Morgunblaðið - 23.09.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.09.1960, Blaðsíða 24
A réttarvegg Sjá bls. 1S. 217. tbl. — Föstudagur 23. september 1960 Verða giftingan tíðar að Árbæ? UM síðustu helgi var Ár- bæjarsafni lokað fyrir vetur- inn, og höfðu þá tæplega 13 þúsund skoðað það. Aðsókn hefur verið geysimikil þar í sumar, enda margt þar for- vitnilegra muna. í sumar hefur veríð unnið að því að ljúka við að setja Silfra- staðakirkju upp, og mun því verki lokið í næsta mánuði. Kirkjusmiður er Skúli Helgason safnvörður á Selfossi. Hefur hann unnið allt verk, bæði í járn, kopar og tré, og hlaðið kirkju- veggina. Smíðin hefur tekið um tvö ár og kostar-innan við 150 þús. kr. Nú er unnið að því að hlaða kirkjugarð og reisa sálu- hlið með klukknaporti, eins og var við kirkjuna fyrir norðan. Ekki er enn ákveðið, hvort kirkjan verður vígð í haust. Hún 62 kiló I FYRRADAG var lógað í sláturhúsi Sláturfélags Suður-J Iands á Selfossi, þyngsta sauð sem þangað hefur komið um langt skeið. Reyndist skrokk- þungi hans vera 62 kílógrömm, en til samanburðar má geta þess, að meðalskrokkþungi mylkra áa, er um 20 kr. Má reikna með, að lifandi hafi hann vegið mikið yfir 100 kg. Sauðurinn var fjögurra vetra gamall, í eigu Brynjólfs Guð- mundssonar á Galtastöðum í Gauiverjabæjarhreppi Blaðið átti í gær samtal við Helga Jó- hannsson, forstöðumann slát- urhússins á Selfossi og spurði bann um gang mála þar eystra. Gert er ráð fyrir að slátra samtals 45.000 fjár í haust og mun það vera svipuð tala og undanfarin ár. Daglega er slátrað 14—1500 fjár og vinna við það um 100 manns, en meirihluti afurðanna fer til vinnslu í sláturhúsi félagsins í Reykjavík. Þessa dagana er slátrað lömbum en einstaka fullorðið fé slæðist með eins og sauður- inn væni frá Galtastöðum. — Helgi kvað meðalþunga fjár- ins vera meiri nú en í fyrra og þakkar það sérstaklega góðri tíð í vor. Á Selfossi er slátrað kind- um úr allri Ámessýslu, að Þingvallasveitinni undanskil- inni, og hefir verið réttað nú þessa dagana, en í dag fara fram síðustu og mestu réttirn- ar í sýslunni, Skeiðaréttir. Stórbruni í Fljótshlíð Úfihúsin i Kirkjulækjarkoti stóðu i björtu báli Skip rekast á AKUREYRI, 22. sept.: — Laust eítir hád. í dag fór strandferða- skipið Hekla héðan. Þegar hún var að fara frá bryggju, vildi svo til, að 50 smálesta bátur, Stefán Þór, ÞH 40, frá Húsavík, var að koma inn í höfnina og lenti aftan undir Heklu bakborðsmeg- in. Stefni bátsins brotr.aði og gekk inn. Ein/hverjar skemmdir urðu á kinnung bátsins og fleiri skemmdir framan á honum stjórn borðsmegin. — St. E. Sig. HVOLSVELLI, 22. sept. — STÓRBRUNI varð austur í Fljótshlíð í nótt, er útihús á Kirkjulækjarkoti brunn.i. Tjón ábúendanna er tilfinnanlegt, því að auk heys, sem brann eða eyði lagðist, köfnuðu tvær kýr, kálf- ur og gylta á básum sínum. — Slökkvistarfið stóð enn yfir seinni hluta dags í gær, því að þá. voru enn glæður í hcyinu. í Kirkjulækjarkoti býr margt fólk, því