Morgunblaðið - 19.02.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.02.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIB Laugardagur 19. febrúar 1955 “S EFTIRLEIT EFTIR ECON HOSTOVSKY Framhaldssagan 25 „Það var auðvelt. Ég hringdi -til hans og sagði, að mig langaði til að hitta hann og bauð honum út með mér. En þér vitið, að út- lendingar eru ekkert hrifnir af veitingahúsum okkar, þar sem þeir fá ekki nóg að borða, og þá skeði það, sem ég hafði einmitt búist við. Hann stakk upp á því að við hittumst á ensk-ameríska klúbbnum og þegar ég sagði hon- um, að ég væri ekki meðlimur klúbbsins, bauð hann mér að vera sinn gestur. Við borðhaldið sagði ég honum, að ég væri alltaf svangur, þar sem ég yrði að borða á veitingahúsum og þar er ekki mikið um feitmeti, en þá kallaði hann á yfirþjóninn og sagði hon- «m að héðan í frá væri ég alltaf gestur sænska sendiráðsins. Mér tókst að hvísla leyniorðinu, sem þér sögðuð mér frá að yfirþjón- inum og við töluðum fáein orð saman við fataherbergið. Það lít- ur út fyrir, að ungfrú Pollinger -'og Morgan snæði í klúbbnum svo .■\ð segja daglega, en Brenner hef- lir ekki komið þar enn. Kral hef- v}' verið þar nokkrum sinnum og 1Á alltaf með ungfrú Pollinger. En yfirþjónninn sagðist hafa það á tilfinningunni, að amerísku stúlkuna grunaði eitthvað. Hún segði alltaf „þegiðu“ í hvert sinn sem hann kemur að borðinu". „Það er ómögulegt, ekki er hún .skyggn“. „Fyrirgefið, félagi, en Englend- ingum og Ameríkumönnum hlýt- ur að hafa dottið í hug, að við befðum njósnara meðal starfs- :"ólksins“. „Já, auðvitað, en allir gruna vörðinn í fatagevmslunni, því að við höfum komið beim orðrómi á. að hann hafi verið rekinn fyrir njósnir. En engum mundi detta í liug, að gruna yfirþjóninn. Þeir halda allir, að hann sé enskur, og hann kom meira að segja frá Ox- ford. Ég vona, að þessar stuttu samræður yðar hafi farið fram á ensku?“ „Nei, á téknesku, ég kann ekki ensku, en það gat enginn hafa }>eyrt til okkar, þetta tók aðeins nokkrar sekúndur og við hóstuð- um og snýttum okkur á meðan“. „Það voru mistök, hvers vegna kunnið þér ekki ensku?“ „Ég er frá slavneska hlutanum — en ég tala frönsku". „Blessaður verið ekki að af- saka yður, ekki er ég kennarinn yðar, og ekki bit ég af þér höf- uðið, þótt þér kunnið ekki ensku. Það, sem við þurfum nú að gera er það, að yfirþjónninn tilkynni okkur á stundinni, þegar Brunn- er kemur í klúbbinn. Nú verðið þér að hugsa um Brunner og engan annan, en Brunner aftur á móti verður að hugsa um aðra, en við verðum að hafa vakandi auga með hbnum, svö að hann komist ekki í of náin vinfengi við Ameríkumennina. Þakka vður nú fyrir, Husner að hafa komið, þér þurfið ekki að bíða eftir að ég hringi til yðar, ég hef alltaf tíma til að taka á móti vini eins og yður. En nú þarf ég að bjóða til mín vini, sem hefur gleymt mér, herra Eric Brunner. Verið þér sælir, Husner“. „Verkamenn sameinist!" „Hvað er það? Já, verið sælir'1. Ef Husner hefði verið við- staddur viðtal þeirra Erics tveim tímum síðar, mundi hann hafa lært ýmislegt af látbragði Mat- ejka. Husner hafði lengi haft áhuga á Matejka og hinu ævin- týralega- starfi hans, en í sann- ieika gagt hafði hann alltaf litið á sjálfan sig sem hæfari í leyni- þjónustuna en utanríkisþjónust- una. Eric vissi það ekki, en það gerði Husner — að ef Matejka fitlaði við eyrnarsnepilinn, þýddi það tortryggni, og ef hann tók upp vasaklútinn án þess að snýta sér, þýddi það, að ekki var allt með felldu. I Matejka fór þegar að fitla við eyrnarsnepilinn, um leið og Eric kom inn og meðan á samtalinu t stóð var vasaklúturinn óhreyfð- | ur á borðinu nema þegar hann braut hann saman og tók hann aftur sundur. ' 1 ,.Þér lítið ekki vel út Eric. Blessaðir farið nú ekki að verða veikur, einrnitt þegar við þurf- um á yður að halda". j Þá tók Matejka eftir því, að eitthvað hæðnislegt var í fari Erfcs. „Mér mundi þykja það leitt vðar vegna, ef ég yrði veikur núna. en ég lít ekki vel út í dag vegna þess að ekkert heitt vatn var í krönunum í dag og ég gat ekki rakað mig, og einnig vegna þess, að ég svaf ekki mikið síðast liðnar nætur“. „Eftir því sem ég veit bezt, hafið þér aðeins verið að störf- um eina nótt, þegar þér voruð með Borek". „Hver saeði yður það? Þjónn- inn á Sharpshooters Arifis kránni?" „Þar skjátlast yður. Þér getið treyst honum algjörlega, þér komust einnig í kast við lögregl- una“. „Ég óska yður til hamingju með upplýsingarnar, félagi Mat- ejka. en þær eru ófullnægjandi. Ég hef starfað miklu meira, en yður hefur verið tilkynnt um, og ef ég er syfjaður er það vegna þess, að ég tók mér það bessa- leyfi að hugsa um starf mitt og einnig yður, og um allt, sem þér sögðuð mér síðast og það, sem ég hafði mestan áhuga á var það....