Morgunblaðið - 22.08.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.08.1961, Blaðsíða 23
f Þriðjudagur 22. águst 1961 MORCVNBLAÐIÐ 23 Á leið til Vestur-Berlínar. Berlin , Frh. af bls. 1 n Aðgerðir þessar eru í Spandau- hverfi, en þangað hefur fjöldi Austur-Þjóðverja tekizt að flýja þrótt fyrir gaddavír og girðing- ar. O Mannekla Frá því landamærunum var lokað í Berlín fyrir átta dögum íhafa vopnaðar sveitir austur- þýzkra verkamanna verið þar á verði. En í dag tóku lögreglu- menn Og hermenn við af verka- mönnum. Telja menn að ástæðan pfyrir flutningi verkamanna á íburt sé sú að mannekla í verk- smiðjunum sé nú verulega farin að segja til sín. Yfirleitt hefur allt verið með kyrrum kjörum við landamæri Austur og Vestur- Berlinar í dag. Þrátt fyrir aukið eftirlit hefur nokkrum Austur- Þjóðverjum tekizt að kömast yfir landamærin til Vestur-Berlínar. Meðal flóttamanna í dag var borgarstjórinn í Falkensee, sem er rétt handan við landamærin. Tókst honum að komast gegnum igaddavírsgirðingu til Vestur- Berlinar. • Umferðarbann Um átta hundruð metrum fyrir sunnan Vestur-Berlín er hverfi, sem nefnist Steinstúcken og til- heyrir bandaríska verndarsvæð- inu. í dag bönnuðu Austur-Þjóð- verjar íbúum Vestur-Berlínar að ferðast til Steinstucken. Lokuðu Iþeir alveg tveim vegum til hverf- isins, en um þann þriðja bönn- uðu þeir alla umferð aðra en sjúkra og slökkviliðsbifreiða. Á svæði þessu búa um 200 manns Og verða íbúarnir að flytja allar nauðsynjar sínar fótgangandi. öðrum íbúum Vestur-Berlínar er bannaður aðgangur að svæðinu, þeirra á meðal borgarstjóranum í Zehlendor hverfi, sem Stein- Stúcken er hluti af. Þá hafa yfirvöldin í Austur Berlín fyrirskipað þeim 40.000 íbúum austurhlutans, sem starf- að hafa í Vestur-Berlín, að láta ekrá sig fyrir laugardag, að öðr- um kosti verður höfðað mál gegn þeim. •*» ' í • Johnson . Lyndon Johnson varafórseti^ Bandaríkjanna fór í dag frá Berl- ín til Bandaríkjanna eftir stutta heimsókn sem fulltrúi Kennedys forseta. Johnsón var innilega fagnað af íbúum Vestur-Berlínar. Við brottförina sagði Johnson að hann mundi skýra Kennedy frá því að Vesturveldin hafi „aldrei átt betri né hraustari banda- menn“ en þær 2,2 milljónir manna sem búa í Vestur-Berlín. Kvaðst hann kveðja með virð- ingu og þakklæti hina hugrökku íbúa Vestur-Berlínar, þar sem frelsið væri ósigrandi. Jöhnson var viðstaddur til að taka á móti 1500 bandarískum hermönnum. sem komu á sunnudag með 300 flutningabifreiðum frá Vestur- Þýzkalandi eftir að hafa ekið 175 km. veg gegnum Austur- Þýækaland frá Helmstedt. Mikill fjöldi Berlínarbúa fagnaði her- mönnunum og stráði blómum veg þeirra. Herlögreglan reyndi að slá hring um Jöhnson, en Berlínarbúum tókst hvað eftir annað að rjúfa hringinn til að taka í hönd varaforsetans eða færa honum blómvendL Bandarísku hermennirnir kom- ust hindrunarlaust til Vestur- Berlínar. Við komuna sögðu þeir að rússneskir landamæraverðir hafi sýnt kurteisi og lipurð við landamærin. Á leið sinni til Bandaríkjanna kom Johnson við á Shannon flug- velli á írlandi. Sagði hann þar að móttökurnar í Berlín hafi ver- ið innilegustu móttökur, sem sézt hafi í Evrópu eftir að Frakkland var frelsað úr höndum nazista. Hönd varaforsetans var bólgin eftir handtökin í Berlín og varð hann að biðja írana, sem tóku á móti hönum, að hlífa sér og taka ekki of mikið á. Leiðrétting S.L. SUNNUDAG var birt hér í blaðinu ræða sú, sem Geir Hall- grímsson borgarstjóri, flutti við setningu Reykjavíkurkynningar- innar 1961 sl. föstudagskvöld. Á einum stað í ræðunni stóð: „Ef við ætlum okkur að leysa vanda- málin til langs tíma í einu . . .“, en átti að vera: „Ef við ætlum okkur að leysa vandamálin til of langs tíma í einu . . .