Morgunblaðið - 17.12.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.12.1957, Blaðsíða 2
2 MORGTJNBLAÐIÐ Þriðjudagur 17. desember 1957 Kosningalagabreyfingin verBur til að auka ónœði á kjordegi Furðu gegnir er stjórnarflokkarnir œtla að kenna öðrum siðgœðisreglur í kosn- ingum — segir Jón Pálmason KOSNINGALAGAFRUMV. ríkis- ilar þó nóg að starfa, þótt þing- stjórnarinnar kom til 2. umræðu í neðri deild Alþingis síðdegis í gær. Var það rætt þá og á fundi í gærkveldi, og því síðan vísað til 3 umræðu. Fyrir lá álit meiri hluta alls- herjarnefndar deildarinnar (stjórnarliða). Gísli GuSmundsson hafði fram- sögu f.h. meirihlutans. Rakti hann einstakar greinar frumvarps ins. Eru þær lesendum Mbl. þeg- ar kunnar. Að því loknu sagði Gísli, að allsherjarnefnd hefði at- hugað frumv. og mælti meirihlut- inn með, að það yrði samþykkt. Ófullnægjandi afgreiSsla Bjarni Benediktsson tók til máls f.h. minnihluta allsherjar- nefndar. Hann sagði m. a.: Frumvarpi þessu var vísað til nefndar á laugardag og kom hún saman til - ð "jalla um það, í morg un. Var þá því líkast sem nefnd- armennirnir úr stjórnarflokkun- um, sem annars eru athugulir og vandvirknir menn, vildu ekki ræða um frumvarpið, en flýta afgreiðslu þess eftir megni. í umræðunum á laugardag var bent á ýmis atriði, sem verða að teljast mjög óljós. Þá fengust ekki fullnægjandi skýr ingar frá Eysteini Jónssyni, er hélt uppi svörum fyrir stjórnina. 1 morgun varð sama raunin á. Komu ekki fram önnur svör en gamanmál um það, að eitthvað þyrftu lögfræðingar og dómstólar að hafa við að fást! Hafa þeir að- ið bæti úr þeim atriðum í frum- vörpum, sem bersýnilega er áfátt. Þegar af þessum ástæðum eig- um við Sjálfstæðismenn ekki sam- leið með meirihluta nefndarinnar. En auk þess eruni viS andvígir frumvarpinu í meginatriðum og teljum rétt, a3 því s<' annað hvort vísað fró eða það fellt. Nær ekki tilgangi sínum Ég vil aðeins geta þess, að meg- ingalli þessarra frumv. er sá, að það verkar alveg öfugt við það, sem aðstandendur þess telja. Til- gangurinn er sagður sá að friða kjördaginn. Frumv. mun ekki leiða til þess. Það mun aðeins koma í veg fyrir að flokkarnir geti fylgzt með því í þéttbýlinu, einkum í Reykjavík, hverjir hafa kosið. Það hafa þeir gert hingað til í því skyni að ónáða ekki þí, sem þegar hafa neytt atkvæðisréttar. Hér eftir munu þeir ónáða þá menn líka. Segja mætti, að frumv. gæti náð tilgangi sínum, nC það bann aði algerlega að hafa nokkurn áróður, flokksstarfsemi og fyr- irgreiðslu á kjördegi. Það er ekki gert. Sjálfstæðismenn eru vissulega til viðræðna um ráð- stafanir til að stemma stigu við óhæfilegum áróðri og þeim er ekkert keppikefli að draga kjör fund á langinn. Hömlur á beitingu kosningaréttar Það hlýtur þó óneitanlega að — Eysteinn Framh. af bls. 1 slíkar, að þær hljóta að teljast vafasamar, þegar þær eru skoð aðar ofan í kjölinn. í hvers umboði tala ráðherrarnir Ríkisstjórn íslands hefur því enga sameiginlega stefnu utanríkismálum, og er sjálfri sér sundurþykk í þeim efnum Hún hefur vanrækt að hafa samráð við Alþingi eins og henni þó ber að gera. Því er fullkomin ástæða til að spyrja: Fyrir hverja og i hvers um boði tala þeir Hermann Jónas- son og Guðmundur f Guð mundsson í París? Samkvæmt yfirlýsingum sjáfra stjórnar- I flokkanna tala þeir ekki fvrir' ríkisstjórnina í heild. Og ckki tala þeir fyrir Alþingi, því að það hefur ekki fengið að láta uppi álit sitt. Ég skora á fjár- málaráðherra að gefa afdrátt- arlaust svar við því: f hvers umboði tala ráðhcrrarnir á þeim mikilvæga fundi sem nú er haldinn í Paris? Ráðherra stirt um svar Eysteinn Jónsson: Spurt er um birtingu bréfs þess, sem nú hefur borizt frá Bulganin. Það verður birt í dag og sent blöðum og út- varpi. Þá er spurt, hvernig unnið verði að svari. Bréfið er til for sætisráðherra og mun hann ákveða, hvernig unnið verður að svarinu. B.