Morgunblaðið - 22.08.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.08.1961, Blaðsíða 20
20 MORC 11 ISTtLAÐlÐ Þriðjudagur 22. ágúst 1961 rns versti þorpari og þjófur, en þú hefðir ekkj þurft annað en koma til möinmu og segja henni, að þú værir tónlistarmaður, og rekja raunir þínar, og hún myndi hafa gefið hvern hlut í 'húsinu, sem ekki var naglfastur. Góðsemi hennar var stundum misnotuð, satt er það. En það var ekki til sá strákur á þessum órum, sem ekki bar virðingu fyrir henni. Ef mamma greip sjálfa sig í að segja „Fari það kolað“ var hún ekki í rónni, fyrr en hún var búin að skrifta það. Svona háttvís og virðingarverð var hún. Þó að húsið væri fullt út úr dyrum og hún að steikja hænsni fyrir einhverja, og svo byrjuðu iílindi og einhver fuglinn færi að bölva einhverri gæsinni norð ur og niður, brást aldrei að hann stanzaði einhverntíma mitt í ræðunni og sagði: „Afsakaðu mamma, mér finnst þetta leitt, en ég verð að láta þessa gæs komast að, hvar Davíð keypti ölið.“ Ég lauk aldrei við meira en tólf ára bekk í skóla, og það var í skólaræflinum í Baltimore, þar sem hvítir og svartir voru aðskildir. En ég býst við, að það ihafi verið framfarir. Mamma var aðeins þrettán árum eldri en ég, og hún hafði aldrei komið í skóla. í minni tíð var Fræðslumála- stjórninni það mikið sama um þetta, að hennj fannst ekki taka því að leita mig uppi. Þegar mamma var krakki var henni al- veg sama. Eitt af því, sem við gerðum saman, þessi fyrstu ár í Harlem var að halda skóla. Mamma var nemandinn og ég kennari. Ég kenndi henni að lesa og skrifa. Ekkert hefur nokkru sinni skemmt mér eins mikið og að fá handskrifað bréf frá henni seinna meir, þegar ég var á flakki, eða sjá svip hennar, þeg- »r hún las bréf frá Louis Arm- strong með undirskriftinni: „Með flesk- og baunakveðju.“ Um það leyti, sem ég slapp frá Velferðareyju, og byrjaði að syngja í Harlem, hef ég senni- lega verið um hálft ár iðjulaus. Það gerði mömmu alveg snar- óða. Þegar hún fór að nöldra í mér, reifst ég á móti. „Ég er ekki í fangelsi, „var ég vön að segja. „Ég er engum til skamm- ar.“ Ég átti svolítið af aurum, og ég ætlaði ekki að gera neitt, þangað til það væri búið. Einu sinni ætlaði ég að fara með mömmu til að hlusta á Louis Armstrong í Lafayette- leikhúsinu í Harlem. Mamma var mikill aðdáandi hans og ég vildi nota tækifærið til að binda enda á rifrildi. Við vorum að fara yfir Sjö- undu breiðgötu, þegar strákur, sem ég þekkti, kallaði til mín. „Komdu hingað, stúlka mín,“ sagði hann „Jimmy er búinn að fá þær beztu pantellas, sem þú hefur reykt á ævi þinni.“ Eg reyndi að losa mig við hann, en árangurslaust. Eg reyndi að ýta honurn fró mér, eins og ég hefði aldrei séð hann fyrr, og gefa honum um leið merki um að þagna, ég væri ekki ein. Hann hélt bara áfram: „Ger- ir ekkert tiL Hver er hún? Syst- ir þín? Taktu hana bara með. Það verða blá og rauð ljós og við dönsum". Mamma kannaðist við marihu- ana, en hún vissi ekki, að ég hafði reykt það í meir en ár. Hún stökk upp: ,Viltu pilla þig í burtu", sagði hún við þennan kunningja minn. „Ef þú gerir það ekki skal ég loka hana inni þangað til hún er tuttugu og eins árs, og koma þér í fangelsi". Við komumst hvorki á bíó né til að hlusta á Louis Armstrong þann daginn. Þegar við komum heim, sagði ég mömmu, að ég hefði reykt marihuana í meira en ár. — „Þú hefðir áreiðanlega látið heyra í þér, ef þú hefðir séð ein- hverja breytingu á mér“, sagði ég. „Það hefur þú ekki gert. Er það ekki næg sönnun þess, að mér hefur ekki orðið meint af því?