Morgunblaðið - 08.10.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.10.1958, Blaðsíða 6
M O R C V N n L 4 Ð I Ð Miðvik'udagur 8. okt. 1958 Þýzki herinn var blekkfur herfilega af gervisálfræðingi Ólærður mabur nábi ótrúlega langt FYRIR SKÖMMU mimtust Þjóð- verjar þess, að 50 ár voru liðin frá því, að hinn frægi og kímilegi at- burður gerðist að kvöldi 10. sept. 1906 í Köpenick, einu úthverfi Berlínar, að skósmiður einn að nafni Wilhelm Woigt klæddi sig í heimildarleysi í einkennisbún- ing kapteins í prússneska hern- um. í krafti einkennisbúnings ins tók hann í sína stjórn her- deild, sem hann mætti á förnum vegi, fór með hana til ráðhússins í Köpenick og handtók borgar- stjórann og borgarritara staðar- ins í nafni keisarans. Lét hann hermennina flytja þessa embætt- ismenn til fangelsis en stakk í eigin vasa bæjarsjóðnum. Atburður þessi þótti hinum prússneska hernaðaranda til mik- illar háðungar, en nafn „kapteins ins frá Köpenick“ flaug um víða veröld og vakti í sepn samúð og hlátur. Woigt var dæmdur í 4 ára fangelsi, en þegar fangavistinni lauk, varð hann hetja. Honum voru sendar stórgjafir og fjöldi kvenna sendu hinum hugdjarfa háðfugli hjúskapartilboð. Rithöf undar og revíuleikarar fengu inn blástur frá honum og jafnvel Ját- varði VII Englandskonungi þótti kostulega gaman að sögunni af honum. En Þjóðverjar þurfa ekki að leita til fortíðarinnar til að grafa upp slíka gamansögu um þýzka herinn. Mitt á meðal þeirra hefur nú komið upp nýr „kapteinn frá Köpenick". Hann heitir Robert Schneider og er nú fyrir her- rétti í Bonn, þar sem smám sam- an er verið að lyfta hulinni af undarlegum og löngum svika- ferli hans. Honum tókst með fölsuðum skjölum og vottorðum að sitja í læknisembætti um langan tíma án þess að hann hefði nokkuð Iært og að lokum náði hann hátindi framans, er hann gegndi starfi í 7 mánuði, sem yfirsálfræðingur alls hins ný- stofnaða vestur-þýzka hers. Kapteininn frá Köpenick var gamall og ólæs. Hinn nýi „kapt- einn“, falslæknirinn Robert Schneider, er yngri maður og hefur svolitla undirstöðumenntun enda komst hann lengra á svika- braut sinni. Hann er fæddur í Vínarborg, höfuðborg Austur- ríkis, árið 1919, lauk gagnfræða- skólaprófi, en féll svo, er hann ætlaði að halda áfram í mennta- skóla. Faðir hans, sem hafði at- vinnu af móttöku ferðamanna, kom honum að starfi hjá ferða- skrifstofunni American-Express. Schneider féll það starf svo illa, að við innlimun Austurríkis í Þessi mynd var teiknuð fyrir sinnaskiptin. Krús'eff í bindindi? PXRÍS, 6. okt. — Bandaríski fréttaritarinn, B. J. Cutler, sem um tveggja og hálfs árs skeið hefur dvalizt í Moskvu og er einn kunnasti bandaríski frétta- ritarinn þar, lét svo um mælt, er hann ræddi við franska blaða- menn fyrir helgina, að þess sæj- ust nú merki, að Krúsjeff hefði lagt flöskun* á hiiiuna. Sagði hann, að heilsa K. ^effs væri ekki upp á það t og hann hefði, eins og svo margir, sem skyndilega yrðu bin .eiismenn, hafið mikinn áróður gegn áfeng- inu. Síðan Krúsjeff „gekk í stúku“, sagði Cutler, hefur hann hækk- að verðið á vodka að mun — og í ræðu, sem hann ílutti ekki alls fyrir löngu í Leningrad, for- dæmdi hann heimabruggið harð- lega — og feótti sárt í broti. Þýzkaland 1938 gerðist hann sjálfboðaliði í þýzka hernum og gegndi herþjónustu í einni af skriðdrekasveitum hans. Hann tók þátt í innrásinni í Frakkland og er hann hafði staðið sig vel í bardögunum fékk hann leyfi til að stunda framhaldsnám í læknis fræði og heimspeki. Dundaði hann við það og starfaði m. a. um skeið við sjúkrahús í Bæjara- landi en lauk aldrei neinu prófi í þessum greinum. Eina háskóla- prófið sem hann hefur er hið al- menna heimspekipróf. Skjalasöfn Þýzkalands eyðilögðust En árið 1952 hóf hann blekk- ingaferil sinn með því að semja fölsuð próf-ogembættisvottorð. Á þessum árum var oft mjög