Morgunblaðið - 19.02.1955, Page 9

Morgunblaðið - 19.02.1955, Page 9
Laugardagur 19. febrúar 1955 MORGU N BLAÐIÐ i Annálar Formósu II.; EÐLILEGT AÐ ÍBÚAR VILJI SJÁLF- FRAMFARIR í nútíma merk-1 ingu orðsins tóku að gerast með talsverðum hraða á Formósu frá 1885. Sá Kínverji, sem varði eyna gegn Frökkum (þeir náðu aðeins Keelung og dálitlu svæði þar í kring) var síðar gerður að fylkisstjóra á Formósu um leið og eyjan var gerð að sjálfstæðu fylki. Lét hann gera járnbrautir þær, sem fyrr um getur og var fyrsti Kínverjinn, sem tók sér slíkt fyrir hendur. (Geta má þess að erlendir menn gerðu fyrstu járnbraut í Kína — eins og reynd ar flestar aðrar. Var það árið 18.76. Árið eftir keyptu Kínverj- ar járnbrautina, eingöngu í þeim tilgangi að rífa teinana upp og ónýta brautina, að sögn, af því að hún var bein og truflaði þar með jarðdrekana. Þá segir og að teinarnir hafi verið sendir til Formósu; var þar öruggara að gera hina fyrstu tilraun). Þá dirfðist þessi ágæti maður einnig að nota rafmagn til að lýsa upp höfuðstaðinn og ritsími við meginlandið var fullgerður árið 1888. En uppreisn gerðu Kínverjar gegn honum vegna þess að hann lagði þyngri og jafnari skatta á menn en áður. Þessi ár var frumbyggjunum útrýmt af talsverðum krafti með árlengum herferðum inn á svæði þeirra, sem urðu minni og minni. Var jafnvel kveikt í skógum í stórum stíl til þess að knýja þá af sínum litlu, ræktuðu blettum upp í fjöllin. AFSKIPTI JAPANA EINS OG menn vita, hófst stríðið milli Japan og Kína út af Kóreu, en það land hafði öldum saman verið meira eða minna háð Kína, stundum frjálst, en oft lagt undir Kína á ný og þó aldrei hluti af sjálfu Kína, heldur „verndað land“. íbúar Formósu gerðu út sendi- nefnd til keisarans í Peking og báðu hann að láta eyna alls ekki af hendi og létu þá skoðun í ljós að ef Kínaveldi gæti ekki haldið eynni, væri miklu betra að láta England fá þar yfirráð en Japan. En þetta bar auðvitað engan ár- angur. Mikill glundroði varð er það barst mönnum til eyrna að Jap- anar myndu taka eyna og halda henni. Kínverskir embættismenn tóku að flýja með fjölskyldum sínum. Erlend herskip komu á vettvang til að vernda borgara sinna eigin landa, en höfðu ekki önnur afskipti af því, sem fram fór. Hafði fylkisstjórinn áður lát- ið erlenda ræðismenn víta að hann gæti ekki lengur borið ábyrgð á því, sem fram kynni að fara. Leiðtogar þeirra Kínverja, sem ekki flýðu Formósu — og það var auðvitað mikill meiri hluti þeirra — ákváðu nú að stofna sjálfstætt lýðveldi, er skyldi við- urkenna yfirveidi Kína. Voru til- kynningar um þetta sendar bæði til Peking og til stórvelda Ev- rópu og Ameríku. Gerðu menn sér helzt vonir um að Frakkland mundi styðja hið nýja lýðveldi, en einnig Rússland og Þýzkaland. Allar brugðust þessar vonir og illa var jafnvel haldið á málum kínverskra einstaklinga um þær mundir, sem Japanar tóku við völdum. Ekki bætti það úr skák að lýðveldin á Formósu voru tvö, annað norðan til, en hitt sunnan til. Þó að mótspyrna Kínverja og frumbyggja væri all hraust- leg, þá var hún illa skipulögð og fór út um þúfur; eftir nokkra mánuði lögðu Japanar bæði lýð- veldin undir sig, en það kostaði þá meir en 32.000 menn, sem flestir dóu úr sjúkdómum. ANDSTAÐAN GEGN JAPÖNUM FYRSTA árið, sem Japanar voru við völd, byrjuðu Hakka-Kín- verjar uppreisn gegn þeim á ný- ársdag. Létu Japanar hálshöggva ST/EÐI EYJARINNAR og brenna nokkur hundruð, aðrir segja nokkur þúsund. Annað árið varð meiri háttar bylting og flæmdu uppreisnarmenn Japana burt af miðbiki