að heita má, að heimilin séu fjögur. Þar býr Guðr.i Mark- ússon ásamt sonum sínum þrem- ur, Guðna, Magnúsi og Grétari. Laust eftir klukkan þrjú í nótt vaknaði unglingur á einu heimilanna á bænum. Sá hann þá, að bjarma sló á himininn og vakti heimilisfólk í snatri. Var þá eldur laus í hlöðu, en áföst við hana voru tvö fjárhús, fjós og önnur hlaða. Þegar út var komið, voru úti- hús öll ýmist þrennandi eða full af reyk. Ekki var annað af skepnum inni en tvær kýr, káif- ur, gylta og hundur. Voru dýrin öll köfnuð, er að var komið, nema hundurinn, sem kom hlaupandi út óskaddur. Guðni Guðnason fór niður að Hvolsvelli til þess að kalla á hjálp slökkviliðsins þar, og iaust fyrir klukkan 4 voru Hvolsvell- ingar komnir á vettvang með slökkvidælu og annan útbúnað. Þegar slökkviliðið kom að Kirkjulækjarkoti, stóðu eldtung urnar upp úr allri húsaröðinni og hafði það verið óhugnanleg sjón. Eftir tveggja klukkuslunda baráttu við eldinn, tókst slökkvi liði og aðstoðarmönnum þess að ná yfirhöndinni. Öll útihúsin voru þá svo brunnin, að þau voru ónýt orðin. Lögð var mikil á- herzla á að reyna að bjarga eins Jónas vann Johannessen Núverandi og fyrrverandi Norður- landameistari keppa i kvöld ÞAÐ bar til tíðinda, þegar biðskákir voru tefldar á Gilfer-mótinu i gærkvöldi, að Jónas Þorvaldsson vann Norðurlandameistarann Svein Johannessen, og er það fyrsta skákin, sem Jónas vinnur á mótinu. Aðrar biðskákir fóru svo, að Ólafur Magnússon vann Ingvar Ásmundsson, en tapaði fyrir Benóný Benediktssyni. Aftur á móti vann Ingvar Benóný. Þá vann Guðmundur Ágústsson nafna sinn Lárusson og Gunnar Gunnarsson vann Kára Sólmund- arson. Fresta varð biðskák Gunn ars og Johannessens. Staðan á mótinu »r nú þessi: 1.—2. Friðrik Ólafsson og Ingi R. Jóhannsson 5 v. 3. Arinbjörn Guðmundsson 4V2 v. 4.—5. Guðmundur Ágústsson og Ingvar Ásmundsson 314 v. 6. Svein Johannessen 3 v. og biðskák, 7. Benóný Benediktsson 3 v. 8. Gunnar Gunnarsson 214 og biðskák. 9. Ólafur Magnússon 2 v. 10.-12. Guðm. Lárusson, Jónas Þorvaldsson og Kári Sól- mundarson 1 vinning. Sjöunda umferð verður tefld í kvöld og má þá búast við sér- staklega skemmtilegri keppni. Þá tefla saman Johannessen og Friðrik, Benóný og Ingi R., Arin björn og Ingvar, Kári og Ólafur, Guðm. Ág. og Gunnar og Guðm. Lárusson og Jónas. miklu af heyi og hægt var. ■— Hlaðan tók um 1000 hesta, og gizkuðu menn á í gær, að um 300 myndu hafa eyðilagzt. Fram undir nónbil í gær var látlaust unnið að björgun heys og að slökkva í rústunum. Öruggt er talið, að um sjálfs- íkveikju í heyinu hafi verið að ræða. Útihúsin, sem brunnu, voru metin til vátryggingar á 250 þúsund krónur, en talið er að byggingarkostnaður sömu húsa sér um 60% thærri en tryggingin nemur. Tjón þetta er mikið og tilfinn anlegt fyrir þá Kirkjulækjar- kotsbændur. —G. S. á að geta tekið 78 manns í sæti. Líklegt má telja, að margir róm antískir Reykvíkingar og aðrir landsmenn muni í framtíðinni ganga í það heilaga í hinni gömlu og