í rni Benediktsson: Búast mátti við þunnu svari við fyrir- spurnum mínum, en svarið varð þynnra en mér hefði til hugar komið, að það yrði, — jafnvel frá Eysteini Jónssyni. Hann svarar engu um það, hvort samráð verði haft við Alþingi, nefndir þess eða þingflokkana. Ég spyr því: Ætlar stjórnin að hafa samráð sín á milli. Á að bera svarbréfið undir alla ráðherrana? Eysteinn Jónsson kvaddi sér ekki aftur hljóðs. skapa hömlur gegn því 'að menn' geti neytt kosningaréttar síns, ef loka á kjörstöðum kl. 11 á kvöld- in. Hið sama er að segja um þá auknu skriffinnsku, sem taka á upp í sambandi við atkvæðj- greiðslu fyrir kjördag. í þéttbýl- inu kemur fyrir, að hundruð manna kjósa þannig hvern dag. Hætta er á því, að menn, sem hér eftir þurfa að kjósa fyrir kjör- fund, geti sumir hverjir ekki kom- ið því við ef því fylgir löng bið á kjörstaðnum. Ég tel því marga annmarka á þessu frumvarpi og mig skortir öll rök til að fallast á það cða sjá nauð syn á breytingunum, sem í því fel- ast. Og allra sízt verður á fruniv. fallizt, þar sem áhrifin munu verða þveröfug við liinn yfirlvsta tilgang þess og kosningalögin í heild eru níi í athugun hjá sérstakri milli- þinganefnd. Aðdragandi frumvarpsins I gærkvöldi kl. 9 var fundi fram haldið. Jón Pálmason tók til máls og sagði m. a.: Þessi deild ræddi fyrr í dag lítið frumv., sem ég flyt til að fá bætt úr misrétti í sambandi við lagaákvæði um kjörskrár við sveitarstjórnarkosningar. Þótt það frumv. sé flutt af einlægum vilja til að leiðrétta það, sem allir játa að miður fer, virðist ekki vera mikill áhugi hjá stjórn- arliðinu fyrir því, að það nái fram að ganga. Það frumv., sem hér er til um ræðu, er af allt öðrum toga spunnið. Þar er ekki verið að bæta úr misrétti eða göllum á lögunum heldur liggja aðrar á- stæður því til grundvallar eins og fram hefur komið við um- ræður hér á Alþingi. Eftir öllum atvikum tel ég rétt að rekja hér með nokkrum orðum aðdraganda þessa frumv. og sögu þeirra manna, sem að því standa. Frumvarp þetta er síðasti liður í þeim hala kosn- ingalegra hrekkjarbragða, sem beitt hefur verið um skeið af ýmsum forystumönnum núver- andi stjórnarflokka. Kosningafrumvarpið 1953 Ég mun ekki fara lengur aftur í tímann en til þingsins 1953. Þá var lagt fram frumv. varð andi kosningar til Alþingis. Skv því átti að vera heimilt að telja saman atkvæði flokka og vildu flutningsmenn taka upp þá skipan án þess að gera breyt- ingu á stjórnarskránni. Eins og rétt var álitu menn þetta frumv ekki þinghæft, það var sent tíl nefndar, en kom aldrei frá henni aftur. Nafnið, sem frumv. al- mennt fékk, var kássufrumvarp- ið. — Nú skyldu menn halda að flutningsmennirnir hefðu verið það siðaðir að láta hér staðar numið. En skv. leiðbeiningum úr annarri átt tóku þeir nú að und- irbúa framkvæmdir án þess að hirða um það, hvort þær væru andstæðar kosningalögum og stjórnarskrá. Samningarnir, sem stóðu yfir í 2—3 ár, urðu undir- staða hræðslubandalagsins. Eitt aðalloforðið var að vinna aldrei með kommúnistum. Því var hátíðlega lofað. „Alþýðu- bandalagið" sór aftur á móti að samþykkja aldrei stjórnarskrár- og kosningalagabrot hræðslu- bandalagsins. En þetta