“ „Ég veit það. Það voru leyni- fundir Krals við konu yðar“. „Yður skjátlast. Það sem olli mér mestum áhyggjum voru þessar réttmætu ásakanir, þótt þær væru aðeins gefnar í skyn. í raun og veru er ég slæmur kommúnisti. Ég segi þetta ekki til að lofa bót og betrun, Mat- ejka. Ég get ekki framkvæmt þetta verk. Ekki vegna þess, að ég hafi ekki góðan vilja, heldur vegna þess, að mér finnst þetta Kral-mál vera svo fráleitt. Þarna sjáið þér, þetta er minn veik- leiki. Ég get ekki framkvæmt skipanir flokksins, ef þær brjóta í bág við samvizku mína". „Fjandinn hirði yður, Brunn- er. Þér fáið ekki nægan svefn vegna þess að þér eruð að hugsa um þessa hjartnæmu ræðu. Þér kennið samvizku yðar um, ef verkefnin, sem þér fáið, falla yð- ur ekki í geð. Það er það, sem að er. Það eru ekki hugsjónir yðar, siðgæði og samvizka. Þetta er aðeins eigingirni, og þá verðið þér annar Maxim Gorki". j „Hvers vegna aðeins Maxim Gorki? Hvers vegna ekki Zhdan- ov?“ „Sparið þessar spurningar og leggið þær fyrir stjórnmálaskól- ann. Hvers vegna brýtur þetta Kral-mál í bág við samvizku yð- ar og hvers vegna finnst yður það svo fráleitt?" „Ég get ekki framkvæmt njósnaverk lögreglunnar. Upp- lýsingarnar um Kral munu koma upp um aðra og ég vil ekki koma þeim í vandræði. Ég get ekki talað vingjarnlega við fólk og fengið hjá því upplýsingar, en farið síðan og kært það. Öll hér- uð þurfa á lögreglu að halda, en njósnir eru ekki fyrir alla“. „Jæja, Brunner, ég skil yður. Mig furðar á því, að þér skylduð ekki hafa sagt þetta strax í upp- hafi, en það er augljóst, að þér hafið komizt að því, sem þér höfðuð mestan áhuga á sjálfur. En ég ber mikla virðingu fyrir Jóhann handfasti ffiNSK SAGA 110 við litum við sáum við riddarasveit koma þeysandi á eftir okkur. „Þeir elta okkur,“ hrópaði konungur. „Nú verður hver að bjarga sér eftir beztu getu og láta sig engu skipta hvað um mig verður.“ j Nú hófst hin mesta þeysireið, sem ég hef nokkurn tíma tekið þátt í. Við keyrðum hestana sporum og létum þá fara eins hratt og þeir mögulega gátu. Tré og runnar virtust þjóta fram hjá eins og leiftur þegar við þeystum eftir hinum mjóa reiðstíg. Til allrar hamingju var ég nærri því eins vel ríðandi og konungur og því hafði ég það af að verða ekki viðskila við hann. Loks komum við í dimmt skógarfylgsni og námum þar staðar og sáum þá að við vorum orðnir við- skila við hina félaga okkar. Konungurinn, með sínu venju- lega drenglyndi, vildi ólmur snúa aftur og koma þeim til hjálpar, ef búið væri að taka þá til fanga, en ég bað hann að halda áfram eins hratt og langt og unnt væri. Hann gæti ekkert hjálpað hvort sem væri og yrði aðeins tekinn til, fanga sjálfur ef hann færi nú að snúa aftur. Við stöldruðum | þarna í nokkrar mínútur til að láta hestana kasta ofurlítið j mæðinni. Svo stigum við á bak aftur og héldum áfram ferð okkar með sama ofsa hraða og áður. — Þegar dagur rann, riðum við inn um borgarhlið einhverrar smáborgar. Nú töldum við víst að við værum komnir út fyrir yfirráða- svæði greifans, og við ákváðum að hressa okkur á nokkurra klukkustunda svefni. Við fórum inn í gistihús eitt, þar sem pílagrímar virtust vera tíðir gestir, og fleygðum okkur í rúmfleti. — Mér fannst ég varla hafa lokað augunum þegar ég vaknaði við mannamál og settist upp geispandi og sá þá ■m NÝ SENDING Hálfsíðir og síðir tjul I kjólar GULLFOSS AÐALSTRÆTI Þakjárn nýkomið H. Benediktsson & Co. h.f. Hafnarhvoll — Sími 1228 ATVINNA Ungur áhugasamur maður vanur afgreiðslu óskast til afgreiðslustarfa í skóbúð. — Þarf að hafa bílpróf. — Tilboð ásamt uppl. um fyrra starf sendist afgr. Mbl. fyrir 22. febrúar, merkt: „Reglusamur — 302“. „DEL MONTE" HEIMSFRÆG VÖRUTEGUND ; 1 ■ s ■ m ■ ■ ! BIÐJIÐ ÆTÍÐ UM ÞAÐ BEZTA f : : TÓMATSÓSA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.