Morgunblaðið - 19.02.1955, Page 12
12
MORC U /V BLAÐIÐ
Laugardagur 19. febrúar 1955
263,0011 kr.
@ f HIN fjölmörgu samskot
sem fram fóru á fyrra ári og til
Strandarkirkju, voru Morgun-
blaðinu alls afhentar 263,000
krónur. Þar af var hlutur
Strandarkirkju í áheitum og
gjöfum kr. 140,953. Hefur ekki
í öll þau ár sem Mbl. hefur
veitt gjöfum til kirkjunnar
móttöku, safnazt annað eins.
En f járhæðin er þó aðeins lítið
eitt hærri en hun var árið
1953, söfnuðust kr. 140,318 hjá
Mbl. Er Morgunblaðið fór að
veita Strandakirkju-áheitum
móttöku fyrir tæplega 30 ár-
um söfnuðust fyrsta árið 1700
krónur.
Á fyrra ári var m. a. efnt
til samskota til skákmannanna
sem fóru á meistaramótið í
Amsterdam og safnaðist hjá
Mbl. um 16000 krónur.
Mannlaus
„fylgihnöffur"
NEW YORK í febr. — Nú fer að
líða að því að loftskeyti verði
send út í himinhvolfið og látin
snúast í ákveðinni fjarlægð eins
og fylgihnöttur umhverfis jörð-
ina. Ameríska Loftskeyta félagið
(The American Rocket Society)
hefur beðið Ameríska vísinda-
félagið „að gangast fyrir því að
rannsakað verði hvert gagn sé
hægt að hafa af mannláusu tæki
sem snýst sem fylgihnöttur um-
hverfis jörðina.“
í tímariti félagsins „Jet Prop-
ulsion“ gera nokkrir kunnir vís-
indamenn grein fyrir skoðunum
sínum á því hvaða gagn sé hægt
að hafa af slíkum „fylgihnetti“.
Stjörnufræðingur telur að hægt
sé að fá upplýsingar um stjörn-
urnar, sem taki fram því sem
hægt er að fá vitneskju um með
sjónaukum.
Lífeðlisfræðingur telur að mik-
ilvægar upplýsingar sé hægt að
fá um eðli geisla utan gufuhvolfs,
og annar álítur að mikilvægar
upplýsingar fáist um gufuhvolf-
ið sjálft, sé það skoðað að ofan,
í stað þess að fram til þessa hefur
það aðeins verið skoðað að neðan.
Bílaskipfi
Óska eftir 6 manna bíl í
skiptum fyrir 4ra manna
bíl og vefnaðarvöru sem
milligjöf. Upplýsingar í
síma 4771, —
7EN1TFK
Blöndungar
í Bradford
Austin 8
Austin A 40
Austin 12
Austin vörubíl
Ford 10 með viðbragðs-
dælu. —
Gruggkúlur
6ifreíðav5ryverzlun
FtlMkí Barfelsen
Hafnarhvoli. — Sími 1228.
— Djilas og Dedijer
Framh. af bls. 7
★ — EFTIRMAÐUR TITOS —
OG HÖFUNDUR
ÆVISÖGU HANS —
Djilas, sem á þessum tíma var
varaforseti landsins, forseti þings
ins og talinn líklegur eftirmaður
Títós, fékk nú alvarlega áminn-
ingu. Hann glataði upphefð sinni
innan flokksins. En hann fékk
ofurlítil eftirlaun og var heimilað
að búa endurgjaldslaust og eftir-
' litslaust í íbúð í Belgrad. Eini
' maðurinn, sem varði hann opin-
berlega, var Dedijer, sem ekki
j var eins háttsettur innan flokks-
ins, en hafði notið vináttu Títós
í svo ríkum mæli, að hann var
kjörinn til að skrifa bók um Tító
) sem er reyndar vel og frjálslega
skrifuð. Dedijer sagði á flokks-
fundi, að hann væri ekki einn af
þeim, er vildi gera orð sín að
markleysu, og hann áfelldist
flokksbræður sína fyrir að vera
slíkar skræfur að renna nú af
hólmi, þó að þeir hefðu áður ver-
ið samþykkir Djilas um flest.
! Málin héldust í þessu horfi, þar
I til Tító fór í heimsókn sína til
| A.-Asíu. Meðan hann var fjar-
| verandi voguðu Djilas og Dedijer
sér aftur fram á sjónarsviðið og
ræddu við erlenda blaðamenn. En
þá þoldi staðgengill Títós, Kar-
' delj varaforsætisráðherra, ekki
lengur mátið. Nú var tekið
nokkru rækilegar en áður í lurg-
inn á syndaselunum. Kardelj hef-
ir löngum verið talinn tækifæris-
sinni, hafði snúizt öndverður
gegn Djilas árið áður, en nú tók
hann einn dýpra í árinni og kall-
aði Djilas og Dedijer „ómerkilega
föðurlandssvikara, sem hver heið
arlegur maður myndi hrækja
framan í.“
★ ÓTTAST AÐ ÞJÓÐIN
LEGGI ORÐ f BELG
í hverju greinir Djilas og
Dedijer á við forustumenn flokks
ins? Það er kunnugt, að Djilas
vill heimila andstöðuflokka í lar.d
inu og jafnframt láta draga úr
skriffinnsku kommúnistaflokks-
ins. Hann álítur, að tími sé til þess
kominn að fólk megi skiptast á
skoifunum, og Tító virtist áður
vera honum sammála í þessu
efni. En Djilas á þó ekki við að
aðrir taki þátt í stjórnarandstöð-
unni en kommúnistar. Öll um-
deild mál skulu rædd innan
kommúnistaflokksins, en aðal-
atriðið fyrir Djilas er að draga
megi alla annmarka á stjórn
landsins fram í dagsljósið. Lýð-
ræðisskoðanir hans eru ekki svo
víðtækar, að hann vilji vita af
gömlum konungssinnum eða
mönnum af hinum gömlu borg-
aralegu ættum við völd í land-
inu.
