Morgunblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 14
14 MORGUNBT 4 0TÐ Laugardagur 24. des. 1960 Hannes Pétursson: Fæddur úrsmiður HERBERGI gamla mannsins var íullt af klukkum Þær héngu uppi á þili, þær stóðu á komm- óðum og kistlúm; klukkur af ýmsum stærðum, komnar til ára sinna. Þær voru svo margar, að enginn lagði í að telja þær, fremur en Vatnsdalshóla. Ef mað ur opnaði hurðina og leit inn, trúði maður varla eigin eyrum, svo var ganghljóðið fjölraddað. Og á rúminu sat gamli maður- inn og var að prjóna. Það voru margir, sem ekki vissu, hvernig stóð á öllum þess- pm klukkum, en enginn velti á- stæðunni fyrir sér; þær voru þarna í herberginu, það '-ar allt og sumt, og krökkum, sem heim- sóttu gamla manninn, fannst þær jafn sjálfsagðar og fjöllin í kring um plássið. En þeir sem lengra mundu aft- ur, vissu, að gamli maðurinn hafði fyrr á árum tekið að sér að líta á klukkur fyrir fólk — það var áður en úrsmiðurinn kom. Þótti þægilegt að leita til hans með ýmislegt, sem þurfti að lag- færa, „því hann Ingileifur er alveg dvergur í höndunum", var haft að viðkvæði. Hann hafði aldrei lært úrsmíðar öðru vísi en af sjálfum sér, með því að tæta í sundur ónýtar klukkur og setja þær saman á ný. En slíkur dverg ur komst fljótt upp á lag með að gera við klukkur fólks. Þó átti hann í erfiðleikum, væru sigur- verkin mjög fíngerð, því áhöldin gátu ekki talizt merkileg og ekk- ert stækkunarglerið. Óþægilegast var, hvað viðgerðirnar tóku oft langan tíma — hafði verið rúm fjögur ár að koma af stað ómega- úri, það var reyndar met — en af því hann gerði þetta fyrir sama sem ekki neitt, hélt fólk áfram að leita til hans. Auk þess var áhætta að senda klukkur til viðgerðar suður á land, alltaf gátu þær skemmzt í flutningi. En þegar úrsmiðurinn kom, varð hann auðvitað fyrir valinu. Ingi- — Bókin um veginn Framh. af bls. 2 lægsta gerð hamingju. Grátur og kvein eru lægsta gerð sorgar. (Að réttu lagi) ættu þessar fimm greinar að fylgja hræring- um hugans“. Taomenn deila á Kung-tze og telja að han hafi leitt men.i af- vega með of flóknum reglum og seremónium. Og víst er um það að þessar reglur voru miklu flóknari en vér látum oss til hugar koma. Það leynir sér ekki þegar Lí-Chí, helgirit siðanna, er lesið. Hér var á ferðinni þung lamalegt siðferði yfirstéttanna. Chwang-tze semur sögur af samræðum milli Lao-tze og Kung-tze. Leitar hinn síðari til hins fyrri til þess að læra eitt- hvað um Tao. „Ég bið þig vin- samlegast að veita mér fræðslu um hinn fullkomna Tao“. „Hreinsa þú hjarta þitt með föstu og aga“ segir Lao-tze. „Þvo þú sál þína hvíta eins og mjöll. Láttu lærdóm þinn eiga sig. Tao er afundinn og erfitt um hann að ræða .... Maður- inn skýzt gegn um þetta líf sitt undir Mánanum eins og hvítur hestur (hoppar) yfir gjá. Hann er þar eitt andartak, á næsta andartaki er hann horfinn. Og enginn er sá sem ekki er jafn háður inngöngu dauðleikans sem útgöngu. Ein umbreyting leiðir til lífs, önnur á sér stað og er sú dauðinn. Skepnurnar stynja og hjörtu mannanna hryggjast, strengnum er brugðið af bogan- um og klæðahjúpnum er kastað. í allri þessari ólgu spennir sálin vcengi til flugs, líkaminn fyigir eftir í langferðina heim“. Hversu erfitt er að höndla Tao? Dæmisagan um Pú-Liang Ee sýnir sennilega Chwang-tze sjálfan og reynslu frá hans eigin kennslu og árangurinn, sem sumir menn nóðu, er leituðust við að tileinka sér Tao. „Pú-Liang Ee hafði allar þær gáfur, sem snilling mega prýða, en ekki Tao; ég aftur á móti hafði Tao, en ekki gáfur hans. Mig langaði þó til að kenna hon" um ef svo mætti verða að hann yrði sannur spekingur.....