Morgunblaðið - 18.08.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.08.1959, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 17. ágúst 1959 MORGVNBLAÐIÐ 13 Níels G. Johnson hæstaréttardómari STÓR og glæsileg er orðin fylk- ing þeirra íslendinga vestan hafs, sem borið hafa fram til sig- urs merki íslenzks manndóms á þeim víðlenda vettvangi, „með alþjóð fyrir keppinaut“, eins og Stephan G. Stephansson orðaði það í einu ágætiskvæða sinna, Þeir hinir sömu hafa bæði aukið hróður ættþjóðar sinnar og sýnt eftirminnilega í verki, hvað með íslenzka þjóðstofninum býr. Framarlega í þeim hópi stóð Níels G. Johnson, hæstaréttar- dómari í Bismarck, Norður- Dakota, sem lézt, eins og kunn- ugt er, þar í borg aðfaranótt 3. desember síðastliðinn. Með hon- um gekk til grafar um aldur fram mikilhæfur drengskapar- maður, er átti sér að baki merki- legan náms- og embættisferil. Níels G. Johnson var fæddur á Akranesi 30. apríl 1896 og var elzti sonur hinna merku og mætu landnámshjóna, Guðbjartar Jóns sonar Magnússonar frá Hrófá í Steingrímsfirði og konu hans Guðrúnar Ólafsdóttur frá Stóru- Hvalsá í Hrútafirði. Fluttist Níels vestur um haf með for- eldrum sínum aldamótaárið og ólst upp hjá þeim í íslenzku byggðinni (Mouse River byggð- inni svonefndu) í grend við bæ- inn Upham í Norður-Dakota. Hefir systir hans, frú Lilja Ey- lands í Winnipeg, Manitopa, lýst frumbyggjalífi foreldra þeirra og heimilislífi fagurlega í prýði- legri minningargrein um þau í ritinu Foreldrar mínir (Reykja- vík 1956). Voru þau hjónin Guð- bjartur og Guðrún greind í bezta lagi, ljóðelsk og bókhneigð, trú- — Færeyjar Framh. al bls. 11 höfn eru margar verzlanir og sumar hverjar mjög smekklegar. Þar er vöruval mjög mikið og margt gátum við keypt okkur, sem ýmist fékkst ekki hér íieima, eða var mun ódýrara. í Færeyjum eru landbúnaðar- vörur flestar danskar enda ekki unnt fyrir Færeyinga að keppa við Dani á því sviði, meðan þeir fá ekki að jafna upp bilið með I verndartollum eða öðru, sem stutt I gæti eigin framleiðslu. Talsvert er þó um sauðfjárrækt, en kýr fáar. Þjóðarrétt Færeyinga hafa margir heyrt talað um, en það er skerpukjötið. Það er svo til búið, að á haustin er það hengt upp í hjalli og látið hanga fram yfir jól. Verður úr þessu hinn ágæt- asti matur, ekki ólíkur hangi- kjöti útlits, en mjög sérstæðara á bragðið. Reynt hefur verið að verka skerpukjöt annarsstaðar en í Færeyjum, en ekki tekizt. Elzti og traustasti leigubíl- stjóri í Þórshöfn er fslendingur, Ferdinand Carlsson að nafni. Varð hann fyrst á vegi okkar, er við stigum á land og tókust með okkur góð kynni. Hann hefur verið búsettur í Færeyjum um 25 ára skeið og kann þar vel við sig. Ferdinand talar mjög góða íslenzku, er fróður og skemmti- legur. Mun mönnum gefast kost- ur á að heyra í honum í útvarp- inu einhvern næstu daga. Ég ætla ekki að hafa þetta rabfo lengra; langaði aðeins til að gefa lesendum litla hugmynd um hvernig er að koma til Þórs'hafnar og hversu tilvalið er fyrir okkur íslendinga að eyða sumarleyfinu hjá gestrisnasta fólki í heiminum; þjóð sem skilur okkur og metur allra þjóða bezt. K o r m á k r . rækin og sýndu þá trú sína í hreinu og grandvöru líferni. Fá- gætur eindrægnisandi og góð- vildar réði ríkjum á heimili þeirra, svo að það leyndist eng- um, sem þangað kom, þótt hann ætti þar eigi langa viðdvöl. Þau hjónin áttu einnig miklu barna- láni að fagna. En auk þeirra Níelsar hæstaréttardómara og frú Lilju, sem er kennslukona að menntun, eru þessir synir þeirra Guðbjartar og Guðrúnar, sem á lífi eru, þeir læknarnir Ólafur og Kristján í Rugby, Norður-Dakota, og Einar