Morgunblaðið - 19.02.1955, Page 6

Morgunblaðið - 19.02.1955, Page 6
MORGUNBLAÐI® Laugardagur 19. febrúar 1955 p!s4*ii i á; f * * b M II Bréf: s?4r' Flokkur ísl. íimlsika- kvenna sýnir á sænskrí fimleikahátíð í apríl Stjórnandi verður írú GisBrún PHzlsen DAGANA 16.—24. apríl n. k. heldur Göteborgs Gymnastikförbund Lingviku og Norðurlandamót í fimleikum, þar sem flestir beztu fimleikamenn og konur Norðurlanda munu verða þátttak- endur. Alls munu 72 flokkar frá Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Noregi og íslandi taka þátt í þessu mikla móti. -*• FJÖLBREYTTAR SÝNINGAR Stjórn íþróttasambands íslands barst fyrir rúmu ári boð um að ísland sendi kvenflokk til móts- ins og að beiðni framkvæmda- stjórnar íþróttasambandsins mun úrvalsflokkur kvenna úr Glímu- ! félaginu Ármanni undir stjórn I frá Glímufél. Ármanni undir | í mótinu. Á þessari fimleikahátíð munu koma fram flokkar á öll- um aldri, allt frá smábörnum til húsmæðra og öldungaflokka, auk frægra úrvalsflokka. Þá munu nemendaflokkar frá ballettskóla Stóra leikhússins í Gautaborg sýna undir stjórn Mila Garde- meister, ennfremur munu karla- kórar og hljómsveitir koma þar fram. * ISLENGINGAR HAFA ÁÐUR HLOTIÐ FRÆGB ÞAR Allar sýningar fara fram í Lor- enbergs Cirkus. — Lingvikan hefst 16. apríl og verður hún sett af prófessor Hjalmar Frisk, rekt- or við háskóla Gautaborgar, en Norðurlandamótið byrjar 28. apr- íl og verður sett af H. K.H. Prins Bertil. Árið 1946 héldu Svíar samskonar fimleikahátíð í Gauta- borg, og hér um ræðir, og sýndi á því móti úrvalsflokkur kvenna frá Glímufélaginu Ármanni undir stjórn Jóns Þorsteinssonar. Vakti flokkur sá mikla athygli, sérstak- lega fyrir hinar vandasömu æf- ingar á hárri slá. í bréfi nýkomnu frá Göteborgs Gymnastikförbund til Ármanns segir meðal annars: „Minnet av denna förenings vackra uppvisning 1946 ar all- tjámt levande." Ármannsstúlk- urnar sem hér eru velþekk+ar fyrir sínar fögru sýningar undan- farin ár, æfa nú af miklu kappi undir þessa miklu fimleikahátíð Svía. Setur heÍKíSEiaet 31*0 HIÐ 14 ára gamla ,.undrabarn“ Mary Kok hefur í Hilversum bætt heimsmet sitt í 100 m. flugsundi úr 1:16,4 í 1:15,2 mín. Er búist við að ekki muni langt um líða þar tii hún syndir vega- lengdina á skemmri t'ma en 1: 1,0. — Hið viðurkennda heims met er 1:16,6 og á það Jutta Langenau Austur-Þýzkalandi. Draumaland norskra skíðamanna Herra ritstjóri ! ÉG VIL vinsamlegast biðja yður fyrir eftirfarandi í blað yðar: Ég vildi beina þeim tilmælum til forstjóra Skipaútgerðar ríkis- ins, að hann gæfi viðhlítandi skýringu á, hvers vegna m.s. Skjaldbreið var ekki komið af stað í áætlunarferð vestur um land, áður en verkfall matreiðslu- og framreiðslumanna skall á þ. 20. jan. s.l. Ég hef frétt, að skipið hafi legið í Reykjavík í 3 daga, áður en verkfall hófst og virðist það nægur tími til lestunar, ekki sízt ef eitthvað meira lægi við. Útgerðin hlýtur að hafa fengið vitneskju um verkfallið með 1 mán. fyrirvara og hefði því veriö í lófa lagið að semja áætlunina með tilliti til þess, en í þess stað er Skjaldbreið fyrsta skipið, sem lendir í verkfallinu, bíður eftir því í Reykjavíkurhöfn! Sú afsökun er einskisnýt, að búizt hefði verið við stuttu verk- falli. Reynslan hefur sýnt annað. Undirritaður átti von á all- miklu af lyfjavarningi með skip- inu, en nú sitja þau föst um borð í Skjaldbreið og ekki hægt að ná þeim út. Liggja e. t. v. undir