En álit hans er, aðflokkurinn
hafi nú tryggt aðstöðu sína svo
í landinu, að hann geti leyft sér
það „óhóf“ að ræða málefni ríkis-
ins opinberlega. Það er einmitt í
þessu efni sem Djilas greinir svo
mjög á við Kardelj og fylgismenn
hans. Skoðun þeirra er, að enn
stafi mikil hætta af neðanjarð-
arhreyfingum í Júgóslavíu.
Bændurnir, sem neytt hafa stjórn
ina til að hætta við að þjóðnýta
landbúnaðinn, eru 65% af allri
þjóðinni. Þeir óttast, að ekki að-
eins bændurnir neldur öll þjóð-
in taki að leggja orð í belg, ef
það verður allt of augljóst, að
ekki ríkir eining með kommún-
istum.
Kommúnistar í Júgóslavíu
gætu þyí komizt í sams konar
hættulega aðstöðu og Lenin, þeg-
ar hann lét sig dreyma um að
koma á „lýðræðislegum sósíal-
isma“ en varð að grípa til ein-
ræðisins. Þessvegna vilja komm-
únistar hafa vaðið fyrir neðan sig
og fylgja heldur stefnu Lenins —
einræðinu — heldur en stefnu
Djilas.
★ ♦ ★
Forseti Tékkóslóvakíu, Eduard
Benes, sagði um Djilas, að hann
væri einasti leiðtogi kommúnista,
sem hann hefði kynnzt, er hugs-
aði sjálfstætt.
Dedijer hafði látið svo ummælt,
að júgóslavneski kommúnista-
flokkurinn, er stóð að bylting-
unni, „æti a.m.k. ekki sín eigin
börn.“ Dómurinn yfir Djilas og
Dedijer virðist benda á, að
Dedijer hafi að nokkru leyti rétt
að mæla.
Engin eflirmál
KAUPMANNAHÖFN, 18. febr.:
—Danska þjóðþingið samþykkti
í dag, eftir tveggja daga umræð-
ur, að ekki skuli höfða mál skv.
ríkisrétti gegn mönnum, sem eitt
hvað kann að hafa orðið á dag-
ana fyrir og eftir 9. apríl 1940,
og á hernámsárunum.
153 þingmenn greiddu atkvæði
með þingsályktun, sem gekk í
þessa átt. Átta kommúnistar
greiddu atkv. á móti og tveir
vinstrimenn sátu hjá. (NTB)
Hlý leyniiiigreglusaga
Jfiutthati l.nl'wn’r
«0M VA« ll£rnn OAUBUW MANNÍ
„Þér eruð í hættu stödd!“
hrópaði Karl Craven, en
honum hafði verið falið að
bjarga Tenelope Grayson
úr höndum Víngarðs Saló-
mons.
« i
■ Ingólfscafé Ingólfscafé
: Eldri dansarnir j
! ;
; í Ingólfscafé í kvöld klukkan 9
: ;
: Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5. — Simi 2826.
: í
orscr “ 1
Cömlu dansarnir
aS Þórscafé í kvöld klukkan 9
Hljómsveit Jónatans Olafssonar.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5—7.
Vetrargarðurinn
VetrargarSuriaa
DANSLEIKUR
í Vetrargarðinum ý kvöld klukkan 9.
Aðgöngumiðasala frá kL 3—4. — Sími 6710
V. G.
Kl. 3—5
Jam—Session
Beztu jazzleikarar
bæjarins leika.
KL. 10-2 em.
DANSLEIKUR
ásamt skemmtiatriðum.
Miðar seldir kl. 5—6 og við innganginn.
Stúdentafélag
Reykjavíkur
I ÞORRABLOT i
: :
Orfáir miðar óseldir á Þorrablót félagsins, verða :
• ;
: seldir klukkan 3—5 e. h. í dag. «
* ;
Stjormn. *
I :
PELS
Nýr enskur pels (mouton-
lamb), til sölu. Sími 82408.
EKSKUR
og barnavagga, til sölu, á
Hringbraut 52. Sími 7675.
fcí
----- M A R K ÍJ S Eftir Ed Dodd
1) — Heyrðu Markús. Ef við
eigum að gera kvikmynd af
þvottabjörnum. þá verðum við að
hafa að minnsta kosti einn aðal-
leikara.
2) — Við höfum líka tilvalda
stjörnu. Það er þvottabirna, sem
er mjög hænd að okkur og hefur
oft verið hér í nágrenninu.
— Já hún er fyrirtaksstjarna
og þykir gaman að vera með alls-
kyns látalæti.
3) — En hvar er hún?
— Hún var hérna fyrir utan til
skamms tíma.
4) — Við verðum að fara að
leita að henni. Hún má ekki
stöðva framleiðsluna. ,