fór á aðra leið. Eftir kosningar hófust samn- ingar um að verzla með pólitíska æru flokkanna. Sú verzlun virt- ist ganga eins og kaup og sala á vörum í búð. En þessir menn hafa líka verzl- að með mannorð þjóðarinnar út á við. Stjórnin stendur nú með annan fótinn í Atlantshafsbanda- laginu, en hinn hjá Rússum og munu menn ekki aðra slíka klof- glennu, síðan heimurinn tók að- skiptast í tvær andstæðar fylk- ingar. Þegar þetta er athugað, gegnir furðu, að þeir sekustu skuli leyfa sér að koma með frumv. eins og það, sem hér liggur fyrir, og telja sig þess umltomua að kenna heiðarlegum mönnum siðgæðis- reglur í kosningum. Þetta er slík hræsni, að mér ofbýður og er svo um fleiri, sem ekki er þó klígjugjarnt. Þetta er því líkast sem rummungsþjófar fari að á- minna ráðvanda menn um að taka ekkert ófrjálsri hendi. I Umfangsmiklar kosningar í Reykjavík Brögð Hræðslubandalagsins Er þeim lauk og gengið var til kosninga fór svo, að þeim, er stóðu að hrekkjarbrögðunum, tókst með ósönnum upplýsing- um, að telja sínu fólki trú un. að flokkarnir myndu, ef þeir kæmust að, laga allt okkar fjár- hagskerfi, dýrtíðinni myndu þeir útrýma, útgjöld skyldu lækka o. s. frv. Með þessum loforðum komust þeir og hjá því afhroði sem þeir höfðu til unnið. Tilgangur þessa frumv. er aug- Ijós. Hann er sá að gera fólkinu erfiðara fyrir um áð kjósa og koma í veg fyrir að flokkarnii hafi aðstöðu til að fá fólk til að sækja kjörfundi. Frumv. er fyrst og fremst miðað við Reykja vík, þar sem meirihluti kjósenda fylgir Sjálfstæðisflokknum. Ég hef oft undrazt, að takast skuli að láta 30—40 þús. kjósendur greiða atkvæði á 3 kjörstöðum í Reykjavík á einum degi. Nú mun gert ráð fyrir 6 kjörstöðum hér eftir, en samt koma á 7. þús. lcjósendur á hvern stað, og er það meiri fjöldi en er í nokkru öðru kjördæmi hér á landi. Af þessu leiðir, að í Reykja- vík er erfiðara að fá kjósendur á kjörstað en annars staðar. Til þess hefur frá upphafi verið ætlazt, að ekki sé áróður á kjör- stað eða reynt að fá fólk á kjör- degi til að breyta ákvörðunum sinum um það, hvaða flokk það ætli að styðja. Hins vegar er margt af fólki, sem hugsar á þá leið, að óþarfi sé að það fari á kjörstað til að greiða atkvæði með flokki sínum, — allt mun bjargast án þess. Meðal þeirra er flest af rólegasta og æsinga- minnsta fólkinu. 1 þessum hópi eru Sjálfstæðis- menn langflestir. Nú er reynt að koma í veg fyrir að unnt sé að hvetja það til að kjósa. Það hefur þó frá fyrstu tíð verið álitið sjálfsagt hér á landi að f-ylgjast megi með því, hverjir kjósa, og erfitt að segja, hvort það er meira af flónsku eða ill- vilja, að nú er reynt að setja skorður við því. í frumv. eru fleiri ákvæði, en engin þannig, að unnt sé að sjá nokkra nauðsyn á að þau nai fram að ganga, og yfirleitt eru þau fáfengileg og heimskuleg. í sambandi við kosningu fyrir kjör dag á t. d. að gera grein fyrir því, hvar maður verði staddur á kjördegi, og er þó vitað, að ýmsir menn geta ekkert um það sagt, t. d. sjómenn, bílstjórar og flugmenn. Kjördagar ættu að vera tveir í sambandi við þetta frumvarp mætti minnast á ýmis þau læti, sem fulltrúar Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins hafa beitt á kjördegi. Ég þekki minna til aðfara kommúnista af eigin reynd, en í þeim löndum, sem þeir hafa að fyrirmynd tíðkast ekki nema einn listi. E.t.v. er þetta frumv. spor i átlina að slíku fyrirkomulagi. Þegar Alþingiskosningar fara fram um veturnætur er þess kraf izt, að kjördagar séu tveir. Kosn- ingar til bæjarstjórna og