eynnar. Þá voru tvær minni háttar byltingar sama ár (1896). Oft voru 7—20 menn hálshöggnir daglega af Japönum og voru þetta að miklu leyti Formósu-Kínverjar. Voru þeir oft grimmilega píndir. En samkomu- lag Kinverja og frumbyggja virð- ist hafa batnað eftir þetta. FKAMHALÐ ANDSPYRNU GEGN JAPÖNUM ÁRIÐ 1910 verður nokkur breyt- ing á ástandinu. Japanar stofna þá hreyfingu, sem nefnist „Und- irgefni eða dauði“ og voru veittar 15 milljónir yen til þess að fram- kvæma þessa stefnuskrá. Og var árásunum þá fyrst og fremst beint gegn frumbyggjunum. — ið 1926. Komst félagatala yfir 6 ■ þúsund, en félagið var bannað árið 1931. | Nýtt kúgunartímabil hófst árið 1928. Var upp frá tekið að banna | hægfara hægrisinnuð umbótáfé- lög, einnig þau, sem héldu því fram að efla bæri samvinnu við Japana. Þögnuðu þá einnig þær raddir. Sama var að segja um félag, sem gagnrýndi ópium- verzlun Japana og hlutdeild stjórnarinnar í henni. Tveim árum s.'ðar gerðu frum- byggjar meiri háttar byltingu. Tóku þá Japanar að vopna einn ættbálk þeirra gegn hinum til þess að efla „eðlilega útrýmingu“, en notuðu einnig flugvélar og gas gegn þeim. Fréttir af ýmsum byltingatilraunum árin þar á eft- ir eru allmjög óljósar og ná- kvæmar skýrslur sennilega eyði- lagðar. mósusund til að takmarka út- breiðslu styrjaldarinnar í Kóreu. Þann 7. júlí sendi stjórnin í Pek- ing nótu til SÞ um að „kínverska þjóðin muni án vafa frelsa Tai- wan“ (þ. e. Formósu). Það, sem síðan hefur gerzt, er í beinu framhaldi af þeim stefnum, sem þá voru teknar, af báðum aðilum, því að í Kóreu er aðeins vopna- hlé, en ekki raunverulegur frið- ur. Má til samanburðar benda á fyrri stefnu Japana, að það var vegna Kóreu-ástandsins að þeir töldu sér Formósu nauðsynlega. Auk þess er örstutt frá Formósu til Filippseyja. NÚVERANDI ÁSTAND KÍNVERJAR höfðu orðtæki: ,,Á Taiwan er bylting fimmta hvert ár og óeirðir þriðja hvert ár.“ Bera annálar þess vitni að nokk- uð muni hæft í þessu. Nú eru þó orðin meira en fimm ár síðan síðasta bylting var gerð. til útflutnings, en áður voru einn- ig hrísgrjón flutt til Kína og Japan. Þrátt fyrir allan flótta- mánnastrauminn var útflutning- ur meiri en innflutningur undir stjórn þjóðernissinna (1951). —<■ Höfðu þó 34 af 42 meiri háttar verksmiðjum eyðilagzt í stríð- inu. Framleidd eru kol, olía, til- búinn áburður og sement. Mikið er ræktað af ávöxtum, þ. á. m. bananar og ananas. Timbur og te er flutt út eins og áður. Hafnir eru góðar og mikið af flugvölum, er Japanar létu gera mjög víða á eynni. Jafnvel með gamaldags flugvélum var auð- velt að ná til Filippseyja, Kína og Japanseyja á stuttri stundu. Áburðarverksmiðjan var endur- reist fyrir Marshall fé og talið ert að hún spari landinu á annað þúsund milljóna Bandaríkjadoll- ara áriega. Meðan Japanar höfðu völd og fjárhagur þeirra var í lagi, veittu þeir bændum ódýr lán og voru þeir þar af leiðandi betur settir en bændur, sem fátækir voru á meginlandinu. Síðar leystist þetta upp í glundroða stríðsins og við A eynni er talið að íbúar muni tók arðrán jarðeigenda. Þjóðern- vera um 7 milljónir Formósu- Kínverjar, er tala að mestu Fú- kien mállýzku. Allt frá dögum issinnar komu þessu í lag, svo leiga var mjög mikið lækkuð, verð á jarðeignum féll og kjör í hléinu, sem varð milli loka heimsstyrjaldarinnar og borgarastyrj- aldarinnar í Kína, voru gerðar margar tilraunir til að reyna að koma á sættum niilli kommúnista og þjóðernissinna. Myndin hér að ofan er tekin þegar Mao og Chiang hittust. Þar skála þeir, en nú bítast þeir um Formósu. Koxinga hafa þeir verið að nema smábænda urðu sæmileg. Og iðn þar land, með því að Fúkien aðarmöguleikar virðast vera fylki er afar lítið og landrými mjög góðir. 