Morgunblaðið - 08.10.1958, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.10.1958, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 8. okt. 1958 MORCUISBLAÐIÐ 19 Á Hornafirði hefur rignt Fjögur slys stanztaust frá 20. ágúst í bænum í gær HÖFN, Hornafirði 7. október: — Hér hafa verið stöðugar rigningar frá 20. ágúst sl. en fram til þess tíma höfðu verið sífelldir þurrk- ar og góð heyskapartíð hér í Austur-'Skaftafellssýslu. Há byrj aði ekki að spretta fyrr en rign- ingarnar komu og hefur ekkert verið hirt af henni enn. Er hey- skap því óvíða lokið, á mörgum •bæjum liggja óhirtar slægjur, og sumir eiga nokkuð óslegið. Kartöfluuppskera mun vera sæmileg hér um slóðir, en ein- staka garðar eru þó mjög léiegir. Er nú sem óðast verið að taka upp kartöflurnar hvenær sem viðrar til þess. Loftflutningar • • til og frá Ora'ium í GÆR byrjaði Flugfélag íslands hina árlegu vöruflutninga til Öræfa og er það tíunda haustið, sem slíkir flutningar fava fram. í gær voru farnar tvær ferðir austur. Síðan verða 3 ferðir á dag unz. flutningunum lýkur. — Frá Reykjavík er aðallega flutt sekkjavara, en frá Öræfum diika- kjöt og aðrar sláturafurðir. Loftflutningar á þungavarningi í stórum stíl milli Reykjavíkur og Öræfa hófust haustið 1949. Voru þá farnar margar ferðir og fluítar 110 lestir af vörum. Haustið eftir hófust fjárflutn- ingar og voru flutt 629 líflömb til Borgarfjarðar og haustið 1951 svipaður fjöldi til Hellu á Rangárvöllum.. Síðan hafa vöruflutningar af þessu tagi verið fastur liður í haustönnum Öræfinga og Fíug- félagsmanna og fimmtán til tutt- ugu ferðir farnar á hverju hausti. Þess má geta að loftf tutningar þessir hafa vakið mikla athygii erlendra flugfélaga, enda hafa blöð víða um lönd birt um þá greinar og myndir. + KVIKMYNDIR <■ Nýja bíó : „Carousel" HAUSTIÐ 1936 sýndi Leikfélag Reykjavíkur leikinn „Liliom“ eft ir ungverska skáldið Fr. Molnar. Leikritið er sérkennilegt og gott verk, enda höfundurinn viður- kennt og vel metið skáld. Á síð ari árum hefur leikritið orðið fyrir margbrotnum „process", — fyrst gerð úr því — að mig minn- ir — óperetta og síðar söngva- og danskvikmynd, sem hér er um að ræða, með þeim árangri að ekki er eftir af leikritinu annað en bláþráðurinn einn, en leikritið fjallar, eins og menn ef til vill muna, um ungan og rótlausan mann, er kvænist ungri stúlku, sem hann reynist misjafnlega, og lýkur ævi hans skömmu síðar í ránsferð, sem hann fer með ein- um af lagsbræðrum sínum. — Eftir 15 ára himnavist, er honum leyft að dveljast á jörðinni einn dag til þess að bæta fyrir afbrot sín gegn konu sinni og dóttur, sem nú er 15 ára, — og tekst honum það. — Enda þótt lítið sé eftir af hinu upprunalega leikriti skal þess getið að vel ,er sungið í myndinni og dansarnir eru all- skemmtilegir. Myndin er tekin í litum og Cinema Scope 55, en það er ný tækni, er tekur fyrri Cinema Scope að ýmsu leyti fram, eink- um hvað skýrleik myndarinnar sneiUr. Aðalhlutverk leika Gordon Mac Rae og Shirley Jones, og er leikur þeirra og söngur góður, em .jin bó hans. Göngum er ekki lokið. Hefur undirlendi verið smaiað, en ekki hefur reynzt unnt að smala fjallið vegna rigninga og þoku Slátrun hófst 20. september og er áætlað að slátra hér um 14,000 fjár í haust, 13,000 hjá Kaupfé- lagi Hornfirðinga, en Einar Ei- ríksson frá Hvalnesi mun taka um 1000 fjár til slátrunar. Fé