Morgunblaðið - 28.01.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.01.1955, Blaðsíða 16
VeðurúSIif í dag: A-kaldi. Síðan stinningskaldi, úr- 1 komulaust. 22. tbl. — Föstudagur 28. janúar 1955 Sjá grein á blaðs;3u 9. FjarstœÖufull grein ILANtíRI GREIN í Tímanum fyrir tveimur dögum er rætt um viðhorf Framsóknarflokksins til þeirrar tillögu að afnema innflutningshöft á bifreiðum. Greinin er nafnlaus, enda svo full af fjarstæðum að engin von er til þess að höfundur vilji gangast við óskapnaðinum. { Það hefur vakið athygli að í henni er því meðal annars dróttað að Sambandi íslenzkra samvinnufélaga að það myndi i sem og aðrir bifreiðainnflytjendur okra á bifreiðum, ef þær yrðu gefnar frjálsar. í forystugrein Mbl. í dag er rætt nánar um þetta mál. Einn keypti bíl fyrir 20 krónur! Annar strætisvagn fyrir 3 þús. krónur! I GÆR gafst mörgum Reykvíkingum kostur á að eignast jafn eftirsóttan grip sem bifreið fyrir fruðulega lítið verð. Nokkrar bifreiðar voru boðnar upp eftir hádegið í gær samkvæmt kröfu tollstjóra. Var þar hægt að gera hin mestu kjarakaup, enda notuðu menn sér það óspart og var fjöldi manns viðstaddur uppboðið. Alls voru boðnar upp fimm®' bifreiðir og seldar við hamars- högg. Þar að auki eitt bifhjól, sem tæplega var þó hægt að kalla því nafni, því það var allt í smá- hlutum. TUTTUGU KRÓNU BÍLL Líklega hefur bifreið aldrei verið seld lægra verði hér á landi en á uppboðinu í gær. Manni ein- um var slegin Chevrolet vörubif- reið (smíðaár 1929) fyrir einar 20 krónur. Þóttist maðurinn, sem keypti, hafa gert hin mestu reyf- arakaup, enda mun svo hafa ver- ið. Að vísu var bifreiðin í óöku- færu standi, þar sem sjálfa vél- ina vantaði. STRÆTISVAGN Á 3 ÞÚS. KR. Hinar bifreiðarnar voru slegn- ar fyrir nokkur hundruð krónur hver, en sú, sem dýrust var, seld- ist á 3 þús. krónur. Var það helj- armikill strætisvagn. Bifhjólið var slegið hæstbjóð- anda að lokum fyrir sambærilegt verð — aðeins 25 krónur. Skákþlng Rvlkur hefsf á sunnudag NÆSTKOMANDI sunnudag hefst skákþing Reykjavíkur. — Verður það fjölmennasta skák- mót, sem haldið hefur verið í Reykjavík, en keppendur verða 62. Verður teflt í Þórskaffi, og liefst mótið kl. 2 e. h. í meistaraflokki verða 21 kepp- andi, og meðal þeirra ýmsir þekktir skákmenn, svo sem Guð- jón M. Sigurðsson, Eggert Gilfer, Ingi R. Jóhannsson, Gunnar Gunnarsson, Ólafur Sigurðsson (Hafnarf.), Ingimar Jónsson (Ak- ureyri) og Stígur Herlufsen (ísa- firði). — í meistaraflokki verður keppt í tveimur riðlum, og þrír eða fjórir efstu menn í hvorum riðli keppa svo til úrslita. í fyrsta flokki eru 14 þátttak- endur og- 27 í öðrum flokki. Teflt verður á sunnudögum kl. 2 e. h. og mánudagskvöldum kl. 8. Biðskákir verða tefldar á mið- vikudagskvöldum kl. 8. Margir snjallir skákmenn taka þátt í þessu fjölmenna skákmóti, og má því búast við fjörugri og skemmtilegri keppni. Bæjarkeppni í hand- knatfleik í kvöld Dýpkunarskipið Grettir og dýpkunarskip Vestmannaeyjahafnar