'Lífsskilyrði eru yf- uijög takmarkað um allmargar irleitt mjög miklu betri en í aldir. Frá þessu fylki er einnig ■ Kína, Japan og Indlandi, jafnvel kominn fjöldi Kinverja í öðrum þótt íbúum fjölgi talsvert frá því, löndum (Indónesíu, Síam, Indó-1 sem nþ er. Hins vegar hefur Kína o. fl.). Frumbyggjar munu landið ekki skilyrði til að halda vera rúmlega 150.000 og á síðustu uppi miklum her af eigin ram- arum hafa margir þeiria tekið, leik. En bæði kommúnistar og kristna trú og horfið frá sínum þjóðernissinnar hafa fyrir nokkru hausaveiðum. Um þetta er skrifað , tekið upp þá stefnu að láta her- í bók, „Stranger than Fiction i inn framleiða matvæli handa (Einkennilegra en skáldsaga, I sjálfum sér að meira eða minna eftir Dixon). Flóttamenn frá leyti, en það er óþekkt á Vestur- meginlandinu, sem hrakizt hafa löndum, þó það sé eldgömul að- Sunnan til voru ættbálkarnir Gaogan og Atayal, teknir fyrir árið 1910. Um miðbik eynnar var barizt gegn Mori-Kouan og Ata- yal ættbálkunum árið 1911. — Tveim árum seinna börðust her- mennirnir gegn Kinani og Ata- yal norðan til á eynni. Fjórði liðurinn í „Undirgefni eða dauði“ hreyfingunni hófst ár- ið 1914 og var þá 12.000 manna her beint gegn Taruk ættbálk- inum, sem var þó aðeins 10.000 að konum og börnum meðtöld- um. Árið eftir gerðu Kínverjar byltingu með aðstoð frá megin- landinu. Mörg þorp þeirra jöfn- uð við jörðu, 1413 teknir til fanga, 866 dæmdir til dauða, en aðeins 95 líflátnir. Lét keisarinn gefa hinum líf. Þá stofnaði frjálslyndur Jap- ani „sambræðslufélag" er skyidi vinna með friðsamlegu móti að jafnrétti Kínverja, frumbyggja og Japana fyrir lögunum, o. fl„ svo að Formósa gæti runnið eðli- lega saman við japanska heims- veldið. Kom stjórnin þessari hreyfingu fyrir kattarnef og fangelsaði leiðtogana um stund. — Formósu-stúdentar í Tókíó stofnuðu tímarit þar í sama til- gangi, en fengu ekki að gefa það út í heimalandinu fyrr en 1927, er það varð að dagblaði, unz það var bannað 1933. Árið 1919 héldu Japanar áfram „hreyfingunni" og notuðu nú sprengjur úr flugvélum gegn „villimönnunum“. Á tímabilinu 1921—1924 voru af ýmsum For- mósu-mönnum bornar fram bæna skrár um að láta eyna fá lýð- ræðislegt stjórnarfar af þing- bundinni stjórn. Segir í þýzkum heimildum að þessar tilraunir hafi kostað um 3.000 mannslíf. — Kommúnismi barst til Formósu nokkru síðar en Kína. Marxist- , ar stofnuðu verkamannafélag ár- Fyrstu loftárásina gegn veldi Japana á eynni gerðu hermenn Chiang Kai-sheks eftir að styrj- ödlin milli landanna hafði staðið um nokkurt skeið (1938). Eftir það var neðanjarðar starfsemi skipulögð til að styrkja þjóð- ernissinna og velta hinu jap- anska oki af sér. Sjálfboðaliðar frá eynni börðust eftir það með Chiang, þeir héldu einnig fundi í stríðstíma höfuðborg Kína, Chungking. Samþykkt var þann 1. des. í Cairo að Taiwan (þ. e. Formósa) og Pescador eyjar skyldu aftur hverfa undir Kína að styrjöldinni lokinni. Samþykktin síðar stað- fest af Rússum. Þann 25. okt. 1945 tóku þjóð- ernissinnar við Formósu af Jap- önum. Var Chen Yi hershöfðingi sendur þangað. Næsta ár kom í fyrsta sinn saman stjórnmála- samkunda (Kínverja) á eynni. Þann 28. febr. 1947 gerðu For- mósu-Kínverjar mótmælabylt- ingu gegn þjóðernissinnum. — Höfðu kommúnistar áður prédik- að fullt sjálfstæði eyjarinnar og fylgdu þeirri skoðun margir