“ Hún vildi ebki hlusta, en neyddist til þess. Eg reyndi að segja henni, að marihuana hefði ekki gert mér neitt mein. Það væri bara áfall- ið, að komast að þessu svona snögglega, sem hefði gert hana reiða. En hún trúði því, sern hún hafði heyrt og lesið um áhrif marihuana. Hún trúði því bet- ur en sínum eigin augum. Hún áleit, að ég myndi rata í vand- ræði, og það væri allt sjálfri mér að kenna, af því að ég væri veik- lynd. í fyrsta skipti sem pabbi heyrði mig syngja sem stjörnuna á skemmtistað í Harlem, urðu lika ógurleg læti. Mamma var við- stödd þetta kvöld, og sat við annað borð. Hún drakk aldrei dropa, en í þetta skipti braut hún venjur sínar. Eg býst við, að henni hafi alltaf gramizt, að all- ir álitu að tónlistargáfur minar væru komnar úr Holiday ætt- inni. Duke Ellington var þá nýbú- inn að semja „Solitude", og eft- ir að hún var búin að fá þrjá sjússa stóð hún upp á þessum skemmtistað í 139. götu, sagði eitthvað um, að Billie væri ekki eina stjarnan í fjölskyldunni, og tók að syngja „Solitude", hárri, skrækri barnsröddu. Það hljóm- aði eins og einhver væri að syngja ofan við raddsvið sitt, en hún hélt út heilt vers, unz allir í salnum voru farnir að hlusta — meira að segja pabbi. Pabbi hafði setið hinum megin í salnum, en eftir að mamma var búin að ‘halda þessa sýningu kom hann yfir og settist hjá mömmu. Mamma brosti til hans, eins og hann væri eini karlmaðurinn í heiminum. Og pabbi var afar elskulegur. .Eleanóra ætlar víst að verða ein af stóru stjörnunum í skemmt analífinu", sagði hann við mömmu. Mamma Ijómaði af stolti og móðurást. Hún er þegar orðin stór stjarna“, sagði hún. Brosin, sem þau sendu hvort öðru, voru meira en Fanny Holi- day þoldi. Hún varð sjóðvitlaus, og kom með miklum pilsaþyt yf- ir til þeirra og sló tösku sinni í bollinn á mömmu. Um leið Og Fanny kom fyrsta högginu á mömmu, rauk ég upp oig tók að lumbra á henni. Pabbi reyndi að skilja okkur en hann réði ekki við neitt. Big Sid Catlett, hinn frægi trommuleikari, var þarna einnig, og hann reyndi að ná okk- ur sundur, en réði ekki við okk- ur heldur. Loks kom hann og sagði okkur, að lögreglan væri á leiðinni, stakk okkur mömmu inn í leigubíl og sendi okkur heim. A þessum árum urðu allir helztu viðburðirnir á glymfund- um (jam session) einhversstað- ar. Eg gleymi aldrei kvöldinu, þegar Benny Goodman kom með grindhoraðan, ungan strák með sér, sem hét Harry James. Það var eitt af þessum kvöldum, þeg- ar allir virðast vera mættir: Roy Eldridge, Charlie Shavers, Lester Young og Benny Webster, svo að nokkrir séu nefndir. James var ekkert vingjarnleg- ur í fyrstunni, eftir því, sem ég man. Hann var frá Texas, og þar líta menn á negra eins og skítinn undir fótum sér. Það mátti sjá á honum. Við urðum að venja hann af því — og líka að kenna hon- um, að hann væri ekki mesti trompetleikari í heiminum. í því var mikið gagn að Buck Clayton, er mér hefur allta fundizt fall- egasti maður, sem ég hef séð. Hann blés hinum burtu með lúðri sínum. Stíll Buoks var mildari en allra hinna strákanna, og lík- ari því, sem Harry James var að reyna að gera. Það tók ekki nema örfáar eyrnafyllir af leik Buoks til að lægja mesta rostann í Harry. Þegar hann var búinn að fá þessa lexíu, var hann tíður gestur. Það var á einurn af þessum fundum, sem ég kynntist fyrst Lester Young. Allt frá því fyrsta vissi Lester hve gott mér þótti að hafa hann blásandi þessa fallegu sóló á bak við mig. Þess vegna kom hann, hvenær sem hann gat á staðina, þar sem óg söng, ýmist til að hlusta eða taka sjálfur þátt í músíkinni. Eg gleymi aldrei nóttinni, þegar Lest er keppti við Chu Berry, sem var talinn kóngur á saxófón um þetta leyti. Hljómsveit Cab Calloways var stærst, og í henni var Chu Berry einna frægastur. Svo stóð á, að Benny Carter var að spila með Bobby Hend- erson, undirleikaranum mínum, þessa nótt, og með þeim var Lester með litla gamla saxófón- inn sinn, sem hann hélt saman með teygjuböndum og límbandi. Chu sat þarna, og allt í einu fóru menn að deila um, hver gæti blásið hvern sundur og saman. Ætlunin var, að hleypa af stað samkeppni milli Lester V>g Chu. Benny Carter vissi, að Lester var ágætur í svona keppni. Allir aðrir voru fyrirfram vissir um úrslitin: Þeir héldu, að Chu gæti hreinlega blásið Lester út á götu. Chu átti hlemmistórt og glæsi- legt gullhorn, en var ekki með það með sér. Benny Carter lét það ekki aftra sér. Hann var eins og ég, hann hafði trú á Lester. Þess vegna bauðst hann til að fara og sækja horn Chu’s, og það varð úr. Og