Morgunblaðið - 30.05.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.05.1962, Blaðsíða 3
' Miðvikudagur 30. mai 1S>C2 MORGUNBLAÐLÐ 3 ÞESSAR myndir tók frétta- maður blaðsins í fyrradag af skriðuföllunum í Laugar- vatnsfjalli. Hinar stærri sýna aurskriðurnar, þar sem þær hafa beljað gegnum skóginn, og ýmist lagt trén flöt og grafið þau undir aurnum eða hreinlega rifið þau upp. Þó mun minna eyðilagt á þann hátt, að því þeir töldu, sem rannsakað hafa skriðurnar. Skriðuhlaupið átti upptök sín í tæplega 500 m hæð í tjallinu, og þar sem flaumur- inn var breiðastur, var hann rúmir 400 metrar. Við veg- inn var aurinn á annan m.ítei á þykkt, þar sem hann vai Skriðufallið mcstur, og á þremur stöðum þurfti að ryðja honum burt með jarðýtu. Heita má að mestur hluti tjaldstæðanna austan við byggingarnar á staðnum sé nú undir aur. Hlíðar fjallsins eru á breið um kafla sundurtættar og sem flakandi sár til að sjá. Mikill skógur hefur spillzt, þó vona menn að eitthvað af honum komi upp á ný, a.m.k. þar sem trén hafa ekki rifnað upp með rótum, og þar sem aurlagið er ekki ýkja þykkt. Minnsta myndin sýnir dr. Harald Matthíasson, mennta- skólakennara, ásamt fjöl- skyldu sinni fyrir utan hús hans, en einn angi aurskrið- unnar stöðvaðist aðeins nokkrá metra frá húsinu. — Meginflaumurinn beljaði fram nokkra metra norðan við húsið. Þrúður litla, sem spáði fyrir um skriðufallið, er önn- ur frá hægri á myndinni. •--.-.'.•v.'.yy.vy1... in.i ■ NTB látin bera ábyrgð á orðum Hannibals? I ÞJÓÐVILJANUM í dag er ekýrt frá þyi, að í skeyti frá norsku fréttastofunni NTB um bosningarnar á Islandi, sé sagt að úrslitin í Reykjavík „megi helzt túlka sem andstöðu við ríkisstjórnina. Þar sem ég er fréttaritarj NTB hér, þykir mér rétt að taka fram eftirfarandi: 1 í féttaskeyti mínu, sem ég eendi út um kosningarnar, er að- eins skýrt frá staðreyndum. Auk þess sendi ég út fréttaskeyti með tilvitnunum í ávörp foringja •tjórnmálaflokkanna, sem þeir fluttu í ríkisútvarpið eftir kosn- ingarnar. Þar vitnaði ég m. a. í Hannibal Valdimarsson, og get- ur verið að fyrrnefnd tilvitnun *é þaðan komin. Morgunblaðið fékk 1 fyrra- kvöld tvö fréttaskeyti frá NTB um kosningarnar. Annað skeytið var nokkurn veginn óbrenglað og hægt að lesa það, en hina til- vitnuðu setningu, sem Þjóðvilj- inn getur um, er þar ekki að finna. Hinsvegar var hitt skeytið ólæsilegt með öllu vegna trufl- ana og skal því ósagt látið hvað í því skeyti stóð. Ef það er rétt sem Þjóðvilj- inn segir, að NTB fréttastofan hafi haldið því fraim, að úrslit- in í Reykjavík „megi einna helzt túlka sem andstöðu við ríkis- stjórnina", þá eru þau orð á ábyrgð fréttastofunnar sjálfrar en ekki undirritaðs fréttaritara faennar hér á landi. Reykjavík, 29. maí, 1962 Sverrir Þórðarson. □- -□ Aftur í hringinn Emile Griffitlh sem varð bana maður Kúbumannsins Paret i hnefaleikakeppni, hefur ákveðið að verja heimsmeistaratitil sinn 13. júlí n.k Keppnin verður við Mel Greb í Las Vegas. Bókoikorn um Einor Ól. Sveinsson í DAG kemur út á forlagi Helga fells lítil bók tileinkuð próf. Einari Ól. Sveinssyni í tilefni þess að hann verður í dag sæmd ur doktorsnafnbót við háskól- ann í Uppsölum. Bókin, sem er 70 blaðsíður í litlu broti, nefn- ist „Ein lítil samantekt um E Ó S“ og er samin af nemanda faans „CADWR“ (sem mun vera dr. Hermann Pálsson, lektor í Edinborg). Er hér um að ræða yfirlit yfir störf prófessorsins og framlag hans til íslenzkra fræða, samið í fornum stíl og allfrum- legum með köflum. □- -□ Einar Ól. Sveinsson Uppsalaháskóli heiðrar Einar 01. Sveinsson EINAR Ól. Sveinsson, prófessor, hefur verið gerður heiðurs- doktor við heimspekideild há- skólans í Uppsölum í Svíþjóð og mun hann veita viðtöku heið- ursdoktorsskjalinu í hátíðasal