við dýpkun hafnaiinnar sumarið 1954 — Ljósm. Friðrik Jesson. I KVOLD klukkan 8 hefst bæja- keppnin í handknattleik milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, en eins og áður hefur verið skýrt frá er keppt í meistara-, 2., og 3. flokki karla og meistara- og 2. flokki kvenna. í kvöld keppa 3. fl. karla, 2. fl. karla og 2. fl. kvenna. Keppnin fer fram að Hálogalandi, en ferð verður frá Álfafelli, Hafnarfirði, fyrir Hafn- firðinga. Þaðan verður farið klukkan 7,15. Sæmileg veiði fyrir Norðurlandi SAUÐÁRKRÓKI, 27. janúar. — Undanfarið hefur verið gott veð- ur hér, logn og blíða. Einn dekk- bátur hefur farið þrjá róðra héðan með stuttu millibili og hef- ur hann verið með 4 tonn í róðri. Báturinn hefur aðeins róið á grunnmið, en talsvert hvassviðri hefur verið úti fyrir. Slæm hagbeit hefur verið und- anfarið. — Gerði áfreða, fyrir nokkru og tók fyrir allt haglendi. Er víða búið að taka hross á gjöf hér. — Guðjón. Veslmaiinaeviahöii! er mi fær öll <i5 skipum íslenzka veralimarílotans Bútaflotanum verðo búin viBunandi skilyrúi * Iftflufningsverðmætá frá Eyjum 100 miElj. kr. s.l. ár H Mikið íshröngl í höfninni á Slykkis- hólmi STYKKISHÓLMI, 27 jan. — Kerlingarskarð var mokað í morgun og fóru áætlunarbílar héðan til F.cykjavíkur í dag. Hef- ir heiðin verið teppt um viku tima. Höfnin hér í Stykkishólmi er nú full af ísreki, þannig að bát- ar komast aðeins að og frá bryggju mcð lægni. Lítið hefir verið róið héðan að undanförnu vegna ótíðar. —Á. Hlutavelta Heimdallar í KVÖI.D kl. 8,30 verður unnið að undirbúningi hlutaveltu fé- lagsins, í skrifstofunni, Vonar- stræti 4. Sjálfboðaliðar eru beðn- ir að mæta stundvíslega. Tregur afli hjá SandgerSisháíum SANDGERÐI 27. jan. — Róið hefur verið alla þessa viku, en afIi verið lítill — þetta 2—6 skip- pund á bát á dag. í dag brá held- ur til batnaðar og var afli þá þetta 5—8V2 tonn eftir því sem fréttaritari Mbl. hafði fregnir af. — A. J. Páll Kolka heiðraður á ýmsan hátt af sýslungum á sextugs afmælinu AÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ 25. haldið fjölmennt samsæti í Skagaströnd, 27. jan. þ. m. var Páli Kolka héraðslækni barnaskóla Blönduóss, í tilefni af sextíu ára afmæli hans. Hóf þetta sátu á þriðja hundrað manns, sem var mikill og góður fagnaður. BRJÓSTLÍKAN AF AFNARFRAMKVÆMDIR voru miklar í Vestmanna- eyjum á s.l. ári. Var innsigling- in í höfnina dýpkuð og breikkuð, þannig að hún er nú vel fær öll- um skipum íslenzka verzlunar- flotans. Þá var og hafizt handa um byggingu bátakvíar innst í höfninni, alveg fast að þeim stað, sem áður var íþróttavöllur kaup- staðarins. Er það verk allvel á veg komið og verður bátakvíin um 10 þús. fermetrar að stærð, þegar hún er fullgerð. BÁTABRYGGJA OG LEGUPLÁSS Á komandi sumri er fyrirhug- uð bygging bátabryggju austan til i höfninni, 40 m út frá svo- kallaðri Edinborgarbryggju og um 150 metra í vestur. Innan við þessa bryggju verður einnig legupláss fyrir báta, um 10 þús. fermetrar