Morgunblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 10
10 MORGUMtLAÐIB Laugardagur 24. des. 1960 — Manhattan Framhald af bls 9. er gott að svara: — Og hvað kosta svp þessi second-hand (notuðu) föt. Ef viðskiptavinurinn er of veikgeðja og búðarmanninum hefur tekizt með lægni að telja hann á að máta, t. d. að fara úr buxunum, þá er maður illa staddur. Bezt er þá að sleppa ekki höndinni af buxunum. Svo illa gæti farið að þær týnd- ust og þær finnist ekki hvernig sem leitað er, þangað ti'. eitt- hvað hefur verið keypt, þá koma þær skyndilega í leitirnar. — Nei! Að hugsa sér! Þér hafið þá látið þær hérna á bekkínn! Heilræði er: — Keep your paiits on. Farðu aldrei úr buxunum Heimsókn í eina shka Gyð- ingabúð er ógleymanleg lífs- reynsla, en ekki er það ráðlegt fyrir taugaveiklaða eða hjarta- veila. Kaupmaðurinn reynir að koma viðskiptavininum úr bux- unum, en hann minnist heilræð- isins og heldur í. Þá er undan- haldið heldur ekki áreynslu laust, því að kaupmaðurinn er ákveðinn í því að láta mann ekki sleppa hvað sem það kost- ar. Bezt er að láta á engu bera, að maður ætli ekkert að kaupa, spyrja um fleiri föt, og búa sig jafnframt undir flóttann. Og meðan kaupmaðurinn er óvar | um sig, snýr í mann bakinu og | er að smjúga gegnum fataheng- ið, þá er að taka til fótanna, hlaupa eins og byssubrenndur, út úr búðinni og muna að það er um líf og dauða að tefla. Þá . getur verið að maður korhist undan á hröðum óskipulegum flótta. Auðvitað verður þetta allt miklu erfiðara, ef maður var farinn úr buxunum Þess vegna: — Farðu aldrei úr þeim. 1 ★ | Margar hættur v»fa vfir j manni á Manhattan. Rán og líkamsárásir eru daglegur við- burður þar. í haust var sunnu- (jfe&ilecj jóf! ^aróceft nýár Sisli c1 dofinsen daga-tilræðismaðurinn á ferð 1 borginni. Hann skildi á hverjum sunnudegi eftir böggul með sprengju í á einhverri alfara- leið, undir sæti í iieðanjarðar- braut, á Times Square o. s. frv. Einn maður lét lífið. Þá gerðist það, að lögreglan elti gangster fram og aftur um Patrekskirkju, sem er i bezta hverfinu. við 5th Avenue beint á móti Rockefeiler Center. Enn sama dag gerðist það að ég var með kunningjum mínum á ferð uppi á West Side. Ætluð- um að skreppa þar í stjörnu sýningarsal, en þar var lokað svo við urðum frá að hverfa. Við snerum til baka út að bíln- um okkar og sáum þá að svert- ingjastrákur stóð við bílinn og var eitthvað að gera þar. Hann hljóp burt er við nálguðumst en brátt mátti sjá handverk hans. Hann hafði skorið gat á blæju- tjald bílsins, ætlað að fara í hann og stela h»«um. Veittum við honum eftirför, hittum brátt lögregluþjón og kærðum þenn- an skemmdarverknað. En í stað þess að lögreglu- þjónninn gerði nokkuð í máliou fór hann að tala við okkur í hálfum hljóðum Bg sagði okkur að þessi strákur væri foringi 50 pilta hóps, sem hefði aðsetur i næstu götu. — Það er bezt að reita þá ekki til reiði, því að þeir væru þá vísir til að drepa okkur. Síðan bætti hann við: — Það var óvarlegt hjá ykkur að parkera þarna. Þannig kom- umst við í kynni við hina ein- lægu West Side Story. Og uppi í Harlem á norður- enda Manhattan er hið mikla svertingjahverfi. Ein og há!f milijón svertingja eiga þar sína borg, en ekki er það alit eintómt fátækrahverfi. Á Sugar Hili eða sykurhæð búa efnameiri svertingjarnir í snyrtilegum íbúðarhúsum en skammt frá eru gríðarstór leiguhús á allstóru svæði, þar sem fólkinu er bókstaflega pakk að saman. — Sjáið til segir sam- ferðamaðurinn, — í