Morgunblaðið - 23.04.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.04.1960, Blaðsíða 13
Laugardagur 23. apríl 1960 MORCTJISBLAÐIÐ 13 Innrásin í Noreg fyrir tuttugu árum U M þessar mundir eru liðin tuttugu ár frá innrás Þjóðverja í Danmörk og Noreg. Fréttirnar af innrásinni að morgni 9. apríl 1940 vöktu á sínum tíma skelf- ingu heima á Islandi og ákaf- lega andúð og reiði í garð Þjóð- verja. Árásin var ömurlegt dæmi um það, hvernig hernaðarstór1- veldi virti að vettugi frelsi og friðsemi hlutlausra smáríkja. Fram að þessum atburðum höfðu margir íslendingar átt erfitt með að gera upp á milli Þjóðverja og Breta í styrjöld- inni. Að vísu dámaði mörgum ekki hugmyndakerfi og æsinga- stefna nazismans með því ein- ræði sem honum fylgdi, en marg ir töldu heimsveldastefnu Breta litlu betri. Hins vegar áttu ís- lendingar oft góð samskipti við Þjóðverja, bæði á sviði verzlun- ar og menningarmála og áttu Þjóðverjar af þeim sökummarga vini á íslandi. En með árásinni á Noreg mátti heita. að þeirri vináttu væri fyrirgert á einni nóttu. Skyndilega höfðu hinir þýzku nazistar birt sitt innra eðli með hrottalegu níðingsverki gegn norrænum þjóðum. Meira að segja sjálft ísland hafði með þessu færzt nær styrjöldinni og kom það frekar í ljós, þegar Bretar hernámu landið mánuði síðar. Helgi Hjörvar í útvarpinu Eg sem þetta skrifa, tilheyri sennilega þeim aldursflokki, sem yngstur er þeirra á íslandi, sem gátu að nokkru gagni, en þó kannski af nokkuð takmörkuð- um skilningi fylgzt með þessum atburðum. Þeir sem mér eru yngri hafa því vart eða ekki upplifað þær æsilegu stundir, þegar Helgi Hjörvar kom fram í útvarpinu með stuttu milli- bili og tilkynnti síðustu fréttir. Strax frá upphafi varð það ljóst, að Þjóðverjum hafði tekizt að ná á einum morgni á vald sitt allri Danmörk og fjölda hafnar- borga á norsku ströndinni, allt norður til Narvik og þótti það þá með ólíkindum, að Þýzka- landi, sem var miklu veikara flotaveldi en Bretar, skyldi tak- ast að teygja stríðsarminn alla leið til Norður-Noregs. Þeim gekk verr í fyrstu í Osló. Fréttir bárust af því, að her- flutningaskipi þeirra hefði ver- ið sökkt og beitiskipi í mynni Oslóarfjarðar. Norski herinn neitaði að gefast upp og var ís- lenzka þjóðin í anda með hinum norsku hetjum sem vörðu föð- urland sitt af mikilli þraut- seigju. Þá vöktu þær fréttir ekki lítið umrót í hugum manna heima, þegar Helgi las þá frétt í hádegisútvarpinu, að stór brezkur herskipafloti sigldi inn eftir Oslóarfirði. Nú væri hjálp- in komin. En þær fregnir reynd- ust misskilningur einn. Níðangursleg innrás Þjóðverja í Noreg efldi mjög hinn siðferðis lega stuðning við Bretland í heimsstyrjöldinni. Bretar sjálfir kunnu vissulega að notfæra sér þetta til hins ítrasta gegn um áróðursvél sína. Þeir urðu í þessum átökum tákn verndara smáþjóðanna gegn hinu tak- markalausa hernaðaræði nazist- Báðir undirbjuggu innrás En eins og oft vill verða, var allur sannleikurinn ekki sagður. Bretar og aðrir þögðu yfir mjög veigamiklum atriðum í þessu sambandi. Nú þegar 20 ár eru liðin frá þessum atburðum ætti að vera óhætt án þess að meiða viðkvæmar taugar, að segja hið sanna um Noregsstríðið, ekki sízt þar sem Norðmenn sjálfir við- urkenna sögulegt réttmæti þess. Annað mál er, hvort afstaða þeirra