frá fornu fari. Hreyfingin var bæld niður með hörku og líflátum af Chen Yi, en Chiang Kai-shek sendi menn til að rannsaka málið og varð árangur sá að Chen Yi var dæmdur og líflátinn og ýms- um fylgismönnum hans refsað. Fyrstu kosningar til löggjaf- arþings fóru fram á allri eynni þann 21. jan. 1948. Gangur flokkastyrjaldarinnar í Kína er almennt kunnur. Megin- land Kína var þegar tapað þjóð- ernissinnum seinni hluta ársins 1949, en þann 26. apríl næsta ár drógu þeir allt sitt lið frá Hainan ey og (15. maí) frá Chushan eyjum. Þann 27. júní skipaði Trúman forseti 7. flotanum að verja For- undan kommúnistum, munu vera um eða yfir 3 millj. Þessir flótta- menn tala yfirleitt kínverska rik- ismálið. Með því að allmikill hluti þeirra er herlið, myndast auðvitað ýmis vandamál í sam- búðinni við Formósu-Kínverjana, ferð í Austurheimi. — Slíkir herir geta auðvitað orðið. ríki í ríkinu og aðferðin gefst senni- lega ekki vel nema á friðartím- um. Af ofan greindu er auðskilið að ýmsum virðist Formósa girni- ekki sízt þegar á það er litið að j jeg. Engum dettur í hug að neita þeir eru einangraðir — margir | þvj að hún sé kínverskt land, hverjir — frá samskiptum við enda er henni stjórnað af Kín- ættmenn sína á meginlandinu. Hvað tækni og hreinlæti snert- ir, stendur Formósa á hærra stigi verjum og fyrir þá Kínverja, sem á henni búa, eins og sakir standa. Áður hefur hún verið arðrænd, en aðrir hlutar Kínaveldis. Meira eins og mörg lítil lönd, af ná- ! er þar af járnbrautum, góðum! vegum, rafmagni og ýmsum öðr- um þægindum en gerist í Kína • yfirleitt. Heilbrigðis- og skóla- I mál eru líka yfirleitt í betra lagi og Formósu-Kínverjarnir kunna ; flestir japönsku, auk móðurmáls . síns. Þriðjungur eyjarinnar er ræktanlegt land og allvel rækt- að, framleiðir nógan mat handa landsmönnum og talsvert af sykri grönnum sinum, fyrst Kína, en síðar Japan. Tjón Formósumanna í stríðinu var einnig mjög til- finnanlegt. Eðlilegt er þess vegna að ýmsir helztu menn eyjarinn- ar vilji að hún sé sjálfstæð. (Helztu heimildir, auk kristniboða, eru eftir Davidson og H. Maclear Bate, báðar enskar). Jóhann Hannesson. Búnaðarþing vill rýmkun á innflutningi Jeppa FUNDUR hófst í Búnaðarþingi í gær kl. 13,30. Lögð voru fyrir þingið fimm ný mál og þar með er málafjöldi, sem liggur fyrir Búnaðarþingi orðinn 38. í öðru lagi gerði búnaðarmálastjóri grein fyrir starfsemi félagsins árið 1954. Þá voru nokkur mál lögð fyrir Búnaðarráð til fyrri umræðu, en af þeim hlaut aðeins eitt fullnaðarafgreiðslu, og var það erindi Búnaðarsambands Suður- Þingeyinga varðandi jeppainnflutning. Hljóðar ályktunin svo: Búnaðarþing ályktar að skora á ríkisstjórnina að leyfa mun ríflegri innflutning á jeppum nú á þessu ári en uncíanfarin ár. j Byggist þessi krafa á þeirri stað- ' reynd, að þörfin hjá bændum út um land, fyrir að fá jeppana! keypta, verður alltaf brýnni og. brýnni eftir því, sem erfiðara verður að fá verkafólk til nauð- synlegra starfa, enda munu um- sóknir um þá sjaldan eða aldrei hafa verið fleiri en nú. Næsti fundur er ákveðinn kL 9 árd. í dag, og verða þar mörg mál á dagskrá, m.p a. fjárhags- áætlun Búnaðarþings fyrir árið 1955 til fyrstu umræðu. Vilja fá fyrrverandi storm- sveitarmann framseldan BRÚSSEL — Belgía mun fara fram á það við Breta, að þeir láti af hendi fyrrverandi storm- sveitarmann, Francois Ressler, er nú býr í Loughborough, Leic- estershire. Ekki er talið líklegt, að Bretar verði við þessari ósk Belga. ,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.