Ég hófst því handa, stig af stigi. Að þrem dögum liðnum var hann fær um að vísa á bug öllu veraldarvafstri úr huga sínum. Að því loknu hélt ég áfram með hann.... Að sjö dögum liðnum gat hann bægt burt frá huga sínum öllum hugmyndum um menn og hluti. Þegar nú þeim árangri var náð og kennslu minni hélt áfram, var hann fær um að líta á líf sitt svo sem framandi sjálfum honum. Að þessu loknu varð hugur hans heiðbjartur eins og morgunloft- ið og hann var fær um að finna sitt eigið einstaklingseðli. Þar sem hann var nú kominn til skilnings á þessu, varð hann fær um að vísa á bug öllum hugmyndum um hið liðna og um nútímann. Þegar hann hafði nú losnað við þær, varð hann fær um að þrengja sér inn í (sann- indin um) lífið og dauðann.. .. “ Meinið mikla er að valdhafar og kennarar hafa spillt mönn- um og rangsnúið náttúru þeirra með alls konar afskiptum, álög- um og ofhleðslu í menningunni. Þar með knýja þeir menn til þess að spreyta sig unz þeir detta dauðir niður — án þess að hafa fundið Tao. Chwang-tze segir: „Maður einn var svo hræddur við skugga sinn og honum var svo illa við sín eigin spor að hann tók þá ákvörðun að flýja frá hvorutveggja. Þegar hann svo tók til fótanna, fjölgaði óðum fótsporum hans, og þrátt fyrir mikla spretthörku, skildi skugg- inn aldrei við hann. Þar af dró hann þá ályktun að hann færi of hægt. Hóf hann þá. að hlaupa eins hratt og hann gat og hvíldi sig aldrei, en afleiðingin varð sú að þrek hans þraut og hann datt dauður niður“. „Hann gætti þess ekki að skuggann gat hann skilið við sig með því að ganga inn í (annan) skugga og með því að nema steðar, gat hann losnað við fót- spor sín“. Spyrja mætti hvað Chwang- tze myndi segja um allt tækni- æðið og allan hamagang hins nýja Kína og heimsins í heild á vorum dögum, ef hann mætti til vor tala. Ég hef þó grun um að eitthvað af anda hans lifi í þeirri litlu sögu, sem smogið hefir út undan Bambustjaldinu ekki alls fyrir löngu. Kjarni hennar er á þessa leið: Maður nckkur dó og fór til helvítis. Djöfullinn lét púka sína þegar hefjast handa um að kynda undir honum. Þegar kyndingin var búin að ná hámarki sínu, leifur tók það hvorki nærri sér né fannst óeðlilegt, enda hafði þá hlaðizt upp hjá honum svo mik- ið af biluðum klukkum, einkum framan úr sveit, að hann hefði nóg að gera næstu árin. Að vísu náðu margir í klukkur sínar aft- ur, þegar faglærður úrsmiður var setztur að í plássinu, og fóru með þær til hans. Eftir að Ingileifi tók að heppn ast að koma í ganjf biluðum klukkum í allstórum stíl, taldi hann úrsmíðar vera eitt aðal- starf, þótt hann gæfi sig ekki að þeim nema á kvöldin eftir vinnu. Og þegar hann hætti að þola al- menna verkamannavinnu, fyrir aldurs sakir, og gat sinnt úrvið- gerðum lengur á degi hverjum, átti hann það til að skrifa Ingi- gekk valdhafi Vítis til mannsins og spurði hvernig honum félli þetta hitastig. „Þakka þér fyrir, fé!agi“, segir maðurinn brosandi. „Hitinn hérna er alveg mátu- legur, getur ekki betri verið“. „Hvaðan kemur þú?