hefði nokkurn tíma orðið önnur en sú, að snúast í lið með Bretum. Sannleikurinn í máliriu er sá, að seinni hluta vetrar 1940 und- irbjuggu bæði Þjóðverjar og Bretar innrás í Noreg og er það álit manna, að þessi undirbún- ingur þeirra hafi farið fram al- veg sitt í hvoru lagi, þannig, að hvorugur hafði hugmynd um undirbúning hins. Undirrót alls þessa var jám- grýtið frá járnnámunum í Norð- ur-Svíþjóð, sem skipað var út um Narvik. Norðmenn og Svíar lögðu áherzlu á það, að gæta hlutleysisins í sambandi við járnflutningana, með því að tak- marka járnsölurnar við líkt magn og verið hafði á friðar- tímum og með því að halda jöfnu hlutfalli milli stríðsaðila. Til Narvíkur komu bæði brezk og þýzk skip og lágu oft hlið við hlið við bryggjurnar. Þýzku skipin komust til Þýzkalands með því að sigla innan skerja- garðs og í landhelgi suður með öllum Noregi, brezku skipin komust yfir hafið undir vernd flotans. Þjóffverjar háffir sænska járninu En kjarni málsins var sá, að Þjóðverjar og þá sérstaklega stríðsvél þeirra, voru mjög háðir sænska járngrýtinu. Frá Narvik fengu þeir um 80% af öllu því járni sem þeir þurftu, 11,5 millj. ton af 15 milljóna tn. notkun. Járnflutningaleiðin frá Narvik var því viðkvæmasti bletturinn á allri hernaðaraðstöðu Þjóð- verja. Þetta var bæði þeim og Bretum ofur augljóst. Því lögðu Bretar sérstakt kapp á að reyna að höggva á aðflutningsleiðina og Þjóðverjar hins vegar voru svo viðkvæmir, að þeir fóru skjótlega að hugsa um aðgerðir til að vernda hana og tryggja. Þegar Rússar réðust á Finn- land í desember 1939 barst þeim hjálp víðs vegar að, bæði sjálf- boðaliðar, vopn og vistir. Þann 5. febrúar 1940 tók brezk- franska styrjaldarráðið þá á- kvörðun, að senda Finnum til hjálpar 50 þúsund manna her- lið, ásamt 50 sprengjuflugvél- um. Það var ætlun Breta, að skipa þessu herliði á land í Nar- vik og flytja. það síðan eftir Narvíkurbrautinni gegnum Norð ur-Svíþjóð til Finnlands. Málaleitun Breta Bretar fóru þess á leit við ríkisstjórnir Noregs og Svíþjóð- ar um miðjan febrúar að brezka herliðið fengi að fara gegnum lönd þeirra Finnum til hjálpar. Að sumu leyti voru Norðmenn og Svíar hlynntir þessu, því að bræðraþjóð þeirra átti í vök að verjat. En í byrjun marz höfn- uðu ríkisstjórnirnar tilmælum Breta. Þær sáu, að megintilgang- ur Breta var ekki hjálp til Finna, heldur að fá tækifæri til að stöðva járnflutningana til Þýzkalands. Kemur þetta fram í stríðsminningum Churchills, sem Hákon konungur og Ólafur krónprins undir björkinni viff Nybergsu í apríl 1940. þegar þessar ráðagerðir voru á seiði og áttu þær mikinn þátt í að þeir tóku þá ákvörðun, að ráðast á Noreg. Þá ákvörðun tóku þeir um miðjan febrúar, einmitt þegar brezka utanríkis- segir, að með hugmyndinni um herflutningana til Finnlands hafi átt að slá tvær flugur í einu höggi. Hjálpa Finnum og stöðva j árnf lutningana. En nærri má geta, að Þjóð- verjum hefur brugðið í brún, : ,y ’ '*! U , hafði sett fram óskir norsku og sænsku Lýsisgeymarnir í Svolvær í björtu báli. þjónustan sínar við stjórnina. Það er vitað, að Winston Churchill var ætíð potturinn og pannan í innrásarfyrirætlunum Breta 1 Noreg. Hann hafði ver- ið skipaður flotamálaráðherra þegar styrjöldin brauzt út og átti frumkvæðið að þessu „Finn- landsævintýri", sem