita frjálsan innflutning t.d. á timbri og sementi. Er þetta ein versta blekking framsóknarblaðs ins. Því að það er staðreynd að innflutningur á bæði timbri og sementi hefur ekki verið tak- markaður, þótt bundinn sé við ákveðin iönd. Staðreyndin í þessu máli er sú að bifreiðamarkaðurinn er að mettast. Nú þegar er orðið miklu torveldara en áður að selja „leyfi“. Alþingi hefur samþykkt að greiða 2000 kr. á hvern úthaldsdag togara á þessu ári, sem leiðir til þess að 1200 bíla verður að flytja inn á þessu ári til þess að afla nægilegs fjár handa togurun- um. Eru þá ekki miklar líkur til að markaðurinn verði fylli- lega mettur? Það er því engin furða þótt hin herfilega Tímagrein sé nafnlaus. En augljóst er að hana ritar mjög þröngsýnn maður, sem sannar það, að jafnvel í fremstu röð Framsóknarflokksins eru enn steinrunnir íhaldskurfar, eins og þeir voru verstir fyrir 20 árum, þegar Framsókn var ákafast að berjast fyrir höftum og fjötrum á innflutning og öllum athöfnum landsmanna. En allur almenningur er nú eftir hina furðulegu framkomu Framsóknarmanna, farinn að í- huga, hvaða stórkostlega hags- muni þeir hafi af áframhaldandi verzlunarhöftum. Þjóðin hefur ekki hag af þeim. Hafa Fram- sóknarmenn það? „NÝIR MENN, ný stefna, nýr andi“, — þannig hljóðaði stefnu- yfirlýsing Mendés-France, er hann tók við stjórnartaumunum í Frakklandi fyrir um það bil hálfu ári. Enn situr hann í ráðherraem- bætti og hefur komizt óskaddað- ur og öllum að óvörum gegnum ýmsa erfiðleika. Hin nýja stjórn- málastefna er komin fram á sjón- arsviðið, samtímis hefur nýjum mönnum skotið upp og þeir reyna að skapa nýjan anda í frönskum stjórnmálum. KRINGUM BLAÐIÐ „L’EXPRESS“ Þessir nýju menn koma aðal- lega frá starfsliði vikublaðsins „L’Express". Ritstjóri þess blaðs, Jean Jacques Servan er enn fremsti talsmaður Mendés- France. Og meira en það, hann virðist blátt áfram vera sá, sem mestu ræður um grundvallar- steínumið Mendés-France. TVEIR FRÆGIR RITHÖFUNDAR En auk Servans hafa tveir nýir menn komið fram nýlega, sem virðast munu hafa mikil áhrif á stefnuna. Þeir eru áður :njög vel kunnir, en hafa nú lýst yfir óskoruðu fylgi við framkvæmdir Mendés-Frunce. Það eru hinir heimsfrægu rithöfundar André Malraux og Francois Mauriac. ANDRÉ MALRAUX André Malraux trúði eitt sinn á kommúnismann og tók m. a. sjálfur þátt í uppreisninni í Kína á þriðja áratug aldarinnar. Síðan var hann virkur stuðningsmaður spönsku stjórnarinnar í borgara- styrjöldinni á Spáni. Hanr* stjórn- aði öflugum skæruliðasveitum í Frakklandi á stríðsárunum, en sagði algerlega skilið við kommúnistaflokkinn, þegar hann kynntist starfsemi hans niður í gruninnn og gerðist síðan ákveð- inn stuðningsmaður de Gaulles. Fannst honum hershöfðinginn VeU andi óhripar: Engin vægð hjá Magnúsi! IBRÉFI frá „skattþega" segir: „Hvernig stentjur á því, að Reykjavíkurbær þarf að knýja fram skattaframtal á undan öll- um öðrum bæjar- eða sveitafé- lögum? Hér hjá nágrönnum okk- ar í Kópavoginum, við þurfum ekki að fara lengra, fær fólk mánuði lengri frest en við Reyk- víkingar. Við þurfum að hafa skilað skattskýrslum okkar út- fylltum til hins ýtrasta, nú um mánaðamótin. — Engin vægð hjá Magnúsi! Ég skil ekki, hvað svona eftir- rekstur og óðagot á að þýða. Það j er mesta leiðinda verk að telja ! fram, finnst mér alltaf, og alltaf er verið að gera það flóknara og flóknara, svo að venjulegu fólki veitir ekki af lögfræðilegri að- stoð til að komast klakklaust frá þvi. — Já, það þarf enga aula til, leyfi ég mér að segja. Hvað getur manni ekki dottið í hug! MÉR fyndist ekki nema sjálf- sagt, að við fengjum dálítið meiri tíma til að átta okkur á hlutunum eða er þessi stutti frestur beint til þess ætlaður að skattheimtan geti plokkað af okkur dálítið meira til viðbótar löglegu skattgjaldi í refsingar- skyni fyrir vanræksluna? Hvað 1 getur manni ekki dottið í hug á þesum