“. Tízkusýningin í Hagaskóla — HÉR kemur fyrsta sýn- ingarstúlkan, Guðrún Bjarna- dóttir, í brúnni kápu með lausum trefli, tilkynnti Ævar Kvaran, leikari, á tízkusýn- ingu í Hagaskólanum s. 1. laugardag. Dynjandi lófatak glumdi, um leið og Guðrún birtist á sviðinu. Hún gekk fram sýningarpallinn, sneri sér í ótal hringi með tilheyr- andi látbragði og brosti blítt til áhorfenda. Þannig komu sýningarstúlk- urnar fram hver á fætur ann- arri og sýndu yfirhafnir frá Verzlun Benharðs Laxdals, Kjörgarði. Flestar yfirhafn- irnnar voru úr grófofnu tweed, kápurnar víðar með frakkasniði og prýddar loð- skinnum eða leðri, en drakt- irnar flestar teknar saman í mittið með belti. Voru þær sömuleiðis prýddar skinnum, sem virðist vera mikið í tízku þetta ár. Ævar Kvaran kynnti stúlkurnar og lýsti klæðnaði þeirra. Þessi tízkusýning var einn liður í skemmtiskrá Reykja- víkurkynningarinnar 1961. Var 'hún haldin í rúmgóðu anddyri Hagaskólans en síðan g e n g u sýningarstúlkurnar upp á næstu hæð, þar sem veitingastofa er starfrækt, og sýndu gestum þar klæðnað sinn. Húsfyllir var á báðum hæðum og komust færri að en vildu. Sportver h.f., Skúlagötu 51, mK/MmmmmMMMMmmmmMmmmmmmKmmmmimmmmm; I Austur-þýzkir verkamenn hlaða tveggja metra háan vegg úr i steyptum steinum á landamæruuum í Berlín. Gestirnir horfa á eftir fegurðardrotningu íslatrds, er hún geng ur um veitingasalinn í rósóttum sundbol. (Ljósm. Mbl. KM). gestur sýningarinnar. Elsa Stefánsdóttir sýnir ís- lenzkan stakk í sauðalitunum. sá um síðari hluta sýningar- iimar og sýndi litskrúðuga sundboli og nýja gerð stakka. Stakkamir eru ofnir úr ís- lenzkri ull í Álafossi, Ásgerð- ur Búadóttir teiknaði mynstr- in og annaðist litaval (ein- göngu sauðalitirnir voru not- aðir), Dýrleif Ármann bjó út sniðin, en síðan voru þeir saumaðir hjá Sportver. Mjó belti og hnappar fylgdu sum- um stökkunum og voru þau gerð úr íslenzku folaldaskinni. Stúlkur úr tízkuskóla Sig- ríðar Gunnarsdóttur og Ástu Guðjónsdóttur sýndu fatnað- inn með miklum glæsibrag. Þær heita: Guðrún Bjarnadótt ir, Steina Kristinsdóttir, Edda Ólafsdóttir, Arndís Björnsdótt ir, Katrín Briem, Guðbjörg Bjömsdóttir, Greta ísakssen, Elsa Stefánsdóttir, Helga Áma dóttir, Þyrí Magnúsdóttir, Kol-' brún Kristjánsd. og Kristín Johansen. Fegurðardrottning íslands 1961, María Guðmunds dóttir, sýndi auk þess sund- boli; ennfremur þýzk stúlka, Carsta Lorenzen. sem var — Síldin Framh. af bls. 24. kelsdóttir 200. Þá mun Ljósafell hafa fengið gott kast. Þessi síld er talin góð. — Svavar. Eskifirði, 21. ágúst. — Landan ir í dag: Helgi Helgason 1000 tunnur, Héðinn 150 tunnur. Saltað var í 10 þús. tunnuna í nótt. Vigdís Hallgrímsdóttir, sem er á 12. ári, saltaði hana og hlaut hún 1000 kr. fyrir Var þetta 130. tunnan hennar 500 kr. voru veitt ar fyrir tunnuna ofan og neðan við töluna 10.000. Bræðslan hefur tekið á móti 33.00 málum, en er nú stopp. Allir lýsisgeymar eru fullir, en skip er væntanlegt á morgun eða daginn eftir. Frystar hafa verið 3600 tunnur. — GW, . Berlínarkvöld UNDANFARNA daga hefur dval- ið hér á landi 24 manna hópur þýzks æskufólks. Eru þau meðlim ir æskulýðsfélags Marienfelde- kirkjunnar í Vestur-Berlín og nota sumarfrí sitt til þessarar heimsóknar til íslands. í kvöld 22. ágúst munu þau efna til Berlínarkvölds í Skáta- lieimilinu við Hringbraut, og hefst það kl. 8,30. Munu þau sýna myndir frá Berlín, syngja þýzka söngva, sýna þjóðdansa og segja frá högum sínum þar. Er ekki að efa það, að mörgum mun leika forvitni á því að heyra sagt frá lífinu í borginni, sem nú ber einna hæst í heimsfréttunum. Er öllum heimill aðgangur, en sérstaklega er æskufólk 17 ára og eldra hvatt til að fjölmenna. — Harmleikur Frh. af bls. 1 haft mjög djúp áhrif á hann. Taldi Johnson að för hans til Vestur-Berlínar og Vestur-þýzka landc hafi orðið til þess að fjar- 'lægja hugsanlegar áhyggjur og efasemdir milli vina og banda- manna. Lagði Johnson áherzlu á innilega samúð sína með þján- ingum íbúa Austur-Berlínar og Austur-Þýzkalands undir stjórn kommúnista. Enginn sem hefur ’hitt og rætt við flóttamennina frá Austur-Þýzkalandi, sagði Johnson, kemst hjá því a“ sjá að þar er að gerast mannlegur harmleikur. Sagðist Johnson hafa farið til Vestur-Þýzkalands til að skýra Adenau.rr kanzlara frá stefnu Bandaríkjastjórnar og til að fá yfirlit yfir vandamál Vestur-Þýzkalands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.