Morgunblaðið - 08.10.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.10.1958, Blaðsíða 1
20 síður 45 árgangur 229. tbl. — Miðvikudagur 8. október 1958 FrentsmiÖia Morgunblaðsins Sjálfstœðismenn flytja tillögu um: Byggingu nýrra varðskipa og leigu á skip- um til verndar báfaflotanum Lífsnauðsynlegar ráðstafanir vegna hernaðaraðgerða og yfirgangs Breta \ Fulltrúar Islands á Islandsmiðum Geigvænleg hætta vofir yfir vel- bátaflotanum JAFNSKJÓTT og Alþingi kemur saman n. k. föstudag munu þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja fram tillögu til þings- ályktunar um eflingu landhelgisgæzlunnar og aukna vernd islenzkra fiskiskipa. í tillögu þessari verður í fyrsta lagi lagt til, að Alþingi skori á ríkisstjórnina að láta nú þegar befjast handa um byggingu nýrra varðskipa. í öðru lagi feli Alþingi ríkisstjórninni að leigja þcgar í stað hentug skip til eftirlits og verndar fiskiskipaflota ís- lcndinga, með það fyrir augum að bægja þeirri hættu frá íslenzkum sjómönnum og skipum þeirra, sem hernaðarað- gerðir brezkra herskipa og yfirgangur brezkra togara hef- ur í för með sér. — Skal ríkisstjórninni heimilt að verja fé úr Landhelgissjóði og ríkissjóði til þessara framkvæmda. Brýn nauðsyn bættrar land- helgisgæzlu Allt frá því að undirbúningur hófst að frekari útfærslu fisk- veiðitakmarkanna en fram- kvæmd var árin 1950 og 1952, hefur mönnum verið ljóst að brýna nauðsyn bæri til þess að efla landhelgisgæzluna og bæta skipakost hennar. A grundvelli þeirrar skoðunar samþykkti Al- þingi hinn 28. marz 1956, tillögu frá þáverandi dómsmálaráðherra um smíði nýs varðskips. Með henni veitti Alþingi ríkisstjórn- inni heimild til þess að hefja undirbúning að smíði nýs varð- skips. Jafnframt var heimilað að verja fé úr Landhelgissjóði Is- lands til byrjunarframkvæmda við smíði skipsins. Heift togaramanna Af fréttum af viðurelgn brezkra togaramanna við íslenzka varðskipsmenn undanfarið er auðsætt að hinir brezku sjómenn eru fullir heiftar og hefndar- huga gagnvart íslendingum. Mikil hætta er á því að sá heift- arhugur brjótist út gagnvart ís- lenzkum bátasjómönnum á kom- andi vertíðum. íslenzka land- helgisgæzlan er þess hins vegar mjög vanbúin að stunda nauð- synlegt eftirlit með bátunum og veita þeim þá vernd, sem nauð- synleg er. Landhelgisgæzlan hef- ur aðeins 6 skipum og bátum á að skipa til sjálfrar landhelgis- gæzlunnar. Aukin vernd bátaflotans Það er þess vegna óhjákvæmi- legt að landhelgisgæzlan leigi nú þegar hentug skip til þess að stunda eftirlit og vernd vélbáta- flotans í vetur. Skal ekki fullyrt um það að sinni, hve mörg skip myndi þurfa að leigja. En vafalaust mun verða þörf á stóraukinni aðstoð við bátaflotann í öllum lands- hlutum. Þessar ráðstafanir munu að sjálfsögðu kosta allmikið fé. En þær eru óhjákvæmilegar vegna þeirrar örlagaríku bar- áttu, sem íslenzka þjóðin á nú í. Þessari tillögu Sjálfstæðis- manna á Alþingi mun þess vegna almennt verða fagnað og samþvkkt hennar hið fyrsta talin sjálfsögð. Fulltrúar íslanls