tímum! | Mér er sagt, að hægt sé að fá undanþágu eða framlengingu á framtalsfrestinum og að ýmsir noti sér þennan möguleika, en er það nokkuð betra að velja þá leið ina heldur en að skammta tím- ann dálítið ríflegar í upphafi? Skattþegi". Frá þjóðleikhússtjóra. IFYRRADAG barst mér eftir- farandi bréf frá þjóðleikhús- stjóra: „Út af því, sem G. D. segir í Velvakanda í gær, vildi ég leyfa mér að taka það fram, að ég er honum sammála um, að rétt hefði verið að útvarpa sýningu Þjóð- leikhússins á Gullna hliðinu, enda stóð ekki á Þjóðleikhúsinu um að það yrði gert. Ég ræddi um það við Ríkisút- varpið, að útvarpað yrði frá leik- húsinu, en áhugi var þar ekki fyrir hendi, þar eð leikurinn hefði áður verið fluttur í útvarpinu. Ég fór svo fram á, að prolognum, sem höf- undur las sjálfur yrði útvarpað. En það var ekki gert. Hins vegar lét ég taka prologinn upp á segul- band til þess að Þjóðleikhúsið ætti hann og varðveitti eins og höfundurinn flutti hann við þetta hátíðlega tækifæri. Ef útvarpið óskar, er velkomið að lána því bandið til flutnings í útvarpinu, þegar það vill. K Samstarf bankanna. ÆRI Velvakandi! Um daginn skrapp ég inn í einn bankann hér í Miðbænum með ávísun á Sparisjóð Reykja- víkur, sem gefin var út af einu stóru og velvirtu fyrirtæki hér í höfuðborginni. Ég ætlaði að selja ávisunina, ósköp venjulega. En svo fór, að ég fór með ávísunina í vasanum út aftur. Mér var sagt í umræddum banka, að þeir vildu helzt ekkert með svona auka fyr- irhöfn hafa. — Sparisjóður Reykjavíkur hefði sérstakan samning við annan banka í bæn- um, mér væri bezt að fara þang- að. Mér fannst þetta furðulega stirðbusaleg framkoma af einum banka að vera, eða er ekki sam- starfið milli bankanna hér í bæn- um burðugra en þetta? — Jónsi“. Gerðir segja meira en orð. hreinskilnari en flestir aðrir, — einmitt si maður, sem Frakk- land hafði þörf fyrir. En nú hefur Malraux fundið annan sem tekur De Gaulle fram, — Mendés France forsætisráðherra. Það sem gerir útslagið er, að Malraux telur að Mendés-France láti sér ekk: nægja að tala hrein- skilið eins og De Gauile, heldur staríar harn og ákveðið og ein- beitt. FRANCOIS MAURIAC Francois Mauriac, hinn kaþólski rithöfundur. sem skrifar helztu forustugreinar dagblaðsins Figaro, hefur ekki dregið dul á það upp á slðkastið, að hann telur André Malraux, hinn heimskunni rithöfundui1, hefur beitt sér fyrir nýjum stjórnmálasamtökum í Frakklandi. að gamli flokkurinn hans, ka- þólski flokkurinn, hafi brugðist á úrslitastund. „— vegna þess, að kaþólski flokkurinn nefur yfir- gefið hugsiónir sínar, eru þús- undir kristinna lýðræðissinna reiðubúnar að fara inn á nýjar brautir . . skrifaði hann ný- lega. NY FRJALSLYND STEFNA En hvert liggja hinar nýju brautir? mætti spyrja. André Malraux hefur skýrt það nokkuð í grein er hann ritaði: „Við lifum nú á tímum nýrrar frjálslyndrar stefnu. Framkv. Mendés-France einkennast af þessari stefnu. Og þó Mendés- France falli þá væri ekki úti um stefnuna fyrir það, heldur myndi slíkt eimitt valda því, að fólk skildi betur innsta eðli hennar". Malraux gerir ráð fyrir þvi, að einungis i,5 milljón af 5 milljón kjósendum kommúnista séu sann- færðir flokksmeðlimir. Sé nýr vinstri flokkur myndaður, gæti hann tekið 3 milljónir atkvæða frá kommúnistum og þar að auki yrði hann ítuddur af verulegum hluta kristilegra lýðræðissinna. EKKI MARXISTAR Myndi þetta þýða nýja „alþýðu fylkingu”? spyr Malraux. — Nei, slíkt er útilokað. Sá maður, sem tæki sæti Leon Blums: Mendés- France er ekki marxisti. Það er ekki stefnt að nýjum marxisma, heldur að nýsköpun í stíl við „New Deal' Roosevelts. Servan ritstjóri skrifaði nýlega í blað sitt ,,L’Express“: — Mendes France, Malraux, Maurice. — Þeta eru síóru M-in þrjú, sem ný kynslóð mun sækja til nýja trú um stjórnmálalega atorku og hug sjónir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.