Morgunblaðið - 10.06.1960, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.06.1960, Blaðsíða 15
Föstudagur 10. júní 1960 MORCTlNfíT 4 fílÐ 15 Eggert Asgeirsson: Innflutningur skordýra 1 HVERJU ónumdu landi virðist vera sem næst jafnvægi milli lifandi vera í náttúrunnar ríki. Aukning einnar tegundar hefur í för með sér, að óvinategundum hennar vex ásmegin. Þannig er stemmt stigu við óeðlilegri fjölg- un. Stundum raskast þetta jafn- vægi, oftast fyrir tilverknað manna. Örar samgöngur verða til þess að meindýr berast auð- veldlegar en áður landa milli, tíðast fyrir slysni. Þess finnast dæmi úr dýralífi okkar lands. Svörtu rottunnar verður ekki vart hér fyrr en 1919, enda þólt sú mórauða hafi verið hér síð- an á 18. öld. Ennfremur hafa dýr ,sem ekki hafa verið um- talsverðir tjónvaldar í heima- landi sínu, verið flutt í ákveðn- um tilgangi til annars lands og orðið þar hinir mestu skaðræð- isgripir. Það þekkjum við allt of vel. Tiltölulega auðvelt er að koma í veg fyrir tilflutning sperdýra, miðað við skordýrin, og ræður þar stærð dýranna og gífurleg- ur fjöldi skordýra í heiminum. Vandræði af tilflutningi skor- — Kongo Framh. af bls. 13. menn til að bera hann út. Við þetta brölt alltsaman særðist hann ofurlítið á úlnliðunum af handjárnunum. Þremur dögum seinna var hann kominn til Brux- elles til -að sitja á sjálfstæðisráð- stefnunni og var ekki seinn á sér að sýna blaðaljósmyndurum úln- liðina á sér sem dæmi um þá meðferð sem vesalings blökku- mennirnir yrðu að sæta af hendi nýlendukúgaranna. Nú er þessi maður talinn líklegastur til að verða fyrsti forsætisráðherra landsins. Nýlega sá ég kosningar- dreifimiða frá flokk hans, sem tilkynnti .... „að flokkurinn væri sá eini, sem nokkra sigur- möguleika hefði í komandi kosn- ingum. Ef svo ólíklega færi samt um að hann sigraði ekki, myndi hann gera það ókleift fyrir nokkurn annan flokk að stjórna svo að réttast væri fyrir háttvirtann kjósneda að átta sig á þessu srax, og koma í veg fyrir algert stjórnleysi í landinu." Annað vandamál, sem vofir yf- ir tilvonandi ráðamönnum þjóð- arinnar er að efna gefin loforð. Þegar þeir hófu áróðurinn fyrir sjálfstæði landsins gerðu þeir sjálfsagt ekki ráð fyrir að ár- angurinn yrði jafn skjótur og raun varð á. Á æsingafundum lofuðu þeir af handahófi meðal annars að afnema alla skatta, að taka eignartaki bíla, hús og aðr- ar eignir hvítra manna og út- hluta á meðal svartra. Þeir lof- uðu líka kauphækkunum, því að þá myndu þeir hafa umráð yfir öllum auðæfum hvítra manna. Hætt er á að erfitt verði um efnd irnar. Án hvíta mannsins, a. m k. í tæknilegum stöðum geta þeir ekki stjórnað í mörg ár enn. Margir hvítir hafa þegar yfirgefið landið og er atvinnuleysið þegar farið að gerast áberandi. Ég sagði við þjóninn minn áðan, „Jæja, Maur- ice, hvað skeður ef við hvítu þurfum að fara eftir komu full- veldisins? Þú verður líklega að vinna fyrir svartan húsbónda" „Ég að vinna fyrir svartan nús- bónda! Nei, aldrei, herra minn!