hrepps- nefnda í kauptúnum fara fram á enn óheppilegri árstíma, síðast í janúar, þegar allra veðra er von. Ég hef því oft hugleitt, hve óvar- legt það er að hafa ekki 2 kjör- daga í þessum kosningum. Hér í Reykjavík getur jafnvel oft ver- ið illfært um göturnar um þetta leyti árs eða blindhríð. Réttast væri að þetta frumv. hlyti sömu örlög og kássufrumv. á sínum tíma. Ég mun ekki fjöl- yrða um það meira, en vil benda á þá hræsni og þann yfir drepsskap sem í því kemur fram og verður enn Ijósari þegar minnzt er sögu liðinna ára Að ræðu Jóns lokinni lýsti Bjarnl Benediktsson því yfir, að nefnd- arálit minnihluta allsherjarnefnd ar hefði verið afhent til prentun- ar, en þau sjónarnnð, sem þar koma fram yrðu rakin frekar við 3. umræðu. Myndi þá og lögð fram rökstudd dagskrá, sem gerð er grein fyrir í álitinu. Að þ;sari umræðu lokinni var frumv. síðan vísað til 3. umr. með atkvæðum stjórnarliða. nyr stórveldafundur í kjöl- far Parísarfundarins ? PARÍS, 16. des.: — 1 morgun íófst ráðherrafundur Atlantshafs jandalagsins. Eisenhower Banda- ríkjaforseti hélt aðalræðuna og segja fréttamenn, að ekki hafi bor- ið á neinni veilu í rödd hans, hann var fastmæltur og ákveðinn. Ræða hans stóð yfir í 20 mínútur. Aðal- kjarni hennar var sá, að þjóðir Atlantshafsuandalagsins, sem hafa innan sinna véhanda um 500 millj- ónir manna, liafi yfii’ að ráða öfl- ugustu hernaðarvél, sem mann- kynið hefur þekkt. Bandaríkjafor- seti sagði ennfremur, að hinar frjálsu þjóðir heims hefðu kallað forystumenn sína saman til fund- ar til þess, að þeir gætu borið sam an ráð sín, enda væri þess full þörf, þar sem skuggi einræðis hefði fallið yfir lýðræðisríkin. ■ Það væri því nauðsynlegt, að for- yslumenn NATO-ríkjanna gætu sameinazt um tillögur, sem tryggðu öryggi í heiminum og styrktu varn ir lýðræðisþjóðanna. F orsetinn benti á, að lýðræðisríkin hefðu gert sér far um að stuðla að því, að dregið yrði úr vígbúnaði, og framleiðslu á kjarnorkuvopnum JÓN ÞORSTEINSSON, nrepp- yrði hætt. En það hefði ekki verið stjóri og fyrrv. sýsluskrifari í unnt að komast að samkomulagi Norður-Vik í Mýrdal, er sjötugur við Ráðstjórnina, og nú hefði hún í dag. Hann dvelzt hér í bænum. ;boðið lýðræðisríkjunum byrginn, ekki aðeins á hemaðarsvið- inu heldur einnig á sviði verzlun- ar og viðskipta. Bandaríkjaforseti sagði enn- fremur, að lýðræðisþjóðirnar hefðu veitt 20 þjóðum með 800 millj. íbúða, sjálfstæði á síðastliðn- um 15 árum. Þá sagði hann, að ráðstefnan yrði fyrst og fremst að stefna að þvl að styrkja friðinn I heiminum. Það gæti orðið erfitt verk, en að því yrði að vinna. Friður væri takmark allra þjóða. Á eftir ræðu Eisenhowers tóku aðrir leiðtogar NATO-ríkj- anna til máls og kom m. a. fram hjá þeim að Vesturveldin ættu uð atliuga gaumgæfilega þær tillögur, sem Bulganin hefur sett fram i liréfum þcim, sem hann liefur skrifað forsætisráð- herrum rikjanna undanfarið. Adenauer sagði m. a., að Vest- urveldin ættu að hiðja Bulganin uin frekari skýringar á sumum atriðum hrcfanna. Þess má að lokum geta, að Dulles flutti tillögu á síðdegisfundinum í dag þess efnis, að NATO-ríkin efldu hernaðarsamstarf sitt. — Loks má geta þess, að sumir fréttaritarar í París eru þeirrar skoðunar, að nýr stórveldafundur muni fylgja í kjölfarið ú Parísar- Eisenhower fundinum. Þykir þcim stemmning fyrir slíkum fundi t París. 1 kvöld ræddi Moskvuútvarpið um ræðu Eisenhowers Bandaríkja forseta og sagði, að ekkert nýtt hefði verið í hennL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.