Morgunblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 15
Laugardagur 24. des. 1960 MORCVNBLAÐiÐ 15 mátt kaupa til að smyrja öll þessi gangverk. Það tök sinn tíma að pressa leistana og merkja, og gat hann ekki stillt sig um að fussa, þeg- ar hann lét á þá miðana og bar það saman við bókhaldið við- komandi úrsmíðunum. Hann færði í kladda nöfn eigenda að öllum þeim klukkum, sem hjá honum voru, dagsetninguna, þeg ar viðgerð hófst, dagsetninguna, þegar viðgerð lauk, einnig þau erlendu heiti, sem stóðu á skíf- unum. Þegar hann kom að afhenda bunka af nýprjónuðum leistum, sagði Halldóra, sem tók á móti þeim fyrir hönd félagsins, alltaf eitthvað vingjarnlegt, sem hún hélt, að Ingileifi þætti gott að heyra, til að mynda: „Það er handbragðið þitt, Ingileifur, á þessu“. „Það er auðséð, að hér heldur enginn klaufi á prjónum". „Notalegt má það vera að ganga í leistum, sem annar eins dverg- ur og þú prjónar, góði minn“. Ingileifur lét slíkt hól sem vind um eyrun þjóta, stóð á eld- húsgólfinu og anzaði ekki, var fýldur fremur en hitt, því sann- leikurinn var sá, að hann prjón- aði einungis til þess að hafa eitthvað í höndunum milli þess sem hann leit á klukkurnar og til að standa straum af óhjá- kvæmilegum kostnaði samfara viðgerðunum. Honum þótti — sem fæddum úrsmið — prjóna- skapur hégómi. Þegar hann kom frá því að skila af sér leistum og var með greiðsluna í vasanum, gekk hann, ef nauðsyn krafði, við í einhverri búðinni og fékk sér könnu af saumavélarolíu, smurði gangverk in, þegar heim kom, tók miðana og setti nýja í staðinn með ögn hækkuðum viðgerðarkostnaði, settist ef til vill niður, skrifaði stöku eiganda nokkrar línur og tilkynnti, að klukkan, sem hann ætti hjá sér, væri — eins og hann hefði áður tekið fram í toréfi — tilbúin til afgreiðslu. Eigendurnir ætluðu alltaf að labba við hjá honum, þegar þeir komu í kaupstaðinn, segja, að þeir væru löngu búnir að fá sér nýjar og betri klukkur, hefðu ekkert við gömlu klukkurnar að gera, en þurftu í svo mörgu að snúast, að það gleymdist ævin- lega. — Robinson Framh. af bls. 13. ínson Krúsó varð annars fyrst kunnur hér á landi af þýðingu Steingríms Thorsteinssonar skálds, sem út kom fyrst árið 1886. Er þetta kver í litlu broti og ber nafnið: „Róbínson Krús- óe. Þýðingar ágrip“. í eftirmála segir Steingrímur: „í framan- prentuðu ágripi er að mestu leyti farið eptir frumsögu Defo- es, nema að því er niðurlagið snertir. Jeg hef haft fyrir mér ágætt Róbínsons kver á þýzku (Robinson nach Defoe fiir Jung und Alt erzáhlt von F. Schmidt, 5. Aufl.) og þýtt eptir því þann- ig, að jeg hef alstaðar haft hlið- sjón af frumsögunni og lagað hina íslensku þýðingu eptir hennar orðum jafnframt.“ — Þarna minnist Steingrímur sem sagt á einn þeirra, sem endur- sagt hafa sögu Defoes — og þýðir að nokkru eftir kveri hans. — ★ — Onnur frægasta endursögnin á Róbínson Krúsó er svo eftir landa J. H. Campes, Grábner að nafní. — í hinum ýmsu endur- sögnum hefir þjóðerni og heim- kynni ævintýramannsins færzt til og breytzt með ýmsum hætti. Defoe lætur sinn Róbín- son að sjálfsögðu eiga heima í Englandi (fæddan í bænum York, eða Jórvík), en Campe gerir hann t. d. að Hamborgar- búa — og í fyrstu Grábner-út- gáfunum hefir Róbínson reynd- ar fengið bústað í Kaupmanna- höfn — og hann siglir á vit ævintýra sinna gegnum Eyrar- sund og Kattegat Síðar breytti Grábner þessu þó, og gerði Róbínson að nýju að Eng- lendingi — nánar tiltekið Lund- ýnabúa. •— ★ — Margar eru þær orðnar útgáf- urnar og eftirlíkingarnar, síðan Róbínson Krúsó fyrst sá dagsins ljós fyrir 240 árum. Og þótt ýmsar eftirlíkingar hafi á stundum og sums staðar skyggt nokkuð á frumverkið, mun það þó sá Róbínson, er Daniel Deíöe skapaði í upphafi, sem lengst lifir. Enda hefir þróunin orðið sú á síðari árum, að eftirlíking- arnar hafa smám saman horfið í skuggann á ný fyrir frumsög- unni. Og enn er lítið eða ekkeirt lát á vinsældum Róbínsons Krúsós. Sagan er stöðugt gefin út í nýjum og nýjum útgáfum á ótal tungumálum, úti