“ var svarið. Hér fyrir ofan er ég búinn að nefna nokkur af þeim vandamál- um, sem hið unga lýðveldi kemur til með að glíma við. Ef til vill erum við, sem hér búum óþarf- lega svartsýnir. Vonandi er að svo sé. Óneitanlega verður fróð- legt að fylgjast með atburðarás- inni á næstunni. Leopoldville, 3. júní, 1960 Þorsteinn E. Jónsson. dýra verða venjulega með þeim hætti, að viss tegund flyzt í nýtt umhverfi án þess að óvinir hennar fylgi eftir. Getur þá svo farið, að þessi skordýrategund fari eins og logi um akur og valdi miklu tjóni. Enda þótt ný tegund hafi borizt inn í landið og gert þar mikinn usla, er ekki víst að hún geri það um aldur og ævi. Harðindavetur t. d. getur eytt henni með öllu, eða haldið henni í skefjum. Ennfremur get- ur hún eignazt óvini í hinum nýju heimkynnum. Til ýmissa ráða hefur verið gripið til að stemma stigu við aðfluttum skordýrum. Ráð, sem oft hefur reynzt vel, er að nota óvini skordýranna frá fyrri heimkynnunum. Aðferðin er vandasöm og getur verið mjóg varhugaverð. Er hún í aðalatnð- um þessi: í fyrsta lagi þarf að greina nákvæmlega skordýrateg- und þá, sem ráðast skal gegn, og kynnast lifnaðarháttum henn- ar. í öðru lagi verður að ganga úr skugga um, hvaðan skordýr- in hafa flækzt. í þriðja lagi er nauðsynlegt að rannsaka lifnað- arháttu þeirra í fyrri heimkynn- unum, og hverjir séu þeirra skæðustu óvinir. Er það oft hið erfiðasta verk, því að óvinirnir geta bæði verið rándýr og snýkjudýr í heimi skordýranna og dyljast oft mjög. 1 fjórða lagi þarf, þegar óvinurinn er fundinn, að rannsaka hann vandlega, því hann getur sjálfur átt svarinn óvin, sem haldi honum í skefj- um í heimalandinu, en sem ekki er fyrir hendi í hinum nýju heim kynnum. 1 fimmta lagi skal hin útvalda skordýrategund fönguð og hún ræktuð um nokkurt skeið og á henni gerðar athuganir, svo öruggt megi teljast, að með henni berist engin önnur skor- dýr, afbrigði, snýkjudýr eða sjúkdómar. Auk alls þessa eru fjöldi atriða, sem vaka þarf yfir. Til að standa fyrir framkvæmdum sem þess- þarf því að ráða góðan mann, skordýrafræðing, sem reynslu hafi og þekkingu á þessu, svo tryggt sé, að varlega sé að farið. En fyrst og fremst má ekki ráðast í framkvæmdir, án þess að sérfræðingar haíi ur nám sitt í Noregi undanfarna tvo vetur, og á hann að safna skordýrum þar. Gefur val ósér- fróðs manns til verksins og ým- islegt annað í frásögn blaðsins til kynna, að hvorki sé farið með málið af fyrirhyggju né kunn- áttu. Skulu hér nefnd dæmi: 1 fréttinni eru maríubjöllur, sem flytja á inn í umræddu skyni rangnefndar maríuhænur. Það mun varla neitt áhlaupa- verk að finna heppilegustu teg- undirnar til þessara þarfa, því gera má ráð fyrir, að tegundirn- ar séu ekki færri en fimmtíu í Noregi. í fréttinni segir að flytja eigi inn þrjár tegundir bjallna og fullyrt að hver um sig „lifir á ákveðinni lúsartegund“. Lýsnar, sem útrýma á, eru hins vegar sagðar einungis tvær. Mætti því ætla, að órannsökuðu máli, að fullt svo gagnlegt væri að flytja inn aðeins eina bjöllutegund til árásar á hvora lúsartegund, og velja þær sem hæfastar þættu. Sagt er að önnur umræddra lúsartegunda heiti skjaldlús, eða ullarlús, og hafi borið á, að hun hafi valdið tjóni sl. 10 ár. Hin nefnist sitkagrenislús, og varð hennar fyrst vart í fyrravetur. Hvernig hafa skordýr þessi bor- izt til landsins? Má ekki gera ráð fyrir, að þær hafi borizt með innfluttum