þá gerði Chu sörnu skyss- una og Sara Vaughan átti eftir að gera móti mér, hann valdi „I Got Rythm“, rétt eins og Sarah valdi „I Cried for You“. Það var það versta, sem hann gat gert sjálfum sér. Lester hafði jafn mikið dálæti á „Rythm“ og ég á „I Cried“. Hann blés að minnsta kosti fimmtán kóra, hvern öðrum fallegri, og engan þeirra eins. Þegar sá fimmtándi var á enda var Ohu búinn að gefast upp, á sama hátt og Sarah var búin að vera eftir þann áttunda hjá mér í „Cried“. Fylgjendur Chu’s voru þráir, og þeim leið ekki sem bezt. Það eina, sem þeir gátu sagt til að hugga sig var, að Chu hefði meiri tón. Hvern fjandann þeir áttu við með því, hef ég »kki komizt að ennþá. Hvað hefur styrkur tóns- ins að segja þegar laglínan renn- ur jafn dásamlega fram og hjá Lester með öllum þessum sam- hljómum iði og breytileik sem fær mann bókstaflega til að taka viðbragð af undrun? Ohu var þroskaður maður sem gat fram- leitt hinar mestu drunur, en Lester ungur. Það er enginn kom inn til að segja að allir verði að fá fram sama tón eða tón- styrkleika. En allt þetta tal um mikinn tón olli Lester áhyggjum mán- uðum saman, og mér l'íka. Eg sagði: „Láttu þennan skratta ekki þyngja þig niður, Lester, láttu þá ekki vera að gera grín að 3|Utvarpiö Þriðjudagur 22. ágúst 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Jakob Jónsson. — 8:05 Tónleikar. —■ 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — — 12:25 Fréttir og tilk.). 12:55 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Harmonikulög. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veður- fregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Erindi: Borgarastyrjöldin á Spáni (Vilhjálmur t». Gíslason útvarpsst j óri). 20:25 Tónleikar: Kóratriði úr óperum eftir Mascagni, Verdi. — Kór rík isóperunnar í Stuttgart flytur. 20:45 Kvöldvaka Reykvíkingafélagsins í umsjá Ævars R. Kvarans leik- ara. Flytjendur auk hans: Séra Bjarni Jónsson vígslubiskup, Helgi Hjörvar rithöfundur, Þór- hallur Vilmundarson prófessor, Arni Öla ritstjóri, Kristinn Halls son óperusöngvari, Guðmundur Jónsson óperusöngvari og Gísli Magnússon píanóleikari. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Iþróttir (Sigurður Sigurðsson). 22:25 Lög unga fólksins (Guðrún As- mundsdóttir). 23:15 Dagskrárlok. Miðvikudagur 23. ágúst 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfr:). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilk.). 12:55 ,,Við vinnuna'* tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp. — (Fréttlr. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Öperettulög. 18:55 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Einleikur á píanó: Venti 'av Yankoff leikur sónötu op. 22 í g-moll eftir Robert Schumann. 20:20 Um heljarmenni: Stefán Jóns- son og Jón Sigbjörnsson heim- sækja Finnboga Bernódusson í Bolungarvík. 20:45 Tónverk eftir tvð bandarísk tón- skáld (Eastman Rochester hljóm sveitin og Patricia Berlin söng- kona flytja. Stjómandi: Howard Hanson). a) Essay nr. 1 fyrir hljómsveit og Adagio fyrir strengjasveit eftir Samuel Barber. b) Fjórir söngvar eftir Richard Lane. 21:20 Tækni og vlsindi; VI. þáttur: Geislavirk efni (Páli Theódórs- son eðlisfræðingur). 21:40 Íslen2k tónlist: Verk eftir Fjölni Stefánsson, Magnús Bl. Jóhanns- son og Þorkel Sigurbjörnsson. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Ösýnilegi maður- inn“ eftir H. G. Wells; XIX, lestur og sögulok (Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur þýðir og les). 22:30 Frá harmonikutónleikum í Stutt gart í vor. 23:00 Dagskrárlok. — Ég er búinn að gleyma hvað ég átti að kaupa, en fyrir afganginn ætla ég að fá spýtubrjóstsykur! HOLD IT RIGHT . THERE / WHAT TH' ?/ eOUNDS AS THOUGH I HAVE A VISITOR... IVIOLD GRASFKÆ TIJNÞÖKIJR ■"ÉLSKORNAR Símar 22322 og 19775. ANDY/ OLD HONKER/ WHAT ACE YOU TWO DOING OUT HERE/ ,—■ heyrist einhver vera að | koma . . . Standið kyrr! Hvað' er?! Andy og Afi steggur, hvað I eruð þið að gera hér?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.