lög- fræðingur í Lakota, Norður- Dakota, allir hinir mætustu menn og velmetnir innan sinn- ar stéttar; fimmti bróðirinn, Jón, hinn efnilegasti maður, dó í spánsku veikinni 1918, rúmlega tvítugur að aldri. Skal þá horfið aftur að ferli Níelsar. Hann gekk á barnaskóla í heimabyggð sinni, en lauk gagnfræðanámi í Botineau, Norð- ur-Dakota, árið 1917. Varð nú ekki af framhaldsnámi hans að sinni, því að heimsstyrjöldin fyrri var skollin á; gekk hann í Bandaríkjaherinn þá um haust- ið og var í herþjónustu í Norður- álfunni fram til vorsins 1919. Hann tók þátt í ýmsum meiri- háttar orustum á vesturvígstöðv- unum. Að herþjónustunni lok- inni hóf hann nám á Ríkishá- skólanum í Norður-Dakota (Uni- versity of North-Dakota) og stundaði það óslitið, að undan- teknu einu ári, er hann var gagn- fræðaskólakennari. Lauk hann lögfræðiprófi 1926 og hlaut menntastigið „Juris Doctor.“ Var hann framúrskarandi námsmað- ur og hlaut ýmsar heiðursviður- kenningar á háskólaárum sín- um, meðal annars þann fágæta heiður að vera kosinn í „Phi Beta Kappa“, heiðursfélag náms- manna. Hann stóð einnig fram- arlega í félagslífi háskólastúd- enta og var einn af fulltrúum háskólans í kappræðukeppni við aðra skóla* og gat sér ágætt orð á því sviði. Haustið 1926 hóf Níels lög- fræðileg störf í bænum Minew- aukan í Norður-Dakota, en í árs- byrjun 1929 fluttist hann til Towner þar í ríkinu og gerðist þar starfandi lögfræðingur í fé- lagi við annan mann, er var ríkislögsóknari á þeim slóðum; hinn síðarnefndi lézt í október þá um haustið, og var Níels þá útnefndur til að gegna embætti hans fram til næstu kosninga. Var hann síðan endurkosinn ríkislögsóknari þrjú tímabil sam- fleytt; í kosningunum 1936 var hann ekki í kjöri, en haustið 1941 sótti hann á ný um ríkis- lögsóknarembættið, náði auð- veldlega kosningu og skipaði þann sess næsta kjörtímabil. Við hinar almennu kosningar í nóvember 1944 var Níels kos- inn dómsmálaráðherra (Attorney General) í Norður-Dakotaríki með mjög miklu afli atkvæða og endurkosinn í sama embætti tveim árum síðar, en í kosning- unum 1948 náði hann ekki end- urkosningu. Voru þá nokkur straumhvörf í stjórnmálum þar í ríkinu, og ekki er mér grun- laust um, að Níels hafi goldið þess úr sumum áttum, hve fast hann hafði fylgt fram laga- gæzlu í áfengismálum sem á öðr- um sviðum. Fjarri fór þvi, að embættis- ferill hans væri þar með á enda bundinn. Næstu þrjú árin stund- aði hann lögfræðileg störf í Bismarck, Norður-Dakota, við mikinn orðstir. En þegar A. M. íbúð Lögfræðingur óskar eftir 2—4 herb. ibúð nú þegar eða 1. okt. Upplýsingar í sima 19446. Christianson hæstaréttardómari lézt í apríl 1954, skipaði ríkis- stjórinn í Norður-Dakota Níels í embætti hins fyrrnefnda, og við kosningarnar þá um haustið var hann kosinn hæstaréttardómari fyrir næstu 10 ár, og sýnir það, hvers álits hann naut í því vandasama og virðulega em- bætti, enda hafði lagadeildin í hinum gamla skóla hans, Ríkis- háskólanum í Norður-Dakota, allmörgum árum áður sæmt hann sínum hæsta heiðri með því að kjósa hann félaga í „The Order of the Coif“, heiðursfélagi lögfræðinga. Hin mörgu ár, sem Níels var búsettur í Towner, lét hann sig miklu skipta velferðarmál heima bæjar síns og sveitar, meðal annars átti hann árum sajnan sæti í skólaráði. Hann starfaði einnig mikið í félagi fyrrv. amerískra hermanna (American Legion) og í Reglu Frímúrara og hafði átt sæti og verið formað- ur í mikilsvarðandi nefndum í báðum^þessum víðtæku félögum. Um nokkur síðastliðin ár hafði hann skipað háa stöðu í Frímúr- arareglunni, sem „Orator" í stjórnarnefnd hennar í N-Dakota ríki, en sá