Morgunblaðið - 30.05.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.05.1962, Blaðsíða 8
8 Miðvikudagur 30. maí 196i MORGUNBLAÐIÐ Asta Magnúsdóttir fyrrv. ríkisféhirðir HGN andaðist 26. þ. m., rúm- lega 74 ára og var rúmliggjandi frá því í október og varð hún að bíða dauðans í marga mán- uði, þótt hún hafi lengst af bor- ið von í brjósti um, að sér myndi batna. Hún var dóttir Magnúsar Ólafssonar ljósmynd- ara hér í bæ og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur bókbind- ara Thorsteinsson, en hún var afkomandi Arna Þorsteinssonar (Thorsteinsson) sýslumanns í Snæfellssýslu (1801—1848) og var kona hans Christine Bene- dikte, dóttir Andrésar Stein- bach, kaupmanns á Dýrafirði, og meðal barna þeirra var Jón ,bókbindari á Grímsstöðum, Thorsteinsson. Magnús Ólafsson var fæddur 1 Dalasýslu, sonur ólafs jarð- yrkjumanns Jónssonar, síðar lyfjafræðings í Stykkishólmi, og Þorbjargar Magnúsdóttur frá Skáleyjum í Breiðafirði. Systur Ólafs voru m.a. Sigríður, móðir Björns ritstjóra Jónssonar, María, móðir síra Jóhanns Lúthers, prófasts að Hólmum í Reyðarfirði, og Sesselja, móðir þeirra skáldkvennanna Herdísar og ólínu Andrésdætra. En Þor- björg, móðir Magnúsar, var dóttir Magnúsar Einarssonar í Svefneyjum, bróður Eyjólfs, Dbrm. í Svefneyjum. Magnús lifði í farsælu hjónabandi og áttu þau 7 börn, en eitt þeirra dó á unga aldri, og voru þau: Ásta, ríkisféhirðir, Ólafur, kgl. ljósmyndari, Karl, héraðslækn- ir í Hólmavík og síðar í Kefla- vík, Pétur, bankafulltrúi í Landsbankanum, Tryggvi, verzl- unarstjóri í Edinborg, og Karó- lína, skrifstofustúlka í Reykja- vík. Magnús var verzlunarstjóri á Akranesi í 15 ár við verzlun Th. Thomsen. Var hann virtur og vel látinn, og tók þátt í ýms- um framfaramálum. En þegar Thomsen hætti verzlun 1901 á Akranesi, fluttist Magnús til Reykjavíkur og lagði stund á ljósmyndagerð. Var Ásta þá 13 ára, er hún flutti til bæjarins. Gekk hún um skeið í Kaþólska skólann og stundaði píanóleik og varð svo fær í þeirri grein, að hún gat leikið undir á opin- berum tónleikum. 1. okt. 1910 var Ásta skipuð Daglegar flugferðir frá: Reykjavík til Akureyrar Reykjavík til Egihtaia Reykjavík til Vestmannaeyja Reykjavík til ísafjarðar VINYL-gólfflísar fyrirliggjandi í ýmsum litum HOLMSUND VINYL-GÓLFFLÍSAR eru notaðar þar sem hámarkskröfur eru gerðar til slitþols gólfefnis t.d. í afgreiðslu- sal KASTRUP-flugvalIar og hjá Flugfélagi íslands á Reykjavíkurflugvelli. Einkaumboðsmenn Ludvig Storr & Co. Símar: 1-16-20 og 1-33-33 Aðalfundur Flugfélags íslands h.f. verður haldinn í Leikhúskjallaranum fimmtudaginn 31. maí og hefst kl. 14. D a g s k r á : Venjuleg aðalfundarstörf — Önnur mál. Aðgöngumiðar að fundinuu verða afhentir í aðalskrif- stofu félagsins í Bændahöllinni 4. hæð, miðvikudag- inn 30. maí. skrifari og síðar fulltrúi í skrif- stofu landsféhirðis og loks var hún skipuð ríkisfehirðir frá 1. okt. 1933. Er hún lét af störfum nálega 71 árs, hafði hún unnið í 48—49 ár samfleytt. Þótti mjög óvenjulegt, að ungri stúlku yrði veitt þetta embætti, enda höfðu kvenréttindakonur skorað á ríkisstjórnina að veita henni stöðuna. Störfin uxu með hverju ári og hafði hún allmargt starfslið, enda uxu tekjur og gjöld ríkis- sjóðs- með hverju ári og mátti segja, að meira en tveir millj- arðar færu árlega um hendur hennar. Við hjónin litum á hana sem sérstaka vinkonu okkar gegn- um áratugi og fórum við saman til útlanda tvisvar sinnum. í fyrra skiptið fórum við til Parísar og Grenoble og að því loknu suður um allt Frakkland í ferðavagni, vestri leiðina, allt til Nice, Cannes og Monaco og þaðan yfir ítölsku landamærin til St. Remo. Ásta var hinn ákjósanlegasti ferðafélagi og gazt öllum vel að henni, sökum ljúfrar framkomu. Síðari ferðin var farin til Lundúna, Parísar og ti lháskólans í Caen (á vígsluhátíð hins mikla nýja há- skóla) og síðan til Deauville, hins nafnfræga baðstaðar. Hygg ég, að Ásta sáluga hafi notið þessara ferðalaga í ríkum mæli. Ásta var mjög listhneigð og hafði ríkan fegurðarsmekk. Hún reisti sér fallegt heimili að Ægissíðu 84 og bjó þar með tveim bróðurdætrum sínum, systrunum Guðrúnu og Sigrúnu, er báðar eru útlærðir tann- læknar, og var sambúð þeirra hin ástúðlegasta. Sjálf var hún í Oddfellowreglunni, í stúkunni „Bergþóru" og var þar um skeið yfirmeistari. Hún var einnig í Zonta-klúbbnum, alþjóðlegum kvennaklúbb og kynntist þar ýmsum erlendum dömum. Hún var fyrsta íslenzka konan er steig upp í flugvél á bernsku- skeiði fluglistarinnar 1919 og var hún mjög rómuð um það leyti vegna hugdirfsku. Hún bjó sér sumarbústað á Þingvöllum og dvaldist þar á hverju sumri unz hún seldi hann. Hún treysti Guði í öllu og hafði óskerta barnatrú til hins síðasta. Hún las gjarnan þær bækur, er snertu trúarefni. 