Morgunblaðið - 28.01.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.01.1955, Blaðsíða 9
Föstudagur 28. jan. 1955 MORGUNBLAÐIÐ 9 ! Fjórir forsetar Norðurlandaráðsins bera sameiginlega fram tillögu um bættar samgöngur milli ís- lands og hinna Norðurlandanna. Þeir sjást á myndinni talið frá vinstri: Erik Eriksen frá Danmörku, Sigurður Bjarnason, Einar Gerhardsen frá Noregi og Herlitz frá Svíþjóð. 3- þing Norourlandardðslns hefst i Stokkhólml í dag Fgöldi tiilogna kommn iram ssm miðo að onknn samstarii IDAG kemur Norðurlanda- ráðið saman til þriggja þingfunda. Verða þar tekin til merðferðar ýmis málefni sem miða í áttina til nánari sam- vinnu Norðurlandanna. Hafa komið fram 75 mál um marg- visleg efni. Þar af eru nokkur að vísu aðeins álitsgerðir og skýrslur um hvernig fyrri ályktunum ráðsins hefur reitt af í framkvæmd. Það mál sem væntanlega mun vekja mesta athygli hér á landi er tillaga fjögurra forseta Norð- urlandaráðsins um að athuga þurfi möguleika á að tryggja bættar samgöngur milli íslands og hinna Norðurlandanna. Er þar bent á hve mikla sérstöðu ísland hefur að því leyti hve erfitt er um ferðalög hina löngu leið hing- að. En íslendingar vilja styrkja sambandið við frændþjóðirnar á Norðurlöndum. Það varpar að vísu nokkrum skugga á þetta mál, að frænd- þjóðin í Svíþjóð hefur nýverið sagt upp loftferðasamning við ís- land og það þótt vitað sé að þýð- ingarmestu samgöngutengsl ís- lendinga við Norðurlöndin séu einmitt flugið. Er vafalaust að sú samningsuppsögn mun koma til umræðu á þingfundum, þótt Norðurlandaráðið sé varla bært um að taka neina ákvörðun í því máli. ★ Meðal annarra mála má telja: Um efnahagssamstarf Norður- landanna. Tillaga hefur komið fram frá í áðherrafundi Norður- landa að gera víðtækar ráðstaf- anir til að efla samstarf Norður- landaþjóðanna í efnahagsmálum. Er lagt til að allsherjaryfirlit verði gert um verzlun Norður- landanna sín á milli og rannsaka hvort ekki sé þegar í stað hægt að skapa sameiginlegan markað fyrir ýmsar vörutegundir, þar sem lítil hætta er á árekstrum miili framleiðslugreina tveggja eða fleiri landanna. Sem dæmi er nefnd efna og lyfjaiðnaður, járn og stáliðnaður og rafmagns- iðnaður. Þá verði rannsakað hvort lík- ur séu fyrir að hægt verði að stofna til nýrra framleiðslu- greina á grundvelli hins sameigin ]ega markaðs og hvort tilraunir til að vinna markaðj í öðrum löndum bíði tjón af stofnun sam- eiginlegs Norðurlandamarkaðs. ★ Um bættar samgöngnr og ferð- ir. Hinn 1. júlí 1954 var vega- bréfaskoðun afnumin á ferðum milli Noregs, Danmerkur og Sví- þjóðar samkvæmt tilmælum Norðurlandaráðsins. ísland hefur nýlega bætzt í hópinn. Nú er lagt til að athugaðir verði möguleikar á að auðvelda ferðir til og frá Finnlandi. Um sameiginlegan vinnumark- að. Stefnt er að því að koma á frjálsum og sameiginlegum vinnumarkaði Norðurlandanna. Spor í áttina er það, að gera ýtar- lega rannsókn á atvinnulöggjöf landanna og samræma hana sem mest má verða. ★ Um læknamenntun. Tillögur hafa komið fram um að heimila mönnum læknanám í hverju Norðurlandanna sem er og gera embættispróf í læknisfræðum gild fyrir öll ríkin. Noregur hef- ur lýst því yfir að framkvæmd á þessu yrði erfið m.a. vegna þess að innganga í læknadeild háskólans í Ósló er mjög tak- mörkuð vegna mikillar aðsóknar. ★ Um starf á skipum. Nokkrir erfiðleikar eru fyrirsjáanlegir á að koma í framkvæmd tillögum um að heimila frjálsa ráðningu á skip annarra Norðurlanda- þjóða. Einkum telja Norðmenn ýmsa vankanta á því, enda eiga þeir stærstan kaupskipaflotann og nokkuð atvinnuleysi er meðal sjómanna. Nauðsyn ber til að samræma reglur um slysabætur og eftirlaun. Um baráttu gegn lömunarveiki. Það er talið þýðingarmikið að læknar á Norðurlöndunum hafi náið samstarf sín á milli. Lagt er til að haldin verði skrá um önd- unartæki í öllum löndunum, einnig spjaldskrá um þá sem