Morgunblaðið - 23.09.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.09.1960, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 23. sept. 1960 tTtg.: H.f. Arvakur Reykjavlk. Frarnkvœmdastjóri: Sigfús Jónsson. , Ritstjórar= Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók.: Arni Öla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. VINNULÖGGJÖF UTAN UR íIEIMI Það er alltaf margt um manninn á „Októberhátíðinni“ Á ,,gleöivöllum — þar sem ölið flóir 44 ¥ ENGI hefur verið um það rætt, að brýna nauðsyn bæri til að endurskoða vinnu- löggjöfina. Alkunna er, að löggjöfin, sem nú er meira en tveggja áratuga gömul, er mjög úrelt og ófullkomin. Í skjóli hinnar ófullkomnu lög- gjafar hefur síðan þróazt innan verkalýðshreyfingar- innar spilling, sem alltaf öðru hverju brýzt út í stráks- skap og skrílmennsku á borð við það, sem kommúnistar hafa sýnt að undanförnu, á fyrstu dögum kosninga til næsta þings Alþýðusambands íslands. Kjörskrárfalsanir kommún- ista, skrípalæti á fundum og brot á lögum og reglum verkalýðssamtakanna, skipta þó ekki meginmáli í sjálfu sér. Hitt er sýnu verra, að störf þeirra launþegasamtaka, sem kommúnistar ráða, bein- ast alls ekki að því að gæta hagsmuna félaganna, heldur eingöngu að pólitískri mis- notkun. Kommúnistar hafa sjálfir lýst því yfir, að yfir- ráð þeirra í launþegasamtök- unum um langa tíð hafi ekki leitt til kjarabóta hérlendis. Ástæðan til þess er þó ekki AÐ er óumdeild staðreynd að Islendingar hafa ekki á undanförnum árum öðlazt sömu kjarabætur og ná- grannaþjóðirnar. Ætti ekki að þurfa að eyða mörgum orð- um að því, hvernig á þessu standi. Fáir munu halda því fram, að íslenzka þjóðin hafi ekki lagt að sér í vinnu á borð við nágrannaþjóðirnar, né heldur að við höfum við styrjaldarlokin verið verr undir það búnir að byggja upp blómlegt atvinnulíf en þær þjóðir, sem verst urðu úti í styrjöldinni. Skýringin getur því aðeins verið ein, og er aðeins ein, að við höfum búið við ranga stjórnarhætti. Uppbótakerf- ið, nefndafarganið, höftin og bönnin hafa komið í veg fyr- ir eðlilega þróun í þjóðlífinu. Léleg kjör eru því afleiðing þeirrar vinstri stefnu, sem nú hefur, góðu heilli, verið varp- að fyrir róða. En hve fijótt tekst þá að byggja upp að nýju? Þeirri spurningu er ekki auðvelt að svara, því að hverjum og ein- um ætti að vera það ljóst, að bætt kjör eru komin undir sú, að hér hafi skort á kröfu- hörku og verkfallspólitík. Kjarabætur hafa ekki náðst af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi hafa kommúnistar ekki áhuga á því að kjör verka- manna batni um of, því að þá telja þeir, að erfiðara mundi reynast að nota samtök þeirra í harðvítugri verkfallspólitík, þegar mikið ríði á fyrir flokk þeirra. í öðru lagi hefur svo mætti þeirra samtaka, sem kommúnistar ráða, verið beint að því að viðhalda efnahagsstefnu, sem óhag- stæð er þjóðarheildinni, og kemur þannig verst við laun- þega. Það vita og skilja allir, sem vilja, að almennar kjara- bætur geta því aðeins náðst, að heilbrigð efnahags- stefna ríki í þjóðfélaginu, sem stuðli að framförum og framleiðsluaukningu. —■ Þess vegna hefur sú barátta verka lýðsfélaga, sem beinzt hefur að því að viðhalda uppbótar- kerfi, beinlínis verið andstæð hagsmunum verkalýðsins, og á sama hátt mundi sú bar- átta, sem miðaði að því að kollvarpa viðreisninni, bein- ast gegn hag launþega. því hve skjótt framleiðslan eykst. Framhjá þeim alvar- legu staðreyndum verður ekki gengið, að aflabrögð hafa að undanförnu, bæði á síld- veiðum og togaraflotanum, verið léleg. En hitt er þó enn alvarlegra, að svo mikið verð- fall hefur orðið á ákveðnum útflutningsvörum, að nemur 7% af heildarverðmæti út- flutningsins. Þetta mun valda því að nokkur töf verði á kjarabót- um þeim, sem fylgja viðreisn- inni, því að auðvitað hefur ár- ferðið og verðlag útflutnings- afurða okkar meginþýðingu fyrir kjör allrar þjóðarinnar. Má því segja að sú staðreynd, að menn geta haldið þeim kjörum, sem ráð var fyrir gert við setningu efnahags- löggjafarinnar, sýni hve hún hefur verið reist á traustum grunni. Raunverulega ættu verðlækkanirnar og aflaleys- ið að valda því að um beina kjaraskerðingu væri að ræða, og þannig hefði það líka orð- ið, ef uppbótarkerfið hefði verið við lýði, því að þá hefði orðið að leggja á nýja skatta, sem allur almenningur hefði greitt. M Á R G IR íslenzkir náms- menn hafa dvalizt í Munchen í Þýzkalandi á undanförnum árum, auk ferðalanga, sem heimsótt hafa borgina — og munu því býsna margir ís- lendingar kannast við „Októ- berhátíðina“ svonefndu, og jafnvel hafa tekið þátt í henni. Þessi mikla og vin- sæla hátíð verður haldin í 150. sinn á þessu hausti, og verða þar því eflaust slegin öll met í gleðilátum — en þau felast einkum í feiknlegri öl- drykkju og lúðrablæstri og öðrum hávaða „í stfl“ við það. • Á „TERESÍU-VÖLLUM“ Ems og undanfarin 149 ár, vérð ur hátíðin haldin á hinum víðáttu miklu „Teresíuvöllum‘- utan Múnchen, en frá 24. september það er 'á morgun til 9. október (af veðurfarlegum ástæðum er hátíðin nú orðið hafin í sept- ember) breytast þessir vellir í geysimikinn, einstæðan skemmtistað — en miðdepill hans eru hin heljarstóru „öltjöld“, sem þekktustu ölverksmiðjur í Bayern reisa. í þeim er hægt að veita 3000—4000 manns í einu. Þarna eru einnig pallar, þar sem hornaflokkar, er sumir telja allt upp undir 100 manns, leika þind- arlaust daginn út og inn, meðan öiið rennur í striðum straumum. — ★ — Kringum tjöldin geta menn svo fundið sér margt til dægrastytt- ingar — allt frá risastórum renni brautum og hringekjum til nekt- ardansmeyja. ★ SEX MILLJÓNIR GELTA? „Októberhátíðin" er ekki leng- ur nein einkahátíð Múnehenbúa, heldur er hún orðin ein helzta „beita“ Vestur-Þýzkalands fyrir ferðamenn, sem streyma þangað hvaðanæva úr Evrópu til þess að njóta gleðinnar. Er búizt við, að um 6 milljónir gesta sæki hátíð- ina í ár — og að þeir muni eyða sem svarar um 500 milljónum kr. á Teresíu-völlunum. Hátíðin hefst formlega á morg ur: með því, að borgarstjórinn í Múr.chen slær sponsið úr fyrstu öltunnunni með trékylfu einni mikjlli, eftir að stærðar-skrúð- ganga hefir farið um götur borg- arinnar. Og svo flýtur ölið óslit- ið næstu 16 dagana — og fólkið bókstaflega keppist við að skemmta sér af hjartans lyst. Fyrsta „Októberhátíðin*1 var haldin árið 1810, í tilefni þess, er segir Stravinsky BANDARÍSKI hljómsveitarstjór- inn Robert Graft sendi fyrir nokkrum árum frá sér skemmt!- lega bók með viðtölum við Igor Stravinsky, eitthvert frægasta tónskáld nútímans, nefnist „Conversation with Igor Stra- vinsky". — Nú hefir Craft gefið út eins konar framhald þessarar bókar, sem ekki er sögð síðri aflestrar en hin fyrri. Nýja bók- in nefnist „Memories and commentaries" (Minningar og at- hugasemdir). — Hér eru nokkur „leiftur“ úr bókinni: • ★ • Um barnæsku sína segir Stra- vinsky m. a.: „Hún var öll ein óralöng bið eftir þeirri stund, er ég gæti sagt öllu og öllum, sem hana snertu á ein eða annan hátt, að fara fjandans til.“ — Um fyrsta píanókennara sinn, ung- frú Kashperova, segir hann: „Hún var góður píanóleikari — og hræðilegur klunni, sem býsna oft fylgist að. Þröngsýni hennar stuðlaði mjög að því að koma inn hjá mér þeim biturleika, sem varð til þess, að ég skömmu eft- ir tvítugt gerði uppreisn gegn námi mínu, uppeldi mínu og for- eldrum mínum . . .“ • ★ • Hið fræga, rússneska tónskáld, Rimsky-Korsakov, var kennari Stravinskys — og hann fær þessi „eftirmæli": „Hann olli mér von- brigðum með borgaralegu guð- leysi sínu — og með því að ein- angra sig frá sérhverri trúarlegri eða háspekilegri hugsun" — Um framlög menningarstofnana til eflingar ’tónjistarlMi: „Kappið, sem lagt er á að fá samdar nýjar kantötur, strokkvartetta, sinfón- íur o. s. frv. með peningaflóði frá Ford, Rockefeller og öðrum sjóð- um, er af sama toga spunnið og sú viðleitni, sem kemur Banda- hinn bayerski krónprins (siðar Lúðvík I.) hélt brúðkaup sitr með Theresíu prinessu af Saxen- Hildburghausen. — Hátíðin var haldin á hinum víðu völlum, sem síðan voru heitnir eftir prin- sessunni — „Theresienwiese“. —■ Og það er víst óhætt að fullyrða, að Theresíu-vellir séu nú em- hverjir mestu „gleðivellir" í Evrópu . . . ríkjastjórn til að kaupa upp um- frambirgðirnar af korni. Stórbrot in tónlist sér fyrir sér sjálf . . • ★ • Hollywood fær líka sitt: „Þeir vilja kaupa nafnið mitt, ekki músíkina mína. Þegar ég hafnaði eitt sinn tilboði um að skrifa „baksviðstónlist" fyrir kvikmynd r.okkra, sem ég átti að fá stóra STRAVINSKY: — Stórbrotin tónlist sér fyrir sér sjálf . . . summu fyrir, var mér tjáð, að sama upphæð skyldi greidd mér, ef ég aðeins vildi leggja náfn mitt við tónlist, sem annar höf- undur skrifaði . . .“ • ★ • Og enn segir Stravinsky, í sam- bandi við spjall um hina nyju ,,atonal“ og 12 tóna tónlist, sem hinn síungi, 78'ára gamli meistari hefir mikinn áhuga á: „Ég hefi andstyggð á því hvernig sögnin „að skapa“ er nú notuð, hvort sem um er að ræða tórdist eða eitthvað annað . . . Guð einn get- ur skapað . . .“ KJARABÆTUR Guðeinngeturskapað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.