örðugt að sannprófa gildi slíkra vott- orða, því að í styrjöldinni höfðu skjalasöfn skóla, sjúkrahúsa og stundum heilla borga farið for- görðum. Leitaði Schneider upp- lýsinga um það fyrirfram, hvort skjalasöfn stofnananna höfðu glatazt og varð þetta til þess að um langt árabil komst aldrei upp um hanii en hann hlaut æ meiri frama. Er það í rauninni óhugnan- legt að þótt hann skorti þekk- ingu og lærdóm á þessum svið- um, virtist enginn treysta sér til að draga í efa öll hin glæsi- legu vottorð, sem hann hafði sér til framdráttar. Þegar mál- ið er nú rannsakað fyrir dóm- stólnum, fylgja því gríðar- mikil dómskjöl, þeirra á meðal játning sakborningsins, sem fyllir 220 fjölrituð blöð. En Schneider er alls ákærðmr um 84 brot, mestmegnis skjala- falsanir. Réði miklu um stöðuveitingar Embætti yfirsálfræðings í þýzka hernum, sem Schneider gegndi í 7 mánuði, maí—des. 1956, var mjög þýðingarmikil staða. Honum var falið að fram- kvæma starfshæfnipróf á flest- um þeim mönnum, sem ráðnir skyldu til ábyrgðarstarfa í skrif- stofum og stjórn hins nýstofnaða þýzka hers. Vottorð hans um eiginleika og starfshæfni um- sækjendanna gátu margoft ráðið úrslitum um stöðuveitingar. önn- ur mikilvæg störf voru honum falin, svo sem að semja reglur Rohert Schneider — gervilæknir og svikahrappur um sálgæzlu í þýzka hernum, en þær reglur snerta verulega að- búnað hermanna og umgengnis- venjur í herskálum. Þessar regl- ur gengu beint frá Schneider til yfirmanna hersins, sem lögðu blessun sína yfir þær eins og venjulega án þess að lesa þær. Reglurnar þykja hreinasta af- bragð fyrir háðfugla og má það merkilegt heita að með útgáfu þeirra skyldi það ekki lýðum ljóst að eitthvað var grunsamlegt við yfirsálfræðinginn. í þeim var svo dæmi sé nefnt bann við þvi, að jazz væri útvarpað um hátal- ara herbúðanna. Slíkt hefði óholl áhrif á hermennina. Almenningur í Þýzkalandi dregur nú mjög dár að því, hve yfirmenn hersins hafi verið auð- trúa að taka þennan mann í þjón- ustu sína og koma honum til æðstu metorða. Þegar hann sótti um starfið lét hann fylgja með bréf þar sem hann kvaðst taka þá ákvörðun að ganga í herinn af föðurlandsást og fórnfýsi. Hafði hann þá starfað sem lækn- ir í mörg ár, en var fús til að gefa upp góðan og arðvænlegan „praxís“ af ást til föðurlandsins og áhuga á að efla varnir þess. Ástæðan til þess að honum var veitt staðan, var þó fyrst og skrifar ur daglegq lífinu d \ukið viÖskiplin. — Auglýsið í Mortfunhlaðinu S / m 2-24-80 JiíoröimhlaMð Öllum ber að hlýða umferðarreglunum OTRÆTISVAGNASTJÓRI“ ,, skrifar: í dálkum þínum sunnudaginn 5. þ. m. skrifar „Ökumaður", sem er auðsjáanlega allreiður, um ,,ó- svífni“ okkar strætisvagnabíl- stjóra í umferðinni. Við höfum ekki haft fyrir því að svara slík- um bréfum, þar sem við vitum að þau eru skrifuð í reiðikasti og án íhugunar. Mér þykir þó rétt að svara einu sinni svona bréfi. Ef „Ökumaður“ kann umferð- arreglurnar, hlýtur hann að vita, að öllum ber að fara eftir um- ferðarreglunum, jafnt S. V. R. sem öðrum. Ökuhraði strætis- vagnanna fer eflaust oft yfir sett- an hámarkshraða, en hvað um þá, sem aka ennþá hraðar, þó slíku sé ekki bót mælandi? Við höfum oft nauman tíma, en reynum þó að halda áætlun. Þótt ótrúlegt sé, kemur varla fyrir sá dagur, að litlir bílar aki ekki inn á aðalbraut í veg fyrir okkur og hefur þá oft naumlega tekizt að forða árekstri. Við ætl- um þó ekki ökumönnum slíkt, að við höldum að þeir geri þetta af ásettu ráði. Oft höfum við veitt því athygli að litlir bílar, sem aka niður Skólavörðustíginn á grænu ljósi, stanza ekki við rautt ljós á gatna mótum Ingólfsstrætis og Banka- strætis. Slíkt mun vera fátítt hjá S. V. R., ef það hefur þá komið fyrir. Þegar komið er að gang- braut við gatnamót, er mjög var- hugavert að snögghemla vegna farþega, sem standa í vagninum, þó að gult ljós