æf- ingu hafa í meðferð lömunar- sjúklinga. Ef lömunarveikisfar- aldur brytist út í einhverju land- inu kæmi hjálp jafnskjótt frá hinum löndunum. Meðal annarra mála má nefna: Sameiginlegur blaðamannaskóli, sameiginleg tannlæknakennsla, samstarf rannsóknarstofa, sam- starf í alþjóða-heilsuverndar- stofnuninni o. m. fl. Samband íslenzkra hankamanna ZO ára n.L sunnudag Afmælisins minnzf í ÞjóSleikhússkjaSlaranum NÆSTKOMANDI sunnudag, 30. þ. m. á Samband íslenzkra bakna- manna 20 ára afmæli. Var sambandið stofnað 30. janúar 1935, og stóðu að stofnun þess, Félag starfsmanna Landsbanka íslands, sem er elzt af starfsmannafélögum bankanna, stofnað 7. marz 1928, og Starfsmannafélag Útvegsbankans, sem var stofnað 1. júní 1933. Síðar bættust í hópinn Starfsmannafélag Búnaðarbanka íslands og starfsmenn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. Mun sambandið minnast afmælisins á laugardagskvöld í Þjóðleikhúskjallaranum með veglegu hófi. Alþjóðaróðstefna ó vegum S.Þ. um verndun miðn og fiskistofns Dr. Arni Friðriksson á undirbúningsfundi í New York HLUTVERK SAMBANDSINS Skipulag sambandsins var fyrst þannig, að einstakir bankamenn voru, jafnframt því að vera félag- ar í starfsmannafélögum, einnig félagar og beinir þátttakendur í starfi heildarsamtakanna. Árið 1948 var gerð sú breyting á skipu lagi sambandsins, að fulltrúaráð kjörið af sambandsfélögunum fer með æðstu stjórn málefna sam- bandsins og kýs stjórn þess. Hlutverk sambandsins og til- gangur, er samkvæmt lögum þess: að vinna að skipulagðri fé- lagsstarfsemi íslenzkra banka- manna, að gæta hagsmuna banka- manna í hvívetna og hafa á hendi forustu fyrir þeim út á við í þeim málum, sem snerta starf og kjör sambandsfélaga almennt, að vinna að því að auka þekkingu bankamanna í bankafræðilegum efnum og starfshæfni, með blaða- útgáfu, fræðsluerindum og á ann- an hátt, sem heppilegt er talið á hverjum tíma og koma fram fyrir hönd íslenzkra bankamanna á er- lendum vettvangi. FRÆÐ SLU ST ARFSEMI FYRIR BANKAMENN Hefur sambandið nú um 20 ára skeið unnið að þessum málum. I Þá hefur það ásamt starfsmanna- ( félögunum unnið að hagsmuna- , málum bankanna. Á fyrsta starfs- ári sínu hóf það útgáfu Banka- blaðsins, sem hefur komið út reglulega síðan. Einnig hefur það unnið nokkuð að fræðslustarf- semi fyrir bankamenn, með ýms- um hætti og hefur nú verið að undirbúa aukningu þeirrar starf- semi. ÞÁTTTAKANDI f SAMB. NORRÆNNA BANKAMANNA Sambandið kom þegar á fyrstu starfsárum sínum á sambandi við erlenda bankastarfsmenn, eink- um á Norðurlöndum. Þetta sam- starf sem féll að mestu niður á styrjaldarárunum, var tekið upp aftur þegar henni var lokið og hefur haldizt síðan. Einn fund- ur norrænna bankamanna hefur verið haldinn hér á landi, árið 1949. Sambandið er nú þátttak- andi í Sambandi norrænna banka manna, sem var stofnað-í Kaup- mannahöfn árið 1953. STJÓRN FÉLAGSINS Fyrstu stjórn Sambands ís- lenzkra bankamanna skipuðu. þessir menn: Haraldur Jóhannes- son formaður og meðstjórnendur, Baldur Sveinsson, Einvarður Hallvarðss., Elías Halldórsson og F. A. Andersen. í núverandi stjóm eiga sæti: Þórhallur Tryggvason formaður, og meðstjórnendur Adólf Björns- son, Bjarni G. Magnússon, Ein- varður Hallvarðsson og Sverrir Thoroddsen. 253 krónur f\TÍr 8 rélta getraunaleikjanna á J ÚRSLIT laugardag: ÚRSLIT getraunaleikjanna í gær: Aston Villa 3 — Blaekpool 1 1 Burnley 0 — Newcastle 1 2 Chelsea 0 — Manchester C 2 2 Huddersfield -— Cardiff frestað Leicester — Everton frestað Manch. Utd 1 — Bolton 1 Preston 3 — W Bromwich 1 | Sheff. Utd — Arsenal frestað Sunderland 2 — Portsmouth 2 Tottenham 7 — Sheff. W 2 Wolves 2 — Charlton 1 Liverpool 4 — Blackburn 1 Vegna þíðu í Norður Englandi féllu nokkrir leikir niður, þar sem vatnsflaumur gerði velli ónot hæfa. Bezti árangur reyndist 8 réttir en aðeins 9 leikjanna á seðl- inum gátu farið fram. Voru 5 seðlar með 8 réttum og 4 með kerfi, sem gefa hvert 253 kr. 1. vinningur: 157 kr. fyrir 8 rétta (5) 2. vinningur: 16 kr. fyrir 7 rétta (97) x 1 X 1 1 1 Dr. Árni Friðriks.son á undirbún- ingsfundi í New York. IAPRlLMÁNUÐI í vor verður haldin alþjóðaráðstefna í Rómaborg á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem á að fjalla um ,verndun fiskimiða, fiskistofns og önnur gæði hafsins. | Undanfarna daga hefur staðið . yfir, í aðalstöðvum S.