“ spurði Dj öfullinn. ,,Úr stáliðnaðarborg í hinu nýja Kína“, svaraði maðurinn. Lengri er sagan' ekki. En framhald hennar í huga lesand- ans er alveg andstætt í austri og vestri. Mat manna á lausn undan menningarlegri kúgun fer eftir því hvort kúgunin er raunveruleiki eða ímyndun. Áhrif Taospekinnar í mynd heimspekilegrar hugs- unar náði Taokenningin hámarki í fornöld. Síðan hefir lítið verið um nýmyndanir, enda var Tao- stefnan oft ofsótt, þar eð sumar af kenningum hennar urðu al- þýðuspeki, er kynti undir bylt- itigum gegn margs konar kúgun og áþján yfirstéttanna, en þær töldu kenningar Kung-tze heppi legri siðfræði sér til handa, þar eð „höfðinginn", chun-tze, hinn konungborni maður, geymir hið æðsta siðalögmál í sínu eigin hjarta, en „siao-jen“, hinn ó- lærði maður, alþýðumaðurinn, þekkir ekki hið sanna siðferði. En áhrif Taohyggjunnar lifa í hinum miklu leiklistar bók- menntum Kinverja, einnig í öðr um skáldskap og ekki síður í myndlist. Siðfræðina er einkum að finna í Iitlu kveri, Kan Ying Pien, en það hefir sennilega verið nokkrar aldir að mynd- ast. Þó mun það fullmótað nokkru fyrir siðabótina á Vest- urlöndum. Það geymir örstuttar sögur og meitlaðar lífsreglur undir hverri sögu. Skulu hér tilfærðar nokkrar þeirra: „Lao-tze sagði: Góð eða ill örlög mannsins ákvarðast ekki af framtíðinni; með lífemi sínu móta menn örlög sín. Endur- gjald hins góða og illa fylgja á sama hátt og skugginn líkaman- um“. „Þegar menn drýgja stórsynd, dragast 12 ár frá ævi þeirra, en fyrir litla, synd dragast 100 dag- ar frá“. „Hreinsaðu sjálfan þig og leiddu aðra til afturhvarfs". „Vertu miskunnsamur við munaðarlausa og sýndu ekkjum samúð“. „Sá sem verða vill ódauðlegur á himni, verður að vinna 1300 góðverk. Sá sem verða vill ó- dauðlegur á jörðu, verður að vinna 300 góðverk“. „Hrækið ekki í norðurátt og eldið ekki mat með óhreinum viði“. „Sá sem vinnur illvirki að degi til, hlýtur refsingu af mönnum. Sá sem vinnur illvirki í leynd- um, hlýtur refsingu af djöflum". Þessi síðasta setning er talin vera eftir Chwang-tze. í annarri siðfræði Taómanna segir svo: „Klæðið hina nöktu, jarðið hina framliðnu og fæðið hina hungruðu“. „Notið rétt mál og rétta vog. Bjargið dýrum frá dauða og haldið yður frá blóðs- úthellingum“. „Látið ljós loga í gluggum svo að langferðamenn fái ratað“. „Sá sem svíkur sitt eigið hjarta, svíkur einnig Guð“. „Þrjá hluti ber að óttast: Sjálfan sig, skálkaskjól myrkursins og leynileg svik. Því hinn Hæsti horfir á þig, hann athugar allt, með 10 augum er á þig horft og með 4 höndum er á þig bent. Hann veit um sérhvert hár, sem fellur til jarðar“. „Safna þú fjár sjóðum, sem duga í ríki hinna framliðnu". Þegar þú talar um náunga þinn þá skalt þú „dylja hið illa, en draga hið góða fram“. Vitringar -Áusturlanda í Tao- dómi eru meðal þeirra, sem hafa fært Jesú Kristi gull, reykelsi og myrru. Þeir hafa mótað fagurt helgimál, sem var vel til þess fallið að flytja á því fagnaðar- boðskapinn. Þeir hafa mótað hug tök, sem eru einkar