á þingi Sameinuðu þjóðanna. Sitjandi frá vinstri: Thor Thors, sendiherra, Guðm. I. Guðmundsson, utan- ríkisráðherra og Pétur Thorsteinsson, sendiherra. — Stand- andi: Hans G. Andersen, sendiherra og Þórarinn Þórarinsson, ritstjórL „Heimurinn fordœmir kommúnista, ef þeir hefja skothríð á ný' /r Seawolf" hefði getað verið lengur í kafi NEW YORK, 7. okt. — Eins og skýrt hefur verið frá í fréttum, var bandaríski kjarn Þessi tillaga hefur ekki verið j orkukafbáturinn Seawolf 60 framkvæmd af núverandi ríkis- | daga f kafi samfleytt. Nú hefur flotamálastjórnin skýrt stjórn. En nú er svo komið að óhjákvæmilegt er að gera tafar- lausar ráðstafanir til þess að byggja hraðskreið og fullkomin varðskip, og það jafnvel án til- lits til þess óvenjulega ástands, sem nú ríkir á miðunum við strendur landsins. Tillaga Sjálfstæðismanna um byggingu nýrra varðskipa helgast þannig af aðkallandi frá því, að kafbáturinn hefði hæglega getað verið í kafi helmingi lengur en hann hafði fyrirmæli um. Maturinn — vandamál Skipstjórinn sagði á blaða- mannafundi í dag, að nóg vatn hefði verið fyrir hendi: „Við nauðsyn." Er það mjög miður j hefðum getað farið í bað“, sagði farið að tillaga fyrrverandi : hann, „síðasta daginn, ef við dómsmálaráðherra frá 1956, hefðum viljað . Þá gat hann þess um byggingu nýs varðskips einnig, að miklar súrefnisbirgðir skuli ekki hafa verið fram-1 hefðu verið 1 bátnum, þegar kvæmd ennþá, þar sem öllum hann kom fil hafnar eftir *>essa átti þó að vera ljós hin brýna i tvo manuði- Hann sagði, að e. t. v. 1 væri hægt að vera endalaust í kafi í kjarnorkukafbáti, ef ekki þörf þess er fiskveiðitakmörk in yrðu færð út Bátaflotinn í yfirvofandi hættu öllum, sem til þekkja, má einnig vera það ljóst að mikil og geig- vænlég hætta vofir yfir íslenzka bátaflotanum þegar hann hefur haust- og vetrarvertíð. Á und- anförnum árum hefur það iðu- lega hent að brezkir togarar hafa siglt á íslenzka fiskibáta og valdið tjóni ó mannslifum og eignum. Síðast á s. 1. vori lá við stórslysi út af ísafjarðardjúpi er brezkur togari hafði nær siglt niður lítinn vélbát með 5 mönn- um. þyrfti að glíma við vandamál í NÚ eru skólarnir að byrja og veldur það miklurn breyting- j um á útburðarstarfsliði blaðs- * ins. Má búast við að þetta ' valdi nokkrum erfiðleikum við að koma blaðinu til kaup- enda a.m.k. fyrstu daga mán- aðarins En að sjálfsögðu verð- ur allt gert sem hægt er til þess að það gangi sem greið- legast. sambandi við geymslu á matvæl- um. Það væri erfiðast viðureign- ar. — Gott heilsufar Skipslæknirinn sagði, að lítið hefði verið um veikindi í þess- ari frægðarför. Sextán skipverj- ar fengu lyf við venjulegu kvefi, önnur veikindi voru ekki — nema hvað binda þurfti um fingur og þess háttar. En auðvitað komu ýmis fjölskylduvandamál upp í ferðinni, tveir sjóliðanna urðu feður á þessum tíma o. s. frv. — 116 manna áhöfn var á bátnum. Þessa 60 daga var farin 14.600 mílna vegalengd og sögðu sjó- liðarnir að lokum, að þetta hefði verið hin bezta skemmtiferð. — Skipstjórinn