þ. í New jYork, undirbúningsfundur að þess ari ráðstefnu. Meðal 8 sérfræðinga | og tveggja áheyrnarfulltrúa, sem þenna fund sitja, er Islendingur- inn Dr. Árni Friðriksson, aðalfor- stjóri Alþjóðahafrannsóknarráðs- I ins. Þetta er sérfræðinganefnd, | sem á að gera tillögur til Dag Hammarskjölds, aðalforstjóra S.þ. um tilhögun og dagskrá alþjóðaráð stefnunnar. 1 nefndinni eiga sæti, auk dr. Árna, fulltrúar frá Ítalíu, Kanada, Bretlandseyjum, Banda- ríkjunum, og Peru, fleiri en einn frá sumum þessara þjóða. Allir eru nefndarmenn sérfræðingar á sViði hafrannsókna og fiskifræði. Það er Allsherjarþing S.þ., sem nýlega er lokið, sem samþykkti að þessi ráðstefna skyldi haldin. ^Nið- urstöður og samþykktír hennar verða síðar lagðar fyrír Alþjóða- laganefndina til frekari aðgerða. Alþjóðalaganefndin hefur um hríð haft til athugunar ýmis mál, er varða nýtingu gæða hafsins og hafbotnsins, svo sem lög og reglur á úthafinu, landhelgismál o. s. frv. Allar þátttökuþjóðir S.þ. og meðlimir sérstofnanna samtakanna eiga rétt á þátttöku í Róm-ráð- stefnunni. Islendingar létu þessi mál mjög til sín taka er þau voru til um- ræðu í'laganefnd síðasta Allsherj- arþings og gætti áhrifa þeirra þar mikils. Hans G. Andersen, þjóðrétt arfræðingur og fulltrúi Islands í Norður-Atlantshafsbandalaginu var fulltrúi íslands í nefndinni. — Má gera ráð fyrir að íslendingar fylgist vel með því er gerast kann á Róm ráðstefnunni, svo mjög sem landhelgismálin og verndun fiski- miða og fiskstofnsins skifta hag þjóðarinnar. Ekki boðinn WASHINGTON — Talsmaður einn sagði á dögunum að Eisen- höwer forseti hefði fellt nafn McCarthys af lista yfir boðsgesti við tvær „þýðingarmiklar“ át- veizlur í Washington í þessari viku. Höfðakaupsiaður lengdur við raflögn- ina á Sauðanesi SKAGASTRÖND, 27. jan. — S. 1. laugardag var rafmagnskerfi Höfðakaupstaðar tengt við raf- línu sem lögð var frá rafstöðinni á Sauðanesi við Blönduós. í Höfðakaupstað er fyrirhugað að hafa tvær spennistöðvar fyrir innanbæjarkerfið. Var önnur þeirra tekin í notkun á laugar- daginn, en efnið i hina er nú ný- komið til landsins og verður nú sett upp á næstunni. Er ekki vanþörf á að flýta þeim framkvæmdum, þar sem rafspenn an er mjög lág í stórum hluta þorpsins. Á 19 bæjum sem eru innan við 1 km fjarlægð frá háspennulín- unni milli Blönduóss og Höfða kaupstaðar var gefinn kostur á að fá rafmagn Voru 18 þeirra tengdir við línuna í desember síðastliðnum. —Jón. Reykjavík vann Haínaríjörð Á SUNNUDAGINN fór fram hér í bænum skákkeppni milli Reykja víkur og Hafnarfjarðar. Var teflt á sex borðum og fóru leikar svo að Reykjavík vann Sigruðu reykvisku skákmennirnir með 414 vinning gegn 1%. Á 1. borði gerðu jafntefli Bald- ur Möller og Ólafur Sigurðsson. Á 2. borði einnig jafntefli milli Gunnars Gunnarssonar og Sigur- geirs Gíslasonar. Á 3. borði vann. Sturla Pétursson Árna Finnsson. Á 4. borði vann Birgir Sigurðs- son Jón Kristjánsson og á 5. borði vann Kári Sólmundarson Þórir Sæmundsson. Á 6: borði jafntefli piilli Freysteins Þorbergssonat og Magnúsar Vilhjálmssonar. Samtímis þessari keppni tefldi skákmeistarinn Friðrik Ólafsson fjöltefli á 24 borðum. Sem fyrr sýndi Friðrik frábæra skákhæfi- leika og vann á öllum borðunum nema einu, en þar varð jafntefli milli hans og Þorsteins Friðjóns- sonar. Margt áhorfenda var og var skákkeppnin mjög skemmtileg. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.