að stærð. Þegar þessum tveimur verk- um er lokið, verður mjög vel séð fyrir bátaflotanum, bæði hvað snertir aðstöðu til löndunar og varðveizlu bátanna í höfninni. Hvort tveggja þetta er brýn og óhjákvæmileg nauðsyn, þar sem bátaflotanum hefur ekki á und- anförnum árum verið séð fyrir löndunar- eða leguplássi í höfn- inni í neinu samræmi við hinn öra vöxt hans. MIKIL ÚTFI.UTNINGSIIÖFN Vestmannaeyjahöfn er stærsta útflutningshöfn landsins næst á eftir Reykjavík. Árið 1954 var flutt út frá Vestmannaeyjum rúm lega 21 þús. lestir af fullunnum 'iskafurðum. Skiptist það þann- ið: hraðfrystur fiskur 7277 lestir, saltfiskur 6012, fiskimjöl 4178, lýsi 1809, skreið, hrogn, þunnildi, humar o. fl. 1906 lestir. Útflutn- ingsverðmæti þessara vara nem- ur rúmlega 100 milljónum kr. Er það rösklega 12% af heildarút- flutningi sjávarafurða landsina 1954. íbúatala Eyjanna er hins vegar ekki nema um 4 þús. manns, eða tæplega 3% af þjóðar- heildinni. VÉLBÁTAFLOTINN Um 80 bátar munu gerðir út frá Eyjum á þessari vertíð auk aðkomubáta. Stærð heimaflotans er samtals 3919 lestir. Meðal- stærð báta þar er samkvæmt þessu 49 lestir. Að undanförnu hafa verið seldir burtu, eða tekn- ir úr notkun, allmargir bátar, og hafa það allt verið minnstu bát- arnir, þannig að nú eru sárafáir bátar undir 25 lestum gerðir út á vetrarvert'ð í Ev’um. Hefur bátaflotinn nær tvöfaldað smá- lestatölu á undanfcrnum árum, og er nú langsamlega stærsti bátaflotinn, sem gerður er út frá einni verstcð hér á landi. Eru bátarnir allir mjög traust- ir og vel búnir, enda hafa Vest- mannaeyingar skiuð nauðsyn þess, þar sem sjósókn þaðan er oft mjög harðsótt. LÆKNISHJONUNUM Skemmti fólk sér þar við ræðu höld og söng. Veislustjóri var Guðbrandur ísberg, sýslumaður, en söngstjóri var Þorsteinn Jóns- son sýsluskrifari. Guðbrandur ísberg tilkynnti læknishjónunum að nokkrir vinir þeirra hjóna hefðu ákveðið að láta gera brjóst- líkan af þeim, og yrði því valinn staður í héraðshælinu á Blöndu- MARGAR RÆOUR FLUTTAR Ræður í hófinu fluttu Jón Pálmason alþingismaður, Þor- steinn Gíslason prófastur í Steins nesi, Steingrímur Davíðsson skólastjóri á Blönduósi, Hafsteinn Pétursson bóndi á Gunnsteins- stöðum, séra Pétur lngjaldsson vetnings. —Jón. prestur á Höskuldsstöðum, Ágúst Jónsson bóndi á Hofi og Jón Baldurs kaupfélagsstjóri, Blöndu- ósi. Að lokum fíutti afmælis- barnið, Páli Kolka, ræðu. Á milli ræðanna fór fram söngur. ANNAÐ HÓF Á HÓTEL BLÖNDUÓSI Um kl. 12 á miðnætti var stað- ið upp frá borðum. Komu þá saman á annað hundrað manns á Hótel Blönduósi, til frekari fagnaðar. Var þar setið lengi næt- ur við ræðuhöld, söng og dans og aðra skemmtun. Fóru hóf þessi í alla staði hið virðulegasta og ánægjulegasta fram, enda verið að fagna timamótum í ævi eins fjölhæfasta og virðulegasta Hún- Dýpkunarskip Vestmannaeyjahafnar að dæla frá járninu, þar sem rammað hefur verið fyrir hinni nýju bátakvi innst í höfninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.