trjáplöntum? Væri mjög fróðlegt, ef gerð væri rann- sókn á þessu atriði. Um langan tíma hefur árlega verið flutt inn mikið magn af trjáplöntum og trjárunnum til gróðursetningar. Þannig var á árunum 1955—59 flutt inn 21,3 tonn. Mun Skóg- rækt ríkisins hafa flutt inn mest af þessu magni. Mjög hefur verið af því látið, og er það út af fyrir sig ekki að lasta, að víða háfi verið leitað fanga við innflutninginn, jafn- vel allt suður til Eldlands. Heí- ur fyllstu varúðarráðstafana verið gætt í sambandi við þenn- an innflutning? Mjög ósennilegt er að svo hafi verið. Hér á landi eru ekki tæki til að eyða skordýrum úr innflutt- um jurtum og þeirri mold, sem berst með, enda vantar hér alveg kunnáttumann á því sviði. Getur þannig átt sér stað, að Skógrækt ríkisins eigi einhvern hlut að innflutningi þeirra ónytjadýra, sem hún hyggst nú útrýma með innflutningi annarra skordýra. Þótt Skógræktin kunni að eiga hér einhverja sök, ber ríkisvald- ið þó aðalábyrgðina á að illa geti tekizt til í þessu efni. Lög- gjöf um innflutnirg á jurtum og dýrum, öðrum en búfénaði, er í hæsta máta gölluð, og eftirlit með framkvæmd ákvæða enn gallaðra. í lögum um náttúruvemd er aðeins sagt, að leita skuli um- sagnar Náttúruverndarráðs áður en leyfi er veitt til innflutnings á lifandi dýrum. Þannig virðist raunverulega ekkert sem hindr- ar alveg, að leyfi sé veitt til inn- flutnings á margnefndum skor- dýrum, þótt Náttúruverndarrað mæli gegn honum. A því þarf að gera b'reytingu. Ef leyfður yrði innflutningur á einhverjum dýrum, áður en það mál væri athugað gaumgæfilega af sér- fræðingum og þeir mæltu ein- dregið með ráðstöfuninni, þá væri það glapræði. Því þarf að hindra þennan innflutning að svo stöddu. Jafnframt þarf að vaka vandlega yfir því að skor- dýr berist ekki inn í landið, neina að yfirlögðu ráði. vandlega yfirvegað málið og áliti, að aðgerðirnar beri árangur. Samkvæmt frétt í Morgun- blaðinu hinn 28. apríl sl. stend- ur til, að Skógrækt ríkisins reyni fyrrgreinda baráttuaðferð gegn tveim trjálúsartegundum, sem hér hafa gert vart við sig á sið- ustu árum. Virðist framkvæmd málsins að einhverju leyti hafa verið fengin ungum skógverk- stjórnarnema, sem stundað hef- Sjöttu helgitón- leikarnir á sunnu- daginn HAFNARFIRÐI. — Sjöttu helgi- tónleikarnir að þessu sinni verða í Hafnarfjarðarkirkju n.k. sunnu dagskvöid. Þá syngur Alþýðukór inn í Reykjavík og flytur m.a. Me^su eftir Schubert. Páll Kr. Pálsson aðstoðar á orgelið, en dr. Hallgrímur Helgason stjórnar. Sjöundu og síðustu helgitón- leikarnir að þessu sinni verða í kirkjunni 26. júní, og munu þau María og Helmuth Neuman ann- ast þá með orgel- og cellóleik. Ágæt aðsókn hefir verið að öll- um helgitónleikunum og þeir mælzt mjög vel fyrir. Aðgangs- eyrir hefir enginn verið, en kirkjugestum gefinn kostur á að leggja eitthvað af mörkum í sjóð, sem várið verður til að kaupa klukku í kirkjuturninn, og verð- ur svo einnig nú. — G. E. Iðgjöld af mörgum dráttarvélum munu því lækka um nærri helming á næsta gjalddaga? BÆNDUR! Látið það ekki henda yöur að vera með dráttarvél vðar ótryggða- Umboð um land allt Sambandshúsinu. Sími 17080.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.