Morgunblaðið - 23.04.1960, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.04.1960, Blaðsíða 23
Laugardagur 23. aprfl 1960 MORCIJJSBLÁÐIÐ 23 Á Siglu- KRISTÍXÍ .Þorgeirsdóttir frá Siglufirði vakti mikla athygli á Skíðáiandsmótinu þar um páskana. Hún hreppti fjögur gullverðlaun eða fleiri en nokkur annar keppandi. Hún bar langt af öðrum keppend- um í greinum kvenna. Kristín er kornung stúlka og hér sézt hún fará geyst í einni braut landsmótsins. Sigurjón Hallgrímsson úr Fljótúm varð íslandsmeistari í 30 km göngu. Göngulag h.ans — Genf Framhald af bls. 1. stefnu, sem lýst hafa yfir sjálf- stæði sínu fyrir 24. október 1945, að færa ekki út landhelgi sína, þar til þetta mál hefir verið athugað á áðurnefndu allsherjarþingi. 12 mílna fiskveiðilögsaga Ráðstefnan viðurkennir, án þess að nokkur afstaða sé tek- in til víðáttu sjálfrar landhelg innar, að þar til allsherjarþing ið hefir athugað þetta mál, sé hverju ríki heimilt að hafa í strandsjónum 12 sjómílur frá grunnlínu sömu réttindi varð- andi fiskveiðar og nytjar líf- rænna auðæfa hafsins og það hefir í landhelgi sinni. Þessi ríki flytja tillöguna nú: Indóncsía, írak, Libanon, Mexikó Saudi-Arabía, Sudan, Arabiska sambandslýðveldið, Venezuela og Jemen. Ethiopia, Ghana, Guiena, Jordan, Libya, Iran, Filipps- eyjar og Túnis styðja ekki til- löguna en ekki er þar með sagt að þau ríki greiði atkvæði með bandarísk-kanadisku til- lögunni, til dæmis er ótrúlegt að Gínea geri það. Bandaríkja menn og Kanadamenn eru mjög hróðugir yfir gangi mál- anna og telja að klofningur- inn hafi áhrif til styrktar bandarísk-kanadisku tillög- Tillögur Ghana Þá bar Ghana fram þrjár til- lögur. Er sú fyrsta þess efnis, að alls staðar þar sem mjó sigling- arsund séu, skuli skilja eftir sem opið haf þriggja mílna belti, önnur að setja skuli reglu um að ekkert ríki megi senda herskip sín nær ströndum annarra ríkja en 12 mílur og hin þriðja, að strandríki og fjarlæg fiskiríki skuli gera samninga um fiski- friðun ef náuðsyn krefur milli sex og 12 mílna á 10 ára tímabili hins sögulega réttar. Áskorun til S.þ. Tillagan um tæknilega aðstoð var ekki komin formlega fram í dag. Efni hennar var eins og ég sagði aðeins áskorun til S.þ. og sérstofnana þeirra og var sam io af hópi tuttugu ríkia, sem fylgja bandarísk-kanadisku til- lögunni, en ákvéöið hetur venó að 4 Afríkuríki, sem áður fylgdu 18 ríkjunum, beri hana fram, en það eru Etiopia, Ghana, Liberia og Gínea. Virðist þetta þannig vera ein aðferðin enn til að kljúfa 18 ríkin En ekki var hægt að bera tillöguna formlega fram, því fulltrúar Liberíu og Gíneu hafa ekki fundizt til að skrifa undir! Enginn vafi er á að Bandaríkin og Kanada reyna eftir ýtrasta megni að ná % meirihluta og beita til þess öllum hugsanlegum ráðum. Er þó enn óvíst hvort þeim tekst það, en atkvæða- greiðslan fer fram næstkomandi þriðj udag. Tillaga íslands Eins og ég hef skýrt frá, fóru Bjarni Benediktsson, dómsmála- ráðherra, og Guðmundur í. Guð mundsson, utanríkisráðherra, til fundar við Ölaf Thors, forsætis- ráðherra, í Lundúnum að skýra honum frá störfum ráðstefnunn- ar og ráðfæra sig við hann. Þeir komu aftur til Genfar í morgun. Islenzka nefadin var á fundi í dag og síðdegis, lagði hún fram við- bótartillögu við sameiginlega til- lögu Kanada og Bandaríkja- rnanna, tins og fyrr getur. — Einvigi Frh. af bls. 3- Kristinsson með 5% v. hvor. Þriðji er Guðni Þórðarson með 5 v., en hann á biðskák við Sverri Norðfjörð. Ef Guðni vinn- ur biðskákina, verður hann efst- ur með 6 vinninga, en tapi hann henni verða þeir Magnús og Sveinn efstir. þótti einkennast af mikilli tækni. Hann og aðrir Fljóta- menn settu mikinii svip á landsmótið einkum fyrir ,ar- angur í göngu. - Ungur Siglfirðingur, Birgir Guðlaugsspn gekk í drengja- flokki í 15 km göngu. Harrn náði rúmlega minútu betri tmía en islandsmeístarinn í 15 km' göngu, SVeifi Sveinsson, en lygnara var er Birgir gekk. Birgir er alhliða skíðamað- ur og allsstaðar í fremstu röð. Eru bundnar við hann miklar vonir í framtíðinni. Hann ber rásnúmerið 5. Myndirnar tók Ólafur