háskólans í dag. 30. maí árlega fer fram hátíð- leg athöfn í hátíðasal Uppsala- háskóla, sem nefnd er „doktor promotion“, en þar er þeim, se lokið hafa doktorsprófum á fa skólaárinu svo og kjörnum hei ursdoktorum, afhent doktor skjöl þeirra og doktorshattar. ■ Einar Ólafur Sveinsson er n; lega farinn til Svíþjóðar og mi verða viðstaddur athöfnina dag. — SIAKSTEIWr. Kosningaúrslitin metin Það er fróðlegt að hyggja aS því eftir að úrslit kosninganna liggja fyrir, hvern skilning leið- togar stjómmálaflokkanna og málgögn leggja í niðurstöður þeirra, bæði að því er varðar einstaka flokka og áhrif þeirra á stjórnmálaástandið í heild. Yfir- leitt má segja, að málsvarar hinna einstöku stjórnmálaflokka dragi rökréttar niðurstöður al úrslitum kosninganna að því er snýr að þeirra eigin flokkum, að kommúnistum undanskildum. Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjami Benediktsson, segir rétti- lega um kosningaúrslitin, að Sjáifstæðisflokkurinn hafi „veru lega styrkt aðstöðu sína með þess um kosningum" og bendir jafn- framt á, að sigur f lokksins hér í Reykjavik sé að sjálfsögðu þýð- ingarmestur. V araformaður Framsóknar- flokksins, Ólafur Jóhannesson, sagði þegar úrslitin lágu fyrir: „Framsóknarmenn hafa ástæðu til að vera mjög ánægðir með þessi kosningaúrslit". Formaður Alþýðuflokksins, Emil Jónsson, leggur á það á- herzlu í sinni umsögn um kosn- ingaúrslitin, að útkoma Alþýðu- flokksins sé svipuð nú og eftir bæjarstjómarkosningamar 1958, en þá beið flokkurinn mjög veru ieg fylgistap. Og Alþýðublaðið segir: „Við drögum ekki dul á, að úrslit kosninganna hafa orðið Alþýðuflokksmönnum mikil von- brigði“. Formaður Alþýðubandalagsins, Hannibal Valdimarsson, sagði: „Alþýðubandalagið má að mín- um dómi mjög vel við þessi úr- slit una“. Athugasemdir leiðtoga flokk- anna og málgagna þeirra hér að framan virðast ailar eiga fullan rétt á sér og bera vott um raun- sætt mat á úrslitunum fyrir þeirra eigin flokka nema að því er kommúnista varð- ar. Alþýðubandaiagið tapaði verulegu atkvæðamagni, hvort sem miðað er við síðustu bæjar- stjórnarkosningar eða alþingis- kosningar. Hitt er svo annað mál, að þeir hafa ekki tapað eins miklu fylgi og þeir vissulega verðskulda og við hefði mátt bú- ast eftir að svo rækilega hefur verið flett ofan af flokki þeirra og gert var fyrir þessar kosning- ar. , ,Traustsyfirlýsing til ríkisstjórnarinnar" Andstæðingar S jálfstæð- ismanna eru nú eftir kosning- arnar fáorðari um Sjálfstæðis- flokkinn og stefnu ríkisstjórnar- innar en þeir voru fyrir þær. Þjóðviljinn viðurkennir þó í gær, að fylgi Sjálfstæðisfiokksins i Reykjavík sé „uggvænlega mik- ið“, eins og blaðið kemst að orði, og Tíminn viðurkennir einnig, að „óvinsældir“ ríkisstjórnar- innar hafi ekki bitnað á Sjálf- stæðisflokknum. Og um ríkis- stjómina taka andstæðingar hennar nú ekki dýpra í árinni en, að kosaiingaúrslitm hafi verið ,.áminning“, eða „viðvörun“. Það er því auðséð, að vinsældir rikis- stjórnarinnar eru miklu meiri eo þeir höfðu gert sér vonir um, því að fyrirfram höfðu þeir marg- sinnis lýst því yfir, að kosning- arnar yrðu „prófsteinn“ á fylgi viðreisnarstefnunnar. Úrslit kosn inganna hljóta því að vera þeim mikil vonbrigði í þessu efni. Forystuflokkur rikisstjórnarinn- ar, Sjálfstæðisflokkurinn, hef- ur aukið fylgi sitt verulega síð- au núverandi rikisstjórn var mynduð, en stærri stjómarand- stöðuflokkurinn, Framsóknar- flokkurinn, hefur bætt mjög ó- verulega við sig síðan þá og hinn stjórnarandstöðuflokkur- inn, kommúnistar, tapað allveru- lega. Þvi eru úrslitin „trausts- yfirlýsing tii ríkisstjórnarinnar", eins og Ólafur Thors forsætis- ráðherra hefur komizt að orði um kosningaúrslitin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.