Morgunblaðið - 10.06.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.06.1960, Blaðsíða 8
8 MORCVTSnr 4fífÐ F5studagur 10. júní 1960 ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐLSMANNA RITSTJÖRJ: BJARNI BEINTEINSSON Alyktanir iðnaöarráð- stefnu SUS Ráðstefnur SUS um atvinnuvegina eru vinsæll og merkur liður í starfsemi samtakanna Rannsóknarmál. Vísindalegar rannsóknir í þágu iðnaðarins verði stórefldar og komið á þær fastri skipan. Rann- sakaðir verði möguleikar á upp- byggingu nýrra iðngreina, sem byggjast á náttúruauðæfum landsins (rafmagni, jarðhita o. fl.) og stuðli að því að hráefni, orka og vinnuafl verði nýtt-sem bezt, þannig að iðnaðurinn verði eins samkeppnisfær og kostur er hverju sinni, rannsóknir gerðar í samstarfi við iðnfyrirtækin og félagssamtök iðnaðarins, en ekki einokaðar af ríkinu með ríkis- rekstur fyrir augum. F Y RI R nokkrum árum ákvað Samband ungra Sjálfstæðis- manna að efna til ráðstefna þar sem rædd væru málefni helztu atvinnuvega þjóðarinnar. Hefur SUS þegar haldið ráðstefnur um landbúnaðarmál og sjávarútvegs- mál. Sl. þriðjudag hófst svo iðnað- arráðstefna SUS og lauk henni i fyrradag. Hefur Morgunblaðið þegar skýrt nokkuð frá gangi mála á ráðstefnunni, en þar voru tekin til umræðu öll helzlu vandamál iðnaðarins og gerðar ályktanir um þau. Ráðstefnan hófst með ávarpi iðnaðarmálaráðh., Bjarna Bene- diktssonar, en erindi fluttu um málefni iðnaðarins þeir Jóhannes Zoega, Sveinn B. Valfells og Björgvin Frederiksen. Ennfrem- ur var Áburðarverksmiðjan skoðuð og kynnisferð farin upp að Álafossi. Þátttakendur, sem voru 37 hvaðanæva að af landinu, voru á einu máli um að ráðstefna þessi hefði tekizt mjög vel og væru slíkir fundir mikilvægt tæki til kynningar á vandamálum hinna ýmsu atvinnugreina. Eftirfarandi ályktanir gerði ráðstefnan um iðnaðarmál: Iðnfræðsla. Reynsla sú, sem fengizt hef- ur af verklegri kennslu við Iðn- skólann í Reykjavík, hefur sýnt að halda beri áfram á þeirri braut að kenna iðnnemum í sem flestum iðngreinum undirstöðu- atriði hins verklega náms í verknámsdeildum iðnskólanna. Með hliðsjón af framansögðu telur ráðstefnan brýna nauðsyn bera til að hafizt verði handa um stækkun iðnskólanna, svo að unnt verði að taka upp verknám í sem flestum iðngreinum. Ennfremur þarf að auka menntun iðnaðarmanna og lata þá þreyta meistarapróf, sem öðl- ast vilja meistararéttindi í iðn sinni. Lánamál. Þar sem iðnaðurinn hefur sannanlega verið, stórlega af- skiptur með lánsfé undanfarin ár, miðað við aðra atvinnuvegi, þá telur ráðstefnan það réttlætis- mál, að nú verði gerður jöfnuður hér á með því, að auka verulega hlutdeild iðnaðarins í útlánum bankanna. Þá ber að stórefla Iðnlánasjóð, svo að hann geti gegnt hlutverki Þór Vilhjálmsson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, setur iðnaðarráðstefnuna. sínu sem stofnlánasjóður iðnað- arins í landinu. Verði í þessum tilgangi athugaðir möguleikar á því að láta sjóðinn hafa ákveð- inn tekjustofn auk ríkisfram- lagsins. Skjót úrbót í þessum málum er knýjandi nauðsyn til þess að iðnaðurinn geti búið sig undir vaxandi samkeppni í sambandi við fríverzlun Evrópu og vegna þess að uppbygging stóriðnaðar hlýtur öðrum þræði að hvíla á þeim iðnaði, sem fyrir er og Framhald á bls. 10. Fræðsla verksmiðjufólks Unnið verði að því að koma upp reglubundinni kennslu og námskeiðum fyrir iðnaðarmenn og verksmiðjufólk, t. d. hjá I. M. S. í. Auk þess þyrfti stofn- unin að hafa í sinni þjónustu ráðunauta, sem önnuðust leið- beiningarstarfsemi á vinnustöð- um í vinnutilhögun og verk- stjóm. UNDANFARNA áratugi hafa orðið stórstígar framfarir í iðnaði is- lendinga þráít fyrir tómlæti stjórnvalda um framgang þess at- vinnuvegar. Fyrir tveimur áratugum var talinn vafi leika á því hvort íslendingar skyldu sjálfir leitast við að fullvinna afurðir landbúnaðar og sjávarútvegs. Hinar stórstígu framfarir í fiskiðn- aði og í iðnaði, sem byggist á afurðum landbúnaðarins, hafa stór- aukið verðmæti útflutningsins og skapað verðmætari og fjöl- breyttari framleiðslu til innanlands neyzlu. Er nú eigi lengur um það deilt að keppa beri að því að fullvinna framleiðsluvörur landsmanna innanlands. Jafnframt hefur annar iðnaður aukizt mjög Fundarmenn á fulltrúa- og sambandsráðfundi SUS ásamt formanni Sjálfstæðisflokksins, Ólafi Xhors. Fulltrúa- og sambandsráds- fundur