í ferðinni heitir Richard B. Laning. HONG KONG, 7. okt. — Utan- ríkjanna þar í borg mundu hitt- ríkisráðherra kínversku komm- únistastjórnarinnar sagði í dag, að ef Bandaríkjamenn héldu, að sú. ákvörðun kínversku stjórnar- innar að hætta skothríð á Que- moy væri veikleikamerki, væri það alrangt hjá þeim. Chen Yi marskálkur tók í sama streng í gær. Samkvæmt kínversku frétta stofunni sagði hann, að Banda- ríkjamenn ættu aðeins einn kost: að hætta að skipta sér af For- mósudeilunni. Alþýðulýðveldið væri staðráðið í því að frelsa Formósu og eyjarnar, sagði hann. Blöð í Varsjá greindu frá því í dag, að fulltrúar Kína og Banda ast á morgun, og gæti sá fundur markað tímamót í Formósudeil- unni. Þess má geta, að bandarísk herskip fylgja enn birgðaskipum þjóðernissinna til eyjanna og hafa þau fengið 9 metra há flögg til að kommúnistar geti aðgreint þau frá herskipum þjóðernis- sinna. Þegar Dulles kom til Wash- inton í dag, sagði hann, að allur heimurinn mundi for- dæma kommúnistastjórnina, ef hún sviki það loforð sitt að hætta skothríð á eyjarnar í eina viku. Páfi hressari í gœr Þó ekki úr hœttu RÓM, 7. okt. —Reuter— Pius páfi XII. hresstist aftur í dag, en þó er hann engan veginn tal- inn úr hættu. Samkvæmt áreið- anlegum heimildum hefur páfi ráðgert að veita nánustu sam- starfsmönnum sínum áheyrn á Falangistar herskáir Ástandið enn ótryggt i Beirut BEIRUT, 7. okt. — í dag voru fjórir menn drepnir í úthverfum Beirut-borgar, þegar öryggis- sveitir reyndu annan daginn í röð að koma í veg fyrir, að alls- herjarverkfall 'einangraði borg- ina gjörsamlega. — Það voru falangistar, eða kristnir menn langt til hægri, sem eru stuðn- ingsmenn Chamouns fyrrum for- seta, sem gerðu allsherjarverk- fallið fyrir 17 dögum og stjórna því. Þeir eru óánægðir með hina nýju stjórn Karamis, svo og for- setadóm Chehabs, hershöfðingja, sem tók við af Chamoun, eins og kunnugt er. Falangistar krefjast þess, að Karami taki í stjórn sína fulltrúa úr fyrri stjórn lands ins. Allt var með kyrrum kjörufn í miðborg Beiruts í dag, en falang istar létu mikið til sín taka í úthverfunum. Má t. d. geta þess, að þar hafa þeir hlaðið götu- vígi. morgun. Hann gaf til kynna, að hann vildi hitta Dominico Tard- ini, ráðherra. í opinberri skýrslu um heilsu- far páfa, sem gefin vár út í kvöld, undirrituð af þeim fjórum læknum, sem hafa stundað hann, sagði á þessa leið: Hinn heilagi faðir hvíldist í næði þrjár stund- ir síðdegis í dag. Heilsu hans hefur ekki hrakað. I skýrslunni var ennfremur sagt, að „þeim læknisaðgerðum", sem hafnar voru þegar páfi veikt ist í gærmorgun, „hefði verið haldið áfram samkvæmt áætl- un“. I dag var páfi það frískur, að hann gat rætt við nánustu að- stoðarmenn sína um 'máiefni kaþólsku kirkjunnar. Hann gat einnig lesið á hitamælinn áður en hann rétti lækninum hann. Læknar þeir, sem hafa vakað yfir páfa á sveitasetri hans, Castel Gandolfo, vöruðu þó við því, að enn væri hann engar* veginn úr hættu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.