er með rýrara móti. , Tveir bátar héðan eru nýkomn- ir heim af reknetjaveiðum og öfluðu þeir lítið. —G.S. Rússar reknir frá Bankok BANKOK, 7. okt. — Ritari í rússneska sendiráðinu hér í borg hefur verið rekinn úr landi vegna „starfsemi, sem þjóðinni stafar hætta af“, eins og komizt er að orði í tilkynn- ingu stjórnarinnar. — Maður sá, sem hér um ræðir, heitir K. M. Shalkharov. Atthay- uktu, sem gegnir störfum ut- anríkisráðherra Thailands um þessar mundir, hefur tilkynnt honum, að harjn verði að vera farinn á brott úr landinu inn- an viku. Hann hefur dvalizt í landinu undanfarin sjö ár. — Einnig hefur heyrzt, að frétta- ritari Tass í Thailandi hafi verið rekinn úr landi fyrir njósnir. Spilakvöld í Firðinum HAFNARFIRÐI — Það er í kvöld kl. 8,30, sem félagsvist Sjálfstæð- isfélaganna hefst í Sjálfstæðishús inu. Verður það fyrsta spilakvöld ið að þessu sinni og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. — Eins og í fyrra, verða verðlaun veitt eftir hvert spilakvöld svo og tvenn heildarverðlaun í vetur. Fá kafbáta LUNDÚNUM, 7. okt. — Bretar hafa selt fsraelsmönnum tvo kafbáta. Það eru fyrstu kafbát- arnir, sem ísrael fær. Þess má geta, að Arabiska sambandslýð- veldið hefur fengið lcafbáta hjá Rússum. Skákmótið í Munchen f 6. UMFERÐ á Olympíu-skák- mótinu tefldu fslendingar við Vestur-Þjóðverja og hlutu 1 vinning en Þjóðverjar 3. Guðm. gerði jafntefli við Triiger, Ingi- mar tapaði fyrir Darga, Ingi jafn- tefli við Unzicker, Freysteinn tapaði fyrir Smith. — Önnur úr- slit í þessari umferð urðu þannig, að Bandaríkin hiutu 3 Vz vinn- ing, S-Afríka %, Noregur 2, ísrael 2, fran 1, Finnland 3. í 7. umferð töpuðu íslending- ar fyrir Spánverjum með IV2 gegn 2 '/2. Ingi gerði jafntefli við Polmar, Guðmundur við Peres og Jón Kristjánsson jafntefli við Albareti, en Arinbjörn tapaði fyrir Farre. HÉR í bænum urðu fjögur slys í gær. Urðu þrjú þeirra í mið- bænum og var þar um að ræða umferðarslys. í Tryggvagötunni slasaðist Guðmundur Kristinsson, Berg- staðastræti 12, sem er tullorðinn maður. Varð hann fyrir bíl, er hann var á leið yfir götuna með kassa. Talið var að Guðmundur hefði ekki meiðzt mikið. Þá varð verkamaður fyrir slysi á hafnarbakkanum. Verið var að taka vörur upp úr Reykja- fossi og var hleðslan látin síga, en þá varð Ingólfur Helgason, verkamaður hjá Eimskip fyrir hleðslunni og lærbrotnaði. Þá meiddist Guðmundur Hjalta son, Bergþórugötu 41, þar sem hann var við vinnu í Borgarskála, vöruskemmu Eimskipafélagsins. Hafði bíll farið yfir rist á báðum fótum Guðmundar og var óttazt að hann hefði hlotið beinbrot. Loks varð átta til níu ára dreng ur, Runólfur Maack, Ránargötu 30, fyrir skellinöðru neðst í Bankastræti. Kvartaði drengur- inn um þrautir í mjöðm eftir áreksturinn. Nýr rússneskur sendiherra SÍÐDEGIS í gær kom til lands- ins hinn nýskipaði sendiherra Rússa hér, Aleksandr Mickhail- ovitsch Alexandroff ásamt konu sinni. Sendiherrann er 51 árs að aldri og hefur starfað í utanríkisþjón- ustu Rússa frá því á árinu 1939, en áður hefur hann verið sendi- herra í Nýja-Sjálandi (1949— ’53). Fanginn kom sjálfur aftur LAUST eftir miðnætti í fyrrinótt var knúið á dyr hegningarhúss- ins við Skólavörðustíginn. Er fangavörðurinn hafði lokið upp dyrunum, birtist þar Marteinn Olsen gæzlufangi, er strokið hafði úr „Steininum" aðfaranótt sunnu dagsins. Hann var kominn til