skemmdum. Þar sem það er ekki neitt auka- starf heldur eitt aðalstarf Skipa- útgerðarinnar að sjá um flutn- inga út á land, þykir mér hlýða að láta í ljós óánægju mína og margra annarra hér úti á lands- byggðinni yfir þessari þjónustu, enda þótt ekki fáist að gert úr því sem komið er. Héraðslæknirinn á Hólmavík Víkingur Heiðar Arnórsson. Sjóitleihurmn um gnmlu Ndu Á leið íil landsins í einkaflusvél o SIGURÐUR Ólafsson flugmaður hjá Loftleiðum, hefir keypt tveggja hreyfla flugvél í Tékkó- slóvakíu og er á heimleið með hana. Hann flaug frá Tékkó- Jóvakíu til Kaupmannahafnar. Hugðist fljúga þaðan til Prest- víkur á sunnudaginn var. Ekki romst hann þó alla leið veðurs vegna en varð að lenda um 80 km frá Px-estvík. Hann er nú komínn þangað og bíður þess að veður verði hagstætt til flugs frá Prestvík til Reykjavíkur. Nói og fjölskylda hans. LEIKFÉLAG Reykjavíkur er nú í þann veginn að hætta sýningum á sjónleiknum um gamla Nóa, dýrin í Örkinni og syndaflóðið, sem var jólaleikrit félagsins í ár. Verður næst síðasta sýning leiks- ins annað kvöld. Hafa verið 12 sýningar á leiknum og liðlega 3000 manns séð hann á þessum sýningum, svo að aðsóknin hefur mátt heita góð. En kvöldkostnað- ur leiksins er mikill og félagið hefur ekki efni á að sýna sjón- leiki með taprekstri, þar sem stofnkostnaður við sjónleiki er nú orðinn gífurlega hár. Nói kominn á leiksvið í Iðnó kostar ekki minna en 67 þús. krónur, en ofan á slíkan kostnað verður ekki bætt tapi á kvöldsýningum hjá félagi, sem skilar helming styrkupphæð- ar sinnar frá bæ og ríki til rekst- urs Þjóðleikhússins og til félags- heimila. Margir hafa spurt hvers vegna L.R. hætti tíðum snemma sýningum á beztu viðfangsefnum sínum, t. d. Erfingjanum í haust, fyrr en aðsókn er með öllu þrot- in, og liggur þá svarið í þessum augljósu og einföldu staðreynd- um. í sjónleiknum um gamla Nóa koma fram margir beztu leikkraft ar félagsins og leikurinn var svið settur til þess að minnast 30 ára leikafmælis Brynjólfs Jóhannes- sonar, sem leikur aðalhlutverkið. Leikstjóri var Lárus Pálsson. — Frá L. R.) Níræður: ’ likið aS sera o í Eyjuin í gærdag VESTMNNAEYJUM, 17. :"ebr. — Það var eins og bærinn vaknaði af dvala, begar Vestmannaeying- ar risu úr rekkju í morgun, og hinu langa og lamandi verkfalli var loks lobið. Eftir hádegið- var allt á iði o>ður við höfnina, þar sem bátafk tinn hefir iegið bund- inn, og sjómenn voru önnum kafnir við að búa bátana í fyrsta róðurinn á vcrtíðinni. Munu margir bátar þegar róa í nótt, en á miðunum er hagstætt veður. ■—Bj. Guðm. Myndin hér að ofan er tekin af vinsælustu brekku norskra skíða- manha til svigæfinga. Brekkan heitir Tryvasskieiva og hún er lýst upp eins og myndin sýnir, hvern dag að vetrarlagi. I þessari brekku æfa flestir þeir skíðamenn, sem í Osló búa. Lítil flugiimferð á norðuríeiðinni KEFLAVÍKURFLUGVELLI, 17. febr.: — Mjög lítil flugumferð hefur verið hér um flugvöllinn undanfarna þrjá sólarhringa. Er flugveður óhagstætt milli Evrópu og Bandaríkjanna á norðurleið- inni. Aftur á móti er flugveður hagstætt á syðri leiðinni, þ.e. milli Shannon á íi’landi og Gander á Nýfundnalandi, og flug umferðin beinist því þangað suð- EG finn hjá mér hvöt til að votta einum af þeim ágætu Rangæingum, sem ég hef kynnzt við langa dvöl hér í sýslu, virð- ingu mína og þakkir. Þessi sýslungi minn og vinur er Bjai’ni Jónson í Meii’i-Tungu, sem 1 fyllir nítugasta árið í dag, því I fæddur