embættismaður hefir, meðal annars, það hlutverk með höndum að flytja á ársþingi Reglunnar ræðu um tilgang hennar og starf. Átti ég nýlega tal um þetta við starfsbróður minn á Ríkisháskólanum í Norð- ur-Dakota, sem er háttsettur embættismaður í Reglu Frímúr- ara í ríkinu, og sagði hann mér, að mjög hefði verið til þess tek- ið, hvað prýðilegar hefðu verið ræður þær, sem Níels hæstarétt- ardómari flutti undanfarin ár í fyrrnefndu embætti sínu í Regl- unni. En hann var snjall ræðu- maður, rökfastur og áheyrilegur, eins og þegar kom í ljós í kapp- ræðunum á háskólaárum hans, enda var oft til hans leitað um ræðuhöld við ýmiskonar tæki- færi, og þau ósjaldan meiri hátt- ar. Dæmi þess er það, að nú- verandi ríkisstjóri í Norður- Dakota, Norman Brunsdale, valdi Níels hæstaréttardómara til þess að vera fulltrúa sinn og flytja kveðjuna af ríkisins hálfu þ. 20. apríl 1955, við innsetningu dr. George W. Starcher sem for- seta Ríkisháskólans í Norður- Dakota, sögulega og virðulega at- höfn og fjölsótta, því að þar voru viðstaddir fulltrúar fjölmargra háskóla í Bandaríkjunum og Kanada. Flutti Níels hæstaréttar- dómari vel samda og skörulega ræðu, og er hún prentuð í bækl- ingi þeim, sem háskólinn gaf út í tilefni af þessum tímamótum í sögu hans. Níels var kvæntur ágætiskonu af amerískum ættum, Ruth Margery Hallenbeck að skírnar- nafni, er lifir mann sinn ásamt tveim mannvænlegum börnum þeirra, George Magnús, sem lauk prófum með heiðri á Ríkishá- skólanum í Norður-Dakota, en stundar nú nóm í læknisfræði á Ríkisháskólanum í Washington í Seattle, og Grace Margot, sem er við nám á Ríkisháskólanum í Norður-Dakota, og hefir getið sér ágætt orð í námi sínu. Má því með sanni segja, að þau systkinin hafi hvað það snertir fetað dyggilega í fótspor föður síns, hins mikla námsmanns á skólaárum sínum. Níels hæstaréttardómari var myndarmaður í sjón og hinn geðþekkasti í allri viðkynningu; hjá honum fóru saman miklir hæfileikar og sambærilegir mannkostir. — Hann var maður heilsteyptur í lund og traustur vinur vina sinna, fastur fyrir og fylginn sér, gæddur sterkri sjálf- stæðis- og réttlætistilfinningu. Hann var ágætur Bandaríkja- maður í sönnustu merkingu orðsins, en bar jafnframt í brjósti ríkan ræktarhug til fæð- ingarlands síns og kunni vel að meta íslenzkar menningarerfðir. T. d. var hann árum saman fé- lagsmaður í Þjóðræknisfélagi ís- lendinga í Vesturheimi. í embættisfærslu sinni sýndi hann árvekni og dugnað, rögg- semi og réttsýni, eins og þegar er að nokkru gefið í skyn. Hann naut þá einnig að verðugu víð- tækra vinsælda og trausts, eins og fram kom í mörgum glæsi- legum kosningasigrum hans, og ekki sízt hinum síðasta, er hann Jóhannes Lárusson héraðsdómslögmaður lögfræðiskrifstofa- fasteignasala Kirkjuhvoli. Sími 13842. merkilegur starfsferill hans var á nýliðnu hausti endurkos- inn hæstaréttardómari gagn- sóknarlaust, en með miklu atkvæðamagni. — Langur og hafði í fáum orðum sagt, verið Norður-Dakota-ríki til mikillar nytsemdar og sjálfum honum, ættlandi hans og þjóðstofni til sæmdar. Richard Beck. RAGNAR JÓNSSON hæstaréttarlögmaður ! Vonarstr. 4 VR-húsið. Símil7752. Lögfræðistörf og eignaumsýsla. * Gísli Einarsson héraðsd/*»nslögma Jur. Laugavegi 20B. — Sími 1.9631. MáBlutningsskrifslofa.__ HILMAR FOSS lögg.dómt. og skjalaþýð. Hafnarstræti 11. — Sími 14824. SVEINBJÖRN DAGFINNSSON EINAR VIÐAR Málflutningsskrifstofa Hafnarstræti 11. — Síini 19406. Á hverjum morgni. Fyrirtak. Ljúffengt, frískt í munni. OTA Corn Flakes CORN FLAKES “er pakkað i loftpétfar umbúðir pessvegna hrökk-purt” «

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.