þess að biðjast vægðar og húsaskjóls, því hvergi hafði hann átt höfði sínu að að halla, og hvergi þor- að að láta sjá sig, af ótta við að verða handtekinn og færður aftur í „Steininn". Ekki hafði unnizt tími til þess í gær að yfir- heyra Martein um síðasta strok hans. 14 landhelgisbrjófar f GÆRKVÖLDI voru 14 brezkir togarar að veiðum út af Vest- fjörðum innan tólf mílna mark- anna, en eigi vitað um togara í landhelgi annars staðar. (Frá landhelgisgæzlunni) ÍSAFIRÐI 7. október. — Sólborg landaði hér í gær og í dag full- fermi af karfa. Svo mikill hörg- ull er nú á vinnuafli hér, vegna stöðugrar vinnu í bænum, að geía þurfti nokkrum nemendum í Gagnfræðaskólanum leyfi til að vinna við löndun og flökun. — Reknetjaveiði er hætt fyrir um það bil tveimur vikum. —Guðjón Þakka hjartanlega þeim er heiðruðu mig með heim- sóknum, gjöfum og skeytum á 60 ára afmælinu. Lifið öll heil. Sigurður Hreinsson, Blönduhlíð 23. Hjartans þakkir sendi ég öllum þeim sem glöddu mig með heimsóknum og gjöfum á 75 ára afmæli mínu 4. þ.m. Guðrún fvarsdóttir. Ego. Hjartanlega þakka ég öllum þeim, fjær og nær, sem heiðruðu mig og sýndu mér vinsemd á 70 ára afmæli mínu 12. sept. sl. Guð blessi ykkur öll. Þóra Björnsdóttir, Seli, Miklaholtshreppi. Hjartanlega þakka ég öllum vandamönnum og vinum, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 50 ára afmæli mínu þann 30. sept. sl. Vilborg fvarsdóttir, Miklubraut 20, Reykjavík. Hjartans þakkir til allra þeirra, sem heiðruðu minningu mannsins míns ÞORSTEINS ERLINGSSONAR á aldarafmæli hans. — Einnig þakka ég innilega fyrir hlýjar kveðjur til mín og barna minna. Guðrún J. Erlings. Bróðir okkar VALDIMAR BJARNASON málmsteypumaður, lézt á Landsspitalanum 7. þ.m. Jarðarförin ákveðin síðar. Aðstandendur. Elskuleg konan min og móðir okkar ÞÓKLEIF ASMUNDSDÓTTIR lézt að heimili sínu, Laugaveg 86, 5. þ.m. Einar Skúlason og börn. GUÐMUNDUK EGILSSON húsasmíðameistari, lézt að heimili sínu, Grenimel 2, mánudaginn 6. október. Börn og tengdabörn. Móðir okkar GUÐRÚN SVEINSDÓTTIR frá Kjarnsholtum, lézt í St. Jósefsspítalanum, Hafnar- firði, mánudaginn 6. okt. Fyrir hönd syskinanna. Vilmundur Gíslason. SIGRÍÐUR TÓMASDÓTTIR Bjargarstíg 17, verður jarðsungin í dag kl. 2 e.h. frá Frí- kirkjunni. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. Athöfninni verður útvarpað. Börn hinnar látnu. Maðurinn minn, faðir okkar og sonur SVEINN RAGNAR ODDGEIRSSON verður jarðsimginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 9. okt. kl. 1,30 e.h. Þeim, sem vildu minnast hins látna er vinsamlegast bent á Krabbameinsfélagið. Markúsína Guðnadóttir og börn, Helene Kummer og Oddgeir Hjartarson. Jarðarför SIGRfÐAR ANDERSDÓTTUR Grettisgötu 36, fer fram frá Hallgrímskirkju, fimmtudag- inn 9. okt. kl. 2 e.h. — Húskveðja verður kl. 1 e.h. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Jón Jónsson. Jarðarför móður minnar GUÐBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR Herskálacamp 10, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 9. okt. kl. 3 e.h. Þeir sem vildu minnast hennar er vinsamlega bent á styrktarfélag Lamaðra og fatlaðra. Jens Hallgrímsson. Móðursystir mín OLGA BERNDSEN andaðist í Elliheimilinu Grund, mánudaginn 6. okt. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda. Ingvar Kjartansson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.