1 samræmi við það var öll framkoma hennar, vingjarnlegt viðmót við alla og hjálpfýsi við sjúka og fátæka. Hún var sæmd bæði riddara- krossi og stórriddarakrossi Fálkaorðunnar fyrir vel unnin störf í þjónustu ríkisins. Hún er kært kvödd af öllu frændfólki sínu og vinafólki, sem ætíð munu minnast henn- ar með þakklæti í huga, hinnar ljúfu og hreinlyndu konu. Alexander Jóhannesson. Ásta Magnúsdóttir, fyrrum ríkisféhirðir, lézt 26. þ.m. eftir stranga sjúkdómslegu. Með henni er fallinn í valinn einn af þeim embættismönnum, sem störfuðu á mörkum tveggja tíma og báru keim af báðum. Eins og að líkum lætur um konu af jafn góðum stofni og með jafn trausta skapgerð, til- einkaði hún sér beztu þætti þess aldarfars, er hún bjó við. Fornar dyggðir embættismanns- ins, samvizkusemi, heiðarleiki og virðuleiki voru henni í blóð bornar, en kröfur tímans voru henni líka auðveldar viðfangs, til þess átti hún næga viðsýni og öfgalaust frjálslyndi. Lipurð og kurteisi hennar áttu sér rætur í góðu hjartalagi, því hún vildi leysa vanda hvers manns. Árið 1910 hóf Ásta Magnús- dóttir starf sitt í skrifstofu ríkisféhirðis, sem þá hét lands- féhirðir, og vann óslitið í þjón- ustu þess embættis til ársloka 1958. Ríkisféhirðir var hún skip- uð 1. okt. 1933 og gegndi því embætti til ársloka 1958, í rúm 25 ár, er hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Eins og nærri má geta urðu breytingar j í starfinu miklar á þessum 48 árum, einu mesta framfaratíma- bili í sögu landsins. En Ásta Magnúsdóttir uppfyllti hverja kröfu, sem þróun og framfarir lögðu henni á herðar, allt frá linnulausri þrælkun myrkranna á milli til röggsamlegrar yfir- stjórnar og vandasamra ákvarð- ana. Hún átti hlýtt hjarta, hvað berlega kom fram við börn, og hún átti mikinn drengskap. Stundum varð hún að taka á- kvarðanir, sem vafizt hefðu fyrir mörgum manni, en hún hikaði ekki. Drenglund hennar réði, og það jafnt þó ákvörðun hennar bryti í bág við fyrir- mæli. Hún gat staðið fast á rétti sínum og varizt fimlega, en að lokinni hríð rétti hún andstæðingi sínum höndina til sátta. Hún var kröfuhörð um uppfyllingu skyldustarfa, en elskuleg og þýð í daglegri sam- vinnu. Þeir, sem unnu með henni, minnast hennar sem sómakærs og alúðlegs húsbónda. Þeir, sem bezt þekktu hana, gleyma aldrei persónutöfrum hennar, veglyndi og höfðingslund. Jón Dan. KVEÐJA FRÁ ZONTA- SYSTRUM Með fröken Ástu Magnús- dóttur er horfin af sjónarsvið- inu góð og mikilhæf kona og nýtur þjóðfélagsþegn. Okkur félagssystrum hennar í Zonta- klúbb Reykjavíkur finnst við hafa misst mikið við fráfall hennar. Hún var ein af stofn- endum klúbbsins og hafi nokk- ur okkar reynzt trú Zonta- hugsjóninni um ráðvendni og heiðarleik í lífi og starfi, þá var það hún. Trúmennska hennar og skyldurækni ásamt ágætum starfshæfileikum urðu til þess að hún, einna fyrst íslenzkra kvenna var valin til að gegna umf angsmiklu opinberu trún- aðarstarfi, embætti ríkisféhirðis, sem hún rækti af alkunnri prýði til loka starfsaldurs síns. Ásta Magnúsdóttir var að eðlisfari hlédræg og ákaflega yfirlætislaus kona. Engu að síð- ur vakti hún á sér athygli hvar sem hún fór fyrir óvenju prúð- mannlega og fágaða framgöngu og elskulegt viðmót. Okkur í Zontaklúbb Reykjavíkur þótti ávallt sómi og prýði að henni í hinu fámenna félagi okkar, og okkur þótti öllum vænt ura hana. í dag kveðjum við Ástu Magnúsdóttur okkar síðustu fé- lagskveðju og minnumst henn- ar með söknuði og einlægri þökk fyrir liðnar samveru- stundir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.