Morgunblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 13
Laugardagur 24. des. 1960 Mnv''T’V'*r4Ðlh 13 mannanna þegar skipið var ekki1 í höfn. Notuðu ýmsir skipstjórar sér það að losa sig við erfiða menn á þennan hátt — að skilja þá eftir á eyjum eða auðri strönd. ★ Hvað, sem sannast er í þessu efni, þá er það víst, að Sel- kirk var settur á land á smáeyjunni „Mas a Tierra“ í Juan Fernandez eyjaklasanum undan strönd Chile (í sum- um heimildum er aðeins talað um Juan Fernandez-eyju í þessu sambandi). — Hann fékk að taka með sér í land byssu og skotfæri, öxi, nokkrar vístir og fleira smávegis. Lifði hann fyrst af veiðum, en brátt þraut skot- færin, og þá varð einsetumaður- inn að bjarga sér eins og bezt gekk. Virðist hann hafa verið úr- ræðagóður í bezta lagi í þeim efnum. Hann kom sér tiltölulega þægilega fyrir í helli einum ná- lægt ströndinni, og lifði hann einkum á fiski, sem hann veiddi, en fiskgengd er mikil á þessum sióðum. Einu félagar hans voru geitur, sem hann náði og tamdi legt, því að segja má, að barátta hans við náttúruöflin og hvers konar erfiði og hættur, sem hann háði „með berum höndunum“, sé eins og þróunar- og baráttu- saga alls mannkynsins í hnot- skurn. — Það er einkennandi fyrir Defoe — og ein hans sterk- asta hlið — hve vel honum læt- ur að klæða auðugt ímyndunar- afl sitt og frjótt hugarflug klæð- um raunveruleikans, ef svo mætti segja. — ★ — Jafnvel hin fátækasta ekkja reyndi gjarna að spara svo sem eitt penny á dag til þess að geta keypt hina dásamlegu bók um Róbínson Krúsó, skrifar rit- höfundur nokkur, samtimamað- ur Defoes. — Þetta lýsir glöggt hinum frábæru viðtökum, sem bókin fékk, ög maður gæti af þessu ályktað, að höfundurinn j hafi grætt á ~t& og fingri og | orðið forríkur — en svo var þó ekki. Reyndar mun hann um! skeið hafa komizt í góðar álnir, | en ekki virðist hann hafa verið Þessi teikning, eftir þýzká teiknarann Ludvig Richter, er úr einni af elztu Campe-útgáfunum. — Faðirinn segir börnum sínum söguna af Róbínson — og fléttar inn í ýmsum siðalær- dómum. Þetta þótti skemma sögu Campes og var fellt niður í síðari útgáfum. — en einnig gerði hann sér flík- ur úr geitaskinni. Þannig lifði hann á eyjunni sinni á fimmta ár, Það var ekki fyrr ,en í febrúar árið 1709, þegar enska skipið „Duke“ leitaði upp að eyjunni til þess að ná þar í vatn, að Alexander Selkirk fékk tæki- færi til að endurnýja minningu sína um mannlegt samfélag.Hann var auðvitað tekinn um borð í skipið og fluttur heim til Eng- lands. Skipstjórinn á „Duke“, Woodes Rogers, drap nokkuð á frelsun Selkirks og líf hans á eyðieyjunni í ferðabók, sem hann gaf síðar út. Samkvæmt þeirri frásögn Og öðrum, sem til eru, virðist margt, sem Selkirk mátti þarna reyna, býsna sviplíkt því, sem skáldsögupersónan Róbínson Krúsó komst síðar í kast við. Veruleiki o? Migarflug Ekki eru menn á eitt sáttir um það, með hverjum hætti fundum þeirra Defoes og Selkirks hafi borið saman — ef þeir hafi þá Xiokkurn tíma hitzt. Margir „Róbínson-sérfræðingar“ full- yrða, að þeir hafi aldrei sézt. Defoe kunni hins vegar að hafa heyrt af ævintýrum Selkirks — lem ekki sé þó sérstök ástæða til að ætla, þar sem það sé í raun ©g veru mjög fátt í örlögum þess- ara tveggja manna, Selkirks og Róbínsons, sem geti talizt hlið- stætt. Defoe eigi þess vegna all- en heiðurinn af Róbínson Krúsó. —- Ekki skal hér neitt um það dæmt — enda má vel segja, að það skipti svo sem engu málí, *. m. k. nú á dögum, hvort Róbín son á sér raunverulega fýrir- mynd eða ekki. Aðalatriðið er, að Defoe „sló í gegn“ með sögu sinni, þegar í stað, og vann sér varanlega frægð með henni. Honum tókst að segja hana á svo