Ragn- Kvennoliðið ENDANLEGA hefir nú verið gengið frá vali kvennaliðanna, sem keppa eiga að Hálogalandi í keppni „blaðaliðsins" gegn lands- liðinu á sunnudaginn. Eru liðin skipuð eftirtöldum stúlkum: Landsliðið Rut Guðmundsdóttir, Á; Sig ríður Lúthersdóttir, Á; Katrín Gústafsdóttir Þrótti; Sigríður Sig urðardóttir, Val; Perla Guðmunds dóttir, KR; Gerða Jónsdpttir, KR Sigríður Kjartansdóttir, Á Katrín Jóhannsdóttir, Á; Rann veig Laxdal, Vík.; og Jóna Bárð ardóttir, Á. Blaðaliðið Erla fsaksdóttir, KR; Kristín Pálsdóttir FH; Liselotte Odds dóttir, Á; Jóhanna Sigsteinsdótt ir, Fram; Ólína Jónsdóttir, Fram; Bergljót Hermannsdóttir, Val; Sylvía Hallsteinsdóttir,. FH; Sig- urlína Björgvinsdóttir, FH; María Guðmundsdóttir, KR; Inga Magn- úsdóttir, KR; og Brynhildur Páls- dóttir Víking. — Viðavangshlaup Framh. af bls. 22. heldur en í fyrra. í þessum flokki er keppt um styttu er F.H.-ing- arnir Ingvar Hallsteinsson, Ragn ar Jónsson og Bergþór Jónsson gáfu. Keppnin var hörð hjá þrem fyrstu drengjunum, og tryggði Geir Hallsteinsson sér sigurinn, er hann fór fram úr Bjarna Jó- hannessyni við efri brúnna á læknum, en þá voru nokkrir metrar í mark. 1. Geir Hallsteinsson 4 mín 29.1 sek. 2. Bjarni Jóhannesson 4 min. 32.0 sek. 3. Jón G. Magnússon 4 mín. 34.2 sek. 4. Sigurður Jóakimsson 4 mín. 37.6 sek. lannina Burana Þjóðlcikliúsinu HIÐ stórbrolna tónvérk Carls' Orffs „Carmina Burana", verð- ur flútt í Þjóðléikhúsinú í kvöld kl. 8,30 og á morgun kl. 3. Það verða aðeins tvær sýningar á þessú kórverki. Stjórnandi er Róbért Abraham Ottósson. Sin- fóníuhljómsvéit íslands leikur undir en Þjóðleikhúskórinn og Fílharmoníukórinn syngj'a þetta kórverk. Einsöngvarar verða Þor steinn Hannesson, Kristinn Halls son og Þuríður Pálsdóttir, „Carmina Burana" ér talið eitt merkasta tónverk, sem samið hef- ur verið í seirini tíð og hefur alls staðar- hlotið geisilega góðar viðtökur. Þaran kemur fram um 70 manna blandaður kór og mun það vera stærsti kór, sem hefur sungið opinberlega hér á landi. Athygli skal vakin á því, að Carmina Burana“ verður aðéins flutt tvisvar. Stór trilla á flot AKRANESI, 22. apríl: — Á sum- ardaginn fyrsta var hleypt af stokkunum í skipasmíðastöð Inga Guðmundssonar, 6V2 tonna trillu. Eigendur eru Steindór Sigurðs- son og Jón Eiríksson. Hlaut trill. an nafnið Vonin. Annar bátur af svipaðri stærð er þar nær. Hann eiga Reykvíkingar. Smíði þriðja bátsins er talsvert á veg komin og er eign manna í Bol- ungarvík. —Oddur. Hjartanlegar þakkir vil ég færa öllum, sem glöddu mig á margvíslegán hátt á áttræðisafmæli mínu 13. þ.m. Guð blessi ýkkur öll. Guðrún Andrésdóttir, Hagamel 6 Móðir okkar HERDlS HANNESDÓTTIR andaðist að heimili dóttur sinnar, Tjarnargötu 34, 21. þ.m. Þórhildur Ólafsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir ÞÓRUNN JÓNASDÖTTIR sem lézt laugardaginn 16. apríl á Kleppsspítalanum verð- ur jarðsett frá Fossvogskirkju mánudaginn 25. apríl kl. 10,30. Vandamenn Jarðarför systur minnar JÓNlNU EYJÓLFSDÓTTUR frá Snæhvammi fer fram 23. þ.m. og hefst með húskveðju frá heimili mínu Hópi, Grindavík kl. 2. Guðrún Eyjólfsdóttir Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu SIGRLNAR guðlaugsdöttur Gísli Þ. Gilsson, Elínborg Gísladóttir, Einar Steindórsson, Guðrún Gísladóttir, Friðdóra Gísladóttir, Svanfríður Gísladóttir, Páll Eiríksson, og barnaböm. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfail og jarðarför móður okkar ÓLAFlU EINARSDÓTTU R frá Tannstaðabakka. Elín Brynjólfsdóttir, Hanna Brynjólfsdóttir, Einar Brynjólfsson, Ragnar Brynjólfsson, Bragi Brynjólfsson. Þökkum auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför móður okkar og tengdamóður. SIGRlÐAR SNÆBJARNARDÓTTUR Dóra Þórarinsdóttir, Gestur Pálsson Guðrún Þórarinsdóttir, Sigurjón Guðjónsson Bjöm Þórarinsson. Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför, MARGRÉTAR KJARTANSDÓTTUR Georg Jónssou, Anna Georgsdóttir, Gunnar Már Pétursson Kjartan Georgsson, Sigríður Pétursdóttir, Jóna Sigurjónsdóttir, Þórður Adolfsson,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.