SUS hófst i gær og eflzt og við það hafa raunverulegar gjaldeyristekjur farið vax- andi á ári hverju og þar með orðið mögulegt að verja stærri upp- hæðum gjaldeyris til kaupa á þýðingarmiklum fjárfestingarvör- um. Iðnaðurinn hefur skapað aukna og stöðugri atvinnu og und- anfarna áratugi hefur hann tekið við fólksfjölguninni og er nú sá atvinnuvegur þjóðarinnar, sem flestir hafa lífsframfæri af. Á síðustu árum hefur ennfremur verið hafizt handa um stór- iðnað, sem byggist á raforku og hagnýtingu innlendra hráefna þ. e. áburðarverksmiðja og sementsverksmiðja, en báðar þessar afkastamiklu verksmiðjur eru nú orðnar þýðingarmikill liður i þjóðarframleiðslunni. Það er staðreynd, að lifskjör almennings í hinum ýmsu lönd- um heims eru þeim mun betri sem iðnaðurinn er öflugri og hefur lífskjarabilið breikkað milli iðnaðarþjóðanna og þeirra þjóða sem framleiða eingöngu hráefni. Orsök þessa er, að vinnslan verður sífellt meiri hluti af verði hinnar fullunnu vöru, eftir því sern hráefnið nýtist betur og tæknilegar nýjungar koma fram, er opna möguleika á fjölbreyttari og fullkomnari vinnslu. I dag stendur ísland mjög vel að vígi um ýmsa framleiðslu sen byggjast mundi á orku þeirri, sem fólgin er í vatnsföllum lánds- ins og jarðhita, hagnýtum jarðefnum og efnum í gufunni. Augljóst er, að afkomuöryggi þjóðarinnar vex með auknum iðn- aði, sem ekki er háður tíðum sveiflum í veðurfari né verðlag', enda verður eigi séð, að aðrir atvinnuvegir geti leyst iðnaðinn af hólmi í því að taka við stöðugt vaxandi fólksfjölgun. Af því, sem að framan segir ber að leggja allt kapp á eflingu iðnaðarins og tryggja starfsgrundvöll hans, en efling iðnaðar byggist fyrst og fremst á því, að honum sé skipaður sami sess og öðrum atvinnuvegum í efnahagskerfinu. 1 GÆR hófst fulltrúa- og sam- bandsráðsfundur Sambands ungra Sjálfstæðismanna og sækja hann 30—40 fulltrúar frá flestum sambandsfélögum S.U.S. Aðalverkefni fundarins er að -ræða skipulagsmál sambandsins og Sjálfstæðisflokksins og leggja drög að starfsemi S.U.S. i sumar. Starfsemi sambandsins hefur verið blómleg það sem af er starfsárinu. Haldin hafa verið þrjú vormót á Akrenesi, Flúðum og í Keflavík. Þá voru haldnir nokkrir fundir um efnahagsmái- in úti á landi. Útgáfustarfserni hefur verið allmikil og er aukn- ing hennar í vændum. Ennfremur hefur stjórnin rætt mikið vænt- anlegar skipulagsbreytingar svo nokkuð sé nefnt af störfum henn- ar. Fundarmenn sátu hádegisverð- arboð formanns Sjálfstæðisflokks ins en fundurinn hófát með á- varpi hans í gærmorgun. Fundurinn samþykkti í gær- dag einróma eftirfarandi stiórn- málaályktun: UNGIR Sjálfstæðismenn fagna þeim raunhæfu ráðstöfunum, sem núverandi ríkisstjórn hefur haft forystu um til lausnar efnahags- vandamálum þjóðarinnar, og þeirri nýju stefnu, sem þar hefur verið mörkuð. Ungir Sjálfstæðismenn fagna þeim sigrum, sem unnizt hafa í baráttunni um 12 mílna fiskveiðilögsögu og heita á forystumenn þjóðarinnar að vinna af einurð að friðun alls landgrunnsins. Ungir Sjálfstæðismenn telja, að frelsi það til viðskipta og fram- kvæmda, sem verið er að koma á, sé í samræmi við þarfir íslenzku þjóðarinnar og að það muni styrkja hið frjálsa framtak. Munu þá leysast úr læðingi þau öfl, sem gagnlegust munu reynast til að tryggja frelsi og hagsæld þjóðarinnar. Vafalaust er, að höfuðnauðsyn var að stöðva þá óheillaþróun. sem verið hafði í fjármálum þjóðarinnar og hámarki náði á dögum vinstri stjórnarinnar. Núverandi ríkisstjórn hefur hinsvegar ráðizt af festu og einurð gegn vandanum og beitt sér fyrir ráðstöfunum, sem munu verða nýr grundvöllur heilsteypts fjármála- og atvinnulífs. Ungir Sjálfstæðismenn hafa ríka ástæðu til að fagna þessum raunhæfu aðgerðum, sem eru í fullu samræmi við þau sjónarmið, sem þeir hafa sett fram og barizt fyrir á undanförnum árum. Ungir Sjálfstæðismenn benda á, að þessar ráðstafanir voru ekki aðeins hið eina, sem unnt var að gera til bjargar hag þjóðarinnar á örlaga- stundu, heldur og nauðsynlegur grundvöllur til að takast megi að varðveita og efla frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar. Fyrir því heita ungir Sjálfstæðismenn á æsku landsins og þjóðina alla að stuðU að því, að nú hefjist tími nýrra framfara og uppbyggingar tslend- ingum öllurn til gagns og blessunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.