trúverðugan hátt — hvort sem hún er skáldskapur frá rótum eða ekki — að fólk „trúði á“ Róbínson og ævintýri hans í raun og veru. Er það ekki svo undar- sérlega loðinn um lóf ana, er hann lézt, árið 1731. Gleymdi stund og stað Þrátt fyrir framansagt, er þó algengast að telja að ævintýri Alexanders Selkirks hafi með einhverjum hætti orðið kveikjan að Róbínson Krúsó — og sögu- sagnir herma, að þeir Selkirk og Defoe hafi hitzt. Er sú saga þann ig í fáum orðum: Um þrem árum eftir lausn sína frá eyðieyjunni ráfaði Selkirk um í Lundúnum í atvinnuleit — en fékk hvergi vinnu. Hann komst þá í samband við einn af fyrrverandi félögum sínum á „Duke“, skipinu sem hafði bjarg að honum. Náungi þessi dundaði smávegis við skriftir í frí- stundum sínum, og hann réð Sel- kirk til að freista gæfunnar á ritvellinum, með því að skrifa um ævintýri sín á eyðieyjunni. Ráðlagði hann Selkirk einnig að reyna að fá aðstoð einhvers rit- höfundar, ef hann treysti sér ekki til að ganga sjálfur nógu vel frá handritinu. Rétt um þess- ar mundir datt sjómaðurinn hins vegar niður á atvinnu, og þessi hugmynd gleymdist um nokk- urra ára skeið. Þar kom þó, að hann settist niður til að skrifa minningar sínar frá Mas a Tierra — og einn góðan veðurdag lall- aði hann með uppkast sitt á fund Defoes til þess að biðja hann að lesa það yfir og gefa sér góð ráð. Rithöfundurinn sýndi hins veg- ar ekki sérlega mikinn áhuga, enda hafði hann öðrum hnöpp- um að hneppa þá stundina, þar sem hann hafði rétt einu sinni komizt í eitthvert klandur vegna pólitískra skrifa sinna. Niðurstaðan af heimsókn Sel- kirks varð sú, að Defoe fékk að halda eftir handriti hans til þess að lesa það yfir, þegar tími gæf- ist. Nú réðst hins vegar þannig, að sæfarinn lagði á hafið og hafði langa útivist — fór alla leið austur til Kína. Leið langur tími, áður en hann kom aftur heim til Og hér er enn ein „útgáfan“ af Róbínson. Teikn inguna g e r 3 i enskur teiknari við sögu Defoes — í útgáfu frá 18. öld. Englands — en þá gekk hann öðru sinni á fund Defoes. En rit- höfundurinn afsakaði sig enn — hann hafði engan tíma haft til að lesa handrit Selkirks. Sægarp- inum hitnaði í hamsi, og hann lét falla nokkur vel valin orð á hinu kjarnbezta sjómannamáli. Defoe | fékk nú eins dags frest til að skila handritinu — satt að segja hafði hann ekki hugmynd um, hvar það var niður komið. Um kvöldið tókst honum þó að finna blöðin. Hann hóf lesturinn — og gleymdi stund og stað. Gott söguefni Það, sem eftir var nætur, sat hann yfir handritinu og sknfaði upp ýmsar athugasemdir og minnisnótur. — En þegar Sel- kirk birtist aftur daginn eftir, tók Defoe á móti honum hálf- vandræðalegur og áhyggjufullur á svip og reyndi með vægileg- um orðum að koma honum í skilning um, að sér virtist ekki mikill matur í frásögnum hans — og varla mundi nokkrum þykja fengur í að gefa þær út. — Selkirk tók þessum „dauða- dómi“ með mestu ró og spekt. Sannast að segja hafði hann aldrei gert sér miklar vonir um hann kryddaði frásögnina með ýmsu móti — t. d. með ógn- andi nábýli villimanna við ein- setumanninn á eyjunni, sem hann hélt lengi að væri óbyggð. En eitt sinn uppgötvar hann sér til skelfingar, að hinum megin á eyjunni eiga mannætur heima. Kemst hann síðar í krappan dans í bardaga við villimennina. Og svo lætur Defoe hinn trygg- lynda Frjádag kom til sögunnar til þess að hún verði ekki of fábreytt. — Já, höfundurinn sýndi vissulega, að hann kunni vel til verks á þessu sviði, enda rann sagan út eins og heit- ar lummur, strax þegar hún fyrst kom út, 1719. Er sennilega algert einsdæmi, að fyrsta skáld saga höfundar hljóti jafnskjóta og jafnvaranlega frægð eins og Róbínson