stóru ibúð- unum eru litlu fjöiskyidurnar og í litlu íbúðunum eru stóru f j ölsky ldurnar. Embættismaður einn frá heil- brigðislitinu gaf nýlega skýrslul um ástandið í þessum múgbýiis-, húsum og komst þannig að orði.; — Mikið af rottum lifir þarna, — það er meira að segja sagt að þær hafi eldunarpláss. :k Á Manhattan ægir öllu saman og þó helzt það einkennilega að- skilið. Allsstaðar eru hin ósýni- legu landamæri milli þjóða og stétta. Landamæri milli gæfu og gæfuleysis, milli auðs og fá- tæktar. Neðan til á Manhattan er Chinatown. Þar oúa Kín- verjarnir í heldur skuggalegu hverfi. Þeir eru sú þjóð, sem hefur mest haldið saman og einangrað sig frá hinum, skammt frá þeim eru hverfi Gyðinga og ítala. Frá ítölsku byggðinni er ekki langt yfir í alifuglahverfið, þar sem kjúklingar og dúfur eru seld- ar. Kerlingar standa við búr- in sem fuglarnir vappa lif- andi í, og þær pata *g benda, — þennan feita kjúkling vil ég fá. Manni kemur í huga ævin- týrið um Hans og Grétu þar þar sem nornin stóð við búrið og vildi þukla á Hans, hvort' hann væri orðinn nógu feitur. Kjúklingasalinn tekur fuglinn^ sem beðið var um, snýr hann úr hálsliðnum og stingur honum! niður í reitingavélina. Eftir j stutta stund kemur fuglinn ber- háttaður upp úr vélinni. Leið: hans liggur á pönnuna. Á norðurhluta eyjarinnar eru hverfi svertingja og Portorik- ana. Á hverjum morgni flykkj- ast þeir í neðanjarðarbrautirnar sem flytja þá í vinnu niðri í bænum. Um leið liggur íólks- straumurinn úr úthverfunum í New Jersey og Long Island inn í borgina til allskonar starfa. Neðanjarðarbrautirnar flytja hundruð þúsunda manna, já milljónir til vinnunnar. Þessil fólksstraumur er ein allra áhrifa mesta sjónin á Manhattan. Þús- undir saumakvenna og verzlun- arfólks flykkist til klæðahverf- isins kringum 34. stræti. Allir gangar og stígar neðanjarðar- stöðvarinnar í Canon street f bankahverfinu eru iðandi af þéttum fólksstraumi. Fyrir einum til tveimur ára- tugum voru svertingjarnir lægsta stétt mannfélagsins í borginni. Nú eru þeir byrjaðir að vinna sig upp og líta niður á Portorikananna, sem síðar hafa komið. Gagnvart þeim að- skotadýrum telja svertingjarnir sig fulltrúa Engilsaxneskrar menningar. Eftir fimmtíu ár verða svertingjarnir og jafnvel Portorikanarnir búnir að ta’ka við stjórn borgarinnar. Þannig heldur lifið áfram á Manhattan. Götusalarnir reika um göturnar með vöru sína á barnakerru, pylsur,, bí'únaðar hnetur og kauphallarsimarnir niðrí Wall Street pikka sín tor- ráðnu merki um verðbréfagengi og markaði. Á Broadway er frumsýning á nýjum söngleik, kannski er það söngleikur á borð við Showb«at, Oklahoma eða Fair Lady, sem slær í gegn svo fólk um allan heim verður áður en árið er liðið farið að raula lögin fyrir munni. I Madison Square Garden lemur Floyd Patterson Svíann Inge- mar Johannson í kássu eða Billy Graham prédikar um iðr- un og yfirbót. Sýningin heldur áfram, hvað sem í skerst. Gegnum gleði og sigur og þrátt fyrir harm og dauða. Lyfturnar halda áfram að ganga upp og niður, upp í toppinn á skýjakljúfnum háa. — Ætluðuð þér að fara upp í Rainbow Room á 60. hæð^ sir? Já, takk. Þangað liggur leiðin okkar allra. Lyftuþjónninn styð- ur á hnapp og við þjótum af stað með svo mikilii ferð að suðar fyrir eyrum — í lyftu — eða kannski er það eldflaug. Þ. Th. ctró jriÉar ái urn uorum vi&óLip ta vlnum öLr )rum fanclí ómonnum ^ieOLie^rcL jo ÍÍCLy

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.