er hann 19. febrúar 1865. i Ég kann ekki að rekja ættir hans eða neitt að segja um fyrri helming þessara níutíu ára, en síðan 1910 hef ég margt haft sam- an við hann að sælda öðru hverju. Þegar ég var 11 ára, átti að fá mig til að snúast fyrir hann í sambandi við útmælingu á vegi. Föður mínum þótti ég ekki láta nógu vel að stjórn; en hann ti’eysti Bjarna Jónssyni til þess að láta strákinn hlýða. Mér fór að lítast hálfilla á þennan karl, sem var hafður sem nokkurs konar gi’ýla á mig, og færðist ég heldur undan að veia í fylgd með honum. Ekki man ég hvernig þetta fór. En hitt var satt, að Bjai’ni þótti og var ágætur stjórnandi, og vissi ég ekki til að neinn sýndi honum óhlýðni, sem undir hans verkstjórn var ggfinn, þegar hann um fjölda ára var vegaverkstjóri, og leysti það starf með ágætum af hendi eins og öll önnur. Nei. — Bjarni Jónson varð ekki lengi neinn harðstjóri eða galdra- karl í mínum augum. Ég kynntist honum sem ljúfum og iinrum sýslunefndarmanni, sem skilvísum hi’eppsnefndai’oddvita, Sem slyngum málfærslumanni, þegar veria þui’fti málstað Holta- sveitar. Og Bjarni Jónsson varð glímukóngurinn í þeirri viðureign, þótt berserkir væru annars vegar með alls konar lagakróka. Ég kynntist honum sem ágæt- um skrifstofumanni, vandvirkum og glöggum, og hvergi sást betri frágangur vegna rithæfni og fag- urrar rithandar. Ég kynntist hon- um sem skiptaforstjóra, mats- manni og mannasætti, og þótti þar ekkert á vanta, að hinar réttlát- ustu niðurstöður fengjust. Ég kynntist honum sem fróðum manni í sögu og málvísindum. Og loks jkynntist ég honum vingjai’nlegum og gamansömum utan heimilis hans sem heimafyrir. Þeir, sem nú ferðast í bifreiðum um Holtaveginn, verða ekki varir við farartálma. En hefðuð þið far- ið um veginn áður en Bjarni gerði hann góðan,.laust eftir 1920, væri endurminningin þessi: Vegui’inn var oft sem hafsjór yfir að líta, og bifreiðin var sem bátur í brim- róti, þegar hvex-t kviksyndið tók við af öðru, og geta allir gei't sér í hugarlund, hvort ferðin sóttist ekki seint. Vegagerðai’mennirnir aðtoðuðu oft við að koma bílum upp úr fenjunum, og allir hjálparmenn urðu meira og minna blautir og forugir. Einn bifreiðarstjóri, sem ók þessa leið á þessum árum, sagði mér, að eitt sinn hefði hann liaft tvær enskar stúlkur innan borðs. Þurfti hann að ræða við vegaverk- stjórann og opnaði bílhurðina. Meðan samtalið fór fram rnilli verkstjórans og bílstjórans, töluðu stúlkurnar um það sín á milli á þeirra máli, að verkstjórinn væri mjög óhreinn. En þeim brá heldur en ekki í brún, urðu dreyrrauðar og skömmustulegai’, þegar sá ó- hreini svaraði á ensku, að þeir yrðu að vera saurugii’, sem s^iur- ugt ynnu. Þetta atvik lýsir nokkuð hinu níræða afmælisbarni: Menntaður ' „gentleman“, sem í sinni yfir- mannsstöðu vann sömu verk og hinir óbi-eyttu liðsmenn, ef þess þui’fti með, hlífði sjálfum sér aldrei á kostnað annari-a og var jafnan þess háttar maður, að vera en ekki að sýnast. Þess vegna varð Bjarni Jónson geðþekkur öllum þeim, sem kunnu að meta slíka mannkosti. | Bjarni Jónson er kvæntur góðri og gáfaðri konu, frú Þórdísi, dóttur Þórðar hreppstjóra og al- þingismanns frá Hala. Eiga þau hjpn fjögur börn: Þórð oddvita í , Meiri-Tungu, Valtý lækni og dæt- ur tvær, Kristínu og Jónu. Meiri-Tungu-fólkið allt hcfur jafnan átt mannhylli að faga. Páll Björgvinsson. _____é&tiM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.