komi, og höldum við því áfram, enda þótt gula ljósið nægi ekki ætíð til að hreinsa gatnamótin, sem það á þó að gera. Strætisvagnarnir stirffari í snúningum 0” KUMAÐUR átelur lögreglu- þjóna fyrir það að veita okk- ur ekki áminningu, ef þetta kem- ur fyrir. Lögreglan mun vera það vitibornari en „Ökumaður", að hún skilur það, að strætisvagnar eru ekki eins liprir í snúningum og litlir bílar. Svo að við snúum okkur aftur að ökuhraðanum, þá hafa íleiri farþegar kvartað undan þeim vagnstjórum, sem ekið hafa hægt en þeim, sem ekið hafa hratt, og fáir vagnar mundu halda áætlun, þegar mikið er að gera, ef aldrei væri farið yfir löglegan hámarks- hraða og þá fyrst myndu heyrast verulegar kvartanir yfir „hæga- gangi“ S. V. R.“ Reikningur sem listaverk MAÐUR nokkur leit inn til Vel- vakanda í gær, og þóttist hafa gert merkilega uppgötvun. Hafði hann setið í veitingahusi, þar sem listaverk eftir íslenzka málara prýða veggi. Fyrir ofan hann hékk mynd, hvít í grunninn og með svörtum formum. Leizt honum allvel á myndina og lék forvitni á að vita, hver væri höf- undur þessa listaverks, en það reynist þá ómerkt. Við nánari athugun kom á daginn, að þetta var bakið á reikningi frá Mjólk- ursamsölunni, sem hafði verið innrammaður og hengdur upp á vegg. En aftan á slíkum reixning- um eru svartir fletir, sem koma í stað kalkipappírs. Þóttist mað- urinn nú hafa fundið ljómandi góða aðferð til að eignast ódýr listaverk á sína eigin veggi. Mynd þessi er búin að hang.a aillengi í veitingahúsinu, gestum til augnayndis, og minnir mig, að ég hafi einhvern tíma minnzt á hana áð^ fremst sú, að með umsókninni sendi hann fjölda fegurstu vott- orða, er sýndu framúrskarandi námsferil og hæfileika í læknis- fræði og sálfræði. Uppljóstrun af tilviljmn Haustið 1956 vöknuðu grun- semdir yfirvaldanna fyrst af ein- skærri tilviljun. Það var starfs- maður við skrifstofu hersins, sem var að skoða starfsmannaskrárn- ar. Fletti hann af tilviljun upp á manni að nafni Schneider, sem hafði titilinn yfirsálfræðingur hersins. Tók starfsmaðurinn sér- staklega eftir því að Schneider var fæddur í Vínarborg í Aust- urríki, en þess var ekki getið sérstaklega í skjalasafninu að hann hefði þýzkan ríkisborgara- rétt. En vottorð um ríkisborgara- rétt hafði Schneider gleymt að falsa. Skrifaði starfsmaðurinn hermálaráðuneytinu í Bonn út af þessu, en lét þó í ljós í bréf- inu að máske væri ástæðulaust að vekja máls á því. Ráðuneytið tók málið einnig til athugunar með hálfum huga, en þegar það komst að því að Schneider hafði alls ekki þýzkan ríkisborgararétt • horfði málið öðru vísi við og við framhaldsrannsókn var flett ofan af blekkingum gervilæknis- ins. Ætlaði að forða sér aiustur á bóginn Þann 1. desember 1956 kom hópur leynilögreglumanna í skrifstofu Schneiders og ætl- aði að handtaka hann. En þeim brá í brún, þvi að hann var horfinn. Hann hafði fengið hugboö um hvað stæði til og var á leiðinni að flýja til Austur-Þýzkalands. Hann hefði komizt undan ef liann hefði ekki gert þá eimi skyssu að leggja lykkju á leið sína og fara heim til eins vinar síns að kveðja hann. Það orsak aði nógan drátt fyrir lögregl- una er hafði byrjað allsherjar leit að honum, og var liann handtekinn skammt frá marka línunni milli Austur- og Vest- ur-Þýzkalands. Enda þótt Schneider hafi viðurkennt brot sín, er hann stífur og hortugur í rétt- inum. Birta blöðin margar frá- sagnir af þótta hans og merki- legheitum. Nýlega gaf hann þá yfirlýsingu í réttinum, að þar sem hann væri ekki þýzkur ríkis- borgari, héfði þýzkur dómstóll ekki leyfi til þess að dæma hann. Og einu sinni, þegar dómsforset- inn ávarpaði hann herra Schneid- er, svaraði hann: Gerið svo vel og kallið mig herra doktor Schneider. En það var titillinn, sem hann bar á ferli sínum sem gervilæknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.