um all- an heim — og eru ekki líkur til annars en svo verði áfram, meðan hraustir drengir bera út- þrá í brjósti og unna óvenjuleg- um ævintýrum. Hvað varð um Selkirk? En, að lokum. Hvað varð um manninn, sem beint eða óbeint virðist hafa orðið til þess, að Defoe samdi ævintýrasöguna um Róbinson Krúsó — söguna, sem oft er talin meira lesin en nokk- ur bók önnur, að Bibliunni einni undanskilinni? Alexander Selkirk hélt sig við hinn saltá sjá og eyddi því, sem eftir var ævi sinnar að mestu leyti á höfum úti, oft harla fjarri ströndum föður- landsins. Er það næg skýring þess, að hann komst aldrei — að því bezt er vitað — í kynni við Róbínson Krúsó, né frétti um frama þann, er Defoe hafði af sögunni — sem hann (Selkirk) e. t. v. átti drjúgan þátt í. — Selkirk andaðist skömmu eftir 1720 (sennilega 1723), snauður maður og vinafár, eins og hann hafði löngum verið. Mun hann þá hafa verið tæplega fimmtug- ur að aldri. — ★ —• Selkirk-eyjan, Mas a Tierra, er ekki lengur eyðieyja. Hún tilheyrir nú hinum menntaða heimi — en um skeið notuðu yfirvöld i Chile hana sem saka- mannanýlendu. — íbúarnir lifa aðallega af fiskveiðum, en góð fiskimið eru á þessum slóðum. Einkum eru humarveiðar mikið stundaðar, enda fá eyjarskeggj- ar gott verð fyrir humarinn í Chile. — í frístundum sínum dunda þeir svo, að sögn, gjarna við að leita fjársjóða sjóræn- ingja, sem munnmæli herma, að grafnir séu á eyjunni — en ekki hafa menn víst auðgazt að marki á slíkri leit enn sem komið er — hvorki þarna né annars staðar. Sjóræningjar virð ast hafa kunnað vel að fela fjár sjóði sina — eða þá verið fátæk ari en margar sagnir herma. — ★ — Uppi á háu bjargi, sem gengur bratt í sjó niður á Mas a Tierra, hafði Selkirk sinn sjón- arhól, hvaðan hann skyggndist oft eftir skipaferðum. Þarna gefur nú að líta minningartöflu, sem á er ritað: Til minningar um ALEXANDER SELKIRK sjómann fœddan í Largo, greifadæminu Fife i Skotlandi. Hann liföi al- einn á eyju þessari í ff ár og 4 mánuði. Hann fór í land af skútunni „Cinque Port“ áriö 1704, en var tekinn héöan um borö í skipiö „Duke“ hinn 12. fébv. 1709. Tafla þessi er reist viö sjónarhól Selkirks, af Pow ell skipherra og yfirmönnum á H.M.S. „Topaz“, áriö 1868. — ★ — Og hér látum við lokið þessu sundurlausa spjalli um Dani el Defoe, Róbínson Krúsó og Alexander Selkirk — og „sög- una að baki sögunni“. H. E. Húsið, þar sem Twain hót blaðamennskuferil sinn. og les upp úr beztu verkum hans við mikla hrifningu. Bækur Twains eru enn gefnar út í stór- um upplögum og eru vinsælli en nokkru sinni fyrr. Þó að hálf öld sé liðin síðan Mark Twain lézt, lifir hann — Kímnísskáldið Framh. af bls. 3 hann, sem hafði til að bera svo einstæða kímnigáfu, skyldi enda ævina, sem bitur maður. Síðustu árin ritaði Mark Twain endurminningar sínar, en þær voru, eins og hann orðaði það, skrifaðar úr gröfinni. Það mátti ekki gefa þær út fyrr en að honum látnum og ekki eru mörg ár síðan að þær komu út í fyrsta sinn í óstyttu formi. Les- andinn, sem vonaði að upplifa enn einu sinni skemmtilegar stundir í félagsskap kimniskálds ins varð fyrir vonbrigðum. Mark Twain var orðinn sorgmæddur, einmana og niðurdreginn, sú kímni er gerði hann frægan kem ur aðeins fram á stöku stað. Nú eru fimmtíu ár liðin frá dauða hans og þó er langt frá þvi að frægð hans sé gleymd. Nýlega kom fram á sjónarsviðið ungur maður, Hal Hoolbrok, sem ferðast um í gervi Marks Twains QLkL lecj fo Farsælt komandi ár. leifl joi DANÍEL Veltusundi 3. i I I (b GLER H. F. JQ^G^Q^O' ^Q^C^Q=*(r^Q=!*<F5*Q=^ | CjLktea iót!f' ( J . , | CjtekLq fót!\ iGott og farsælt komandi ár., J Þökkum viðskiptin á liðna k árinu. | | FISKBÚÐIN 9) tHóImgarði 34 og Sogavegi 158^5 Sérhver nýjung — glœsileg framleiðsla úr Bœheims gleri Ávaxtasettið, í nýtízku lögun í mismunandi pastellitum, sem náð hafa vinsældum meðal allra unnenda fagurra og dýrmætra hluta. Þér getið fengið þau í öllum sérverzlunum. GLASSEXPORT Fraha Liberec Tékkóslóvakla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.