fögru kirkju. Að undanförnu hefur safninu borizt ýmislegt af munum. Má þar til dæmis taka eina „falcon. ettu“ eða litla fallbyssu, sem safninu barst vestan frá ísafirðL Sú saga fylgir byssunni, að hún hafi verið fengin að láni héðan úr Reykjavík, og þá sennilega úr Batteríinu (gamla virkinu —- Phelpsvígi —, sem stóð nálægt Krummaskurð, þar sem Sænska frystihúsið er nú) til þess að fagna Friðriki konungi VIII. þeg ar hann kom hingað 1907. Þótt Árbæjarsafnið sé lokað, er safnið i Skúlatúni 2 opið, og þar má m. a. sjá þennan grip. Um þessar mundir hanga þar Reykjavíkurmyndir eftir Sigfús Halldórsson. — Hópar sem vilja skoða Árbæ og Smiðs. hús, geta samið um ferðir upp eftir við safnvörðinn, Lárus Sig urbjörnsson. Safnið í Skúlatúni 2 er opið all.. daga nema mánu- daga frá kl. 2—4. Aðgangur er ókeypis. Þróttarkosning á Sighifirði SIGLUFIRÐI, 22. sept. — Fund- ur í Verkamannafélaginu Þrotti hefur nú verið auglýstur í kvöld, fimmtudagskvöld þar sem' kjósa átti fulltrúa á 27. þing A.'S.Í. — Hins vegar hefur það gerzt i dag, að lögð hefur verið fram áskorun frá 129 Þróttarfélögum, um að fram fari allsherjar- atkvæðagreiðsla Um val fulltrúa ó þing þetta. Er talið likiegt, að stjórn Þróttar verði við þessari éskorun. — Stefán. Norræn listsýning hér d næsta hausti ÞAÐ hefur verið ákveðið að hér í Reykjavík skuli verða haldin stór norræn listsýning á árinu 1961. Undirbúningsnefnd þessar— ar sýningar, sem haldin verður á vegum Nordisk kunstforbund, skýrði blaðamönnum frá þessu í gærdag. Valtýr Pétursson listmálari hafði orð fyrir nfendinni. Gat hann þess, að slíkar sýningar væru haldnar á vegum Nordisk kunstfoibund annað hvert ár. Sik norræn listsýning hefði síðast verið hsldin hér í Reykjavík árið 1948. . fyrra var hún hald.n í Óðinsvéum í Danmörku. Á slíkum sýningum er sýad svartlist, höggmyndir og málverk. Er sýningin þannig sett upp, að ekki er skipt niður í deildir ein- stakra landa, heldur eru verkin látin mynda heildarsýningu á hinni norrænu list. Sennilega munu milli 16 og 20 iistamenn frá hverju Norðuriand anna eiga verk á sýningunni. Henni verður komið fyrir í Lista- safni ríkisins og einnig í Lista- mannaskálanum. Mun hún trú- lega verða opnuð í septembermán uði. Hinir erlendu listamenn lögðu á það áherzlu, að slíkar iistsýn- ingar væru haldnar tíl þess að Norðurlandabúar sjálfir gætu á hverjum tíma gert sér grein fyrir því hvað væri að gerast með myndlistarmönnum þeirra. Þeir sögðu það skoðun sína, byggða á kynnum af Islenzkri myndlist, að það væri hreinasta synd að skuli ekki vera góðir sýningarsalir. Það á íslenzk mynd list svo sannarlega skilið, sagði Kaj Mottlau málari frá Kaup. mannahöfn. í undirbúningsnefnd að hinni miklu listsýningu eiga sæti Tage Hedquist frá Svíþjóð, Sören Sten Johnsen frá Noregi, Áge Hell- man frá Svíþjóð, Daninn Mott- lau, Valtýr Pétursson, Sigurður Sigurðsson, Hjörleifur Sigurðs- son og Þorvaldur Skúlason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.