vel til þess fallin að lýsa konungi vorum Kristi í hlutverki hans í hinni víðu veröld, Kosmos. Enda höfðu Taomenn, er kristna trú tóku, hinar mestu mætur á Jó- hannesar guðspjalli og þreyttust aldrei á að lofa Guð fyrir að Tao varð hold og bjó meðal vor — fullur náðar og sannleika. Spurn ingunni um hvernig Tao verði fundinn og þekktur urðum vér auðvitað að svara þeim í hlýðni við konung vorn Krist: í honum er Tao þekkjanlegur. En hinn ó- þekkjanlegi Tao — hvernig hann er, það vitum vér ekki. Það verð ur ekki ljóst mannlegum skiln- ingi fyrr en vér fáum að sjá Guð og getum litið upplýstum augum yfir tilveruna ofan frá sjónarhæð um eilífðarinnar. I Jóhann Hannesson. leifur Stefánsson úrsmiður, aft- an á bréf. Eins og fyrr segir, hætti fólk að snúa sér til hans með klukk- ur, þegar úrsmiðurinn kom. Ingi leifur gat því einbeitt sér að því að gera við hinar, sem fólk sótti ekki aftur og undantekningar- laust voru framan úr sveit. Þeg- ar hér var komið, var hann bú- inn að lagfæra þá síðustu fyrir nokkru og hafði skrifað öllum eigendunum og sagt, að klukk- urnar væru tilbúnar til af. greiðslu. En af einhverjum á- stæðum dróst að vitja þeirra. Það fannst Ingileifi undarlegt, en þekkti af reynslu, að sveltafólk hefur í mörgu að snúast, þegar það kemur í kaupstaðinn, og hættir til að gleyma einu og öðru, svo sem að ná í klukku úr viðgerð. Hann var búinn að festa við þær miða, sem á stóð viðgerðar- kostnaðurinn og skrifa nöfn eig- enda á nótur, en ekki sjálfa skuldina — það gerði hann við afhendingu — af því hún breytt- ist með tímanum, hækkaði eins og skiljanlegt var, þar eð Ingi- leifur þurfti oft að líta á klukk- urnar aftur, hreinsa þær og smyrja og vaka yfir því; að þær gengjú hárrétt.Kostaði ekki litla vinnu að stilla þær. Þær vildu ýmist flýta sér eða seinka. Fylgd- ist hann nákvæmlega með því á hverju kvöldi, að þeim bæri sam an við útvarpsklukkuna, þegar hún sló átta. Ef einhver gekk skakkt — sem var alvanalegt i slíkum fjölda — settist hann undir eins við að stilla hana og vakti yfir því fram á nótt, ef með þurfti. Helzt hefði Ingileifur kosið að lifa á úrsmíðum, því eins og Ól- afur heitinn mágur hans hafði sagt, var hann „fæddur úrsmið ur, þó ekki værj hann lærður úr smiður“; — þessi orð notaði Ingi- leifur oft í samtölum við fólk. En þar sem það dróst af ein- hverjum ástæðum, að náð væri í klukkurnar, þó hann hefði til. kynnt bréflega, að þær væru til- búnar til afgreiðslu, jafnvel skrif að sömu heimilum oftar en einu sinni, þá varð hann að fá sér eitthvert létt starf, því hann þoldi ekki lengur verkamanna- vinnu. Og af því hann undi sér bezt í herberginu hjá klukkun- um og það var auk þess hag. kvæmast fyrir hann að sitja þar — gat þá gripið í að líta á þær hvenær sem var að deginum —- ákvað hann að prjóna leista fyrir heimilisiðnaðarfélagið. Honum þótti það reyndar — sem fædd- um úrsmið — ósköp lítilfjörlegt en einhvern veginn varð hann að afla sér peninga, því talsverður kostnaður er því samfara að stunda úrsmíðar, ekki sízt þegar það dregst, að viðgerðar klukk- ur séu sóttar. Þær voru til dæm- is orðnar ófáar könnurnar af saumavélarolíu, sem hann hafði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.