féll niður bæði við neitun norsku og sænsku stjórnarinnar og við það að Finnar gáfust upp fyrir Rúss- um. En Sir Samuel Hoare (Lord Templewood), sem einnig sat í stjórninni sem flugmálaráðherra skrifar í endurminningum sín- um, að Churchill hafi sífellt verið að brjóta upp á því með hvaða aðferðum mætti stöðva járnflutningana til Þjóðverja. Þarf engum að koma það á óvart. þegar rifjuð er upp barátta Churchills í fyrri heimsstyrjöld- inni fyrir innrás við Dardanella. Áætlunin um „Wilfred“ Og það er söguleg staðreynd, að Bretar gáfust ekki upp við hugmyndina, þótt þeir gætu ekki lengur framkvæmt hana í skjóli Finnlandsstyrjaldarinnar. Brezk- franska herráðið tók 28. marz 1940 þá ákvörðun að leggja tund urdufl á siglingaleið þýzku flutningaskipanna og hernema vissa staði í Noregi. Innrásar- fyrirætiunin gekk undir dul- nefninu „Wilfred" og irinrásar- dagur var ákveðinn þann 5. apríl en var nokkru síðar frestað til 8.apríl. Sjö herfylki bandamanna áttu að taka þátt í árásinni, þar af þrjú frönsk herfylki og voru þau komin upp til hafna í Skot- landi. Vígbúnaður Bandamanna var enn sem komið er í mesta ólestri, vopnaframleiðslan varla komin í gang og var fjarri því, að Bandamenn hefðu nægileg vopn fyrir þetta herlið. En þeir bjugg- ust ekki við því, að Norðmenn veittu neina mótspyrnu. Hver hermaður fékk aðeins 50 skot með riffli sínum og aðeins 750 skot fylgdu hverri vélbyssu. Herliðið hafði enga eiginlega skriðdréka, en brynvarða vagna, sem telja mátti á fingrunum. Þann 7. apríl 1940 var herliðið komið um borð í skipin og að því komið, að innrásarflotinn sigldi af stað, þegar uggvæn- legar fréttir bárust brezka flota- málaráðuneytinu. Sterkur þýzk- ur herskipafloti hafði sézt á sigl- ingu norður með Danmörku. I flota þessum var eitt orustu- skip, tvö létt beitiskip, 14 tund- urspillar og eitt flutningaskip. Þýzki flotinn siglir út Bretum brá nú mjög í brún. Var þýzki flotinn að ryðjast út og búa sig til sjóorustu? Höfðu þeir komizt á snoðir um innrás- arfyrirætlanir Breta? Engum datt í hug í brezka flotamála- ráðuneytinu, að þetta væru fyrstu merkin um þýzka innrás í Noreg. Heimaflotinn brezki fékk fyrirmæli um að sigla úr Scapa-flóa móti Þjóðverjum og öllum' brezkum herskipum við Norðursjó var sagt að vera við- búin orustu. En landgönguliðið, sem átti að fara til Noregs var aftur flutt í land í höfnunum. Þannig stóð á því, að innrás Breta í Noreg, sem átti að hefj- ast 8. apríl var frestað og Þjóð- verjar urðu fyrri til. Þetta var sá mikilvægi for- máli að Noregsinnrásinni sem að jafnaði var sleppt, en þegar frá líður verður sagan að hafa það sem réttara er. Þjóffverjar órólegir Síðan gæti fylgt hin eiginlega frásögn af innrás Þjóðverja i Danmörku og Noreg. Þýzka her- foringjaráðið lét herfræðinga- nefnd snemma rannsaka megin- atriði í herstöðu og hugsanlegri innrás bæði í Danmörk og Nor- eg, en varla er hægt að binda neina sérstaka þýðingu við það, vegna þess að herforingjaráðið kannaði alla slíka möguleika her fræðilega, líka innrás í Svíþjóð og Sviss, þótt það væri ekki sérstaklega á döfinni. En Þjóðverjum var jafnan ljós hin geysilega hernaðarþýðing járnflutninganna og Hitler lét í Ijós áhyggjur við herforingjana Framh. á bs. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.