Krúsó. Endursagnirjo^stælingar ritverk sitt — og svo var hann einmitt rétt búinn að ráða sig í starf, sem hann vænti sér mikils af. Hins vegar leit Defoe alls ekki jafndökkum augum á mál- ið og hann hafði látið í veðri vaka við Selkirk. Honum var þvert á móti vel ljóst, að í hin- um klaufalega skrifuðu „nótum“ þessa sæfara og ævintýramanns, var ógrynni af góðu lesefni, ef um það var fjallað af kunnáttu. — Og skömmu síðar tók Daniel Defoe að skrifa fyrstu skáldsögu sína. — ★ — Til þess að setja undir þann leka, að hann yrði sakaður um ritstuld, lét Defoe ævmtýri söguhetju sinnar gerast á allt öðrum stað og öðrum tíma (á 17. öld) og bera að með öðrum hætti en ævintýri Selkirks. Og Oft má ekki hvað sízt marka vinsældir verks á því, hve mik- ið er gert að því að stæla það og endursemja — og beinar og óbeinar eftirlíkingar Róbínsons Krúsós eru legíó. Hefir þetta jafnvel gengið svo langt, að ein- stakar eftirlíkingar hafa náð enn meiri útbreiðslu sums stað- ar en sjálft frumverk Defoes. — Þannig var það t. d. lengi í Danmörku — og má víst raunar segja, að svo sé enn — að end- ursögn þýzka prestsins og kenn- arans, Joachims Heinrichs Cam- pes, á sögunni um Róbínson átti mestri hylli og frægð að fagna, þótt hún þyki raunar standa nokkuð að baki frumsögunni að flestu leyti. Var Campe, í hin- um fyrstu útgáfum, sífellt með einhverjar siðferðilegar vanga- veltur, sem mjög trufluðu gang sögunnar og spilltu henni sem heild. Síðar voru þessi innskot þó felld niður. — ★ — Við höfum einnig kynnzt „Ró- bínson“ Canipes hér á landi — og er ekki ýkjalangt síðan sú bók kom út, svo að margir munu við hana kannast. — Rób- Framh. á bls. 15 Selkirk • Á þeirri efri sést hvar Selkirk situr við munna hellis síns og drcpur tímann með því að dútla við „hannyrðir". Þarna sjást einn- ig einu félagar Sclkirks í útlegð- inni — geitur, sem honum tókst að ná á eyjunni og temja. Sjálfur er hann klæddur geitaskinnsfeldi. Inni í hellinum logar glatt í hlóð- um. • Neðri myndin sýnir lausn Sel- kirks árið 1709, þegar skips- menn á enska skipinu „Duke“ fundu hann, en þeir fluttu hann að sjálfsögðu með sér heim til Eng- lands. — Þá hafði Selkirk ekki séð neina mannlega veru í 4 ár og 4 mánuði — og hafði nær því týnt niður móðurmálinu. • Þegar grein þessi var í smíðum, minntist ég þess, að er ég var ungur drengur, áskotnuðust mér nokkur litprentuð kort, þar sem stuttlega var lýst í máli og mynd- um dvöl skozka sæfarans Alex- anders Selkirks á eyðieyjunni und- an Chileströnd. ó eyðieyjunni • Hafði ég mjög gaman af kort- um þessum og skoðaði þau oft mér til dundurs enda var það, sem þau lýstu, svo framandi og nýstár- legt, að það hlaut að vekja og örva ungt ímyndunarafl drengsins, svo að ævintýrið varð óþrjótandi og spannst í huganum í sífellt nýjum og nýjum myndum, í hvert skipti sem kortin voru skoðuð. • Það varð því fagnaðarfundur, er ég fann þessa gömlu ,,vini“ mína aftur — eftir talsverða leit — Selkirk-kortin lúð og snjáð eftir ótal snertingar ungra fingra. — Og þar sem myndir þeirra falla vel inn í „ramma" þess, sem fjallað er um í grein þeirri, sem hér birt- ist, fannst mér tilvalið að birta eftirmyndir af einhverjum þeirra. — Og hér koma þá tvær af þessum Selkirk-myndum. • Þótt umrædd Selkirk-kort hafi eflaust orðið einhverjum fleir- um en undirrituðum til nokkurs fróðleiks og ánægju á ungaaldri, mun aðaltilgangurinn með útgáfu þeirra ekki hafa verið slíkur. — Þau hafa greinilega fyrst og fremst átt að gegna hlutverki auglýsing- ar, því að á hverju þeirra má lesa nokkur vel valin orð um einstakt ágæti — Ludvig Davids kaffibæt- is..... H. E.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.